Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is H ér áður fyrr var sagt að það sakaði ekki að vera ósannsögull til að fá gott bit í hníf. Lyg- inn maður brýnir best og bítur stolinn hnífur,“ segir Krist- ján Jóhannesson rakarameistari og hlær góðlátlega, en hann miðlaði af kunnáttu sinni í rakstri og brýningu rakhnífa eina kvöldstund í vikunni hjá Torfa Geirmundssyni á Hárhorn- inu. Og veitir ekki af, því sala á rak- hnífum hefur margfaldast eftir að kreppan skall á. „Með góðri meðferð dugar rak- hnífur alla ævina og af því má sjá hversu mikill peningasparnaður felst í því að kaupa sér slíkan hníf, en rak- blöð eru orðin svo dýr að menn kveinka sér undan verðlagningunni.“ Þónokkur kúnst Kristján er einn af þeim fáu sem kunna að brýna rakhníf en það er list sem er að deyja út. Hann segir nauð- synlegt að leiðbeina mönnum með brýninguna vegna þess að það sé ekki sjálflært að brýna rakhníf rétt. „Þegar ég lærði þetta tók það sinn tíma að fá tilfinningu fyrir því þegar maður brýnir hníf á steini, hvenær hann er fullbrýndur.“ Hann segir þrjú áhöld notuð til að brýna rakhníf, en það eru steinbrýni, pastól og slíp- ól. „Þegar eggin kemur beint úr skerpingu á steini, þá er hún eins og oddmyndað vaff, með mjög veiku horni. Það er ekki hægt að raka sig með hnífnum beint af steini, maður verður að hafa ól til að fá örlitla rúnn- ingu á eggina til að gera hana sterk- ari. Ef maður gerir aftur á móti of mikið af því verður hún of rúnnuð og þá þarf að byrja upp á nýtt með því að brýna á steini. Þetta er því þó nokkur kúnst.“ Skera en ekki rífa Kristján vill meina að meirihluti ís- lenskra karlmanna kunni ekki að raka sig. „Margir vilja gleyma því að áður en þeir raka sig þurfa þeir að hreinsa fituna sem sest utan um hvert skegghár. Þetta er grundvall- aratriði, en það tekur raksápuna tvær mínútur að komast inn úr þess- ari fitu. Flestir maka á sig sápu og byrja strax að raka sig. Þá eyðileggja þeir bitið í rakblöðunum með því að skrapa. Nauðsynlegt er að láta annað hornið alltaf ganga á undan, hvort sem það er rakvél eða rakhnífur, og það á alltaf að skera skeggið en ekki rífa það.“ Kristján lauk rakaranámi árið 1953 hjá Orla Nielsen sem var með stofu við Snorrabraut. „Fyrst þegar ég var að læra var mjög algengt að menn kæmu á stofu til að láta raka sig. Tíminn fyrir hádegi fór venju- lega nær einvörðungu í rakstur. Snemma á tuttugustu öldinni mættu rakarar alltaf til vinnu á sunnudög- um til að raka betri borgara en þegar þeir vildu losna undan þessu og fá sinn frídag kom Alþingi með svokall- að rakarafrumvarp.“ www.straightrazorplace.com www.classicshaving.com Hnífrakstur er karlmannlegur Ungur nemur gamall temur Kristján kennir sér yngri mönnum hvernig beita skal rakhnífnum af mikilli list. Morgunblaðið/Kristinn Áhugasamur Þessi ungi maður vandaði sig mikið þegar hann reyndi hníf- inn á eigin skinni eftir að hafa meðtekið leiðbeiningar meistarans. Með góðri meðferð dugar rakhnífur alla ævina og af því má sjá hversu mikill peningasparnaður felst í því að kaupa sér slíkan hníf. Hann segir rakhníf vera tóla bestan til að skafa skeggjaða kjálka. Krist- ján Jóhannesson rak- arameistari þekkir réttu handbrögðin og kenndi körlum að brýna og skerpa rakhnífa sína með steini, pastól og slípól. Rakarafrumvarpið snerist um afgreiðslutíma rakarastofa og annarra vinnustofa sem voru í viðskiptum við almenning. Það var lagt fyrir Alþingi árið 1924 og samþykkt árið 1928. Þetta frumvarp varð mikið hitamál á Íslandi, og mikið um það skrifað í blöðunum. Frum- varpið var fellt á Alþingi fjög- ur þing í röð, en náði loks sam- þykkt árið 1928. Halldór Laxness skrifaði um deilurnar um rakarafrumvarpið í Brekkukotsannál og notaði það sem dæmi um hve Íslend- ingar eyddu miklu púðri í titt- lingaskít meðan aðalatriðin yrðu útundan. Hann segir hæðnislega frá rakarafrum- varpinu í bókinni: Átti að þolast bæjarfélaginu að rakarastofum væri lokið upp á morgnana klukkan sex eða sjö og síðan haldið áfram að raka fólk þángað til um miðnætti? www.wikipedia.org Rakara- frumvarpið Gestir þáttarins Orð skulustanda í dag eru FinnurArnar Arnarson myndlist- armaður og Steinunn Knútsdóttir leikstjóri. Þau fást m.a. við „vað- horn“ og „mikið í húfi“. Fyrriparturinn er eftir Þorkel Skúlason í Kópavogi: Lækkar ört á lofti sól, líður að skemmsta degi. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi, eftir að Hörður Jó- hannesson las texta eftir Davíð Þór: Djarfur penni, Davíð Þór, dró á blaðið letur. Í þættinum botnaði Hlín Agn- arsdóttir: Ekki með neitt yfirklór, assgoti hvað hann getur. Þórarinn Þórarinsson: Guðbergur og gamli Thor gera varla betur. Davíð Þór Jónsson roðnaði og botnaði: Að hafa uppi orðin stór, það eina sem hann getur. Ólafur Arnarson: Guðfræðingsins glúrna klór gleður oss í vetur. Úr hópi hlustenda botnaði Tómas Tómasson m.a.: Ofursprækur andans jór yrkir flestum betur. Magnús Halldórsson á Hvols- velli: Þessi feikna fræðasjór fyndinn verið getur. Valur Óskarsson: En annar Davíð yfirklór iðkar nú í vetur. Þorkell Skúlason var á öðrum nótum: En heldurðu ekki að Haukur Dór hefði formað betur? Kristinn Hraunfjörð: Þetta er bara kattaklór. Káinn orti betur. Erlendur Hansen á Sauðákróki: Guðfræðinga gekk í -kór. Gapti Lykla-Pétur. Ingólfur Ómar Ármannsson: Ansi góður, feiknafrjór, fáir skrifa betur. Orð skulu standa Lækkar ört á lofti sól Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.