Saga - 1998, Síða 369
RITFREGNIR
367
Þetta var 1888, og Einar stýrði blaðinu allt til ársins 1895 er hann sneri
aftur heim til íslands. Þá skildi hann eftir sig, eftir tíu ára feril í Kanada,
djúp spor meðal Vestur-íslendinga, ekki síst í því að efla með þeim heil-
brigða þjóðemiskennd og lyfta þeim á hærra menningarstig með fyrir-
lestmm sínum, skrifum og leikstarfsemi. Sem dæmi um ástandið í Winni-
peg hafði Einar sjálfur einmitt lýst því þegar Hamlet eftir Shakespeare
var leikinn þar fyrir hálfu húsi, að á fremstu bekkjunum sátu „fínir"
menn, „og þeir voru að bera sig saman um það, hvaða bölvaður asni það
hefði getað verið sem hefði sett annan eins þvætting saman og þetta væri"
(bls. 57). En jafnframt var Einari allra manna best ljóst hve aftarlega á mer-
inni íslendingar sjálfir voru í verklegum efnum og daufir í skapandi fram-
farahyggju, og eggjaði bæði Vestur- og Austur-íslendinga lögeggjan á
þeim sviðum - enda var honum löngum brigslað um Ameríkuhyggju
eftir að hann kom heim til íslands.
Það var Björn Jónsson, ritstjóri lsafoldar, sem kallaði Einar Hjörleifsson
til starfa á íslandi vorið 1895. Og á stóli meðritstjóra ísafoldar sat Einar í sex
ár, til 1901. Þar varð hann skeleggur málsvari Valtýskunnar í þeim per-
sónulegu deilum og illvígu flokkadráttum sem urðu á íslandi síðasta ára-
tuginn áður en heimastjórn komst á, og lenti þannig í mótstöðu við sinn
gamla vin og fóstbróður Hannes Hafstein. En jafnframt hélt Einar upp-
teknum hætti í menningarskrifum sínum og ritdómum, auk þess sem
hann varð landsfrægur fyrirlesari - sérstakt lof ber Gils Guðmundsson á
tveggja tíma fyrirlestur, „Alþýðumenntun hér á íslandi", sem Einar flutti
árið 1901 og var prentaður í Tímariti Bókmenntafélagsins og gefinn út sér-
prentaður og sendur öllum þingmönnum, prestum og kennurum.
Árin 1901-1904 var Einar Hjörleifsson á Akureyri fyrir tilstuðlan Páls
Briems amtmanns og fleiri Valtýinga og stýrði nýstofnuðu blaði þeirra
Norðurlandi við mikinn orðstír. Þar kynntist hann spíritismanum fyrir al-
vöru sem fyrr sagði. Þegar Páll Briem gerðist bankastjóri íslandsbanka
1904 er amtmannsembættið var lagt niður með heimastjórninni og fluttist
suður til Reykjavíkur, keypti hann Fjallkonuna af Ólafi Ólafssyni fríkirkju-
presti og réð Einar sem ritstjóra. Fjallkonan varð þannig málgagn Valtý-
inga gegn Hannesi Hafstein og heimastjórninni, og Einar Hjörleifsson rit-
fimasti deilumaðurinn. Fyrsta stóra átakamálið var samningur stjórnar-
innar við Stóra norræna símafélagið, en stjórnarandstæðingar töldu að
sæstrengur væri úreltur og réttara að taka tilboði Marconifélagsins um
loftskeyti, en Einar Benediktsson skáld var sem kunnugt er meðalgöngu-
maður Marconifélagsins hér. Þarna mættust stálin stinn í blöðunum, Björn
Jónsson í Isafold og Einar Hörleifsson í Fjallkonunni, annars vegar, en
Hannes Þorsteinsson (Þjóðólfur) og hinn gffuryrti Jón Ólafsson (Keykjavík-
in) hins vegar. Liður í þessari rimmu var „bændareiðin" svonefnda til
stuðnings loftskeytum, sem á síðari áratugum hefur af einhverjum ástæð-