Morgunblaðið - 28.11.2009, Page 25

Morgunblaðið - 28.11.2009, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Ber er hver að baki … Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fiktar hér í síma sínum, en beinir ekki vopni að baki Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara eins og halda mætti. Þeir voru báðir á fundi norrænna saksóknara, dómsmálaráðherra, Ákærendafélagsins og fleiri sem haldinn var í gær. Þar ítrekuðu Norðmenn vilja sinn til hjálpar íslensku þjóðinni og kemur ýmislegt til greina. Golli ÖLLUM er ljóst að draga þarf verulega saman útgjöld hins opinbera á þessu og næsta ári. Allar ríkis- stofnanir verða að taka á sig niður- skurð. Möguleikar einstakra stofnana til hagræðingar og sparnaðar eru þó ólíkir og skýrast að hluta af eðli þjón- ustu og þróun fjárframlaga til þeirra á sl. áratug. Landspítalinn hefur auk- ið starfsemi sína árlega frá samein- ingu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Rík- isspítala undir nafni Landspítala árið 2000. Þetta sýna starfsemistölur spít- alans frá sameiningu og úttekt Ríkisendurskoðunar frá árinu 2005. Þjónustan hefur þó ekki aðeins aukist ár hvert, heldur einnig batnað, sé horft til mikilvægra gæðavísa. Tölur OECD staðfesta t.a.m. að heilbrigðis- þjónustan á Landspítala skilar ár- angri á heimsmælikvarða. Landspítalinn er ekki í aðstöðu til að velja og hafna, hann er háskóla- sjúkrahús sem er alltaf opið og sinnir öllum, alltaf. Þar er einnig sinnt flóknustu og sérhæfðustu sjúkra- tilfellum sem og smærri og stærri slysum á hverjum tíma. Á meðfylgj- andi grafi, sem byggir á tölum frá Hagstofunni, sést að þrátt fyrir að út- gjöld til heilbrigðismála hafi aukist um nærri 16% frá 2001, hafa framlög til Landspítalans farið lækkandi allt frá árinu 2003 og var sú lækkun raun- ar áberandi mikil árið 2008. Á árinu 2008 náði Landspítalinn að hagræða um 500 milljónir í rekstri, að teknu tilliti til gengisbreytinga, um- fram forsendur fjárlaga. Dráttar- vextir sem greiða þarf birgjum nema einnig háum fjárhæðum. Nú í ár var sparnaðarkrafan til spítalans rúm- lega 2.900 milljónir. Með samstilltu átaki starfsmanna og stjórnenda stefnir í að spítalinn nái að hagræða og spara um 2.600 milljónir þegar tekið hefur verið tillit til gengisbreyt- inga umfram forsendur fjárlaga. Enn gera gengisáhrif rekstur spítalans erfiðan og er áætlað að gengistap Landspítalans í ár nemi um 900 millj- ónum króna. Þrátt fyrir þennan mikla sparnað hefur starfsfólki tekist að halda uppi góðri þjónustu, öryggi sjúklinga hef- ur verið tryggt og biðlistar eftir þjón- ustu hafa að mestu horfið. Lykill þessa árangurs er dugnaður, metnaður og samheldni starfsfólks á tímum þrenginga eftir góðæri sem tölurnar sýna að Landspítalinn naut mun síður en aðrir þættir opinberrar heil- brigðisþjónustu. Nú er komið að vatnaskilum á Land- spítalanum. Samkvæmt því frumvarpi til fjár- laga sem nú liggur fyrir Alþingi er spítalanum enn gert að taka á sig afar háa sparn- aðarkröfu, kröfu sem nemur 3.200 milljónum (9%) miðað við rekstur árs- ins 2009. Það er ljóst að slíkar upphæðir verður ekki unnt að spara eftir það sem á undan er gengið nema með því að gera breytingar á þjónustu spít- alans. Ein leið er að færa sem mest af starfseminni yfir á dagvinnutíma. Slík breyting gerir meiri kröfur til sjúklinga og leggur meiri byrðar á að- standendur en landsmenn hafa búið við síðastliðna einn til tvo áratugi. Einnig verður nauðsynlegt að minnka talsvert framboð á skurðstofum. Það mun að líkindum leiða til þess að bið- listar skapist á ný, með tilheyrandi óhagræði og óþægindum fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra. Landspítalinn veigrar sér ekki við að taka þátt í áframhaldandi sparn- aði. Niðurskurður á fjárframlögum í mörg undangengin ár samhliða sívaxandi starfsemi, takmarkar mjög svigrúm spítalans til enn frekari hagræð- ingar. Að líkindum er þetta svigrúm nú mun minna en víðast hvar annars staðar í opinberum rekstri. Starfsmenn Landspítala munu þó sem fyrr leggja sig