Saga - 1998, Page 362
360
RITFREGNIR
ina Hafnarnes og skiptist í fjóra kafla. Höfn byggðist yst á nesinu. Landið
ýmist sígur eða rís, eftir því hvort Vatnajökull vex eða gengur til baka.
Höfundur hefur fundið heimildir um, að Hafnarnesbærinn var fluttur
1885 vegna ágangs sjávar á bæjarstæðinu (bls. 52). Þá hefur jökullinn ver-
ið í þyngra lagi. Hann greinir einnig frá búskaparháttum. Á haustin hafi
ær verið fluttar út í eyjar á firðinum. Þær gátu leitað skjóls í opnum kof-
um. í lok árs var róið þangað með hrúta og hleypt til, en um sauðburð
voru ærnar sóttar. Hafnarnes var engjalítil jörð og afréttarlaus. Frá hlunn-
indum úr firðinum og bátaútgerð frá Nesjabæjum segir í sérstökum
köflum.
Síðan tekur við hin eiginlega „saga Hafnar 1897-1939", sem skiptist í
tíu kafla og hver þeirra í allmarga þætti, sem er getið í efnisyfirliti. Flestu
er til skila haldið, og endurtekningar eru ekki til lýta. Ef skrifa hefur þurft
um sama efni á nokkrum stöðum, til dæmis Hornafjarðarós og árabátaút-
gerð, er það yfirleitt með ólíkum hætti. Ekki hafa öll atriði sjálfstæðan
uppslátt, þótt þau fái vandaða umfjöllun. Ef lesandi vill til dæmis fræðast
um pólitík, verður hann að lesa sér til um verslun og atvinnulíf, sem fell-
ur vel að efninu. Þess skal getið, sem höfundur segir í „Aðfaraorðum", að
ártalið 1939 markar lítil tímamót, „en úr þvf að sá kostur var tekinn að
hafa bindin tvö var líklega illskásti kosturinn að gera hlé þarna ...", sem
hann síðan rökstyður á tvennan hátt.
Upphaf þessa hluta bókar nefnist „Hafnarkauptún" (61 bls.). Þar er
lengst upptalning á íbúðarhúsum og húsráðendum, með ljósmyndum af
166 nafngreindum manneskjum og 19 af þeim 46 húsum, sem höfðu ver-
ið byggð 1939. Helstu æviatriði og störf fólksins eru tiltekin, foreldrar
þess nafngreindir og börn í heimilinu. Einnig segir frá gerð og stærð hús-
anna, og nefnd eru bæði gömul nöfn þeirra og núverandi götunúmer.
Sum hús, sem hér vantar mynd af, finnast á myndum annars staðar í bók-
inni, án þess að á það sé vísað. Áþekka samantekt skrifaði Gísli Björnsson
í gömlu Hafnarsögunni, en hér eru fleiri heimildir notaðar og efnið
þurrausið. Hvað sem líður magni nýrrar þekkingar, er kaflinn gagnlegur,
því að Höfn byggðist upp af engu og sögð eru deili á mörgu fólki, sem
annars væri nöfnin tóm á strjálingi um bókina. Þá er hér að finna þætti um
sitthvað, sem varðar alla byggðina: lóðir, stjórnsýslu, húsakost, upphitun,
vatnsöflun, sem stundum var erfið, rafvæðingu og ekki síst ástæður fyrir
vaxandi þéttbýlismyndun. Þar nefnir Arnþór helst meiri vélbátaútgerð
um 1920.
Kaflinn „Bakland Hafnar" (11 bls.) fjallar um næstu byggðir, sem þang-
að sóttu verslun og þjónustu. Meðal annars er dreginn saman talsverður
fróðleikur um atvinnumál í sveitunum, ekki síst árabátaútgerð. Höfn var
ekki sjálfstætt sveitarfélag á þessum tíma, heldur hluti af Nesjahreppi.
Kaflinn um verslun (55 bls.), eftir að hún fluttist til Hafnar, er vandað-