Morgunblaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Engum kem-ur í hug aðverkefni stjórnvalda séu auðveld um þessar mundir. Þvert á móti blasir við að þau eru bæði afar snúin og flók- in. Sú staða kallar almennt á stuðning og samúð með þeim sem fást við vandann. En erfið úrlausnarefni eru þó ekki af- sökun fyrir menn sem taka í tímahraki og þrengingum al- rangar ákvarðanir. Sú er ein- mitt raunin núna. Heilbrigður stjórnmálalegur ágreiningur ríkir hér á landi eins og annars staðar í lýðræð- isríkjum um hvort fyrirferð rík- isins eigi að vera hófleg í tilveru þjóðarinnar eða umfangsmikil. Margir trúa því að réttlæti verði fremur fyrir borð borið ef aðrir eigi að tryggja það en öfl- ugt og helst alsjáandi ríkisvald. Jafnmargir eða fleiri eru al- gjörlega öndverðrar skoðunar. Aukið traust á almenningi sjálf- um sé heillavænlegra í öllum efnum en hvers konar ofstjórn. Um slík mál takast menn á og að einhverju leyti fást úrslit um álitaefnin í reglubundnum kosningum til Alþingis og sveit- arstjórna. Öll er sú skipan upp á það allra besta. Svo eru önnur álitaefni, þar sem ekki er hægt að færa fram lífsskoðanir og klassíska mæla pólitískra átaka til að nálgast niðurstöðuna. Þess háttar dæmi sjáum við einmitt núna. Þá er með vísun til „hrunsins“ og í skjóli þess ákveðið að hringla gjör- samlega með íslenska skatt- kerfið um leið og ríkissjóður sækir sér stóraukið fé til að- þrengds almennings. Gefa má sér að réttkjörinn meirihluti Alþingis sé um þessar mundir þess fýsandi að hækka skatta. Það hefur hann lengi gefið til kynna og er því sjálfum sér samkvæmur. En hvers vegna þarf hann að stórskemma skil- virkt og einfalt skattkerfið í leiðinni? Skattkerfi sem fjöl- margar ríkisstjórnir með öfl- ugum stuðningi á Alþingi hafa verið að einfalda skipulega á liðnum árum. Flestir borgarar landsins eru ábyrgðarfullir og reiða fram skattgreiðslur sínar möglunarlaust, einkum ef þeir finna að reynt sé að gæta þar hófs. Þær greiðslur eru þó sjálfsagt ekki helsti gleðigjafi tilveru þeirra. En þeir kunna örugglega ekki vel að meta, þegar yfirvöld landsins hækka skatta úr hófi, vegna þrekleysis til sparnaðar í útgjöldum, og bæta svo gráu ofan á svart með því að gera skattkerfið í leið- inni flókið og ógegnsætt á nýj- an leik. Þeim mun flestum þykja það hið mesta óþurft- arverk. Þótt menn vilji hækka skatta er óþarft að eyðileggja skilvirkt skattkerfi.} Skattar hækkaðir og skattkerfið skaðað Ríkisstjórninsitur nú undir harðri gagnrýni Alþýðusambands Íslands vegna skorts á samráði og samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Þessi gagnrýni kemur meðal annars fram í umsögn ASÍ um eitt af frumvörpum ríkisstjórn- arinnar þar sem segir að sam- ráð hafi tíðkast um langt ára- bil. Önnur sams konar gagnrýni kemur fram í skrifum forseta Alþýðusambandsins, Gylfa Arnbjörnssonar. Hann segir það „alveg með ólíkindum að oddvitar ríkisstjórnarinnar skuli ekki hafa kynnt lands- mönnum þau áform sín að af- nema þau ákvæði tekjuskatts- laganna að persónuafsláttur fylgi verðlagi – að ríkisstjórnin ætli sér að afnema verðtrygg- ingu persónuafsláttar. Að sama skapi kemur það fólki í opna skjöldu að ríkisstjórnin ætli sér einhliða að fella niður sérstaka umsamda 3.000 króna hækkun persónu- afsláttar í árs- byrjun 2011, án nokkurs samráðs eða samtals við sinn viðsemjanda. Að mínu viti er hér um grófa rangfærslu að ræða við kynningu á stefnu rík- isstjórnarinnar – það hefði aldeilis verið talið frétt til næsta bæjar ef oddvitar rík- isstjórnarinnar hefðu komið hreint fram og upplýst þjóðina að það væri stefna hennar í skattamálum að afnema verð- tryggingu persónuafsláttar og standa ekki við gerða samn- inga!