Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 32
32 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 í jólaskapi ALLIR SEM KAUPA Í NAMMIBAR FÁ FRÍTT MEÐ TANNBURSTA OG TANNKREM! 50% afslátt ur af nam mibar í dag, laugar dag! Spiderm an/Bra tz tannbur sti fylgi r með! Eins og annars staðar á landinu er Sauðárkrókur nú og Skagafjörður allur að skrýðast jólaskarti. Stóri ljósakrossinn er kominn á Nafirnar og ótal jólatré hafa sprottið upp á opnum svæðum og torgum. Og ekki veitir af, því jörð er alauð og myrkr- ið mikið, en veðursældin með ólík- indum, hiti, jafnvel tveggja stafa töl- ur sjást, og alltaf er jafn gaman á miðri aðventunni að heyra veður- fréttamenn tala um að ef til vill megi búast við næturfrosti inn til landsins eða á hálendinu.    Hinsvegar hefur verið meira um um- ferðaróhöpp í Skagafirði í þessari góðu tíð, en á undanförnum árum, og að sögn Stefáns Vagns yfirlögreglu- þjóns er aukningin veruleg. Með- altal 3ja síðustu ára var um 8 óhöpp á mánuði á þessum tíma, en í ár voru þau 14 í nóvember og orðin 12 í des- ember. Sagði Stefán að ekki væri um að kenna hraðakstri, og bílarnir allir vel búnir að mæta vetrarfærð, en hinsvegar væru í nær öllum tilvikum um að kenna snöggri ísingu. En vegna þess að ekki var hér um ógætilegan akstur að ræða sagði Stefán að sem betur færi hefði verið um minni háttar meiðsli á fólki að ræða í þessum óhöppum, en eigna- tjón væri mjög mikið.    Þeir fáu kaupmenn sem eftir eru á Sauðárkróki eru nokkuð ánægðir með verslunina, segja að fólk hafi fyrr farið af stað með jólainnkaupin og ekki séu merkjanleg minni við- skipti, vissulega sé eitthvað um að fólk leiti frekar að ódýrari vörum heldur en undanfarin ár en hér virð- ist þó ekki um neinn verulegan sam- drátt að ræða. Sömu sögu hafði að segja vöruhússstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, en hann sagði að á óvart hefði komið góð sala í raftækj- um nú í aðdraganda jóla.    Og góða tíðin hefur líka nýst vel þeim sem við byggingar fást, en starfsmenn Eyktar vinna nú af full- um krafti við stækkun á verknáms- húsi fjölbrautaskólans og virðist gangur í þeim framkvæmdum nán- ast eins og á sumardegi, og þannig er einnig hjá þeim heimamönnum sem annast byggingu nýs leikskóla í Sauðármýrum, en báðar þessar stofnanir munu komast í gagnið á nýju ári.    Ekki var eins bjart fyrir sjónum Ein- ars Einarssonar forstjóra Steinull- arverksmiðjunnar, og kemur kannski þeim sem til þekkja ekki á óvart, en hann sagði að þegar í febrúarbyrjun síðastliðinn hefði ver- ið fækkað um eina vakt í verksmiðj- unni, enda samdráttur í sölu á innan- landsmarkaði um 50% en út- flutningur hefði verið á svipuðum nótum og undanfarin ár. Hinsvegar hefði meira fengist fyrir þá fram- leiðsluna vegna stöðu krónunnar og kæmi það lítilllega á móti innan- landshallanum. Hinsvegar leyfði hann sér ekki, venju samkvæmt, neina bjartsýni á framhaldið.    Nýlega var haldið á vegum Brids- félags Skagafjarðar mót til heiðurs tveim öldnum spilakempum, þeim Jóni Sigurðssyni frá Sleitustöðum og Páli Hjálmarssyni frá Kambi, sem báðir eru 80 ára á þessu ári og í fullu fjöri við græna borðið. Voru þeir gerðir að heiðursfélögum af þessu tilefni, en einnig færði Gunnar Þórðarson, margfaldur spilameist- ari, orðinn 92 ára og sem gefur enn ekkert eftir, þeim gjafir í tilefni tímamótanna. Var að loknu móti gleðskapur þar sem Reynir sonur Jóns kvað: Ekkert farið er að bila, ennþá skýr í hugsunum. Rökfastur að reyna að spila, rass… úr buxunum.    