Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Rannveig JúlíanaBaldvinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 22. ágúst 1933. Hún lést á heimili sínu á Hvolsvelli 12. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Baldvin Guðni Jó- hannesson sjómaður í Ólafsfirði, f. 29.10. 1895, d. 10.12. 1971 og Sigfríður Björns- dóttir, f. 18.2. 1897, d. 3.10. 1978. Systk- ini Rannveigar eru Fjóla, f. 2.6. 1927, látin, Héðinn Ósmann, f. 22.7. 1928, Margrét Pollý, f. 6.9. 1931, Ingvi Kristinn, f. 7.10. 1934 , Svandís, f. 28.3. 1937, d. 1.6. 1937 og Vigdís Sig- urlaug, f. 26.6. 1938, látin. Rann- veig átti 3 hálfbræður, syni Sig- fríðar af fyrra hjónabandi, en fyrri maður hennar var Björn Frið- björnsson, f. 21.2. 1896, d. 22.10. syni, f. 1986. 2) Baldvin Guðni, f. 11.5. 1956, var kvæntur Ástu Grétu Björnsdóttur, f. 31.1. 1957, þau skildu. Börn þeirra eru a) Harpa, f. 26.11. 1975, í sambúð með Kristian Thon. Börn þeirra eru Sara, f. 5.3. 2000 og Óskar, f. 20.3. 2008. b) Birkir Ósmann, f. 3.5. 1992. Árið 2007 kvæntist Bald- vin Guðni, Praparat Ólafsson, f. 1975. 3) Ásta Halla, f. 14.11. 1962, gift Garðari Gunnari Þorgilssyni, f. 21.9. 1960. Börn þeirra eru: a) Hildur Ösp, f. 1.11. 1985, í sambúð með Mads Tinning, f. 1985. b) Ólöf Sara, f. 15.2. 1988. c) Ívar Máni, f. 5.5. 1996. 4) Ingibjörg Ýr, f. 30.11. 1966, gift Oddi Árnasyni, f. 6.5. 1965. Börn þeirra eru a) Ólafur, f. 11.9. 1990, b) Bjarki, f. 23.5. 1993 og c) Dórothea, f. 16.6. 2001. Rannveig ólst upp í Ólafsfirði og hafði alla tíð sterkar rætur til heimahaganna. Rannveig og Ólaf- ur hófu búskap 1954 að Rauðalæk í Holtum og bjuggu þar í 3 ár. Síð- an 2 ár á Hvolsvelli og fluttust 1959 til Ólafsfjarðar og bjuggu þar í 6 ár. 1965 fluttust þau aftur til Hvolsvallar og hafa búið þar síðan. Útför Rannveigar fer fram frá Stórólfshvolskirkju í dag, laug- ardaginn 19. desember, kl 14. 1924. Bræðurnir voru Gunnar, f. 22.10. 1919, látinn, Baldvin, f. 16.8. 1921, látinn og Björn, f. 22.3. 1924, látinn. Hinn 29.10. 1955 giftist Rannveig, Ólafi Ólafssyni, versl- unarmanni, f. 5.5. 1924. Foreldrar hans voru Halla Guðjóns- dóttir, f. 7.8. 1892, d. 7.4. 1970 og Ólafur Ólafsson, bóndi í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, f. 24.5. 1891, d. 13.7. 1973. Börn Rannveigar og Ólafs eru : 1) Ólafur, f. 14.2. 1955, kvæntur Jakobínu Vilhelmsdóttur, f. 7.6. 1955. Börn þeirra eru: a) Rannveig Rós, f. 7.5. 1982, í sam- búð með Atla Erni Hafsteinssyni, f. 1981, óskírður sonur þeirra f. 11.9. 2009. b) Halla Ósk, f. 26.9. 1986, í sambúð með Hauki Tý Guðmunds- Elsku mamma mín, það er svo margt sem mig langar til að segja þér, svo ótalmargt sem ég hefði viljað spyrja þig um, en því miður er tíminn runninn út, tíminn sem þú sagðir að liði stundum svo hægt er allt í einu búinn og eftir situr tómið, sem er svo skelfing sárt og situr eins og klettur á brjóstinu á mér því að ég sakna þín svo mikið. Þegar ég horfi til baka er svo margt að staldra við að tárin þorna og brosið leitar á, allt eru þetta minningar sem kalla fram bros eða hlátur. Allar sögurnar þínar frá því að þú varst á Ólafsfirði, sögurnar sem þú sagðir færðu okkur inn í þann tíma sem þær gerðust á. Endalaust gæti ég þulið upp sögur sem við höfum skemmt okkur við í áranna rás, þær sögur eigum við öll núna til að ylja okkur á þegar sorgin og söknuðurinn knýr dyra, elsku mamma mín. Seint verður fullþakkað fyrir börnin okkar sem alltaf áttu skjól hjá þér og pabba, sama hvort var í hádeginu eða eftir skóla, alltaf var tími og alltaf var pláss og hvergi var betra að læra en við eldhúsborðið hjá ömmu, hún hafði alltaf tíma og endalausa þol- inmæði. Held reyndar mamma mín að þú hefðir orðir alveg frábær kennari ef þú hefðir lagt það fyrir þig, alltaf áttir þú svör á reiðum höndum og ef