Saga - 1998, Blaðsíða 342
340
RITFREGNIR
sögnina. Hefur höfundur lagt mikla vinnu í að hafa upp á þessum heim-
ildarmönnum.
Sem fyrr segir er hvergi að finna á einum stað jafn mikinn fróðleik um
hernaðarumsvif á og umhverfis Island í síðari heimsstyrjöldinni og í riti
Friðþórs Eydals og er aðdáunarvert hve víða hann hefur leitað fanga.
Hann hefur að vísu, eins og oft vill verða, fallið í þá freistni að láta heim-
ildirnar stýra frásögninni um of. Gefnar eru óþarflega nákvæmar lýsing-
ar á einstökum atburðum og aðstæðum á kostnað heildarsamhengis.
Höfundur hefur kannað frumheimildir í skjalasöfnum í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Þýskalandi og kynnt sér fjölda rita, sem vitnað er til í
bók hans. Þar að auki hefur hann safnað ógrynni ljósmynda víða að.
Það er galli á riti, sem byggir á jafn víðtækri heimildakönnun, að í því
er hvorki heimildaskrá né skrá yfir hvaðan ljósmyndir eru fengnar.
Heimilda er getið í skrá tilvísana eftir hvem kafla, en það er tímafrekt fyr-
ir þann sem vill gera sér grein fyrir heimildum í heild, að fara í gegnurn
alla tilvísanalistana. Líkt er farið með ljósmyndir, við hverja mynd er þess
getið hvaðan hún er fengin og þarf því að kanna þær allar. Nýstárlegustu
heimildirnar sem höfundur notar eru frásagnir úr Ieiðarbókum þýskra
kafbáta, sem sigldu umhverfis fsland á styrjaldarárunum. Varpa þær
meðal annars nýju ljósi á hvernig nokkrum íslenskum skipum var grand-
að. Athyglisverðustu ljósmyndirnar eru þær sem þýskar könnunarflug-
vélar tóku yfir íslandi.
Tilvísanaskrárnar eftir hvern kafla eru skýrar og auðvelda lesanda að
fylgjast með heimildanotkun. Þó má benda á að fyrir kemur að langir
hlutar kafla séu samdir upp úr mörgum ólíkum heimildum þannig að sa,
sem kafa vill dýpra í einhver atriði kaflahlutans þarf að fletta upp í öllum
heimildunum, sem vísað er til.
Þótt ekki hafi verið farið út í að rekja heimildir, hlýtur það að vekja eft-
irtekt, að á bls. 79 og 80, þar sem skýrt er frá skilyrðunum sem íslending-
ar settu fyrir því að Bandaríkjamenn tækju að sér vernd landsins 1941, er
vísað um skilyrði þessi (6. tilvitnun) í óprentaða doktorsritgerð Banda-
ríkjamanns frá 1966. Virðist heldur langt seilst þar sem gerð hefur verið
grein fyrir skilyrðunum í fjölda íslenskra rita.
Loks skal vikið að nafnaskránni, en við samantekt hennar hafa orðið
mörg slys. Fyrst skal nefna, að blaðsíðutöl virðast hafa raskast við vinnslu
ritsins þannig að nær undantekningarlaust birtast nöfnin tveimur blaðsíð-
um aftar í bókinni en blaðsíðutalið í nafnaskránni gefur til kynna.
Þegar nafnaskrá er samin hlýtur það að vera markmið höfundar að
unnt sé að finna hvar ákveðnir menn, staðir og, eins og hér, skip og kaf-
bátar koma fyrir í frásögninni. Nokkur misbrestur er á að þetta sé unnt i
Vígdrekum og voprtagný. Til dæmis vantar nafnið Hvalfjörður í nafna-
skrána þótt sá staður leiki eitt aðalhlutverkið í bókinni, þar er þó bæði að