Morgunblaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Enn er því haldið fram að skattlagning séreignarsparnaðar sé lausn á fjárhagsvanda ríkisins og með henni megi komast hjá óvin- sælum skattahækk- unum. Formælendur þessarar aðgerðar segja að að ríkið og sveitarfélög geti þar með tekið til sín 115 milljarða króna strax. Skattlagning séreignarsparnaðar leysir ekki vanda, heldur flytur hann til. Með þessu móti tekur ríkið fyrirfram eignir, sem búið er að leggja fyrir til að greiða skatta af lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Vandinn er fluttur yfir á framtíð- arkynslóðir. Meðalbinditími séreignarsparn- aðar er nálægt því að vera 20 ár. Ef við horfum 20 ár fram í tímann er því spáð að hlutfall 65 ára og eldri verði nálægt 20% af þjóðinni eða tæplega tvöfalt hærra en í dag. Eldri borgarar nota velferðarkerfið mest og því mun það þurfa að vaxa með fjölgun íbúa eldri en 65 ára. Það væri óskynsamlegt að taka skatttekjur fyrirfram í stað þess að nota þær þegar þörfin er mest. Ef við framreiknum 115 milljarða króna með hóflegum vöxtum til 20 ára erum við að tala um 300 millj- arða króna sem vantar í tekjur rík- issjóðs árið 2029. Dettur ein- hverjum í hug að ríkið muni þá í staðinn hafa lagt fyrir þessa fjár- hæð? Afleiðingar „töfralausnarinnar“ geta orðið enn meiri og alvarlegri. Líkur eru á að margir muni óttast að sparnaðurinn verði skattlagður aftur við úttekt og þess vegna hætta með lífeyrissparnað. Það væri ekki gott að minnka sparnað, sem er uppspretta fjár- magns til fjárfestinga. Þörfin fyrir viðbótarlíf- eyrissparnað hefur heldur aldrei verið meiri en núna þegar eignir lífeyrissjóða hafa rýrnað vegna kreppunnar og geta ríkisins til að greiða lífeyri úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað. Kostur íslenska lífeyrisskerfisins er sá að hver kynslóð greiðir fyrir sig og safnar í sjóði til að greiða líf- eyri og skatta. Svona kerfi vilja all- ar þjóðir hafa en það er ekki auð- velt af því langan tíma tekur að byggja slíkt kerfi upp (elsti séreign- arsjóðurinn á Íslandi var t.d. stofn- aður árið 1965). Þess vegna öfunda aðrar þjóðir okkur af lífeyriskerfi Íslendinga. Skamman tíma getur tekið að skemma það sem byggt hefur verið upp á löngum tíma. Því er mikilvægt að menn freistist ekki til að veikja undirstöður lífeyr- iskerfins með því að skattleggja séreignarsparnaðinn strax. Enn er hamast Eftir Gunnar Baldvinsson »Mikilvægt er að menn freistist ekki til að veikja undirstöður lífeyriskerfins með því að skattleggja séreignarsparnaðinn strax. Gunnar Baldvinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. EINELTI – Það er gríðarlega mikil um- ræða um einelti í dag, allskonar forvarn- arstörf í gangi og fólk að koma fram í fjöl- miðlum til að segja sína sögu. Ég skrifaði sjálfur grein í Morgunblaðið í júní sem fjallaði um það einelti sem ég varð fyrir og hvernig það hafði áhrif á mig og mína persónu. Fyrir þá sem lásu ekki greinina þá talaði ég um þunglyndið, ein- manakenndina, sjálfsmorðshugs- anir og hvernig ég varð smátt og smátt meiri einfari. Einelti er mjög mannskemmandi vandamál – þetta ristir alveg inn í innstu tilfinningarætur og festist þar um aldur og ævi, þetta er ekki eins og þegar þú ert úti að skemmta þér með félögunum, gerir eitthvað vandræðalegt, færð smá skot útaf því frá félögum og svo er það