djúpt var á svör- unum þá hvattir þú alla til að hjálpast að við að leita að þeim, sama hvort um var að ræða skóla- bækurnar eða bara lífið sjálft. Börnin okkar búa að því um ókomna framtíð hversu vel þú studdir þau í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur, óbilandi trú á þeim og því sem þau voru að gera, hvattir þau til þess að gera allt sem þau langaði til og varst enda- laust stolt af þeim. Hún mamma mín var ein af þessum konum sem eru húsmæður af guðs náð og best leið henni heima þar sem hún hafði hjá sér ungana sína og pabba, en þó kom fyrir að hún brá fyrir sig betri fætinum og lagði land undir fót. Margar ferðirnar fóru þau pabbi út fyrir landsteinana og oft- ast þá á staði þar sem sólin yljaði, enda var hún sólelsk með afbrigð- um og ekkert var of gott fyrir hana. Einn var sá staður sem mömmu þótti einna vænst um en það var sumarbústaðurinn þeirra pabba. Ófáar ferðirnar fóru þau austur í bústað, ýmist til að gróð- ursetja eða bara að njóta þess að vera saman. Eitt var það sem mamma tók fram yfir flest og það var tónlist, sama hvort það var söngur eða hljóðfæraleikur, karla- kórar og góðir söngmenn voru menn sem áttu upp á pallborðið hjá henni, allt voru þetta gæðatímar sem hún átti með sjálfri sér og kenndi um leið okkur hinum að meta falleg íslensk sönglög, lögin sem fylgja henni nú í dag inn í ei- lífðina. Elsku mamma mín nú þegar baráttunni er lokið hjá þér, barátt- unni við krabbameinið sem að lok- um sigraði þig, þessa stoltu óbug- andi konu sem við öll litum upp til, elskuðum og dáðum, sem með reisn og festu tókst á við dauðann og hvattir okkur til dáða í barátt- unni með þér, þá langar mig svo til að segja þér einu sinni enn hversu mikið við elskuðum þig. Við geym- um þig í hjarta okkar og huga um ókomin ár. Þín dóttir, Ásta Halla. Elsku mamma mín. Nú er komið að okkar síðustu kveðjustund, það er svo óendan- lega sárt til þess að hugsa að fá ekki að hitta þig og kyssa og knúsa, elsku mamma mín. Minn- ingarnar streyma fram í hugann og þær er gott að hafa til að ylja sér við í sorginni. Það er svo ótal margt sem við gerðum saman og margt áttum við eftir að gera. Það voru forréttindi að vera litla barnið á heimilinu, þú varst alltaf til stað- ar fyrir mig og vafðir mig ást og umhyggju, enda fékk ég áfall þeg- ar þú fórst að vinna frá mér utan heimilisins þrátt fyrir að ég væri komin á unglingsárin. Þetta var al- veg hrikalegt, enginn heima þegar ég kom heim úr skólanum og ég var bara ómöguleg yfir þessu í mörg ár, elsku mamma mín. Stundirnar okkar í þvottahúsinu á Hlíðarveginum voru ansi margar því þar dvaldir þú langtímum við þvotta frá hótelinu ykkar pabba. Þú sagðir svo oft við mig „Bibba mín, það er ég viss um að ég verð þvottakona í himnaríki þegar ég kemst þangað“ en ég vona nú að þú hafir eitthvað annað að dunda þar, mín kæra. Gleði þín var sönn yfir okkur ungunum þínum og ekki var gleðin minni þegar barnabörn- in fóru að koma, þau áttu sitt at- hvarf hjá þér þar sem þú hafðir alltaf allan þann tíma sem þau þurftu á að halda. Mjólk og kaka í ömmu- og afabæ klikkaði ekki þeg- ar komið var heim úr skólanum. Þú kenndir mörgum þeirra að lesa og hjá þér var gott að dunda við heimanámið. Langömmubörnin voru þér líka svo dýrmæt, sérstaklega litli sól- argeislinn hennar Rönnu Rós sem veitti þér ómælda gleði síðustu vik- urnar, elsku mamma mín. Eitt af þínum stóru gleðiefnum var sum- arbústaðurinn ykkar pabba, hann var stór partur af lífi fjölskyld- unnar, þar var nú oft glatt á hjalla og þar var nú ræktaður skógur af miklum eldmóð og er þessi sælu- reitur fallegur minnisvarði um þig, elsku mamma mín. Ég gæti skrifað endalaust en það væri ekki til neins því þú vildir ekki neitt til- stand eins og þú orðaðir það sjálf. Ég gaf þér loforð um að passa upp á pabba og börnin mín þrjú, það mun ég gera af alúð, elsku mamma mín. Nú kveð ég þig í síðasta sinn, mín kæra, sofðu rótt og megi allur englaskarinn vaka yfir þér og passa þig. Ég elska þig svo óend- anlega mikið, mamma mín, og minning þín mun alltaf lifa í hjart- anu mínu. Hvíl í friði. Þín, Ingibjörg Ýr (Bibba.) Nú hefur tengdamóðir mín Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir þurft að lúta í gras fyrir grimmi- legum sjúkdómi sem hún hefur þurft að glíma við lengi. Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegrar tengdamóður sem var einstaklega umhyggjusöm manneskja og hafði mikla þjón- ustulund. Hún var einstaklega heimakær og bar heimilið þess merki, þar sem allir hlutir eru í röð og reglu, ekkert drasl, allt straujað og hreint og ávallt passað vel upp á að maður fengi eitthvað í gogginn þegar maður kíkti inn. Ég var aðeins unglingur þegar ég fór að venja komur mínar á heimilið hjá Rönnu og Óla og hefur mér frá fyrstu tíð fundist ég vera eitt af börnunum þeirra. Erfitt er að lýsa þeirri umhyggju sem hún hefur vafið okkur og barnabörnin og alla í kringum sig. Ranna var borin og barnfædd Ólafsfirðingur og hafði alla tíð miklar taugar þangað norður og deildi ósjaldan með manni æskuminningum sínum og hvernig hlutirnir höfðu verið gerðir „heima í Ólafsfirði“, eins og hún orðaði það alltaf. Það hafa ver- ið margar ógleymanlegar og góðar samverustundir, heima, erlendis og í sumarbústaðnum. Á þessari stundu kveðjum við þig í hinsta sinn og látum minn- inguna um góða konu lifa með okk- ur um ókomna tíð og brúum það tómarúm sem nú hefur myndast. Hvíl í friði elsku Ranna. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kveðja, Oddur Árnason. Elsku amma. Þær eru margar fallegar og góð- ar minningarnar sem koma upp í huga minn þessa stundina, minn- ingar um þig sem seint verður gleymt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið þér náin, þú varst ynd- isleg manneskja sem öllum vildir gott og varst góð við alla. Þú vildir allt fyrir alla gera og alltaf var hægt að leita ráða hjá þér, amma mín. Fyrsta minningin sem ég á um þig er af Hlíðarveginum, þegar ég læsti mig inni á klósetti og pissaði í mig af hræðslu við jólasveinana á jóladag. Ég held ég hafi ekki verið nema þriggja ára. Þið mamma vor- uð ekki lengi að koma í mig kjark- inum og ná mér út af klósettinu, telja mér trú um að jólasveinarnir væru alls ekki neitt hættulegir. Minningarnar mínar frá árunum úr Öldugerðinu eru þó fleiri og skýrari. T.d. öll þau skipti sem ég og við frændsystkinin komum til ykkar afa í hádeginu í mat. Þetta eru dýrmætar minningar sem aldr- ei hverfa úr minni mér. Þið hugs- uðuð alltaf svo vel um okkur og sáuð til þess að við færum aldrei svöng í skólann, alltaf var nóg á boðstólum hjá ömmu og afa. Spjall- að var um allt milli himins og jarð- ar og alltaf hlustuðum við saman á hádegisfréttirnar á gömlu gufunni. Allt þetta var svo notalegt. Barátta þín við heilsuna hefur verið löng og ströng í gegnum árin en alltaf hefur þú staðið þig svo ótrúlega vel og barist eins og hetja, já eins og þér einni er lagið. Vilji þinn og barátta fleyttu þér langt. „Ótrúleg sú gamla,“ sögðum við mamma oft með bros á vör. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að eyða með þér seinustu dögunum þínum. Þessir dagar voru mér dýrmætari en allt. Þó að við vissum í hvað stefndi var stemmningin svo góð og við náðum að eiga svo góðar stundir saman. Það var allt svo fallegt í kringum þig og þrátt fyrir að vera mikið veik geislaðir þú í mínum augum. Stemmningin seinustu dagana í Öldugerðinu sem við fjölskyldan náðum að mynda með þér var ólýs- anlega yndisleg. Þú vildir alls ekki að við hefðum áhyggjur af þér og vildir ekki að við grétum, þú hafðir ekki áhyggj- ur af sjálfri þér heldur okkur hin- um, týpísk amma. Þú hafðir meiri áhyggjur af því að dauði þinn færi illa með okkur hin en að óttast sjálfan dauðann, þetta lýsir per- sónu þinni svo vel, umhyggja ann- arra alltaf í fyrirrúmi. Sorg ríkir í hjarta mínu eftir að þú hvarfst í annan heim. Í bókinni Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran er að finna eftirfarandi: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Ég reyni að hafa þessi orð í huga mér. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað þar sem þér líður bet- ur, á stað þar sem þú ert laus við krabbameinið og þar sem Guð passar upp á þig meðan þú bíður eftir afa. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín alveg hræðilega mikið, Öldu- gerðið er hræðilega tómlegt án þín. En það sem ég get glaðst yfir er að við áttum margar góðar stundir saman og ég átti alveg yndislega ömmu sem elskaði mig. Guð geymi þig á himnum og ást- arþakkir fyrir allt,við hittumst aft- ur síðar. Þín ömmustelpa, Hildur Ösp. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með þessu ljóði sem þú hélst svo mikið upp á og segir okk- ur svo margt. Dagurinn í dag er dagurinn þinn, þú getur gert við hann hvað sem þú vilt. Gærdaginn áttir þú. honum getur þú ekki breytt. Um morgundaginn veist þú ekki neitt en daginn í dag átt þú. Gefðu honum allt sem þú megnar, svo að einhver finni í kvöld að það er gott að þú ert til. (Höf. ókunnur) Takk fyrir að vera besta amma í heimi. Þinn ömmustrákur, Ívar Máni. Elsku amma. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona rétt fyrir jólin. Þegar þú lást á spítalanum og við fengum slæmu fréttirnar óskaði ég þess að þú fengir að vera hjá okkur um jólin. Þú varst svo hress en samt gat verið mikill dagamunur á þér. Þegar við sátum hjá þér á spít- alanum og borðuðum pítsuna gat ég ekki ímyndað mér að þú yrðir farin fyrir jól, en svona er lífið, það er ekki alltaf hægt að fá það sem maður óskar sér. Þegar ég horfi til baka kemur fyrst upp í huga minn matarboð hjá ömmu og afa. Það var alltaf líf og fjör í ykkar húsi þegar fjöl- skyldan safnaðist saman, hvort sem það var jólaboð, áramót, af- mæli eða fjölskylduhittingur í sum- arbústaðnum. Þú studdir mann alltaf við nám og starf og hjálpaðir manni við heimalærdóminn og handavinnuna. Þú mættir á atburði hjá okkur hvort sem það voru tón- leikar hjá tónlistarskólanum, kór- tónleikar eða skólaleikrit og varst alltaf svo stolt af okkur. Þú lagðir alltaf áherslu á að við myndum mennta okkur og varst svo stolt þegar ég útskrifaðist í vor. Þú tókst alltaf á móti manni með hlýjum örmum þegar maður kom til ykkar afa inn úr kuldanum blautur og svangur og þá var gott að fá soðið brauð í gogginn eða mjólk og kleinu. Það eru ekki allir svona heppnir að hafa átt eins góða ömmu og við. Það á eftir að verða tómlegt í Öldugerðinu án þín og ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki til halds og trausts. Þú barðist við veikindi í mörg ár, bæði krabba- mein og aðra kvilla en alltaf hark- aðirðu það af þér. Að lokum var engin leið út þótt þú hafir staðið þig eins og hetja. Ég vona að þú hafir það gott þarna hinum megin og svo sjáumst við um ókomna tíð. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór K. Laxness) Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín Ólöf Sara. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, full af kærleika, skreytt gimsteinum sem glitraði og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku amma, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við söknum þín svo mikið, en munum eiga minningu um elsku- lega og góða ömmu sem gleymist aldrei. Sofðu rótt, elsku amma. Þín ástkæru, Dórothea, Bjarki og Óli. Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Rann- veigu Júlíönu Baldvinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.