Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 55

Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 55
Minningar 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Inga Benedikts-dóttir fæddist á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd 6. janúar 1942. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Dalbæ á Dalvík 13. desember sl. Foreldrar hennar voru Benedikt Bald- vinsson, bóndi á Efri-Dálksstöðum, f. 1894, d. 1980, og Friðrika Kristjáns- dóttir, húsfreyja á Efri-Dálksstöðum, f. 1902, d. 1989. Inga átti tvö systkini, þau Kristján Bene- diktsson, f. 1928, d. 1979, og Guðlaugu Benediktsdóttur, f. 1932. Inga giftist árið 1964 Vilhelm Þórarinssyni, f. 1916, d. 1998. Börn þeirra eru: 1) Friðrik Vil- helmsson, f. 1965. Maki: Ingi- björg María Ingvadóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Vil- helm, f. 1991, Ingvi Örn, f. 1994, og Elín Brá, f. 1999. 2) Snjó- laug Vilhelmsdóttir, f. 1973. Maki: Hrvoje Verzi, f. 1970. Börn þeirra eru: Tinna Verzi, f. 2006 og Viggó Verzi, f. 2009. Inga lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1964. Það ár fluttist hún í Svarf- aðarbraut 1 á Dalvík og bjó þar alla tíð síðan. Á Dalvík starfaði hún aðallega við ýmis skrif- stofustörf. Inga sat m.a. í sókn- arnefnd Dalvíkurkirkju til fjölda ára. Útför Ingu fer fram frá Dalvík- urkirkju í dag, laugardaginn 19. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13.30. Að eiga að ímynda sér tilveruna án Ingu er eins og að sjá fyrir sér Dalvík þar sem Upsafjallið vantar. Eða kirkjubrekkuna. Einhvern af þeim hlutum sem gera bæinn að því sem hann er. Alveg eins og fólkið sem í honum býr gerir hann að því sem hann er. Og Inga hefur alltaf verið hluti af tilverunni. Alveg eins og fjallið og brekkan. Óhagganleg, brött og hnarreist. Það er risastór og ókunn eyða sem eftir stendur og það eina sem hægt er að leggja til í staðinn eru minningar. Minningar um konu sem í hæglátri tilveru sinni markaði djúp spor í líf mitt, allt frá byrjun. Inga gerði alla hluti eins og átti að gera þá. Alveg sama hvað það var. Hún var í mínum augum holdgervingur hinnar fullkomnu konu. Hún bakaði best, saumaði best og eldaði besta matinn. Soðna ýsan var meira að segja áberandi best hjá henni. Hún var líka svo fal- leg. Með grænu augun sín undir svipmiklum augabrúnunum, og með svo yndislegt bros, með þeim dýr- legustu spékoppum sem dönsuðu í kinnunum þegar hún brosti. Ég bar ótakmarkaða virðingu fyrir henni og hún leyfði mér bara að vera eins og ég er og var hæstánægð með mig. Aldrei gagnrýnin. Alltaf hvetj- andi. Ég hringdi iðulega í hana til að fá ráðleggingar við bakstur eða elda- mennsku því að allt varð að vera „eins og hjá Ingu“. Það er meira að segja stutt síðan ég fékk hjá henni uppskrift símleiðis og við hlógum að því að þrátt fyrir tæknivæðingu nú- tímans þá væri mér lífsins ómögu- legt að halda utan um uppskrift- irnar mínar en þetta væri allt á sínum stað hjá henni. Upp á gamla mátann. Og þannig var það alltaf hjá Ingu. Óbreytt. Og alltaf hægt að treysta því í hverfulum heimi þar sem ekkert virðist vara lengur en andartak. Húsið hennar alltaf eins og öruggt skjól. Allt á sínum stað. Og núna er komið að því sem ég vissi að myndi gerast en gat aldrei sætt mig við. Hún er farin. Hvernig sættir maður sig við það þegar fjöll- in og brekkurnar sem móta um- hverfið eru skyndilega horfin? Sumt vill maður bara hafa eins. Alltaf. „Inga Ben; fóstra mín, fyrirmynd og stoð í lífinu: ég kveð þig í bili með orðum þangað til næst, þegar ég get kysst þig og faðmað. Þú mót- aðir mig og margt af því besta sem ég á til er þér að þakka. Ég læt þetta fallega ljóð fylgja að lokum, af því að manstu; innst inni erum við báðar sveitastelpur.“ Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. Allt það, sem ég fegurst fann, fyrir berst og heitast ann, allt, sem gert fékk úr mér mann og til starfa kröftum hrundið, allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. (Sigurður Jónsson) Ylfa Mist Helgadóttir. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur, þú kemur til hans svangur, og í leit að friði. (Kahlil Gibran) Ég vil minnast hennar Ingu vin- konu minnar með fáeinum orðum. Þessi tilvitnun í Spámanninn hér að framan segir mikið um okkar kynni, sem hófust fyrir 44 árum á fæðing- ardeild FSA á Akureyri, þar sem við vorum báðar að eignast börn. Það hefur aldrei borið skugga á þessa vináttu okkar. Ég ætla ekki að rekja lífsferil Ingu hér, til þess eru aðrir færari. Inga var mjög hög í höndum og með afbrigðum velvirk. Allt sem hún gerði, hvort sem það var við bók- hald eða handavinnu, var vel gert, öðruvísi lét hún það ekki frá sér fara. Hún unni fjölskyldu sinni mjög og fylgdist með barnabörnunum af miklum áhuga, og þau veittu henni mikla gleði. Það var alltaf gott að tala við Ingu og líka gaman, hún var svo mikill húmoristi. Yngsta dóttir mín, sem var stund- um með mér, þegar ég fór í