Morgunblaðið - 16.12.2009, Page 34

Morgunblaðið - 16.12.2009, Page 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ELTI FRÚ FJÓLA ÞIG AFTUR MEÐ LAUFABLÁSARANUM? HÚN ER BÚIN AÐ VERA ÉG KANN AÐ SYNDA! ÉG LÆRÐI AÐ SYNDA! MÉR TÓKST AÐ SYNDA TVO METRA! GLEÐUR MIG AÐ HEYRA... TIL HAMINGJU... EF ÉG ER Í SKIPI SEM FERST TVEIMUR METRUM FRÁ STRÖNDINNI ÞÁ ÞARF ÉG EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR HÉRNA ER PÍTSAN ÞÍN! BÆTTUÐ ÞIÐ VIÐ ÖLLUM ÁLEGGJUNUM SEM ÉG BAÐ UM? JÁ, ÖLLU NEMA SÚKKULAÐIÍSNUM OG NAMMINU ANSANS! ÞAÐ SAGÐI MÉR ENGINN AÐ ÞAÐ VÆRI ÓLÖGLEGT AÐ FYLGJAST MEÐ FÓLKI Á MEÐAN ÞAÐ SEFUR... ÉG SETTI OKKUR INN Á SÍÐUNA SVO VIÐ GETUM KYNNST ÖÐRUM PÖRUM „HJÓN ÚR ÚTHVERFINU MEÐ TVÖ BÖRN. FINNST GAMAN AÐ HORFA Á KVIKMYNDIR, FARA ÚT AÐ BORÐA OG SLAPPA AF“ HÉR STENDUR AÐ ÞAÐ PASSI 200.000 PÖR VIÐ OKKUR ÉG HELD AÐ ÞÚ ÞURFIR AÐ VERA AÐEINS NÁKVÆMARI BÝSTU VIÐ ÞVÍ AÐ ÉG BORGI ÞÉR FYRIR ÞETTA? ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VILDIR MYNDIR AF KÓNGULÓAR- MANNINUM JÚ... AÐ GÓMA VULTURE. MIG VANTAR EKKI MYNDIR AF HONUM AÐ SVEIFLA SÉR ÞÚ FÆRÐ ÞRJÚÞÚSUNDKALL ER ÞAÐ? FYRIR ALLAN BUNKANN! HELDUR ÞÚ AÐ ÉG SÉ BÚINN TIL ÚR PENINGUM? Frábært framtak MIG langar að koma á framfæri jákvæðri frétt. Vélsmiðjan Héð- inn býður öllum starfs- mönnum sínum í þenn- an líka fína jólamat fyrir hver jól. Ég sá um mötuneytið fyrir fyrir- tækið en hætti þar fyr- ir 10 árum, enda orðin 78 ára. Engu að síður er mér alltaf boðið ásamt öðrum fyrrver- andi starfsmönnum, heldri mönnum eins og við erum kölluð. Mér finnst þetta alveg frábært framtak hjá Héðni og þakka kærlega fyrir mig. Guðmunda Jónsdóttir. Þakkir ÉG vil þakka eftirtöldum læknum fyrir að bjarga mér í mínum veik- indum: Þórði Eiríkssyni augnlækni fyrir að gera aðgerð á augum mínum þegar ég var að verða blindur, Frið- riki Guðbrandssyni háls-, nef- og eyrnalækni fyrir að gera aðgerð á hljóðhimnunni, Guðmundi lýtalækni fyrir að gera aðgerð á andliti, en ég var með afmyndað andlit eftir lík- amsárás, og Jóhannesi Bergsveinssyni geð- lækni fyrir að hjálpa mér þegar ég bjó við andlegar þrengingar. Starfsfólki slysadeildar og bráðamóttöku Landsspítalans þakka ég hlýjar móttökur. Við Íslendingar er- um heppnir að eiga góða lækna, ég hef ver- ið á sjúkrahúsum er- lendis og læknis- þónustan er mun betri hér. Heilbrigðiskerfið er til fyrirmyndar mið- að við hvað litlir pen- ingar renna til þess. Jónas Gunnarsson. Tapað/fundið JÓLAKORT með mynd fannst á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Kortið er stílað á Daða, Sillu, Lilju og junior Kristófer, en ekkert heim- ilisfang er meðfylgjandi. Ef einhver kannast við þessa lýsingu er hann beðinn um að hringja í síma 561- 4268 eða 847-4759. Ást er… … „villtar“ helgar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, opin vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmálning kl. 9 og 13, Grandabíó, útskurður og jóla- ljósaferð kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna/ smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spilað. Fimmtud. 17. des. kl. 13.15 les Jón Ólafsson úr bók sinni „Söknuður“. Jólatrésskemmtun 21. des., skráning í s. 535-2760. Bústaðakirkja | Jólasamvera kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Opin vinnustofa kl. 9-16, leikfimi kl. 10, verslunarferð kl. 14.40. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8- 16, vefnaður kl. 9-16, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Kynningarfundur um Kanada kl. 20 í Félagsheimilinu Gullsmára. Atli Ásmunds- son, ræðismaður Íslands í Winnipeg og Al- mar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslands, mæta, Jónas Þór kynnir Kan- adaferð. Sýnd verður kvikmynd frá ferð Kópavogsbúa til Kanada. Aðgangur ókeypis. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- Hrólfar ganga kl. 10. Skrifstofa félagsins verður lokuð eftir hádegi í dag vegna útfarar Péturs H. Ólafssonar. Söngfélag FEB, æfing kl. 18. Félagsheimilið Gjábakki | Morgunverðar- hlaðborð kl. 10, gestir koma á heimsókn. Leiðbeinandi í handavinnu við til kl. 17, fé- lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, leikfimi kl. 12.45, postu- línsmálun og kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 10, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, bútasaumur og brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, tréútskurður og handa- vinna, vatnsleikfimi kl. 9.50 í Breiðholts- laug, leikfimi kl. 10.30, spilasalur opinn. Gerðubergskór fer í heimsókn á Hrafnistu kl. 13.30. Uppl. á staðnum og í síma 575- 7720. Hraunbær 105 | Félagsvist fellur niður á morgun. Farið á Jólamarkaðinn Elliðavatni. Skráning á skrifstofu, s. 411-2730. Hraunbær 105 | Farið á jólamarkaðinn við Elliðavatn á morgun 17. des. kl. 13.30. Gamla húsið hans Einars Ben. skoðað und- ir leiðsögn Kristjáns Bjarnasonar. Veitingar og rúta 800 kr. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt kl. 10 og bók- mennta/sögu-klúbbur kl. 10, línudans kl. 11, handavinna, glerbræðsla og tréút- skurður kl. 13, bingó kl. 13.30, Gaflarakór- inn kl. 16.15, billjard kl. 9-16.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa opin frá kl. 9. Sam- verustund kl. 10.30, jólasaga, veitingar. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Sr. Jakob Hjálmarsson með erindi um Melkorku og sýnir mynddisk kl. 13.30, kaffisala. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega, jólaball Hæðargarðs og Jörfa föstudag kl. 14. Uppl. í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs- skóla kl. 15.30. Uppl. í síma 564-1490 og á www.glod.is Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á morgun, kl. 10 á Korpúlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30. Veitingar. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9-12 og fé- lagsvist kl. 14-16. Síðasta vist á þessu ári, næst spilað 6. janúar. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, myndmennt/ postulín kl. 9.15, matur, Bónus kl. 12.10, tréskurður kl. 13, veitingar. Ingi Steinar Gunnlaugsson orti á skammdegisrölti: Mjúkum skrefum í morgunhúmi fer maður um strönd Á Caymaneyjum eru krónur að nema kostalönd Í Atlantshafi er Ísland að snúast upp á rönd Pétur Stefánsson orti sléttubönd: Snjallir þegnar hafa hér hamrað steðjann ljóða. Allir saman viljum vér virðing öðlast góða. Davíð Hjálmar Haraldsson bregður á leik í limru: Allt til að fjúka var fokið, svo fádæma mikið var rokið að Helga í Mó hóstaði og dó því að stormurinn stíflaði kokið. Ísleifur Gíslason orti á sínum tíma um rokið á Fróni: Voga skefur vindakast virðar trefil brúka. Það er án efa þéttingshvasst þegar refir fjúka. Loks Friðrik Steingrímsson: Hún Guðfinna litla frá Lundi var lausgyrt, og það vissi Mundi. Hann þorð’ekki neitt, en þráði það eitt, að serð’an’á safnaðarfundi. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Caymaneyjum og roki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.