Saga - 1998, Page 373
RITFREGNIR
371
því ekki að kryfja álitaefnin, heldur lýsir sjónarmiðum söguhetjunnar og
samtímamanna hans með þeirra eigin orðum. En jafnframt má segja að
maðurinn Einar H. Kvaran „lifni" aldrei almennilega í þessari bók; þótt
skýrt sé frá kvonfangi og afkomendum, snýst 7 nærveru sdlar um hinn op-
inbera mann Einar Kvaran - „skáld smælingjanna, sem með skrifum sín-
um auðnaðist framar öðrum að gera íslenskt samfélag mannúðlegra og
víðsýnna en það áður var" (bls. 7).
Bókin er vel unnin frá hendi útgefanda, án prentvillna og með mynda-
síðum á glanspappír, en undirrituð saknaði myndaskrár.
Helga Þórarinsdóttir
Guðjón Friðriksson: EINAR BENEDIKTSSON. ÆVI-
SAGA I. Iðunn. Reykjavík 1997.389 bls. + heimilda- og
nafnaskrár og eftirmáli.
Ævisögur hafa lengi verið á náttborðum landsmanna og verða áreiðan-
lega meðan bækur eru gefnar út; menn eru svo forvitnir og auðvitað er
sagnfræði til þess að svara spurningum, hvort sem er um einstaklinga,
félög, bæi eða þjóð, jafnvel drauga; ætli nokkurs staðar hafi komið út
ævisaga draugs nema hérlendis?
Ævisögur eru misjafnar í öllu tilliti. Sumar eru aldrei opnaðar eftir fyrsta
(og síðasta) lestur, gleymast að loknum jólum, aðrar lifa lengi, og sumar
verða sígildar; hér nægir að nefna 7 verum eftir Theodór Friðriksson og
Ævisögu Arna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson. Kannski lifa
þær lengst sem eru ritaðar af mestri hógværð og virðingu fyrir efninu; án
hvalablásturs í hverjum kafla.
Ævisögur eru með ýmsu móti af hálfu skrásetjara. Sumir segja sjálfir
frá, oftast f lok starfsævi sinnar, en í seinni tíð jafnvel á góðum starfsaldri,
aðrir hafa ritara sem safnar saman frásögnum sögumanns og matreiðir
handa lesendum, stundum nokkuð hrátt og misjafnlega mikið með hlið-
sjón af öðrum heimildum; hér má nefna svonefndar viðtalsbækur og eru
margar samdar í flaustri að mati þess sem þetta ritar. Ævisögur látinna
manna hafa nokkra sérstöðu, að minnsta kosti hvað aðferðina varðar.
Höfundar þeirra verða að draga föng sín að úr ýmiss konar heimildum,
þeim sem til eru hverju sinni: frásögnum samtíðarmanna, hvort sem eru
í bréfum, dagbókum eða í viðtali, handritum í margvíslegum greinum og
víðs vegar í söfnum, rituðum heimildum af hvers konar tagi, ekki síst
þeim sem eru frá hendi söguhetjunnar, opinberum gjörningum og má þó
víðar leggja net; fátítt mun þó vera að höfundar leiti fanga í öðrum heimi,