Morgunblaðið - 28.11.2009, Síða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
✝ Magnea Thomsenfæddist 17. maí
1941 á Siglufirði og
ólst þar upp til átta
ára aldurs. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 15.
nóvember 2009. For-
eldrar hennar voru
Thomas Thomsen frá
Skarvanesi í Fær-
eyjum, f. 9. maí 1901,
d. 14. janúar 1970, og
Anna Kristín Hall-
dórsdóttir frá Vé-
mundastöðum, Ólafs-
firði, f. 14. maí 1908, d. 8. október
1998. Systkini hennar eru Hallmar
Thomsen, f. 7. maí 1932, d. 8. októ-
ber 2002, Elna Thomsen, f. 7. júní
1934, d. 9. ágúst 1935, Elna Thom-
sen, f. 11. maí 1936, Thomas Enok
Thomsen, f. 27. febrúar 1940 og
Svala Sigríður Thomsen, f. 15.
október 1945. Hálfsystkini Magneu
voru Svanhvít, en hún lést í frum-
bernsku, og Karl sem nú er látinn.
Eiginmaður Magneu er Guð-
mundur Jón Sveinsson, vélstjóri, f.
Sonja Erna Sigurðardóttir hús-
móðir, börn Viktor Þór, Sigurður
Ingi, Christian Heiðar og Apríl
Elna.
Magnea bjó á Siglufirði til átta
ára aldurs en þá flutti fjölskyldan
til Færeyja og bjó þar í tæp þrjú
ár. Eftir stutta viðdvöl í Reykjavík
fluttu þau í Höskuldsey á Breiða-
firði, Hjörsey á Mýrum þar sem
foreldrar hennar sinntu vitavörslu,
í Ytri Bug í Fróaðárhreppi og til
Ólafsvíkur. Magnea og Guðmundur
bjuggu alla sína búskapartíð í
Ólafsvík en fluttu fyrir tveimur ár-
um til Kópavogs.
Magnea lauk gagnfræðaprófi af
verknámsbraut frá Kópavogsskóla
og skrifstofutækni síðar. Hún
starfaði sem húsmóðir, tal-
símavörður, við fiskvinnslu, mót-
tökuritari á Heilsugæslustöð Ólafs-
víkur og við skrifstofustörf við
fyrirtæki þeirra hjóna. Hún var fé-
lagi í slysavarnadadeildinni Sum-
argjöf í Ólafsvík og voru þau mál-
efni henni mjög hugleikin.
Heimilisstörf, handavinna og fjöl-
skyldan voru hennar líf og yndi.
Útför Magneu fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, laugardag-
inn 28. nóvember kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
17. október 1939 í
Ólafsvík, þau giftu
sig 10. janúar 1962.
Foreldrar hans voru
Sveinn K.S. Ein-
arsson, f. 10. janúar
1892, d. 13. sept-
ember 1967, og Þór-
heiður Einarsdóttir,
f. 4. apríl 1895, d. 6.
júní 1964. Börn
þeirra voru 11 að
tölu, auk einnar upp-
eldisdóttur.
Börn Magneu og
Guðmundar voru
fjögur. 1) Sigurður Sveinn Guð-
mundsson, rafvirki, f. 12. júní 1961,
maki Guðrún Jenný Sigurðardóttir
kennari, börn Þórheiður Elín, Hug-
rún Ýr og Eggert Sveinn. 2) Anna
Margrét Guðmundsdóttir, sjúkra-
þjálfari, f. 1. maí 1963, maki Unnar
Freyr Bjarnason smiður, börn
Magnea Heiður og Guðmundur
Bjarni. 3) Þórheiður Guðmunds-
dóttir, f. 3. september 1964, d. 10.
apríl 1965. 4) Tómas Guðmunds-
son, nemi, f.10. mars 1975, maki
„Það sem þú kennir barninu
með orðum þínum eða gjörðum
heldur áfram að lifa í hjarta þess
að eilífu.“
Þessi orð voru á dagatalinu á líkn-
ardeildinni hinn 15. nóvember sl.
þegar elsku mamma kvaddi þennan
heim og fékk líkn frá þrautum sín-
um og veikindum. Þetta hitti hjarta
mitt því þessi orð eru svo sönn varð-
andi mömmu, því með trúfesti sinni,
æðruleysi, elsku, góðmennsku, gjaf-
mildi og takmarkalausum kjarki og
dug var og verður hún okkur fjöl-
skyldunni mikil fyrirmynd. Það lifir
í hjörtum okkar.
Með djúpum söknuði og óendan-
legu þakklæti, elsku hjartans besta
mamma, kveð ég þig með þessum
orðum:
Mamma, ég man hlýja hönd,
er hlúðir þú að mér.
Það er svo margt og mikilsvert,
er móðuraugað sér.
Þú veittir skjól og vafðir mig
með vonarblómum hljótt.
Því signi ég gröf og segi nú:
Ó, sofðu vært og rótt.
(Kristín Jóh. frá Syðra-Hvarfi)
Þín dóttir,
Anna Margrét.
Það er kominn vetur með myrkri
og kulda hér við Breiðafjörðinn.
Snjór er farinn að láta sjá sig í Enn-
inu, fjallinu fagra fyrir ofan Enn-
ishlíðina þar sem tengdaforeldrar
mínir bjuggu þegar ég kom fyrst til
Ólafsvíkur. Þar tóku á móti mér in-
dæl, glaðleg og samhent hjón.
