Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
✝ Árni Jóhannssonfæddist í Teigi í
Fljótshlíð 2. apríl
1932. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands að morgni
sunnudagsins 6. des-
ember sl. Árni var
sonur hjónanna Jó-
hanns Jenssonar
bónda í Teigi í Fljóts-
hlíð, f. 1895, d. 1978,
og Margrétar Al-
bertsdóttur, f. 1900,
d. 1989. Systkini
Árna eru Guðni, f.
1926, búsettur á Hvolsvelli, Al-
bert, f. 1926, d. 1998, bjó á Skóg-
um undir Eyjafjöllum, Ágúst, f.
1927, búsettur á Selfossi, Sigrún,
f. 1930, búsett á Hvolsvelli, og
Jens, f. 1942, búsettur í Teigi.
Eiginkona Árna er Jónína Björg
Guðmundsdóttir, f. á Dvergasteini
við Seyðisfjörð 31. janúar 1937,
anum á Hvanneyri vorið 1955 og
keypti jörðina Teig II í Fljótshlíð
árið 1957. Fyrstu árin vann Árni
ýmis störf samhliða búrekstrinum,
m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga á
Hvolsvelli og við akstur skóla-
barna. Árni sat í stjórn hest-
mannafélagsins Geysis í all nokk-
ur ár og var fulltrúi félagsins á
Landsþingum Landssambands
hestamanna um árabil. Árni var
gerður að heiðursfélaga í Geysi
árið 2007 og árið 2008 var hann
sæmdur gullmerki Lands-
sambands hestamannafélaga fyrir
störf sín í þágu hestamanna. Árni
gegndi hinum ýmsu trún-
aðarstörfum fyrir bændur í sinni
sveit og var m.a. formaður Bún-
aðarfélags Fljótshlíðar og formað-
ur sóknarnefndar Hlíðarenda-
kirkju um tíma. Árni var
fjallkóngur á afrétti Fljótshlíðinga
í 19 ár samfellt.
Útför Árna fer fram frá Breiða-
bólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag,
miðvikudaginn 16. desember 2009,
og hefst athöfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
dóttir hjónanna Guð-
mundar Sigfússonar,
f. 1913, d. 1996, og
Þorbjargar Páls-
dóttur, f. 1915, d.
2002. Árni og Jónína
gengu í hjónaband
árið 1958. Börn
þeirra eru: 1) Hrafn-
hildur, f. 30. sept-
ember 1958, búsett í
Reykjavík, gift Páli
P. Theódórs og eru
synir þeirra Árni
Björn, f. 1982, unn-
usta Sylvía Sig-
urbjörnsdóttir, Fannar, f. 1986, og
Hlynur, f. 1993. 2) Guðbjörn, f. 1.
mars 1960, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Hlín Hólm, börn þeirra
eru Anna Þrúður, f. 1988, (móðir
hennar er Ragnhildur Anna Gunn-
arsdóttir), Helga, f. 1992 og Hugi,
f. 1995.
Árni lauk prófi frá Bændaskól-
Það er alltaf erfitt að kveðja, sér-
staklega þegar maður veit að það er í
hinsta sinn. Pabbi kvaddi að morgni
sunnudags 6. desember sl. Þessi
stolti og metnaðargjarni bóndi er all-
ur. Hann hafði kennt sér meins í baki
snemma í vor, en það var ekki fyrr
en í byrjun september, sem hann
fékk sjúkdómsgreininguna. Krabba-
mein.
Hann átti erfiðan tíma eftir það.
Fór í aðgerð 18. nóvember, en náði
ekki þeim bata sem vonast var eftir.
Pabbi var bóndi af lífi og sál, allt
fram á haust, missti varla úr dag, og
gaf sér ekki tíma til að setjast í helg-
an stein. Hann þurfti að halda við
girðingum, rækta tún, hirða hey,
byggja hús og huga að skepnunum.
Þegar maður lítur til baka og rifjar
upp feril hans sér maður hvað hann
hefur í raun komist yfir mikið ævi-
starf. Hann átti vini og kunningja
um allt land, tók þátt í félagsstörfum
og sat í stjórnum, m.a. sinnti hann
ábyrgðarstörfum fyrir sína sveit og
stétt.
Hann var heiðursfélagi í hesta-
mannafélaginu Geysi, og sæmdur
gullmerki LH. Hann var fjallkóngur
í 19 ár og voru það miklar gleði-
stundir á haustin þegar lagt var af
stað í leitir. Honum var mikið í mun
að kindurnar hans fengju besta
svæðið á afrétti Fljótshlíðinga inn
við Grænafjall. Hann var glöggur og
næmur á skepnur, átti verðlaunafé
og fékk mikið útúr hverjum dilk.