Út um allar jarðir, bæði í þéttbýli og dreifbýli eru nú auglýst aðventu- kvöld og jólavökur og eru þessar samkomur yfirleitt mjög vel sóttar. Kór Félags eldri borgara, Karlakór- inn Heimir, Rökkurkórinn og Kammerkór Skagafjarðar koma svo fram víða um héraðið og gleðja með fögrum söng, bæði á tónleikum, í verslunum og stofnunum, og þá hafa tónlistarskólarnir, bæði Söngskóli Alexöndru og Tónlistarskóli Skaga- fjarðar haldi fjölda tónleika þar sem nemendur hafa komið fram og flutt söng og hljóðfæraslátt og er ljóst að þar er margt glæsilegt og efnilegt hæfileikafólk á ferð.    Svo sem sjá má eru Skagfirðingar allir að komast í jólastemminguna, hver með sínum hætti, sumir óska sér hvítra jóla en aðrir rauðra, en hvort sem heldur verður, eru lands- mönnum öllum sendar bestu jóla- kveðjur úr Skagafirði, og ósk um gott og gjöfult nýtt ár, Þeir minntir á að senn fer sól að hækka á lofti og daginn að lengja og þá er nú stutt í að allt verði með betri brag. SAUÐÁRKRÓKUR Björn Björnsson fréttaritari Morgunblaðið/Björn Björnsson Fallegt Sauðárkrókur er að verða ansi jólalegur. TOYOTA áformar að hefja sölu á tengiltvinnbílum á almennum markaði árið 2011 á samkeppn- ishæfu verði. Í þessum mánuði munu borgaryfirvöld í Strasbourg í Frakklandi fá 100 tengiltvinnbíla af gerðinni Toyota Prius á kaupleigu til reynslu, og um mitt næsta ár er gert ráð fyrir að 600 slíkir bílar verði leigðir út með sama hætti. Þessi gerð af Prius á að komast 23,4 km á rafmagninu einu saman, en í blönduðum akstri er gert ráð fyrir að bensínseyðslan verði að meðaltali um 1,75 l/100km. Bíll fyrir umhverfið ROKKHÁTÍÐIN Øyafestivalen hefur fengið af- henta viðurkenn- ingu sem græn- asta fyrirtæki Oslóarborgar 2009. Umhverf- isáherslur hafa löngum verið í brennidepli hjá skipuleggjendum hátíðarinnar. Einnig hafa forsvars- menn Øyafestivalen verið duglegir við að upplýsa gesti sína og aðra um umhverfismál og sjálfbæra þró- un. Þeir hafa m.a. nýtt nær alla fjöl- miðlaumfjöllun um hátíðina til að koma á framfæri upplýsingum um lífræn matvæli, um umhverf- isvottun, mikilvægi úrgangsflokk- unar o.s.frv. Grænasta fyrirtæki Oslóarborgar Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Barnajól stóðu yfir í Duushúsum nýverið. Þá er elsta árgangi leikskólanna í bænum og 2 yngstu bekkjadeildum grunnskól- anna boðið á leiksýningu, sem í ár er Lísa og jólasveinninn eftir Bjarna Ingvarsson í flutningi Lukkuleikhússins. Mörg undanfarin ár hefur Lista- safnið, Bókasafnið og Byggðasafnið boðið upp á barnajól í Duus og hefðin því orðið sterk. Samtals 10 leikskólar eru í bænum og 5 grunn- skólar og barnafjöldinn mikill. Tæplega 600 börn verða á þremur leiksýningum í ár. Barnajól vekja alltaf mikla ánægju og börnin hafa að jafnaði tekið virkan þátt í sýningunum með bendingum, svörum, hrópum og köllum. Engin undantekning var þar á í ár. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Skemmtilegt Börnin taka virkan þátt í barnajólum í Duushúsum. Börnin taka virkan þátt NEMENDUR í lífsleikni í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ söfnuðu á dög- unum 150 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í bænum. Nem- endurnir beittu ýmsum ráðum til að safna fénu; allt frá kakó- og kleinusölu til bílaþvotta og klassískrar dósasöfnunar. Nemendurnir, sem flestir eru nýnemar, vildu með þessu láta sitt af hendi rakna til að hjálpa þeim sem á aðstoð þurfa að halda. Í stuttu ávarpi hrósaði Margrét Rós Harðardóttir lífsleikninemunum fyr- ir framlag sitt og sagði það mjög ánægjulegt að þeir létu sig velferð ann- arra varða með þessum hætti. Að hennar sögn er þörfin á aðstoð mjög mik- il um þessar mundir. Því komi féð að mjög góðum notum. Söfnuðu fé handa Hjálparstarfi kirkjunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.