Saga - 1998, Page 361
RITFREGNIR
359
viðbótarfróðleik, sérstaklega í síðara bindi. Prentvillur eru fáar, sérstak-
lega í fyrra bindinu. Stíll þeirra bræðra rennur vel og stundum slá þeir um
sig með léttum húmor, sérstaklega Ásgeir. Ásgeir leggur sig eftir sjaldgæf-
um orðum og beygingarmyndum og verður stundum af því nokkuð sér-
stakur stíll. Ekki finnst mér fara vel á því að vera með aukasetningar inn-
an sviga eins og Ásgeir gerir talsvert af. Betur fer að nota kommur.
Þrátt fyrir sparðatíning um hluti sem betur máttu fara þá eru þessar
bækur góð yfirlitsrit yfir verslun og embættismenn í Stykkishólmi fram til
loka 19. aldar, einkanlega síðara bindið.
Magnús Guðmundsson
Arnþór Gunnarsson: SAGA HAFNAR í HORNA-
FIRÐI. FYRRA BINDI. AÐDRAGANDI BÚSETU OG
FRUMBÝLISÁR. Hornafjarðarbær. Hornafirði 1997.
392 bls. Myndir, kort, skrár.
Höfundur er sagnfræðingur frá Höfn, fæddur 1965, sem bæjarstjórnin réð
haustið 1993 til ritunarinnar. Honum til aðstoðar var sögunefnd, skipuð
Þórgunni Torfadóttur formanni, Þorsteini L. Þorsteinssyni, Gunnþóru
Gunnarsdóttur, Guðbjarti Össurarsyni, Salómon Jónssyni og síðasta árið
Halldóru Gunnarsdóttur. Nefndin safnaði meðal annars ljósmyndum,
vann að gerð myndatexta og las handritið.
Byggð á Höfn hófst 1897, þegar Ottó Tulinius kaupmaður flutti þangað
verslunina á Papósi í Lóni og þeir Guðmundur Sigurðsson söðlasmiður
settust þar að með fjölskyldur sínar. Bókin var því gefin út í tilefni af 100
ára byggð. Hliðstætt verk var prentað 1976 (180 bls.), eftir Gísla Bjömsson
og að nokkm leyti Bjarna Bjarnason. Sú ritgerð var vel vönduð og sniðinn
stakkur eftir safnritinu Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu. Nýja sagan er
mun umfangsmeiri og skiptist í þrjá hluta.
Fyrsti hluti (37 bls.) er í átta köflum og fjallar um sögusviðið og versl-
unarsögu héraðsins á síðari hluta 19. aldar. Verslunarstaður var þá við
Papós (1861-97). Þar þótti innsigling dýpri og straumléttari en á Höfn en
skjóllítil og undirlendi lítið. Papósverslun var í eigu danskra kaupmanna
til 1895. Innfluttar vörur þóttu dýrar og gengu stundum til þurrðar. Rann-
sókn höfundar er vönduð, en sakna má þess, að ekki hafa fundist heim-
ildir um afkomu verslunarinnar. í myndatexta segir, að Jörgen Johnsen
yngri hafi þótt „enginn kaupmaður", því að í mögrum árum hafi hann
verið svo lipur við fátæka bændur (bls. 36). Einnig er fjallað um pöntun-
arfélög og fleira. Þessi hluti er til skilningsauka á meginefni bókar.
Næsti hluti er einnig gagnlegur inngangur (14 bls.), sem fjallar um jörð-