Magga var ein af þessum íslensku
sjómannskonum sem hélt heimili af
miklum dugnaði í fjarveru manns
síns þegar hann var á sjó hér á árum
áður. Það þarf bæði andlegan og lík-
amlegan styrk, yfirsýn, útsjónar-
semi og góðar skipulagsgáfur til að
finna lausnir á allskyns málum því
heimilið var jú nafli alheimsins.
Þannig kona var tengdamóðir mín.
Arfleifð Möggu var líka komin frá
Færeyjum og var hún afar stolt af
því og áhugavert var að hlusta á
hana segja frá þessum skyldleika
sínum og svo ekki sé minnst á feg-
urð eyjanna.
Hún var dökk á brún og brá og af-
skaplega glæsileg kona. Hún hafði
góðan smekk og næmt auga.
Magga varð fyrir áföllum í lífinu
og aðdáunarvert að sjá af hve miklu
æðruleysi og reisn hún tók öllum
þeim erfiðleikum sem á hana voru
lagðir. Hún var einstök kona á
margan hátt.
Barnabörnum sínum sýndi hún
ótæmandi blíðu og umhyggju og
hafði gott lag á að láta þeim öllum
finnast þau vera einstök hvert á
sinn hátt. Börnum mínum fannst
óendanlega gott að njóta samvista
ömmu og afa enda bjuggu þau stutt
frá skólanum og amma liðleg við að
metta ungana sína. Ömmufaðmur-
inn var alltaf opinn og kærleiksrík-
ur og átti hún auðvelt með að sjá allt
það góða í hverjum og einum. Þegar
fyrsta barnabarnið fæddist saumaði
hún með sínu fallega handbragði
skírnarkjól og voru nöfn þeirra allra
saumuð með hug og hönd í kjólinn.
Það lék allt í höndum Magneu,
hvort sem það var handverk eða
matargerð, og ef eitthvað stóð til
var alltaf gott að leita til hennar
með hugmyndir eða til að þiggja
góð ráð.
Það eru einungis tvö ár síðan
Magga og Gummi fluttu suður en
nokkru áður höfðu þau hjónin fest
kaup á húsnæði á Spáni þar sem
njóta átti æviáranna, hitans og lífs-
ins. Þau voru dugleg að ferðast, fljót
að tileinka sér tækni nútímans og
nutu þess að vera í návistum hvort
annars.
Um leið og ég kveð tengdamóður
mína með vinsemd og virðingu og
þakklæti fyrir samfylgdina bið ég
algóðan Guð um að veita þeim sem
eiga um sárt að binda styrk og
blessun.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guðrún Jenný Sigurðardóttir.
Það er mér erfiðara en orð fá lýst
að setjast niður til að skrifa minn-
ingarorð um elsku Möggu, tengda-
móður mína. Hún var hrein góð-
mennska, hjálpsöm, úrræðagóð,
gjafmild og hafði hlýja og notalega
nærveru. Ég dáðist að öllu i hennar
fari. Hún var mér sem móðir og gát-
um við talað saman um allt. Hún var
mín hetja, minn styrkur og mín
stoð.Hún á mínar bestu þakkir fyrir
allar samverustundirnar og allt sem
hún hefur kennt mér og gefið.
Minning hennar lifir.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Gummi, Anna,Unnar,
Siggi, Jenný og ungunum ykkar
votta ég mínar dýpstu og innileg-
ustu samúð. Ég bið góðan Guð að
veita okkur öllum styrk á þessum
erfiðu tímum.
Sonja Erna Sigurðardóttir.
Í dag, laugardaginn 28. nóvem-
ber, er borin til hinstu hvílu frá
Ólafsvíkurkirkju, elskuleg mágkona
og vinur, Magnea Thomsen. Eftir
Magnea Thomsen
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR HREIÐAR ÁRNASON
flugvirki,
Mánatúni 2,
Reykjavík,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Frímúrarareglunnar á
Íslandi, s. 510 7800.
Margrét Steingrímsdóttir,
Árni Gunnarsson, Sjöfn Óskarsdóttir,
Vilborg Gunnarsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson,
Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Þorgrímur Páll Þorgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
ástkærrar eiginkonu minnar,
GUÐRÚNAR STEINUNNAR
HALLDÓRSDÓTTUR,
Sólvallagötu 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar, dvalar- og
hjúkrunarheimilis, fyrir góða umönnun síðustu
mánuðina.
Brian Dodsworth.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur,
tengdadóttur og systur,
KRISTBJARGAR MARTEINSDÓTTIR,
Birkihlíð 12,
Reykjavík.
Elías Haraldsson,
Sigurlaug Tara Elíasdóttir,
Marteinn Högni Elíasson,
Marteinn Jóhannesson, Sigurlaug Haraldsdóttir,
Birkir Marteinsson, Birna Berndsen,
Haraldur Benediktsson, Guðrún Elíasdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
BENEDIKTS SIGURJÓNSSONAR
vélvirkja,
Mánagötu 24,
Reykjavík.
Sigríður Sigurðardóttir,
Ingi Gunnar Benediktsson, Drífa Konráðsdóttir,
Sigrún Björk Benediktsdóttir, Valtýr Valtýsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför
HELGA EIRÍKSSONAR
aðalbókara.
Sigrún Dúfa Helgadóttir, Gunnar Karlsson,
Eiríkur Helgason, Þórunn Kristinsdóttir,
Sigurjón Helgason, Vilhelmína Haraldsdóttir,
Ingólfur Helgason,
Jón Helgason, Sigrún Greta Magnúsdóttir,
Anna Sigríður Helgadóttir, Ívar Gunnarsson,
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.