Saga - 1998, Side 371
RITFREGNIR
369
aðist 31 þingmaður af 40 f nýjum flokki, Sambandsflokki, og rættist þá um
stund sameiningardraumur Einars. Hannes fór til Danmerkur og kom aft-
ur með nýtt „uppkast" að sambandslagasamningi og allt fór í bál og
brand. Einar stóð eins og klettur með Hannesi, og undir árslok 1913 fór
hann að skrifa fastar stjórnmálagreinar í Lögréttu undir nafninu Skalla-
Grímur, þar sem hann sótti og varði málstað Hannesar af miklu kappi.
Segir Gils ljóst að sjaldan hafi hann lagt sig eins fram í pólitískri orrahríð
og þá (bls. 206). Hannes sagði af sér sumarið 1914 og eftir 1915 hafði Ein-
ar ekki teljandi afskipti af stjórnmálum fyrir utan áðurnefnt framboð í
Reykjavík 1921.
Fimm meginþættir f lífi og starfi Einars Hjörleifssonar voru blaða-
mennska, stjórnmál, leiklist og leikhúsmál, ritstörf og skáldskapur, og
andatrú, auk þess sem hann var afar vinsæll fyrirlesari. í bókinni gerir
Gils grein fyrir sögum, kvæðum og leikritum Einars og þeim viðtök-
um sem þau fengu; ennfremur ýmsum skrifum Einars um verk annarra
skálda og rithöfunda, enda var hann einn mikilvirkasti og virtasti bók-
menntagagnrýnandi þjóðarinnar í marga áratugi.
Afskipti Einars af spíritismanum taka að sjálfsögðu mikið rúm í ævi-
sögu hans, enda fyllti „andatrúin" huga hans allt frá 1903 til hinsta dags
1938, og skipaði þar æ stærri sess. Sérkennilegast við spíritismann hér á
landi í upphafi aldarinnar voru tengsl hans við þjóðmálin, því flestir for-
ystumenn Valtýinga aðrir en Valtýr Guðmundsson sjálfur voru á kafi í
spíritisma, sem andstæðingarnir voru óþreytandi að berja á þeim með, og
voru blaðaskrifin illvíg og persónuleg með ólfkindum. Eftir „blaða-
mannaávarpið" undir árslok 1906 óskýrðust línurnar milli stjórnmála og
spíritisma, þannig að blaðadeilur um andatrú tóku að mestu aðra stefnu:
I bók Gils segir frá Indriða miðli, Tilraunafélaginu, Sálarrannsóknafélag-
inu og tímariti þess Morgni sem Einar H. Kvaran stofnaði og ritstýrði til
dauðadags, andalækningum, „straumi og skjálfta", ritdeilum Einars við Vil-
mund Jónsson landlækni og Halldór Laxness, og fleiru og fleiru. Frá öllu
þessu skýrir Gils á greinargóðan hátt, en þó hlýtur lesandinn stundum að
taka undir með frú Sigrfði Þorláksdóttur, konu Einars Arnórssonar, sem
í anda hins vantrúaða Tómasar greip í lfkamning sem danski miðillinn
Einar Nielsen hafði framleitt, og þótti hann næsta efniskenndur: Þegar
Einar Hjörleifsson ýtti henni niður í sæti sitt hvíslaði hún: „Guð hjálpi
ykkur, hvað þið látið blekkjast" (bls. 254).
Og ekki verður því neitað, að á þessu sviði var því líkast sem ýmsir
helstu andans menn þjóðarinnar - Einar Hjörleifsson, Haraldur Nfelsson,
Björn Jónsson, Skúli Thoroddsen og margir fleiri - væru „undir svo
sterkum áhrifum einhverskonar sefjunar, að dómgreind þeirra var svæfð"
(bls. 174), eins og þegar þeir báru það opinberlega að erfikvæði það
sem Guðmundur Jónsson (síðar Kamban) skrifaði ósjálfrátt eftir H. C.
24-SAGA