Saga - 1998, Page 365
RITFREGNIR
363
síðan ekki meir. Lítið er annars fjallað um sóknarpresta, nema fjölda þjón-
ustuára. Svolítið er vikið að fermingarfræðslu artnars staðar í bókinni (bls.
222). Frá kirkjubyggingu við Laxárbrú greinir nokkuð. Ef til vill hefði kafl-
inn mátt vera ítarlegri, þótt gæta hafi þurft vægis á móts við kaflana á
undan.
Enn er að nefna svokallaðar rammagreinar, sem eru á víð og dreif um
bókina, 63 að tölu. Þær eru af ýmsu tagi, sumar unnar upp úr viðtölum
höfundar við fólk, og hér eru heimildir hverju sinni nefndar. Þær létta yf-
irbragð bókar og eru oft skemmtilegar. Þeirra er ekki getið í efnisyfirliti.
Þar sést til dæmis ekki, að slátrað hafi verið á Höfn, því að um sláturhús-
ið er fjallað í rammagreinum.
Tilvísanaskrá er í einu lagi aftan við meginmál bókar og er skipt eftir
köflum. Númerin eru samtals 1.412. Það segir ekki alla sögu, því að und-
ir sama númeri eru oft nokkrar eða margar heimildir, svo að upplýsingar
munu vera studdar allmörgum þúsundum heimilda, einkum kaflarnir
um verslun og atvinnulíf. Þetta virðist vera prýðilega gert. Athyglisvert
er, að fáar athugasemdir höfundar eru í skránni. Samt notar hann aldrei
neðanmálsgreinar og sviga varla nema fyrir ártöl og aðrar tölur. Hann
mun eiga auðvelt með að gera alla hugsun sína að meginmáli.
Skrá um óprentaðar heimildir er löng. Höfundur er sýnilega þaullesinn
í því, sem er varðveitt frá þessari tíð í héraðsskjalasafninu á Höfn, auk
þess sem hann hefur átt innangengt hjá kaupfélaginu. Notkun safna í
Reykjavík er umtalsverð, einkum Þjóðskjalasafns, og síðast en ekki síst
átti hann viðtöl við 48 manns, flest 1993. Sömuleiðis hefur hann samið skrá
um helstu bréfritara, sem eru 19 að tölu. Rannsókn einkabréfa og dagbóka
virðist vera talsverður hluti af vinnu hans. Suman fróðleik úr þeim er
varla annars staðar að finna, þótt vandmeðfarinn geti verið. Höfundur er
víðlesinn, svo að skiptra skoðana er oft getið.
í skrá um prentaðar heimildir eru 255 skrif talin upp, allt frá smágrein-
um í blöðum upp í Alþingistíðindi í 67 ár. Mat á þessu er því miður palla-
dómur, því að ekki hef ég öll ritin í kollinum, en hann er svohljóðandi: Ég
sakna fárra hluta en sé allmargt í fyrsta sinn, og heimildaleit er umfangs-
mikil. Aðrir drjúgir Hornafjarðarfræðingar eru Hjörleifur Guttormsson,
sem tilgreindi 357 heimildarit í Árbók Ferðafélagsins 1993, og Gísli Sverrir
Árnason, sem nefndi mörg handrit og 80 prentuð rit í verkalýðssögu sinni
1994. Fleiri nýlegar bækur sýna mikinn vöxt á fáum árum í rannsóknum
á þessu landshorni.
Síðasti hluti bókar er mannanafnaskrá með 833 nöfnum, ásamt heimili
eða starfsheiti. Smáhnökra þykist ég hafa fundið á nokkrum stöðum, sem
væri sparðatíningur að tíunda, því að skráin er vel gerð og auðveldlega
má átta sig á flestu fólki. Nöfn í myndatextum, töflum og heimildaskrám
(þar á meðal heimildum að rammagreinum) falla utan við registrið. Þess