Saga - 1998, Side 368
366
RITFREGNIR
(bls. 18). Þó eignaðist hann þarna vini og sálufélaga, einkum Hannes Haf-
stein, Jónas Jónasson (frá Hrafnagili) og Bertel Þorleifsson og hafði sig all-
mjög í frammi í félagslífinu, orti kvæði, samdi sögur og setti saman leik-
rit. Um sumar sögur Einars frá skólaárunum voru skrifaðir ritdómar í
landsmálablöðin, Þjóðólf, Norðanfara og Skuld. Tókst góður kunningsskap-
ur með honum og sr. Matthíasi Jochumssyni, ritstjóra Þjóðólfs, sem Einar
sagði að hefði verið eini menntaði maðurinn í Reykjavík sem talaði við sig
eins og jafningja sinn, um stórmál mannkynsins og tilverunnar.
Að stúdentsprófi loknu sigldi Einar til Kaupmannahafnar þar sem hann
langaði til að leggja fyrir sig fagurfræði (æstetik), en með því að Hafnar-
háskóli hafði engum kennara á að skipa í þeirri grein skráði hann sig
í hagfræði. Af því námi fer þó litlum sögum, enda gerðist Einar einn
af sveinum Georgs Brandesar, með allan hugann við bókmenntir og
skáldskap og hræsni kirkju og klerka. Arið 1882 stofnaði hópurinn bók-
menntatímarit með fjárhagslegum stuðningi Tryggva Gunnarssonar,
móðurbróður Hannesar Hafsteins. Það var tímaritið Verðandi, sem þeir
Einar, Hannes, Bertel Þorleifsson og Gestur Pálsson voru oft kenndir við
þótt ekki kæmu þeir út nema einu hefti. Öðru tímariti myndskreyttu
hleyptu þeir af stokkum ásamt fleirum, Heimdalli, sem Björn Bjarnarson
síðar sýslumaður ritstýrði - Björn átti m.a. eftir að vinna sér það til frægð-
ar að stofna Listasafn íslands og danskt fjölskyldurit, Vort Hjem, sem síð-
ar hlaut nafnið Hjemmet.
Eftir fjögra ára, á tíðum svallsama, vist á Garði stóð Einar Hjörleifsson
uppi próflaus og fjárvana; hann átti að engu að venda á íslandi og sigldi
til Vesturheims með unga brúði sína danska. í Winnipeg var þá (1885) dá-
lftil íslendinganýlenda og gerðist Einar brátt umsvifamikill í menningar-
lífi landa, flutti fyrirlestra víða um íslendingabyggðir - hinn fyrsta um ís-
lenskan skáldskap eftir 1850, sem olli dálitlum hvelli heima á íslandi -
þýddi danska gamaleiki, setti þá upp og lék í þeim sjálfur. Þá tók hann
höndum saman við athafnamenn um stofnun blaðsins Heimskringlu og
gerðist menningarritstjóri þess. Þar birti hann kveðskap, sögur, ádeilu-
skrif og greinar um menningarmál, ekki síst bókmenntagagnrýni, sem átti
eftir að verða veigamikill þáttur í löngum blaðamannsferli hans.
Samstarf Einars við aðaleiganda Heimskringlu entist stutt og aftur stóð
hann uppi atvinnulaus. Umsvif hans í fyrirlestrahaldi og leiklist héldu
samt áfram, en nú urðu þáttaskil í lífi hans: hann sagði skilið við Bakkus
og gekk í stúku, hann var hættur að vera prestahatari og orðinn fríþenkj-
ari, hann missti konu sína og tvo syni barnunga en kvæntist fljótlega aft-
ur Gíslínu Gísladóttur sem nýkomin var frá Islandi með foreldrum sínum
og reyndist honum ástsæll lífsförunautur æ síðan. Og hann stofnaði nýtt
vikublað, Lögberg, ásamt vini sfnum og velgerðarmanni, Sigtryggi Jón-
assyni og fleirum, og gerðist ritstjóri þess.