Saga - 1998, Page 388
386
FRÁ SÖGUFÉLAGI
kom Már Jónsson. Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur
Jónsson og Sigurður Ragnarsson störfuðu áfram í ritnefnd. Náinn
samstarfsmaður þeirra var sem fyrr Valgeir Emilsson í Repró, en
hann sá um umbrot og annan frágang tímaritanna fyrir prentun.
Þriðja hefti af Nýrri sögu undir sameiginlegu ritstjórninni kom
út í nóvember 1996 og var 99 blaðsíður að stærð auk nokkurra
síðna með styrktarkveðjum og auglýsingum. Það var fyrirtækið
Markaðsmenn, sem safnaði styrktarkveðjunum eins og áður . Að
venju voru greinar í Nýrri sögu úr ýmsum áttum og mjög mynd-
skreyttar. Meðal þeirra má nefna grein Snorra G. Bergssonar,
„Fangarnir á Mön", grein eftir Aðalgeir Kristjánsson um Þorleif
Repp og doktorsvörn hans og grein eftir Torfa H. Tulinius , sem
nefndist „Guðs lög í ævi og verkum Snorra Sturlusonar".
Fjórða hefti Sögu undir sameiginlegu ritstjórninni kom út í byrj-
un júní 1997, og var það 326 síður auk styrktarkveðja. Fimm höf-
undar áttu ritgerðir í tímaritinu að þessu sinni og fjölluðu þeir all-
ir um efni úr sögu síðari alda, annars vegar á sviði atvinnusögu og
hins vegar félagssögu eða „kvenna- og kynjasögu". Friðrik G. Ol-
geirsson fjallaði um „Breytingar á atvinnulífi og búsetu við Eyja-
fjörð 1850-1910", Erla Hulda Halldórsdóttir um „ímyndir, veru-
leika og frelsishugmyndir kvenna á 19. öld" og Sigurður Gylfi
Magnússon um „Kynjasögur á 19. og 20. öld". Lýður Björnsson
ritaði greinina „Við vefstól og rokk" og Sigfús Haukur Andrésson
um „Tilskipun um aukið verslunarfrelsi fyrir ísland árið 1816". í
þessu hefti Sögu, hinu 35. í röðinni, voru umsagnir um 18 rit af
ýmsum toga eftir 17 höfunda. Þá voru stuttar frásagnir af sex bók-
um sem ritnefnd hefur sjálf samið.
Eftir umfjöllun um tímaritin vék forseti að annarri útgáfustarf-
semi félagsins frá síðasta aðalfundi, en hún var með mesta móti.
Samningar tókust síðla árs 1996 með Ríkisútvarpinu og Sögufé-
lagi um útgáfu á sögu Ríkisútvarpsins 1930 til 1960. Gunnar Stef-
ánsson bókmenntafræðingur skráði söguna, og varð þetta væn
bók, rúmlega 400 síður og kom út 26. júní 1997. Henni var vel tek-
ið og m.a. sagði einn ritdómandinn, að hún væri svo skemmtileg,
að hann hefði lesið hana í einum rykk. Af hálfu Sögufélags unnu
forseti og Loftur Guttormsson að útgáfu útvarpssögunnar, sem
nefnd var Útvarp Reykjavík eftir kallmerki stöðvarinnar. Forseti
þakkaði sérstaklega Gunnari Stefánssyni fyrir gott samstarf við
gerð bókarinnar sem og Heimi Steinssyni, fyrrverandi útvarps-