Saga - 1998, Page 364
362
RITFREGNIR
sjálfra. Hún fær skipulega umfjöllum, þótt heimildir séu „af skorn-
um skammti". Sem vænta má, lætur Arnþór beitumál ekki afskipt. Þeim
fylgdu loðnuveiðar, sem hófust 1920 með litlum háfi við klappirnar í
Mikley, en Guðni Jónsson skósmiður kom sjómönnum fljótlega á bragðið
að beita henni. Loks segir frá hafnarbótum, skipsköðum, slysavörnum og
fleiru. Hér er mikið efni saman dregið. Nýr fróðleikur er vafalaust mikill
og nákvæmur. Það sést til dæmis, ef borin er saman umfjöllun um ára-
bátaútgerð í gömlu sögunni og þessari.
Kaflinn „Samgöngur" (25 bls.) er einnig ítarlegur, enda hafa Austur-
Skaftfellingar löngum mátt hafa nokkuð fyrir því að komast leiðar sinnar.
Arnþór bendir til dæmis á, að 1897 var landleiðin til Hafnar nær ófær, yfir
tómar mýrar og keldur. Alfaravegur yfir Hornafjarðarfljót lagðist niður
1904, þegar eftirlitsmaður Fljótanna drukknaði í Skógeyjarál. Síðan ferð-
uðust kaupstaðarfarar úr vestursveitum mest á fjörum og síðasta spölinn
á valtri ferju. Einnig segir frá Hornafjarðarósi, sem var erfið siglingaleið.
Kaflanum lýkur á heimsflugi 1924. Þá var lent á Mikleyjarálnum.
Kaflinn „Menntamál" (8 bls.) fjallar um barna- og unglingafræðslu á
Höfn og lýkur á þætti um sundkennslu, sem fór fram í ýmsum vötnum og
tjörnum. Stundum þurfti að flytja nemendur með bátum á sundstað. Sagt
er frá kennurum. Framhaldsnám hafa Hafnarmenn þurft að sækja annað,
meðal annars í Samvinnuskólann, sem höfundi hefur þótt falla utan bók-
ar.
í kaflanum „Heilbrigðismál" (5 bls.) má lesa um lækna og ljósmæður í
héraðinu og þrautagöngu við að koma upp sjúkraskýli á Höfn. Einnig eru
nefnd heimili, sem oft stóðu sjúklingum opin.
„Félags- og menningarlíf í Nesjahreppi" (14 bls.) fjallar um dansleiki
með harmonikuspili, ýmsar samkomur, málfundafélög, leiklist, lestrar-
félag, sveitarblöð, ungmennafélög, kvenfélagið, bindindisfélög og Menn-
ingarfélag Austur-Skaftfellinga. Frá þessu segir, eins og við á í bók-
inni, nákvæmlega en varla til síðasta orðs. Velta má fyrir sér, hvort öllu sé
til skila haldið í svo fjölbreyttum efnisflokki (tónmennt, íþróttaárangur,
málverkasýningar, sósíalistafélag 1938 og fleira), en magn heimilda er
sennilega lítið, auk þess sem höfundur varð að ákveða, hvað honum þótti
skipta máli fyrir Nesjahrepp.
Seinasti kaflinn heitir „Bjarnaneskirkja" (4 bls.). Ekki er vikið að sögu-
legum prestskosningum 1913 eða forvitnilegu upphlaupi, sem varð sum-
arið 1930, þegar margir í prestakallinu sögðu sig úr Þjóðkirkjunni og
kirkjugluggar voru brotnir, ef rétt segir frá í Morgunblaðinu á þeim tíma.
Síðarnefndu atburðirnir tengjast myndatexta á bls. 166, þótt heimildir að
baki honum hafi ekki leitt þetta í ljós. Meðhjálpara er ekki getið og sókn-
arnefndarmanna í litlu. Ef forsöngvarar voru, sést það ekki. Fyrstu árin,
sem bókin nær til, er greint frá messusókn, kirkjusöng og boðun presta, en