Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 26

Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 26
26 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B Ih f. (L an d sb an ki n n) ,k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M /S ÍA /N M 39 89 1 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VONIN um að hægt sé að öðlast góða heilsu með því að borða bara meira af spergilkáli og öðru hollustu- fæði er farin að dvína, segir í frétt BBC. Vísindamenn segja nú að rann- saka þurfi mun meira hver áhrifin af hollustufæðinu séu áður en hægt sé að fullyrða að öllum sé fyrir bestu að háma í sig grænmeti. Rannsóknir hafa sýnt að jurtafæði geti stundum komið í veg fyrir krabbamein, að sögn Ian Johnsons, prófessors við Matvælarannsóknastofnun Bretlands. „En trúin á að það sem við sjáum í tilrauna- stofunni virki raunverulega hjá fólki hefur dvínað,“ segir hann. „Við erum ekki búin að ná þeim árangri sem við héldum fyrir tíu árum að næðist … Ég held að næstu árin muni snúast um að skilja betur genamengi mannsins og ólík afbrigði gena – kanna af hverju fólk með ólíkan lífsstíl er svona mis- jafnlega vel varið fyrir sjúkdómum.“ Eitt mun þó vera ljóst: að þyngdin skipti máli fyrir heilsuna. Meðan fólk bíði eftir að fá fullkomnar og skradd- arasaumaðar leiðbeiningar um besta mataræðið fyrir hvern og einn sé rétt að hætta að reykja, gott að nota áfengi í hófi og halda fituhlutfallinu niðri ef menn vilji forðast sjúkdóma. En a.m.k. einn læknir, Mike Fitzpat- rick í London, sem ritaði bókina Harðstjórn heilsunnar, er á því að stöðugar, föðurlegar en oft yfirlætislegar viðvaranir af hálfu fulltrúa stjórn- valda geti gert okkur veik. Fólk viti ofur vel að reykingar og offita séu hættuleg fyrirbæri. „Þessi vaxandi áhersla á heilsufar er að gera marga hrædda og ótrúlega upptekna af sjálfum sér – sem mér finnst ekki beinlínis góður grundvöllur fyrir samfélag á þröskuldi nýs áratugar.“ Efast um hollustuna Breskir læknar segja að rannsaka verði grænmeti betur áður en fullyrt sé að það hindri krabbamein Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓVENJULEG sýning var opnuð í Moskvu í gær en þar er um að ræða eftirprentanir af verkum þekktra myndlistarmanna á 19. og 20. öld af nöktu fólki. Það sem vekur samt mesta athygli er að á myndirnar hefur Jósef Stal- ín krotað seint á fimmta áratugn- um ýmsar at- hugasemdir, m.a. um félaga sína í komm- únistaflokknum. „Rauðhærða skepnan Radek, ef hann hefði ekki pissað upp í vind- inn, ef hann hefði ekki verið reiður myndi hann vera á lífi,“ skrifaði sovéski einræðisherrann yfir fót- legg af þéttvöxnum, nöktum karl- manni. Karl Radek var Þjóðverji og áhrifamikill formaður alþjóðlegu kommúnistastofnunarinnar, Kom- intern. Stalín lét myrða Radek árið 1939. Rithandarsérfræðingar innanrík- isráðuneytis Rússlands staðfesta að um sé að ræða rithönd Stalíns. Einn af skipuleggjendum sýningarinnar, Viktor Túrsjatov, segir að í at- hugasemdum einræðisherrans sé eins og hann sé að tala við látna fé- laga sína og vini „eins og margt gamalt fólk talar við ljósmyndir“. kjon@mbl.is Stalín fékk loks útrás í ellinni Jósef Stalín Krot um gamla fé- laga á myndum ÞEIR eru tignarlegir vængjuðu fákarnir sem listamenn á snjólistahátíðinni í borginni Harbin í norðanverðu Kína hafa töfrað úr snjónum. Fyrirmyndin, Pegasos, kemur úr grískri goðafræði og varð til þegar Perseifur drap Medúsu. Þaðan er komið orðatiltækið að beisla skáldfákinn. Reuters SKÁLDFÁKAR RÍSA ÚR SNJÓNUM AMINATOU Haidar, 42 ára gömul kona frá Vestur-Sahara, fékk í gær að fara frá Kan- aríeyjum til heimalandsins. Hún hafði verið í mótmælasvelti í 32 daga vegna þess að Marokkó- menn, sem ráða yfir V-Sahara, neituðu henni um leyfi til að snúa heim út utan- landsferð. Haidar er tveggja barna móðir og býr í borginni Laayoune. Hún hafði gefið upp þjóðernið „V-Saharakona“ á skýrslum og vildu Marokkómenn refsa henni fyrir það með því að reka hana í reynd úr landi. Marokkó hernam V-Sahara fyrir meira en þremur áratugum. kjon@mbl.is Aftur heim til V-Sahara Aminatou Haidar PREDATOR-njósnavélarnar hafa reglulega komist í heimsfréttirnar eftir loftárásir í Afganistan og Írak en þær eru búnar Hellfire-eld- flaugum og geta því njósnað og grandað um leið. Nú hefur komið í ljós að tölvu- þrjótar, líklega sjítar í Írak, hafa brotist inn í tölvukerfi nokkurra véla og þannig fengið aðgang að myndavélabúnaðinum sem gerir þær að svo öflugu njósnatæki. Með því að tengjast myndavél- unum sjá þeir það sem Bandaríkja- her sér við leit að hernaðarlegum skotmörkum en forritin sem notast er við kosta aðeins um 3.200 kr. Meðal þeirra er forritið SkyGrabb- er sem er auðvelt að fá á netinu. Fjallað er um málið á vef Times en þar ber sérfræðingur í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu mál- ið saman við hleranir glæpagengja á samtölum lögreglumanna. Sjá með augum óvinarins Neyðarlegt Hver Predator-njósnavél kostar um 2,4 milljarða króna. ÆTTU fátæk Afríkuríki að afþakka erlenda aðstoð? Það álítur Sylvia Mwichuli, sem annast samræmingu aðgerða Sameinuðu þjóðanna varð- andi Þúsaldaráætlunina um framfar- ir í álfunni, segir í frétt Guardian. Mwichuli bendir á að oft sé erlend aðstoð háð skilyrðum en verst sé að Afríkuþjóðir verði háðar aðstoð í stað þess að læra að treysta á eigin krafta. „Af hverju ættum við bara að ræða spillingu vegna þess að gefandi segir okkur að gera það?“ spyr hún. Best að afþakka aðstoð? Reuters Örbirgð Ungar stúlkur á þurrka- svæði í Níger ná í vatn. Afríkuríki sögð vera of háð erlendri hjálp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.