Saga - 1998, Page 389
FRÁ SÖGUFÉLAGI
387
stjóra, sem ýtti verkinu úr vör og kom síðan útgáfumálum í höfn
rétt áður en hann hætti störfum.
Minningarrit um Gísla Ágúst Gunnlaugsson, Saga og samfélag.
Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar, kom út um miðjan júlí á vegum
Sögufélags og Sagnfræðistofnunar HI. Sá Sögufélag um dreifingu
bókarinnar til áskrifenda. Vegna fjarveru fólks í sumarleyfum
gekk dreifingin þó heldur hægt. Minningarritið er um 350 bls. og
hefur að geyma fræðilegar ritgerðir eftir Gísla Ágúst auk nokk-
urra ljóða eftir hann. Allmargar ritgerðanna voru skrifaðar á
ensku og hafa þær verið þýddar á íslensku. í ritnefnd voru Ólöf
Garðarsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson og Loftur Guttormsson.
Ekkja Gísla, Berglind Ásgeirsdóttir, ritaði inngang.
Næst gat forseti þess, að Sýslu- og sóknalýsingar Skaftafellssýslu
hefðu verið í undirbúningi í fjölda ára, jafnvel áratugi. Eru þeir
orðnir nokkuð margir aðalfundirnir, þar sem því hefur verið lofað
að þessi bók væri væntanleg. Enn var þessu lofað og nú af meiri
vissu en áður, því að bókin var á prentstigi, ef svo má segja, þar
sem viku fyrir aðalfund var lokið við síðasta þátt verksins, þ.e. að
gera nafnaskrá ritsins, sem Jóhannes Halldórsson cand. mag.
samdi. Það voru Jón Aðalsteinn Jónsson, Svavar Sigmundsson og
Sjöfn Kristjánsdóttir, sem unnu að þessari útgáfu. Heimamenn í
Austur-Skaftafellssýslu styrktu verkið á síðustu stigum þess.
Stjórn Sögufélags fjallaði um nokkur önnur útgáfumál á starfs-
árinu svo sem framhald á útgáfu ritsins um Stjórnarráð íslands, en
saga þess frá 1904 til 1964 eftir Agnar Kl. Jónsson kom út hjá Sögu-
félagi fyrir 30 árum. Stjórnarráðssagan er nú í nánari athugun í
samráði við forsætisráðuneytið og líklegt að ákvörðun verði tekin
um hana á næsta starfsári. Félagið hefur í hyggju ef fjármagn fæst
að gefa út 20. aldar sögu, sem Helgi Skúli Kjartansson mun semja
og hafa þeir Guðmundur Jónsson, Guðjón Friðriksson og Gunnar
Karlsson verið fengnir til að sitja í ritnefnd þessa verks. Þá er í at-
hugun að fjölga ritum í ritröðinni um sögu Reykjavíkur.
Sögufélag hefur eins og fólki er kunnugt haft samvinnu við
nokkur fræðafélög um dreifingu bóka þeirra og tímarita. Er hér
einkum um að ræða Fræðafélagið í Kaupmannahöfn og Hið ís-
lenzka Þjóðvinafélag. Fyrir Þjóðvinafélagið var sem fyrr dreift
Almanakinu og Andvara, og fyrir Fræðafélagið bókinni I Babýlon við
Eyrarsund eftir Margréti Jónasdóttur. f tilefni af útkomu hennar
efndi Sögufélag til lítillar samkomu í húsi sínu fyrir fyrrverandi