Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Við erum afskaplega þakklátfyrir hversu landsmennhafa tekið jólaóróanumokkar vel, og líka kær-
leikskúlunni. Það skiptir miklu máli
fyrir starf í þágu fatlaðra barna,“
segir Berglind Sigurgeirsdóttir,
markaðs- og kynningarstjóri hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
„Við höfum fengið færustu lista-
menn landsins til að leggja okkur lið
í þessum efnum og þeir hafa æv-
inlega tekið vel í beiðni okkar og gefa
alla sína vinnu. Þetta árið sá Hrafn-
kell Birgisson um að hanna
Ketkróksóróann en Gerður Kristný
orti ljóð um karlinn, sem fylgir með
honum bæði á íslensku og ensku.
Þetta er sérlega skemmtilegt ljóð
með erótísku ívafi.“
Öll jólasveinafjölskyldan
Berglind segir að í fyrra
hafi Grýla orðið að óróa hjá
þeim, þar áður var það
Hurðaskellir en sá fyrsti
var Kertasníkir. „Við
stefnum að því að einn úr
jólasveinafjölskyldunni
verði til á hverju ári í hönd-
um nýrra listamanna þar til
allur hópurinn hefur orðið
að jólaóróa. Þannig hafa þeir
söfnunargildi um leið og fólk
leggur góðu málefni lið,“ segir
Berglind en allur ágóði af sölu
jólaóróanna rennur til uppbyggingar
og þróunarstarfs Æfingastöðv-
arinnar þar sem fram fer umfangs-
mesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á
landinu, en hún er fyrir börn með
sérþarfir. „Á Æfingastöðinni starfa á
þriðja tug sjúkra- og iðjuþjálfa sem
veita árlega um 850 börnum þjón-
ustu og mörg barnanna koma í þjálf-
un nokkrum sinnum í viku.“
Fingraför mannanna
Ketkrókur fær heiðurinn af því
þetta árið að prýða hið rómaða Osló-
arjólatré Reykvíkinga en frá því óró-
ar Styrktarfélagsins hafa verið búnir
til hafa þeir verið eina skrautið, utan
jólaljósanna, sem prýða það. Berg-
lind segir það því ævinlega stóra
stund fyrir félagið þegar kveikt er á
trénu.
En hún er ekki síður ánægð með
Kærleikskúlurnar sem íslenskir
listamenn hafa hannað fyrir félagið
undanfarin ár. „Í ár er það Hreinn
Friðfinnsson sem hefur tekið að sér
að hanna kúluna sem heitir Snerting
og er með marglitum fingraförum.
Þetta er sjöunda kúlan frá okkur en
Erró reið á vaðið með fyrstu kúluna
árið 2003 og síðan hafa meðal annars
heimsfrægir listamenn eins og Ólaf-
ur Elíasson hannað kúluna.“
Sumarbúðirnar mikilvægar
Berglind leggur áherslu á að þeir
sem kaupi jólakúlurnar eða óróana
séu með því að gefa fötluðum börn-
um á Íslandi gjöf.
„Allur ágóði af sölu jólakúlunnar
rennur til rekstrar sumarbúða í
Reykjadal fyrir fötluð börn og þar
dvelja þau líka um helgar yfir vet-
urinn. Þeir sem njóta góðs af sum-
arbúðunum eru krakkar frá sex ára
aldri og alveg upp í rúmlega tvítuga
einstaklinga. Þarna er alltaf mikið
fjör og allir njóta dvalarinnar og er
hún þessum krökkum og fjöl-
skyldum þeirra afar mikilvæg.“
Fyrsta færeyska kærleikskúlan
Berglind segir að Styrktarfélagið
sé á vissan hátt komið í útrás, því
Færeyingar hafa fengið góðfúslegt
leyfi til þess að framleiða kærleiks-
kúlu í Færeyjum og rennur ágóðinn
af sölu hennar til Dugni, sem er
verndaður vinnustaður þar í landi.
„Tróndur Patursson, einn þekktasti
listamaður Færeyinga, skreytti fær-
eysku kúluna, sem er undurfalleg. Á
henni synda hvalir og innan í henni
er vatn. Sala kúlunnar hefur gengið
framar vonum og er hún nánast upp-
seld í Færeyjum. Hugmyndin er að
stofna sameiginlegan sjóð þar sem
ákveðin prósenta af sölu kærleiks-
kúlnanna í Færeyjum og íslensku
kúlunnar hér heima renni í sjóð til að
styrkja fötluð börn í þróunarlönd-
unum. Fötluð börn í þeim löndum
eiga mjög erfitt en oft þarf lítið til
þess að þau spjari sig. Hjálpartæki,
til dæmis bara gleraugu, geta breytt
lífi barna þar til muna.“
Vert er að benda á að Kærleiks-
kúlan er gerð í takmörkuðu upplagi
og sölutímabil hennar sem og jóla-
óróans rennur út næstkomandi laug-
ardag.
Fæst í gjafavöruverslunum víða
um land.
Sjá nánar á: www.slf.is.
Ketkrókur gerir góð
Íslensk hönnun og rit-
snilld mætast í honum
Ketkróki sem er fjórði
jólasveinninn sem verður
að sérstökum jólaóróa til
styrktar fötluðum börn-
um og ungmennum.
Gaman Sumarbúðirnar í Reykjadal njóta góðs af sölu Kærleikskúlunnar,
þar sem allur ágóði rennur til starfsins þar. Þar er mikið fjör eins og sjá má.
Falleg Tróndur Patursson hannaði
fyrstu færeysku kærleikskúluna þar
sem hvalir synda um í vatni.
Tróndur segir sjálfur um kúluna:
„Kúlan rúmar óendanlegan kraft
sem finna má í heimsins höfum og
tengir okkur manneskjurnar saman
og við alheiminn.
Hvalirnir eru vinalegar og spakar
skepnur sem spinna alltumvefjandi
þráð kærleika og þolinmæði, þráð
svo sterkan sem hafið en líka brot-
hættan sem gler.“
Styrkjandi jólaskraut Berglind með nýjasta jólaóróann og Kærleikskúluna Snertingu, en að baki henni eru eldri óróarnir.
Morgunblaðið/Golli
Stór-
fréttir
í tölvu-
pósti
0000
Jólagjöf
veiðimannsins
www.veidikortid.is
32 vatnasvæði á aðeins kr. 6.000
Fæst hjá N1, veiðivöruverslunum, www.veidikortid.is og víðar
GEORG JENSEN DAMASK
Àrmùla 10 108 REYKJAVIK Sími 5 68 99 50
www.duxiana.is
www.damask.dk