Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009                   !" #  "  $ $ ! "%  !  &'$ ( )*      GERIÐ VERÐSAMA NBURÐ28.900,- + ,- ./ 0 1**  Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EVA Joly, ráðgjafi sérstaks sak- sóknara vegna bankahrunsins, er nú stödd hér á landi og hefur kynnt sér stöðu mála. Hún er sátt við framgang rannsóknar sérstaks sak- sóknara og liðsmanna hans en segir að fólk verði að vera þolinmótt. Hins vegar sé ekki sé langt í að starfið fari að bera verulegan og sýnilegan árangur. „Ég var á fundum allan fimmtu- daginn með Ólafi Þór Haukssyni [sérstökum saksóknara] og tveim sérfræðingum frá Frakklandi og Noregi,“ segir Joly. „Og ég er afar ánægð með það hvernig málin eru að þróast. Og ég er núna bjartsýn á að við munum ná góðum árangri og ljúka þessu geysistóra verkefni. Það tók sinn tíma og vinnu að koma öllu þessa öfluga liði á lagg- irnar. En nú höfum við þrjá nýja saksóknara sem er mjög mikilvægt, starfsliðið er nú orðið fínt en fleiri verða ráðnir. Ég sé mun á aðstæðunum frá því ég var hér í mars. Þau hafa núna stórt og gott húsnæði, ég held að þau séu að vaxa með starfinu og það er líka mjög gott að vera vitni að því.“ Gríðarlegar fjárhæðir – Vitið þið eitthvað um fjárhæð- irnar í þessum brotamálum? „Nei ekki ennþá, við þurfum fyrst að fá í hendur niðurstöður sérfræð- inganna, þeir eru enn að rannsaka alls konar smáatriði. En þetta eru gríðarlegar fjárhæðir. Hér verð ég samt að vera varkár vegna þess að allt of margir yrðu svo kátir ef sér- fræðingunum misheppnaðist að rekja upp þessa þræði. Ég get því ekki sagt meira um þessi efni. En peningafærslur skilja eftir sig spor, það er hægt að rekja þær langt aftur í tímann einhvers staðar í tölvunum. Jafnvel þótt menn eyði tölvuskeytum og öðrum gögnum er ekki búið að eyða þeim úr öllum skjalasöfnum allra þeirra sem eru í kringum þá. Ég fann stundum í málunum sem ég rannsakaði í Frakklandi, ummerki eftir gögn sem allir vissu að ég var að leita að. En samt fann ég þau, fimm árum seinna, kyrfilega falin og geymd í safni sem forstjórinn hafði ekki að- gang að. Ekkert er auðvelt í flókn- um heimi!“ Joly er spurð hvort henni sýnist að reynt sé að spyrna við fótum sums staðar í stjórnkerfinu, reynt að hindra rannsóknina á einhvern hátt. „Nei og mér sýnist að fólk sé að reyna að sinna rannsóknastarfinu á mjög fagmannlegan hátt og leggi sig virkilega fram. Að sjálfsögðu verður maður þó alltaf að vera viðbúinn mótspyrnu í kerfinu sjálfu, kerfi þar sem allt er jafn sam- tvinnað og á Íslandi. En það er póli- tískur vilji hér til að gera hreint í húsinu.“ Leynd og brask á Tortólu – Var braskið á Tortólu og öðrum skattaskjólum aðallega stundað til að komast hjá því að borga skatta? „Alls ekki. Skattarnir eru ekki aðalmálið heldur vilja menn not- færa sér leyndina og skort á sam- starfsvilja í þessum löndum í sam- bandi við allar rannsóknir. Það er sá vandi sem Íslendingar eru nú að kljást við. Ég hef barist gegn þessu framferði í 15 ár og ég er af- skaplega ánægð yfir því að barátta af því tagi skuli nú vera ofarlega á forgangslistanum í alþjóða- samstarfi. Erfiðleikarnir eru margvíslegir, ekki síst vegna þess að þeir sem nota sér skattaskjólin eru ekki ein- vörðungu glæpamenn eða spilltir einræðisherrar í þróurnarríkjunum. Helstu viðskiptavinirnir eru fjöl- þjóðleg stórfyrirtæki sem borga hvergi skatta.