Saga - 1998, Blaðsíða 376
374
RITFREGNIR
alltaf nýja fleytu. Ef til vill er Einar Benediktsson eins og fornsagnahetjur:
hver og einn sér þá drætti í persónum sem hugnast honum best.
Kjarni málsins er þessi: Hér er farið hægt yfir sögu, en mjög skipulega
og (næstum) hvergi of ítarlega; ef til vill er smátt brytjað í frásögn af deilu
Benedikts dómara og Thomsens og af námi Einars í Höfn. Efniviðurinn er
samt svo mikill að frásögnin verður aldrei langdregin; frá upphafi til enda
heldur þessi bók lesanda við efnið og kaflarnir eru kræktir saman með
þeim hætti að jafnan er í kaflalok vakin forvitni og vísað í næsta áfanga.
Hér er margt nýtt fyrir sjónum, svo sem frásagnir af þátttöku Einars í
stofnun íslandsbanka, hugleiðingar um kvæði Einars og hvenær þau voru
ort, skólasaga hans og úttekt á Dagskrárárum, svo einungis nokkuð sé
nefnt. Tíðarandinn sést glögglega, heiftin, persónuníðið, ofsóknir í orðum
af versta tagi; Einar borgaði þó sjaldan með sambærilegri ull. Hér er mað-
urinn í heild sinni, í öðrum bókum er hann fremur í einstökum hlutverk-
um.
Margir kaflar eru bráðskemmtilegir. Hér þrinnast saman í trausta sögu
frásagnir af persónum, skáldskaparmál og drög úr landssögunni. í bland
við megindrætti eru minnisstæðar frásagnir af ýmsum minni viðburðum
sem eiga sinn þátt í því alúðlega andrúmslofti sem lífgar alla sögu, hvort
sem hetjan á í basli eða fer með himinskautum; má ég til dæmis minna á
kaflana þar sem skáldið semur um útgáfu á kveðskap Sigurðar Breiðfjörðs
í Danmörku eða þegar þeir ræða fjarskipti skáldin Benediktsson og Haf-
stein og ekki síst frásagnir af agitasjónum Þorbjargar Sveinsdóttur.
Víst má deila um sviðsetningar, hvort sagnfræðingum sé heimilt að
gera persónum sínum upp hugsanir, draga upp myndir sem gætu hafa
gerst. Ég fjölyrði ekki um þetta hér. Segi einungis að sviðsetningar geta
orkað tvímælis, höfundar sagnfræðirita verða að gæta varúðar. En þetta
gengur upp í mínum huga í þessu riti. Ég sá hvergi að Guðjón turnaði
heimildum sínum, þeim sem ég þekki; Gísli Konráðsson þó fluttur frá
Skörðugili, þegar Benedikt á þar leið um í upphafskafla. Bókin rís fjarska
vel undir sjálfri sér, ef svo má segja, eftir lifir mynd af manni (og mikið má
vera ef hún er ekki í fullu samræmi við mynd á bókarkápu af skáldinu í
blóma aldurs síns!). Ýmsir viðburðir eru sýndir í nýju ljósi. Ég fletti ekki
upp í mörgum bókum og engum handritum, en tilvísanir í heimildir eru
margar og þeim er safnað saman í bókarlok, flestum lesendum til þæg-
inda. Rutl er á tilvísunum í 16.-17. kafla. Ég strandaði ekki í lestrinum við
eitthvað sem ekki gæti hafa gerst með þeim hætti sem Guðjón leiðir les-
endum fyrir sjónir, og ekkert braut í bág við það sem ég leit á í heimild-
um. Miklu fremur að hér lærði ég ýmislegt sem ég vissi ekki áður og skil
nú betur margt sem ég hef heyrt og lesið um ævintýramanninn og fjár-
glæfratröllið, og vissulega rata ég ýmsar nýjar leiðir að sumum kvæðum
skáldsins eftir bókarlesturinn.