Hans aðaláhugamál var samt
hestamennska. Hann átti frábæra
hesta, ræktaði þá og spáði mikið í
ættir hrossa. Margir þekktu hans
fallegu svörtu hesta, þá Hrannar,
Kóng, Teit, Svart og Kolskegg.
Pabbi var metnaðargjarn, og vildi
vera fyrstur og fremstur. Þannig var
það í okkar árlegu hestaferðum, þar
sem hann fór á undan og gleymdi
stundum að fylgjast með, það var
eins og hann væri einn í heiminum,
svo mjög naut hann þess að vera á
hestbaki. Hann var í hásæti. Það
verða Árni Björn og Hlynur dóttur-
synir hans, sem halda merki hans
áfram á lofti. Halda áfram ræktun á
hans hrossum.
Pabbi hafði mikið viðskiptavit, var
í stöðugum viðskiptum með vélar og
búnað til búsins, var græjukall, átti
stóra traktora og góða bíla, passaði
að halda þeim vel við. Það er ekki
hægt að sleppa því að minnast á ætt-
fræði, pabbi hafði mjög gaman af því
að ræða ættfræði, hvort sem það var
manna eða hesta. Hann hafði mikinn
áhuga á veðri, mátti alls ekki missa
af veðurspánni, sussaði á okkur ef
við höfðum of hátt. Hann skrifaði
dagbók í 50 ár, þar sem hann lýsti
m.a. veðrinu í Teigi.
Ekki má gleyma því að pabbi var
pjattaður, vildi vera vel til fara, sagði
að þá tæki fólk ekki eins eftir því
hvað maður væri orðinn gamall. Að
síðustu er gaman að minnast á það,
að gröf pabba verður sú fyrsta í nýj-
um kirkjugarði að Breiðabólstað.
Þar er hann í hásæti með útsýni yfir
Eyjafjallajökul og Dímon. Mig lang-
ar að enda þetta með vísu sem Albert
heitinn í Skógum, bróðir hans, gaf
honum eftir einn reiðtúrinn, sem
þeir fóru í saman:
Þú færð bróðir þakkirnar
þinn ei hróður dvínar
þessir góðu gæðingar
greiddu götu mína.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi,
nú fæ ég hásætið þitt, hestinn þinn
Kóng.
Þín dóttir,
Hrafnhildur.
Ég settist niður við skrifborðið
hans pabba austur í Teigi laugar-
dagskvöldið 5. des. sl. Á borðinu lá
dagbókin hans, síðustu skrif dagsett
sunnudaginn 15. nóvember. Með
sinni fallegu rithönd lýsti hann veðr-
inu þann dag eins og hann hafði gert
óslitið í hartnær hálfa öld. Hann
skrifaði að hann væri á leið í aðgerð á
Landspítalann í Reykjavík. Fyrr
þetta laugardagskvöld sat ég hjá
honum á Sjúkrahúsinu á Selfossi en
þangað austur var hann kominn eftir
aðgerðina í Reykjavík á leið sinni í
Hlíðina fögru. Við röbbuðum saman
um stund, mér fannst hann vera
heldur að hressast og ég sá fyrir mér
að hann næði sér það vel á strik að
hann kæmist heim og fengi meiri
tíma austur í Teigi.
En skjótt skipast veður í lofti og
nokkrum klukkustundum síðar sat
ég aftur hjá pabba. Við héldumst í
hendur, í fyrstu var handtakið kröft-
ugt, en smám saman linaðist það og
stuttu síðar fékk hann hinn eilífa
frið. Pabbi var kjarkmaður og ótt-
aðist ekki dauðann. Þegar í ljós kom
að krabbameinið sem hann greindist
með sl. haust væri á alvarlegu stigi
óskaði hann þess heitast að fá að
deyja sem fyrst. Hann gat ekki hugs-
að sér að liggja langtímum saman á
spítala. Hann fékk ósk sína upp-
fyllta, sjúkrahúslega pabba á hans
hartnær 78 ára ævi spannaði innan
við þrjá vikur.
Ég og pabbi heyrðumst nánast
daglega allt frá því ég kom heim frá
námi fyrir tæpum tuttugu árum. Við
tókum sameiginlega ákvarðanir um
hina ýmsu þætti búrekstursins, um
vélakaup og margt fleira. Mörg voru
handtökin sem við unnum saman í
Teigi, allt frá því ég sem lítill snáði
fylgdi honum sem skugginn við bú-
skapinn og þar til fyrir stuttu að við
rákum niður nokkra girðingarstaura
á Teigsaurum. Það verður sérstök
tilfinning að koma heim að Teigi hér
eftir og hitta pabba ekki fyrir.
