Saga - 1998, Page 382
380
RITFREGNIR
miðjumoð. Meðalvegur Hannesar er nefnilega ekki sitt lítið af hverju.
Hann er ákveðin rökræn niðurstaða af tiltölulega víðtækri hagrænni og
samfélagslegri greiningu. Greining þessi þarf ekki að vera gallalaus, og er
það raunar ekki. Draga má ýmislegt í forsendum og rökfærslu í efa. Aðal-
atriðið er hins vegar það, að niðurstaða Hannesar er byggð á rökhyggju
og eins traustum kenningagrunni og viðtekin hag- og samfélagsfræði
bjóða upp á. Mikill fengur væri að því, að Hannes tæki sig til og þróaði
stór-kenningu sína frekar og setti hana síðan fram með heildstæðum
hætti.
Ragnar Árnason
Guðmundur Hálfdanarson: HISTORICAL DICTION-
ARY OF ICELAND. European Historical Dictionaries 24.
Ritstjóri Jon Woronoff. The Scarecrow Press Inc.
Maryland og London 1997. 213 bls.
Jon Woronoff ritstjóri skrifar formála, þar sem hann lýsir stöðu íslands í
hópi Evrópuríkja og telur hana nokkuð afbrigðilega. íslendingar hafi
alltaf verið seinir til þátttöku í evrópsku samstarfi.
Guðmundur Hálfdanarson getur þess í þakkarorðum sínum í upphafi,
að hann hafi notið aðstoðar samstarfsmanna sinna í Háskóla íslands við
ritun bókarinnar og sérstaklega nefnir hann dr. Guðmund Jónsson, sem
hafi ritað 26 greinar í bókina um efnahagsmál. Eftir stutta greinar-
gerð um íslenska stafanotkun hefst bókin á alllangri skrá um helstu við-
burði íslandssögu í tímaröð frá upphafi landnáms um 870 til forseta-
kosninga 1996. Þá kemur formáli höfundar, þar sem hann rekur land-
fræði og sögu Islands í samfelldu máli á tíu síðum. Kaflanum fylgir kort
um sýsluskiptingu landsins. Sjálf uppsláttarbókin er 164 síður og er án
mynda og korta. Á eftir uppflettikaflanum kemur mjög ítarleg skrá um
rit á ensku, frönsku og þýsku um íslensk málefni og er henni skipt í átta
undirflokka: Almenn mál, menningarmál, efnahagsmál, sagnfræði, lög-
fræði, stjórnmál, vísindi og náttúru, þjóðfélagsmál. Bókin endar á um-
sögn um höfundinn.
Gera má ráð fyrir, að val um 250 uppsláttarorða fari nokkuð eftir þeim
fyrirmyndum, sem gefnar eru í þessari ritröð. Mér virðist þetta val í aðal-
atriðum hafa tekist vel. Fjallað er um helstu fyrirbæri íslandssögu, um 70
fyrirmenn sögunnar, landfræðiheiti o.fl. Einna auðveldast er að átta sig á
vali á mönnum en þar eru teknir allir forsetar og ég ætlaði að fara að segja
allir forsætisráðherrar, en við nánari skoðun sýnist mér vanta a.m.k. sjö
af 20: Jón Magnússon, Sigurð Eggerz, Tryggva Þórhallsson, Björn