“ Biðin að styttast Eva Joly er mjög sátt við starf sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins og viss um að góður árangur náist Morgunblaðið/Ómar Ráðgjafinn Eva Joly er ánægð með embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar, og segir starfsliðið vaxa með verkefninu. KATRÍN Júlíus- dóttir iðnaðar- ráðherra segist í samtali við Morg- unblaðið hafa heimildir fyrir því að á allra næstu dögum verði til- kynnt um nýjan hluthafa í hópi þeirra sem standa að baki fyrirtækinu Verne Holding ehf. sem hyggst byggja gagnaver í Reykjanesbæ. Segir hún ráðgert að við það þynnist hlutur Novators, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, í fyrirtækinu úr því að vera 40% í það að vera undir 25%. Að sögn ráðherra er ráðgert að fleiri fjár- festar bætist í hópinn í framhaldinu og við það þynnist hlutur Björgólfs Thors enn frekar út. Tekur hún fram að þetta hafi verið ein af forsendum þess að hún væri viljug til að leggja fyrir þingið lagafrumvarp um heimild til samninga um gagnaver í Reykja- nesbæ. Frumvarpið felur m.a. í sér ívilnanir í formi afslátta af opinberum gjöldum og tryggingu fyrir ákveðinni tekjuskattsprósentu næstu 20 árin. Samtals eru ívilnanirnar metnar á 0,7%, þ.e. 700 milljónir króna af þeim 90 milljörðum sem framkvæmdin kostar í heild sinni. Ískalt mat lagt á stöðuna Spurð hvort íslensk stjórnvöld hafi einhverja tryggingu fyrir því að Björgólfur Thor stækki ekki hlut sinn í hluthafahópi Verne Holding segist Katrín hafa um það munnlegt sam- komulag við stjórnendur General Catalyst, hins aðaleiganda Verne Holding, að svo verði ekki. „Að öðr- um kosti yrði ekkert af þessum fjár- festingarsamningi,“ segir Katrín og segist gera ráð fyrir að Novator hverfi á endanum alfarið út úr verk- efninu. Spurð hvort ekki hefði verið hreinlegra að kaupa hlut Björgólfs í fyrirtækinu út strax segir Katrín það ekki útilokað og tekur fram að hún viti að það sé til skoðunar. „Þegar þetta mál kom inn á borð til mín í sumar spurði ég mig sömu spurninga og menn eru að spyrja núna. Ég spurði mig hvort við ættum að láta alla fjárfestinguna fara í súg- inn vegna þess að Björgólfur Thor lagði fram stofnfé í verkefnið eða hvort við ættum að vinna málinu þannig brautargengi að það gæti haldið áfram og skilað okkur 200 störfum,“ segir Katrín og tekur fram að hún hafi lagt ískalt mat á hlutina. „Mín niðurstaða var sú að ég vil frek- ar fá fjármagnið inn og að Novator þynnist út, heldur en segja við þá sem eiga 60% á móti Novator og ætla að koma inn með nýtt fjármagn að við viljum þá ekki vegna þess að þeir hafi árið 2007 hafið samstarf við einn af meintum gerendum í hruninu.