Saga - 1998, Blaðsíða 379
RITFREGNIR
377
Stuðningur Hannesar við markaðskerfið byggist þó ekki eingöngu á
því að það ráðstafi gæðum samfélagsins á skilvirkari hátt en áætlunarbú-
skapur. Hannes fylgir von Hayek í því, að miðstýring og áætlunarbúskap-
ur feli í sér frækorn alræðis og frelsisviptingar. Rökin fyrir þessari niður-
stöðu eru ekki torskilin. Sé einhverjum aðila (t.d. ríki eða einstaklingi)
falið vald til að taka ákvarðanir um ráðstöfun gæðanna í samfélaginu ger-
ist tvennt. í fyrsta lagi hverfur þegar í stað mjög margt af því, sem við
köllum frelsi. Þetta er hið svokallaða efnahagslega frelsi. í öðru lagi hafa
viðkomandi aðila verið fengin afar víðtæk völd í samfélaginu í heild.
Þessum völdum getur hann auðvitað beitt í sína þágu og sinna eins og
dæmin sanna. Mikilvægara er þó, að til þess að áætlunarbúskapurinn
gangi til lengdar, kemst stjómandinn tæplega hjá því að herða tökin í sí-
fellu, taka æ stærri hluta ákvarðana sjálfur, reka æ meir á eftir hinum
vinnandi manni o.s.frv. því sjálfvirka efnahagshvata skortir eðli áætlunar-
búskapar samkvæmt. Þannig má segja, að stjórnandi áætlunarbúskapar-
ins rekist út í það, nánast nauðugur viljugur, að taka sér æ víðtækara al-
ræðisvald. Frelsi fólksins skerðist að sama skapi. Þetta er hin gamalkunna
kenning Hayeks, sem Hannes hefur gert að sinni. Sé hún tekin alvarlega,
eins og raunar er full ástæða til, er niðurstaðan sú, að taka beri markaðs-
kerfið fram yfir áætlunarbúskap, jafnvel þótt hið fyrrnefnda væri ekki
skilvirkara efnahagstæki. Hannes segir þetta að vísu ekki berum orðum,
en ég fæ ekki annað séð en þetta sé hin rökræna ályktun.
Ritgerðirnar í þessum hluta bókarinnar eru með miklum ágætum. Þær
eru tvímælalaust með því besta, ef ekki það besta, sem um þetta málefni
hefur verið ritað á íslenska tungu. Helst er að því að finna, að e.t.v. er ekki
gerð nægilega skýr grein fyrir takmörkunum markaðskerfisins sem
skipulagstækis í efnahagslífinu. Þessar takmarkanir, ytri áhrif, samgæði
og samkeppnisskortur, eru að vísu nefndar, en fyrir þeim fer harla lítið
miðað við allt það púður, sem höfundurinn notar til að sannfæra lesand-
ann um kosti markaðskerfisins umfram miðstýringu. Þótt allt sé það í
megindráttum rétt frásögn og upplýsandi er engu að síður hætta á því, að
eftir lestur þessa kafla sitji eftir í huga lesanda, sem er ekki þeim mun bet-
ur að sér, helst til ofglæst mynd af kostum markaðskerfisins. Höfundur-
inn hefur ekki hlotið formlega menntun í fræðilegri hagfræði en sýnir
engu að síður mikið innsæi á því sviði og raunar talsverða leikni í hag-
rænni hugtakanotkun. Samt er ekki laust við að honum skriki eilítið fótur
á því hála svelli, þótt ekki sé það sjáanlega til neins skaða í röksemda-
færslunni. Það er t.a.m. ekki rétt sem sagt er á bls. 33 og víðar, að skyn-
samlegt sé að haga framleiðslu þannig, að jaðarnotagildi allrar vöru og
þjónustu sé jafnt.
í öðrum hluta bókarinnar snýr höfundur sér að sérgreindari viðfangs-
efnum. Hann tekur þar til umræðu allmörg viðfangsefni úr daglegri efna-