“ Morgunblaðið hefur bent á að pukur og leyndarhyggja hafi verið einkennandi fyrir störf þessarar ríkisstjórnar og að kynning á fyrirhuguðum skattahækkunum hafi verið villandi. Gagnrýni Alþýðu- sambandsins kemur því ekki á óvart. Sú harka sem fram kem- ur í gagnrýninni er hins vegar nokkuð sem ríkisstjórnin hlýt- ur að hafa áhyggjur af. Ríkisstjórnin hefur kallað yfir sig mikla gagnrýni úr öllum áttum. } Hörð gagnrýni ASÍ M annanafnanefnd er líklega sú opinbera stofnun sem hvað minnst þakklæti fær fyrir störf sín. Í hvert sinn sem greint er frá úrskurðum henn- ar fær hún yfir sig sömu gusuna af upphróp- unum, um það hversu óþarft og skaðlegt stjórnvald hún sé. Fleira fólk býr við sömu kjör. Ætli bankamenn séu ekki í þessum spor- um núna, almennt álitnir siðlausir. Oft er sagt að iðnaðarmenn séu svikulir. Blaðamenn fá líka stundum yfir sig gusurnar, sagðir heimskir og latir, fylgja glæpsamlegum hagsmunaklíkum að máli eða vera óskrifandi. Þetta gengur lík- lega yfir allar stéttir og þeirra á milli. „Blogg- heimar loga“ er það stundum kallað. Hver og einn skvettir úr sínum hlandkoppi yfir næsta mann og sendingin er látin ganga. Baldur Sigurðsson skrifaði ágæta grein í síðasta Sunnu- dagsmogga, undir heitinu „Smiður eða bakari“. Þar rekur hann hvernig mannanafnanefnd er sífellt höfð fyrir rangri sök í fjölmiðlum að hans mati og nefndinni gerðar upp skoðanir á viðfangsefninu. Sú ímynd gefin að nefndar- menn séu forpokaðir afturhaldsseggir sem taki geðþótta- ákvarðanir. Undirritaður fékk eitt sinn sendingu frá Baldri, eftir að hafa skrifað í Morgunblaðið að nöfnin sem úrskurðað var um hefðu ekki „þótt“ samræmast reglum um mannanöfn. Baldur hafði þá fengið stóra gusu frá bloggsamfélaginu vegna fréttarinnar. Þá varð niðurstaðan okkar á milli sú að nefndinni „þætti“ ekki neitt, lögin væru skýr. Þetta væri allt klippt og skorið. Síðan gerðist sá fáheyrði atburður að nefndin klofnaði í afstöðu sinni til nafns. Það var nafnið Skalla- grímur. Baldur skilaði sératkvæði í því máli og taldi unnt að fallast á það, ólíkt meirihluta nefndarinnar. „Ég tel samt sem áður unnt að fallast á nafnið vegna sérstöðu þess …“ stóð í sérálitinu. „Nöfnin Kveldúlfur og Skallagrím- ur hafa því, að mati undirritaðs, fest sig í sessi sem góð og gild nöfn …“ stóð þar einnig. Nefndarmenn í mannanafnanefnd geta sem- sagt „talið“ að hlutirnir séu með ákveðnum hætti. Einnig geta þeir „metið“ hlutina. Hins vegar er að sögn Baldurs rangt að halda því fram að þeim „þyki“ eitthvað. Staðreyndin er samt sú að þetta mat fer fram í hverju einasta tilviki. Niðurstaðan er bara misjafnlega augljós í upphafi. Ómögulegt er að setja lög sem eru svo skýr að þau taki fyrirfram á öllum mögulegum uppákomum, það er alkunna. Ef ekkert mat væri innifalið í framkvæmd laganna væri nóg að láta einfalt tölvuforrit fara yfir um- sóknir, í stað sérfróðrar nefndar. Rétt er að nefndin er á endanum bundin af lögum í flest- um tilvikum og vinnur bæði gott og vandað starf. En lög eru grundvölluð á skoðunum og þótta þingmanna rétt eins og málefnalegum rökum, eðlisreglum og fleiru. Nefndin er einfaldlega framlenging á löggjafarvaldinu, skipuð sam- kvæmt lögum þaðan og framkvæmir vilja þess. Þess vegna hefur sögnin „þykja“ eflaust þótt sjálfsögð í þessu samhengi, en ekki verið ætlað að grafa undan starfsheiðri nefndarmanna í einhverri meinfýsi. Og ef það er einhver huggun í því, þá hata bloggarar ekki bara manna- nafnanefnd. Þeir hata alla jafnt. onundur@mbl.is Önundur Páll Ragnarsson Pistill Ekkert koppalogn í vatnsglasinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Veitir vísbendingar um stökk í þróuninni Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ að lætur lítið yfir sér hornsílið en kann engu að síður að veita mikil- vægar upplýsingar um virkni gena