Saga - 1998, Page 367
RITFREGNIR
365
traust. Bókin er falleg og ágætlega heppnuð, höfundi og öðrum hlutaðeig-
endum til sóma.
Sigurður Ragnarssoti
Gils Guðmundsson: í NÆRVERU SÁLAR. EINAR
HJÖRLEIFSSON KVARAN, MAÐURINN OG SKÁLD-
IÐ. Setberg. Reykjavfk 1997. 320 bls. Myndasíður.
Heimildaskrá. Skrár yfir bækur, valdar ritgerðir og
blaðagreinar EHK. Nafnaskrá.
Ótrúlegt má það virðast, þegar lesin er saga Gils Guðmundssonar um
Einar Hjörleifsson Kvaran (1859-1938), hve mjög hefur fennt í spor hans,
svo fyrirferðarmikill sem hann var í andlegu og opinberu lífi þjóðarinnar
á fyrsta þriðjungi aldarinnar. Vera má að tengsl hans við spíritismann hafi
orðið til þess að skyggja á verk hans á öðrum sviðum, en af þeirri stefnu
heillaðist hann á Akureyri veturinn 1902-1903 og varð þaðan í frá einn
helsti oddviti hennar hér á landi, enda taldi hann þar að finna svarið við
langmikilvægustu spurningu mannlífsins: Er líf eftir dauðann? Þó má
vera að ekki rúmist nema örfáir í þjóðarminningunni á hverjum tíma -
svo sem Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson
frá upphafi aldarinnar - en aðrir, eins og Valtýr Guðmundsson, Björn
Jónsson, Jón Ólafsson og Benedikt Sveinsson eldri og yngri, svo örfáir séu
nefndir sem hvert mannsbarn þekkti fyrr á öldinni, eru nú Iítið annað en
nöfnin tóm.
Þegar Einar H. Kvaran dó árið 1938 var það mat ýmissa málsmetandi
manna að með honum væri genginn einn mesti stílsnillingur og andans
maður sinnar samtíðar: „Þessar sögur sem ég nú nefndi [Fyrirgefning,
Marjas, Vistaskipti og Skilnaðurj eru perlur í íslenskum nútímabók-
menntum og munu halda á loft nafni Einars Hjörleifssonar Kvarans um
aldir komandi", segir Halldór Laxness (bls. 307). Tómas Guðmundsson
segir það hafa verið nokkuð almenna skoðun að Einar væri „einn allra-
mestur vitsmunamaður sinnar kynslóðar á íslandi" (bls. 308), en Jónas frá
Hriflu sagði að með Einari væri genginn „snjallasti deilumaður sinnar
samtíðar" (bls. 306).
En hver var hann þá, þessi maður sem verðskuldar 300 síðna bók 60
árum eftir dauða sinn? Einar Hjörleifsson var prestssonur og ólst upp í
Húnavatnssýslu og Skagafirði til 15 ára aldurs er hann settist í Lærða
skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1881. Þar átti hann illa vist eins
og fleiri, einkum framan af: „Áhrif skólans í heild voru ill og gerðu pilt-
ana að verri mönnum. Ég kom í skólann einfaldur og óspilltur sveita-
drengur, en kom út úr honum hálflamaður vesalingur, „kalinn á hjarta"