Saga - 1998, Blaðsíða 359
RITFREGNIR
357
staklega á skjölum af ýmsu tagi. Gerð er grein fyrir þessum heimildum í
stuttum köflum aftast í báðum bókum, auk þess sem ítarlegar heimilda-
skrár fylgja. Ólafur Ásgeirsson hefur grafið upp merk skjöl í Ríkisskjala-
safni Neðrasaxlands í Oldenburg um starfsemi íslandsverslunarfélagsins
sem starfaði í Stykkishólmi á árunum 1580-1602. Mér finnst að til greina
hefði komið að skrifa grein í Sögu eða annað víðlesið tímarit þar sem far-
ið hefði verið sérstaklega í þessar heimildir. Höfundar finna einnig merki-
leg skjöl um íslandsverslun og útgerð í dönskum skjalasöfnum, sérstak-
lega Rfkisskjalasafninu. Auk þess að kemba opinber skjalasöfn í Þjóð-
skjalasafni eru bréfasöfn í handritadeild Landsbókasafnsins sérstaklega
notadrjúg fyrir síðari hluta þessa tímabils, og nýtir Ásgeir þær til hins
ýtrasta.
Galli á ritinu, en kannski má líta á það sem kost líka, er að víða er fjall-
að um almenna sögu landsins og hún heimfærð upp á Stykkishólm eða
Vesturland. Þetta virðist gert til að setja lesendur inn í sögu þess tímabils
sem fjallað er um og til að fylla í eyður þar sem heimildir vantar. Ekki er
víst að hlutirnir hafi verið þannig í Stykkishólmi og því hefði mátt slá
fleiri varnagla. Svo rammt kveður að þessu að ég hafði á tilfinningunni að
ég væri að lesa almenna íslandssögu, en ekki sögu Stykkishólms. Þessir
almennu kaflar eru lengri og fyrirferðarmeiri í fyrra bindinu en þeir eru
einnig til staðar í því síðara þrátt fyrir að þá sé mun meira til af heimild-
um. Sem dæmi má nefna að þegar fjallað er um siglingar, kaupskap og
kaupstefnur á miðöldum, eða átök enskra og þýskra kaupmanna, þá er
rakin almenn saga, jafnvel margar blaðsíður í einu. Þegar t.d. er fjallað um
sullaveiki í síðara bindinu er meira sagt frá sjúkdómnum almennt, sem
flestir lesendur á byggðarsögualdri þekkja, en því hverjir fengu hann í
Stykkishólmi. Ég gæti ímyndað mér að almennum lesendum í Stykkis-
hólmi hafi oft fundist þeir vera fjarri eigin sögu þegar þeir lásu fyrra bindi
verksins. Sú hugsun flaug að mér hvort ekki hefði mátt skrifa eitt bindi úr
þessum tveimur ef höfundar hefðu haldið sig meira við Stykkishólm.
Síðara bindið er saga stórmenna. Fjallað er um hvern verslunareigand-
ann á fætur öðrum, umsvif þeirra og framkvæmdir, samkeppni, sigra og
gjaldþrot. Þegar loks er búið að greina skilmerkilega frá öllum kaup-
mönnum, er tekið til við amtmenn, lækna, lyfsala, presta, alþingsmenn
o.s.frv. Hver fær sinn kafla og undirkafla. Reyndar má höfundur eiga það
að fjallað er um konur betri borgara líka, þannig að þær eru ekki algjör-
lega utangarðs. „Eins og gefur að skilja fá þeir mest rúm á síðum sagn-
fræðirita er látið hafa eftir sig glögg heimildagögn." (Annað bindi, bls.
450). Ásgeir getur þess reyndar sums staðar í ritinu að ekki hafi verið til
heimildir um þurrabúðarmenn, vinnufólk og fátækara fólk samfélagsins,
og því er mjög lítið fjallað um það. Þetta fannst mér reyndar einn mesti
Ijóður á ritinu. Þá var ekki unnt að koma við gömlu aðferðinni, að skrifa