Morgunblaðið - 28.11.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Utanríkisráðherrann, sem sagðistætla að slá met í aðlögunar- umræðu-hraða, hefur fengið nýjar fréttir frá Brussel. Eins og allar fréttir sem sá góði maður fær það- an þá voru það sannkallaðar gleði- fréttir.     Í fréttunum sagði að nú væri orðiðljóst að tafir yrðu á því um að minnsta kosti eitt misseri að Evr- ópusambandið legði mat á um- sóknarbeiðni Ís- lands. Áður hafði þjóðinni verið sagt ítrekað að þýðingarmest væri að slík ákvörðun yrði tekin meðan Svíar væru í forystu sambandsins. Slíkar fullyrðingar geta auðvitað ekki skyggt á nýjar gleðifréttir frá Brussel.     En Össur Skarphéðinsson hefurjafnframt gert þjóðinni grein fyrir að hann telji að Icesave-málið skemmi fyrir gleðigöngunni til Brussel. Því sé „æskilegt, áður en næsta skref er tekið, að Icesave sé frá.“     Staksteinar verða að viðurkennafyrir lesendum sínum að í þetta sinn eru þeir sammála Össuri Skarphéðinssyni þótt það reyni auðvitað á. Því eins og það mál er í pottinn búið verða Íslendingar stynjandi og hoknir með það mál á bakinu næstu áratugina. Fyrstu ár- in fara í að safna 40 milljarða vaxtabyrði á ári og svo hefjast hin- ar svívirðilegu greiðslur.     Þetta þýðir óhjákvæmilega aðÖssur verður töluvert við aldur þegar næsta skref í aðlögunarferl- inu verður stigið. En það er auka- atriði og í millitíðinni getur hann hlakkað til margra góðra frétta frá Brussel eins og venjulegt fólk hlakkar til jólanna. Össur Skarphéðinsson Góðar fréttir frá Brussel eins og alltaf Opið mán - mið frá 09:00 - 18:00, fimmtud. 09:00 - 18:30, föstud. 09:00 - 19:00 og laugard. 10:00 - 16:00, lokað sunnud. Helgartilboð 27. - 28. nóvember Opið í dag lauga rdag 10 - 1 6 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 0 snjókoma Lúxemborg 9 skýjað Algarve 14 heiðskírt Bolungarvík 0 skýjað Brussel 10 skýjað Madríd 1 heiðskírt Akureyri -4 skýjað Dublin 6 skýjað Barcelona 9 heiðskírt Egilsstaðir -5 snjókoma Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 6 heiðskírt Kirkjubæjarkl. -2 alskýjað London 9 léttskýjað Róm 6 léttskýjað Nuuk -9 heiðskírt París 13 skýjað Aþena 9 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað Ósló 5 skýjað Hamborg 9 skýjað Montreal 0 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Berlín 10 skýjað New York 9 alskýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Vín 5 heiðskírt Chicago 6 þoka Helsinki 7 skýjað Moskva 4 skúrir Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 28. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.09 3,2 9.26 1,3 15.28 3,2 21.43 1,1 10:38 15:54 ÍSAFJÖRÐUR 5.18 1,6 11.33 0,7 17.27 1,7 23.49 0,5 11:11 15:31 SIGLUFJÖRÐUR 0.56 0,3 7.22 1,0 13.27 0,3 19.34 1,0 10:55 15:13 DJÚPIVOGUR 0.14 1,6 6.33 0,7 12.36 1,5 18.38 0,6 10:14 15:17 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Norðan- og norðaustan 8-13 m/s og dálítil snjókoma á SV- verðu landinu, en annars él. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst. Á mánudag Norðaustan og austan 5-10 m/s og snjókoma með köflum. Áfram kalt í veðri. Á þriðjudag og miðvikudag Austlæg átt með snjókomu eða éljagangi. Hægt hlýnandi veður. Á fimmtudag og föstudag Útlit fyrir suðlæga átt með vætu, einkum sunnanlands og fremur milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 8-13 metrar á sekúndu og snjókoma á Vesturlandi, en annars heldur hægari norðanátt og dálítil él. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins en sums staðar frost- laust við suðvesturströndina. EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á kæru Hafnarfjarðar- kaupstaðar til stofnunarinnar vegna opinbers fjár- stuðnings Reykjavíkurhafnar, nú Faxaflóahafna, við rekstur Stáltaks hf. Hafnarfjarðarkaupstaður sendi kæru til Eftir- litsstofnunar EFTA þar sem sagt var að ýmiskon- ar viðskipti milli Reykjavíkurhafnar, Dráttar- brauta Reykjavíkur og Stáltaks hf. hefðu falið í sér opinberan fjárstuðning til Stáltaks, en hann væri andstæður ákvæðum EES samningsins um opinberan fjárstuðning. Dráttarbrautir Reykjavíkur voru settar á stofn af hálfu Reykjavíkurborgar og Stáltaks í desem- ber 1999 og að mati Hafnarfjarðarbæjar hefur Reykjavíkurhöfn beint og óbeint styrkt starfsemi Stáltaks fjárhagslega síðan. Bærinn segir að fjárstuðningurinn felist meðal annars í kaupum á eignum félagsins og er þar einkum átt við ákvörðun kaupverðs og önnur samningskjör sem hafi falið í sér fríðindi til handa félaginu og ákvörðun óeðlilegra leigukjara, langt undir leigukjörum á markaði. „Telur kærandi að með þessum ívilnunum í garð félagsins sem starf- ar á samkeppnismarkaði sé Reykjavíkurhöfn að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa á sama sviði, en jafnframt sé með þessu raskað samkeppnisstöðu þeirra hafna sem bjóða slíka þjónustu, þ. á m. Hafnarfjarðarhafnar,“ segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. „Með hinum opinbera fjárstuðningi Reykjavíkurhafnar hafi Stáltaki ver- ið gert kleift að bjóða upp á slippþjónustu á lægra verði en samkeppnisaðilarnir.“ Hafnarfjörður krefst þess að stofnunin stöðvi þessa opinberu íhlutun og beiti Reykjavíkurhöfn jafnframt viðurlögum í samræmi við brotin. EFTA skoðar kæru Hafnarfjarðar Segir stuðning Reykjavíkurhafnar við rekstur Stáltaks andstæðan ákvæðum EES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.