“ Útilokar ekki að Novator sé keyptur út Fljótlega tilkynnt um nýjan hluthafa Gagnaver Verne Holding hyggst byggja og reka gagnaver í Reykjanesbæ. Í HNOTSKURN »Fyrirtækið Verne Holdingehf. er í eigu Novators, fé- lags Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, og bandaríska fjár- festingafélagsins General Catalyst. » Í október sl. árituðufulltrúar iðnaðarráðuneyt- isins og Verne Holding ehf. drög að fjárfestingarsamningi vegna gagnavers Verne. Katrín Júlíusdóttir GUÐMUNDUR Guð- mundarson lést sl. mið- vikudag, 89 ára að aldri. Guðmundur var fæddur á Eyrarbakka 18. júlí 1920, en foreldrar hans voru Ragnheiður Lár- usdóttir Blöndal frá Innri-Fagradal og Guð- mundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Eyr- arbakka. Guðmundur var yngstur níu systkina og sá síðasti sem fædd- ist í Húsinu á Eyr- arbakka þar sem fjöl- skyldan bjó. Guðmundur brautskráðist frá Verslunarskóla Ísland 1938 og hlaut þá sérstök ritgerðarverlaun. Hann hóf skrifstofustörf hjá Héðni hf. og vann þar síðar sem aðalgjaldkeri til ársins 1956. Hann var meðeigandi í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helga- dóttur 1947-1964 og framkvæmda- stjóri þar 1956-58, framkvæmdastjóri og meðeigandi Lindu-umboðsins frá 1958 og síðar eigandi og framkvæmdastjóri heildverslunarinnar ABC hf. Guðmundur sat í fjölda stjórna um ævina, m.a. hjá Heim- dalli, Lionsklúbbnum Ægi, SÍBS og Múla- lundi. Guðmundur var hagyrðingur og samdi m.a. gamanvísur fyrir Bláu Stjörnuna og texta við spænsk barnalög sem dótt- urdóttir hans, Katla María, söng inn inn á hljómplötur. Um þrjá- tíu ára skeið skrifaði Guðmundur greinar í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi órímaðan kveðskap, sem stundum fékk heitið atómljóð, en hann vildi kalla prósa því honum fannst slíkur kveðskapur ekki verð- skulda að kallast ljóð. Árið 1945 kvæntist Guðmundur Gróu Helga- dóttur píanókennara, en hún lést 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Andlát Guðmundur Guðmundarson RANNSÓKN lögreglunnar á Suð- urnesjum á mansalsmálinu lauk fyrr í mánuðinum og var það þá sent ríkissaksóknara. Að sögn Gunnars Ólafs Schram, yfirlög- regluþjóns, er einnig verið að ljúka rannsókn á meintum auðg- unarbrotum, ofbeldisbrotum, hand- rukkun og hótunum af hendi þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síð- ustu vikurnar. Að sögn Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara er stefnt að því hjá embættinu að taka ákvörðun um það hvort gefin verði út ákæra í málinu áður en gæsluvarðhald yfir fimm Litháum rennur út 30. desem- ber nk. Aðspurð segir hún eina meginröksemdina fyrir beiðni um gæsluvarðhald ótta yfirvalda um að þeir myndu yfirgefa landið við fyrsta tækifæri. Verði gefnar út ákærur segist Kolbrún gera ráð fyrir að farið verði fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald til þess að tryggja að mennirnir fari ekki úr landi. Ákvörðun um ákær- ur í mansalsmálinu tekin fyrir árslok EVA Joly skrifaði fyrr á árinu grein um vanda Íslands og birtist hún í Morgunblaðinu en einnig í blöðum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Hún sagði þar afar ósann- gjarnt að láta litla þjóð blæða fyrir mistök í reglugerð Evrópusam- bandsins og gagnrýndi norrænar þjóðir fyrir að bregðast frændþjóð í neyð. Hver voru viðbrögðin? „Þau voru mikil og góð,“ segir Joly. „Margir Norðmenn skilja ekki hvers vegna Íslendingum er ekki veitt geysistórt lán á lágum vöxt- um. Sumir vilja safna handa ykkur. Gamall maður hringdi í mig. Hann sagðist muna að þegar stríðinu var nýlokið, þetta var víst árið 1946, hefðu Íslendingar veitt bág- stöddum Norðmönnum aðstoð.“ Norðmenn vilja hjálpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.