alla fram við að veita sem mesta og besta þjón- ustu á næsta ári í þeim aðstæðum sem fjárlög búa þeim og sjúklingum spítalans. Landspítalinn er og verður spítali allra landsmanna og helsta ör- yggisnet bráðveikra, slasaðra og al- varlega veikra einstaklinga á Íslandi. Markmið okkar er að starfa af metn- aði og vera í fremstu röð í heilbrigð- isþjónustu, menntun heilbrigðisstétta og í vísindastarfi. Eftir Björn Zoëga » Það er ljóst að slíkar upphæðir verður ekki unnt að spara eftir það sem á undan er gengið nema með því að gera breytingar á þjónustu spítalans. Björn Zoëga Höfundur er forstjóri Landspítalans. Landspítalinn – kreppan gerir erfiða stöðu verri Á EVRÓPSKA efnahagssvæðinu (EEA) hefur kerfi verið komið á til þess að tryggja inni- stæður í bönkum eftir forskrift Evrópusambandsins eins og alkunna er. Á þessu kerfi eru þrír veigamiklir gall- ar. Þótt kerfið hafi verið eflt með nýrri tilskipun áskilur það einungis lágmarks- tryggingu innistæðna og inni- stæður sumra aðila má undan- skilja tryggingu. Þá er kerfið ekki eitt samræmt kerfi fyrir allt efnahagssvæðið heldur eru sér- sjóðir í hverju landi þannig að dreifing áhættu er slæm. Loks eru innborganir í sjóðina ekki það miklar að þeir hafi byggt upp nægjanlegar inneignir til þess að standa straum af meiri- háttar skakkaföllum. Tryggingarsjóður innistæðu- eigenda í Bretlandi (FSCS) er ekki mjög frábrugðinn þeim ís- lenska í þessu efni þótt hann sé mun stöndugri og sinni einnig öðrum verkefnum. Í ársskýrslu sjóðsins fyrir rekstrarárið, sem endaði 31. mars 2009, kemur fram að sjóðurinn þurfti að taka lán hjá Englandsbanka til þess að standa undir útgreiðslum. Lánakjör breska sjóðsins eru þó mun hagstæðari en þau kjör sem Bretar bjóða þeim íslenska. Á bls. 95 í ársskýrslunni kemur fram að lánakjör breska sjóðsins séu 12 mánaða LIBOR vextir með 30 punkta álagi. LIBOR stendur fyrir London InterBank Offered Rates, þ.e. vexti sem bjóðast í lánum til mislangs tíma milli banka í London í helstu gjaldmiðlum. Vextir á breskum pundum til tólf mánaða hafa t.d. verið um 1,2% síðustu daga. Að viðbættu álaginu, 0,30%, eru vaxtakjör sjóðsins þannig 1,5% á ári. Sambærilegir vextir fyrir lán í evrum eru aðeins hærri en munurinn er óverulegur. Munur á þessum lánakjörum og þeim sem íslenski sjóðurinn nýtur með ríkisábyrgð er hins vegar verulegur. Vextir af Ice- save láninu, sem nú er til umræðu, eru 5,5%. Þessir vextir taka fullt mið af slæmu mati á láns- hæfi Íslands en minna fer fyrir tilliti til sanngirni máls. Vextirnir eru fastir allan lánstímann sem gerir nákvæman samanburð við breytilega vexti erfiðari fyrir allan lánstímann, einnig vegna þess að fjárhæð lánsins, þar til afborg- anir hefjast, ræðst einnig af inn- heimtum úr búi Landsbankans. Hitt er ljóst að 4% er mikill munur og hann skiptir mestu máli fyrstu ár lánstímans þegar fjárhæð lánsins er hæst. Ef ein- ungis er litið til eins árs er 4% vaxtamunur af ráðgerðu láni 28 milljarðar og 890 milljónir á nú- verandi gengi sem samsvarar 90.000 krónum í vaxtakostnað á ári á hvern Íslending miðað við að þeir séu 320.000. Þetta eru miklar álögur, 360.000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu, og geta orðið þess valdandi að ein- hverjir greiði Icesave atkvæði sitt með fótunum og flytji af landi brott. Daniel Gros hagfræðingur vakti athygli á þessum vaxtamun milli tryggingasjóðanna eins og Morgunblaðið sagði frá 23. nóv- ember sl. Ekki fékk hann miklar þakkir fyrir fremur en ýmsir aðrir útlendingar sem hafa reynt að taka upp hanskann fyrir þjóð- ina og tala máli hennar. Fjár- málaráðherra sagði t.d. á Alþingi að sér þætti „ekki mikið til álits Gros koma“ og sagði að „spurn- ingar vöknuðu um hvort það borgi sig að hafa hagfræðinginn Daniel Gros í bankaráði Seðla- bankans“. Laun heimsins virðast vera sem fyrr, vanþakklæti. Vanþakklæti Eftir Árna Árnason Árni Árnason » Lánakjör breska sjóðsins eru mun hagstæðari en þau kjör sem Bretar bjóða þeim íslenska. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.