Það verður skrítið að gera hlutina
án samráðs við hann og ég á eftir að
sakna hans mikið. Blessuð sé minn-
ing Árna bónda og hestamanns í
Teigi og bið ég þess að himneskir
gæðingar fari á fyrirferðartölti með
elskulegan föður minn í faðm frels-
arans.
Guðbjörn Árnason (Bjössi.)
Kveðjustundin er komin, í dag
þarf ég að kveðja tengdaföður minn
og vin, Árna Jóhannsson bónda í
Teigi.
Minningarnar eru margar og
flestar tengjast þær sveitinni sem
hann unni alla tíð. Ég ætla ekki að
telja upp öll hans afrek, en verð að
minnast á þann ótrúlega dugnað og
elju sem þurfti til að rækta allt þetta
land, koma upp bústofni sem skilaði
alltaf hámarks afurðum, girða landið
og halda öllu þessu við.
Árni vildi ávallt vera vel tækjum
búinn og átti yfirleitt nýjustu græjur
til allra verka, hvort sem það var ný
dráttarvél, fjórhjól eða bara kíkir til
að geta fylgst með fénu eða hestun-
um út um gluggann.
Þegar Árni varð fjallkóngur
Fljótshlíðar, fór ég mína fyrstu ferð
á fjall. Þessar ferðir voru mjög eftir-
minnilegar, þarna kynntist ég mörg-
um hans sveitungum og vinum og sá
að inn á fjalli, eins og talað er um, var
hann sannkallaður kóngur, stoltur
fjárbóndi að reka vænu dilkana sína
af grænum grösum Grænafjalls til
Árni Jóhannsson
Minningar á mbl.is
Árni Jóhannsson
Höfundur: Hörður
Gunnarsson, Heylæk
Jóhanna Ólafsdóttir
Höfundur: Guðrún Karlsdóttir
frá Stóru-Borg
Pétur H. Ólafsson
Höfundur: Íris Dögg
Marteinsdóttir
Lokað
Fjarðarkaup er lokað í dag, miðvikudaginn 16. desember frá
kl. 12.00 - 16.00 vegna útfarar INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR.
Fjarðarkaup.
✝
Okkar yndislegi og ástkæri,
KARL SMÁRI GUÐMUNDSSON,
verður jarðsunginn í Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 17. desember kl. 15.00.
Berglind Ármannsdóttir,
Guðmundur Þór Karlsson,
Auður Eir Guðnadóttir,
Guðni Þór Guðnason,
Birgitta Líf Magnúsdóttir,
Guðmundur Heiðmar Karlsson,
Guðrún Halldórsdóttir,
systkini og fjölskyldur.
✝
Frændi minn,
GRÍMUR MAGNÚSSON
frá Flögu,
andaðist á dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, laugardaginn
12. desember.
Fyrir hönd systkina hins látna og annarra ættingja,
Sigurbergur Brynjólfsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samhug og virðingu við andlát og útför elsku eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS ÞORGRÍMSSONAR,
Mararbraut 5,
Húsavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga fyrir frábæra umönnun og kærleik.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Sólveig Þrándardóttir,
Ása Kristín Jónsdóttir, Sighvatur Einar Sighvatsson,
Þórný Jónsdóttir,
Þorgrímur Friðrik Jónsson, Rósa Borg Halldórsdóttir,
Ásdís Brynja Jónsdóttir, Arnar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI SVEINSSON,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. desember.
Útför auglýst síðar.
Auður Guðmundsdóttir,
María Anna Gísladóttir,
Guðríður Jóhanna Gísladóttir,
Sveinn Gíslason,
tengdabörn, barnabörn og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, afi og langafi,
GUÐBRANDUR LOFTSSON,
fyrrum skipstjóri og bóndi,
frá Hveravík,
Aðalbraut 4,
Drangsnesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur föstudaginn
11. desember.
Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn
19. desember kl. 14.00.
Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir,
Berglind Björk Bjarkadóttir, Jón Ingibjörn Arnarson,
Guðbrandur Máni Filippusson,
Kolbrún Lilja Jónsdóttir.
✝
Ástkær maður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og
frændi,
KRISTMUNDUR HARÐARSON
rafverktaki,
Hrannarstíg 14,
Grundarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 19. desember kl. 14.00.
Kolbrún Haraldsdóttir,
Berglind Ósk Kristmundsdóttir,
Birna Kristmundsdóttir, Rúnar Sveinsson,
Brynjar Kristmundsson,
Hörður Pálsson, Guðlaug Guðmundsdóttir,
systkini, frændsystkini og vinir.