bara búið – þetta er vandamál sem mun fylgja þér alla ævi. Hvaða þolandi eineltis kannast ekki við hræðsluna við að tala innan um annað fólk, hvað þá fólk sem viðkomandi þekkir lítið sem ekkert – eða tilhneiginguna að loka sig af, því manni „líður betur einum“ en innan um aðra? Það er reyndar eitt annað sem mér finnst vera fylgikvillur eineltis, en það er að þegar maður kynnist fólki og fer að tala reglulega við það þá er tilhneigingin sú að maður fari örlítið yfir línuna og fólk líti svo á að maður sé að „ofsækja það“ jafn- vel þótt það sé alls ekki ætlunin – en það er líka kannski eitt að þegar maður er ekki mikið í samskiptum við annað fólk á þessum „eineilt- isárum“ þá veit maður ekki hvar mörkin milli eðlilegra og óeðlilegra samskipta liggja og á þess vegna til að fara örlítið yfir strikið jafn- vel þótt maður meini bara vel og sé bara að hafa samband við fólk sem maður hefur gam- an af því að rabba við. Ég lendi til að mynda of oft í því að þora ekki að tala við fólk því ég er hræddur um að ná ekki að tengjast því, gera mig að fífli eða að það muni smátt og smátt fá ógeð á mér vegna þess að ég sé svo „óspennandi og leiðinlegur“. Í fljótu bragði man ég bara eftir tveimur bekkjarpartíum sem mér var boðið í, það fyrra þegar ég var nýfluttur í bæinn og var sjálfsagt bara boðið til að vera ekki útundan og í seinna skiptið var örugglega sama upp á teninginum – öllum í bekknum var boðið og þar með mér. Kannski er það fyrst og fremst ástæðan að ég á betur heima í stærri samfélögum þar sem færri þekkja mig en á litlum stað þar sem allir þekkja alla og fólk lifir á slúð- ursögum – vegna þess að í stærri samfélögum er fólk ekki að spá í hvað þú ert að gera, þú getur verið sá sem þú ert án þess að fólk sé að angra þig daginn út og inn og fá þig til að gera eitthvað allt annað en þú vilt sjálfur fá að gera. Í æsku var ég bara venjulegur strákur, ég æfði fótbolta, ég spilaði á hljóðfæri og stóð mig sæmilega í skóla – það eina sem aðgreindi mig frá heildinni var að ég var nánast vinalaus og ein af þeim ástæðum sem ég hef fengið að heyra er sú að ég var ekki að „reyna að verða vin- sæll“ og þessvegna var ég skilinn útundan – því ég var ekki að reyna að vera einhver annar en ég var. Meira að segja, þegar ég fer að hugsa um það eftirá, þá lenti ég í hálfgerðu einelti af hálfu þjálfara. Þá var maður að flakka með liðinu hingað og þangað um landið – til staða eins og Akureyrar, Vopna- fjarðar, Húsavíkur, Siglufjarðar eða Sauðárkróks án þess að spila mikið meira en svona 0-5 mínútur. Niðurlægingin var nokkur þegar strákar í flokki fyrir neðan mig voru teknir fram yfir mig og látnir spila og hvað þá að þurfa að fara í ferðalög og jafnvel gista innan um stráka sem voru jafnvel gerendur í mínu einelti – man eftir einu atviki þar sem ég var tekinn fyrir, settur inní tvö lítil sparkmörk og haldið þar föngnum vegna einhvers sem skipti í sjálfu sér engu máli – þó má geta þess að það var eftir æfingu og þjálfarinn búinn að yfirgefa svæðið. Einelti er vandamál sem á ekki að eiga sér stað en verður því miður til staðar á meðan það eru til mann- leg samskipti og „stéttaskipting“ – það er ekki til nein töfralausn til að stöðva allt einelti en það er hægt að minnka það með almennri fræðslu og umræðu um skaðsemina sem því fylgir. Þess vegna er mjög mikilvægt að þetta málefni sé alltaf í umræðunni og það má alls ekki slaka á í þeirri vinnu. Með von um að sem flestir fái að njóta þess frelsis að vera þeir sjálf- ir – því sá sem upplifir frelsið mun verða sáttari en sá sem upplifir það ekki. Líf eftir einelti Eftir Björn Axel Jónsson »Kannski er það ástæðan að ég á bet- ur heima í stærri sam- félögum vegna þess að þar er fólk ekki að spá í hvað þú ert að gera, þú færð að vera þú sjálfur Björn Axel Jónsson Höfundur er starfsmaður í verslun. AÐVENTAN og hátíðin sem fer í hönd eru fólki jafnan tilefni til þess að koma saman, rækta trú sína, njóta menn- ingar af ýmsu tagi, skemmta sér og síð- ast en ekki síst til þess að kaupa inn vegna jólanna. Víða er því margt um manninn í verslunum og sam- komuhúsum ýmis konar þessa dagana. Við þessar aðstæður er sérstök ástæða til að gæta að eld- vörnum. Sérstaklega vill Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins minna ábyrgðarmenn samkomuhalds og verslana á að ekki komi fleiri sam- an en húsakynni bera með tilliti til eldvarna. Starfsmenn okkar þekkja því miður mörg dæmi þess að ákvæði um takmarkanir á þeim fjölda fólks sem viðkomandi húsnæði ber, hafa verið virt að vettugi þannig að ef eldur hefði komið upp hefði stór hluti viðstaddra átt mjög erfitt með að komast óskaddaður undan. Okkur berast reglulega fréttir frá öðrum lönd- um af hörmulegum eldsvoðum þar sem fjöldi fólks ferst vegna þess að það kemst ekki undan, nú síð- ast frá Rússlandi. Okkur hefur verið hlíft við slíkum hörmungum til þessa en slíkir atburðir geta vissulega orðið hér eins og annars staðar. Til þess að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist er nauð- synlegt að virða reglur um fjölda- takmarkanir og að flóttaleiðir séu greiðfærar. Við biðjum einnig um að reglulega sé hugað að eftirfarandi:  Að dyr í merktum flóttaleiðum opnist auðveldlega.  Að brunaviðvör- unarkerfi/reykskynj- arar séu í lagi.  Að útgöngu- og neyðarlýsing sé í lagi.  Að slökkvitæki séu yfirfarin. Starfsmenn for- varnasviðs heimsækja um þessar mundir fjölda verslana og samkomuhúsa, þar á meðal kirkjur, til þess að fara yfir eld- varnir. Því miður er allt of algengt að eldvörnum sé ábótavant og að þeir sem bera ábyrgð á eldvörnum geri sér ekki fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni. Við biðjum þá sem vilja leita frekari upplýsinga um eldvarnir að hafa samband við forvarnasvið í síma 528 3000 eða senda okkur línu á shs@shs.is. Ítarlegar upp- lýsingar um eldvarnir heimila er að finna á shs.is. Umfram allt biðjum við fólk að fara varlega og hafa í huga að eldvarnir eru dauð- ans alvara! Er flóttaleiðin þín greið? Eftir Jón Viðar Matthíasson Jón Viðar Matthíasson » Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins minnir ábyrgðarmenn samkomuhalds og versl- ana á að ekki komi fleiri saman en húsakynni bera með tilliti til eld- varna. Höfundur er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. – meira fyrir áskrifendur ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 48 08 9 11 .0 9 Vááá, krakkar!! Andrés og Mikki og Jóakim og Gúffi og allir hinir koma með Disneyblaðinu um hverja einustu helgi! Nýtt blað fyrir börnin, DISNEYBLAÐIÐ, fylgir með Sunnudagsmogganum sem borinn er út með laugardagsblaði Morgunblaðsins. Myndasögur, leikir, þrautir og skemmtun. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.