heim- sókn til hennar, sagði „það er svo gaman þegar þið eruð að tala sam- an“, þá var hún bara lítil stelpa. Það er orðið langt síðan baráttan við sjúkdóminn, sem lagði hana að velli, hófst. Það voru góðir tímar inn á milli og aldrei óþægilegt þótt við ræddum þessi mál. Öll okkar sam- vera var þægileg, hvort sem það var ganga yfir fjall, ferð upp að Nykur- tjörn eða sigling yfir í Hrísey. Ég þakka allar stundir okkar saman og kveð hana með söknuði, en gleði yfir að hafa átt hana að vin- konu. Ég votta börnum hennar Friðriki og Snjólaugu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í sorginni. Lena Gunnlaugsdóttir. Inga var yngst þriggja systkina, dóttir þeirra heiðurshjóna Bene- dikts Baldvinssonar og Friðriku Kristjánsdóttur sem bjuggu að Efri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd. Við Inga gengum saman í barnaskóla á Ströndinni í því húsi sem nú hýsir Safnasafnið. Að loknu fullnaðarprófi fórum við bæði til náms í Héraðsskólanum á Laugar- vatni og síðan Menntaskólanum á sama stað og lukum þaðan stúdents- prófi eftir 7 vetra dvöl. Ein af ástæðum þess að tveir fimmtán ára krakkar fóru svo langa leið til fram- haldsskólanáms var að bróðir Ingu, Kristján hafði numið við Héraðs- skólann á Laugarvatni og hvatti okkur mjög til að sækja um skóla- vist þar. Kristján var fjölhæfur gáfumaður, afburða leikari, sem ugglaust hefði getað átt glæsilegan feril á því sviði ef hann hefði svo kosið. Kristján lést því miður fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi, þeim sama og nú hefur lagt Ingu að velli. Eftir stúdentsprófið skildu leiðir. Inga flutti til Dalvíkur og giftist þeim mæta manni Vilhelm Þórar- inssyni og eignuðust þau tvö mann- vænleg börn. Sá sem þetta ritar hvarf um árabil til útlanda til fram- haldsnáms en á síðari árum hafa þó samverustundirnar orðið heldur fleiri. Þótt oft væri langt á milli samfunda var þráðurinn alltaf tek- inn upp þar sem frá var horfið síð- ast og stutt í húmorinn og gleðina. Bekkjarsystkinin frá Laugarvatni hafa alloft hist í sumarfríum og fyrir nokkrum árum var komið saman á Dalvík þar sem haldin var mikil veisla á heimili Ingu. Eftirminnileg er ferð okkar ásamt vinum um Svarfaðardal og Skíðadal þar sem Inga lýsti stað- háttum og kunni skemmtilegar sög- ur af flestum ábúendum sveitarinn- ar. Á fiskideginum mikla á Dalvík sl. sumar heimsótti ég Ingu sem lék á als oddi og áttum við dýrmæta stund saman og enn sem fyrr voru málin krufin frá ýmsum hliðum. Nú hefur Inga kvatt þetta jarðlíf, hún skilur eftir góðar minningar og við bekkjarsystkinin frá Laugar- vatni munum sakna hennar. Börn- um og eftirlifandi ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Árni V. Inga Benediktsdóttir ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem vottað hafa okkur samúð með nærveru sinni, kortum, skeytum, blómum eða öðrum gjöfum vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður og tengdamóður, KRISTBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTUR fyrrv. kaupmanns á Sauðárkróki, er lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtudaginn 3. desember og jarðsungin var hinn 12. sama mánaðar. Einnig sendum við þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu hana og okkur í veikindum hennar nú í haust. Guð veri með ykkur öllum. Magnús H. Sigurjónsson, Guðbrandur Magnússon, Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, Sigurjón Magnússon, Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGHVATSDÓTTUR frá Ási, Vestmannaeyjum, Strikinu 10, Garðabæ, sem lést sunnudaginn 15. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14-E á Landspítalanum. Friðrik E. Ólafsson, Erna Friðriksdóttir, Stefán Halldórsson, Ólafur Friðriksson, Þuríður Guðjónsdóttir, Sighvatur Friðriksson, Hjördís Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓLA JÓSEFSSONAR, Kleppsvegi 16, Reykjavík. sem lést fimmtudaginn 26. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda K1 og L1 á Landspítala Landakoti. Sigurveig Jakobsdóttir, Bjarni Ólason, Sif Ólafsdóttir, Rósa Björg Óladóttir, Bergsveinn Marelsson, Halldór Ólason, Elín Þóra Böðvarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, METÚSALEMS BJÖRNSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 2-S hjúkrunarheimilinu Eir fyrir frábæra umönnun. Linda Metúsalemsdóttir, Sigurður Örn Sigurðsson, Birna Metúsalemsdóttir, Guðmundur Erlendsson, Björn V. Metúsalemsson, Sjöfn Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GRÉTU STEFÁNSDÓTTUR, Þórunnarstræti 136, Akureyri. Sérstakar þakkir til Krabbameinsfélags Akureyrar, Heimahlynningu á Akureyri og starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Páll Gíslason, Bergþóra Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Hólmfríður Sveinmarsdóttir og barnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu og heiðruðu minningu okkar ástkæru SIGURBJARGAR INGVARSDÓTTUR, Hrafntóftum 2, áður Langholtsvegi 44. