Saga - 1998, Page 372
370
RITFREGNIR
Andersen og Jónasi Hallgrímssyni um Jón Jónsson í Stóradal (föðurbróð-
ur Jóns Leifs) væri gullaldarskáldskapur. Gils birtir öll sex erindin; eitt
þeirra er svona (bls. 171):
Hann skildi eftir engi blóm -
við aldurtilans dyr -
sem höfðu ilm eða annað skrúð,
en aðeins frostrósir.
Þess má geta, að ekki farnaðist Bjarna Thorarensen betur í andaheimum,
því hann orti (Þjóðólfur, 27.4.1906):
Sú von að vori ykkur vörn
sé móti vetrinum, elsku börn -
Það fýkur í flest öll skjólin,
og senn kemur sólin.
Ljóst má vera af blaðaskrifum að Einar Hjörleifsson og Indriði miðill (að
ógleymdum Guðmundi Jónssyni) voru fremur grunaðir um græsku og að
hinir létu þá blekkja sig - svo sem Björn Jónsson, Haraldur Níelsson, Skúli
Thoroddsen og aðrir Tilraunafélagsmenn. í Þjóðólfi 20. apríl 1906 má t.d.
lesa í grein eftir Björn M. Ólsen að hann telur Einar Hjörleifsson hinn
rétta höfund smásögu sem sagt var að H. C. Andersen hefði samið gegn-
um miðil.
Einar Hjörleifsson var um tíma ritstjóri Skírnis, og þá (1908) skrifaði títt-
nefndur Guðmundur Jónsson grein um ættarnöfn í tímaritið, sem lauk
með þeirri yfirlýsingu að þar með tæki hann upp ættarnafnið Kamban.
Nokkrum árum seinna (1914) átti Einar sæti í nefnd um mannanöfn sem
Hannes Hafstein skipaði, og í framhaldi af því tók hann, og aðrir afkom-
endur sr. Hjörleifs, upp ættarnafnið Kvaran árið 1916 (bls. 218).
Saga Gils Guðmundssonar um Einar H. Kvaran er hefðbundin: Hann
fylgir söguhetjunni frá vöggu til grafar í réttri tímaröð og gerir glögga
grein fyrir helstu áföngum á þeirri leið. Hann tekur ekki afstöðu til þeirra
mýmörgu deilu- og álitamála sem þarna koma fyrir, heldur lætur „stað-
reyndirnar tala" í formi tilvitnana. Hins vegar leggur hann iðulega mat á
ýmis ljóð og sögur.
Gils Guðmundsson lætur þess getið í formála, að bæði viðfangsefnið og
nafnið á bókinni hafi birst sér nánast í draumi - líkt og því væri hvíslað
að honum. Nafnið er tilvitnun í Einar Benediktsson þannig að enginn
getur vitað hvor Einarinn, Hjörleifsson eða Benediktsson, birtist Gils í
draumi. Hann segir: „Með því að velja úr afarmiklu efni og tengja það
saman án málalenginga frá eigin brjósti, hef ég viljað freista þess að úr
yrði sæmilega greinargott safn svipmynda af skáldinu, æviferli þess og
starfi." Þetta hefur að flestu leyti heppnast vel. Bókin er áhugaverð og
læsileg og gott yfirlit um störf og ritverk Einars. Hlutleysi höfundar er
bæði kostur og löstur - hann lítur ekki á sig sem sagnfræðing og reynir