sem síðar kunna að gagnast við þróun úrræða í læknisfræði. Málið varðar tjáningu gensins Pitx 1 sem stýrir myndun kviðgadda á hornsílum, en þeir geta verið þeim mikilvægt varnartæki gagnvart rán- dýrum. Sama gen er að finna í öðr- um hryggdýrum – þ.m.t. í mönnum – en eins og sýnt er á kortinu hér til hliðar leiðir það til myndunar aftur- lappa á músum, þegar það er virkt. Hornsíli eru ekki bundin við Ís- land en það sem gerir stofninn í Vífilsstaðavatni sérstakan er að hann er í hópi aðeins fimm til sex hornsílastofna þar sem genið er óvirkt og sílin því án kviðgadda. Og til að auka á sérstöðu stofns- ins í vatninu er hann fjarskyldastur og á margan hátt frábrugðnastur hinum stofnunum á svæðum í Alaska, Noregi, Skotlandi og í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Sérstaða Vífilsstaðavatns Það er af þessum sökum sem stofninn er einkar ákjósanlegur til erfðafræðirannsókna en það var árið 2003 sem vísindamaðurinn Bjarni Jónsson (sjá ramma) uppgötvaði að í Vífilsstaðavatni væri að finna stofn þar sem genið væri óvirkt. Árið áður höfðu vísindamenn við Stanford-háskóla í Kaliforníu, einn virtasta háskóla Bandaríkjanna, haf- ið kortlagningu mikilvægra gena sem og virkni þeirra í hryggdýrum. Meðal vísindamanna sem komu að rannsókninni í Kaliforníu var David Kingsley, en hann var í hópi erfðafræðinga sem urðu fyrstir til að kortleggja erfðamengi mannsins. Bjarni segir að þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni hafi umfangsmikil rannsókn á erfðum gaddaleysis verið hafin. Sílin sem hann hafi fundið í vatn- inu hafi reynst eiga eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki við lausn þeirrar gátu hvers vegna kviðgadd- ar komu fram í sumum sílum en ekki öðrum. Niðurstaðan hafi verið að áðurnefnt gen stýri myndunni. Fjallað um málið í Science Rannsóknirnar hafa vakið heims- athygli en það var árið 2004 sem að vísindaritið Nature birti grein eftir hópinn þar sem sýnt var fram á að kviðgaddaleysið kortleggst á áð- urnefnt gen, Pitx 1. Hópurinn fékk síðan birta grein í nýjasta hefti vís- indaritsins Science þar sem upp- götvunin var sett í stærra samhengi og tjáning gensins skýrð betur og hvernig hafa má áhrif á það. Aðspurður hvers vegna uppgötv- unin geti varpað ljósi á þróun hryggdýra bendir Bjarni á að tján- ing gensins í ákveðnum vef geti leitt til mikillar breytingar á útliti dýra. Það renni stoðum undir þá kenn- ingu að þróun í dýraríkinu verði í stökkum, svo sem þegar hvalir töp- uðu fótunum. Þessar genabreyt- ingar geti verið afturvirkar. Genið sem hefur áhrif á vöxt útlima Mús Hornsíli Hægri Vinstri Hægri Vinstri Villt mús með afturlappir Slökkt á tjáningu gensins Ósamhverfa í virkri tjáningu gensins Pitx 1 Ósamhverfa í virkri tjáningu gensins Pitx 1 Hornsíli með kviðgadda Slökkt á tjáningu gensins Íslenskir vísindamenn hafa í samvinnu við læknadeild hins virta Stanford-háskóla í Banda- ríkjunum rannsakað sérstakt af- brigði af hornsíli en það er talið varpa ljósi á þróun hryggdýra. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en þaðan hélt hann í Háskóla Íslands þar sem hann út- skrifaðist sem sagnfræðingur með viðskiptafræði sem hliðargrein. Hann hélt svo vestur um haf og lauk meistaraprófi í fiskifræði, með áherslu á þróunarvistfræði, við Oregon State University á vestur- strönd Bandaríkjanna. Bjarni er nú sviðsstjóri nýsköp- unar- og þróunarsviðs Veiðimála- stofnunar en hann hefur unnið að rannsókninni sem hér er gerð að umtalsefni frá árinu 2002. Vísindamennirnir Eik Elfars- dóttir og Karl Bjarnason hafa unn- ið að rannsókninni með Bjarna, en hann fann sílin í Vífilsstaðavatni við útikennslu með grunnskólabörnum í Garðabæ. FÓR TIL OREGON ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.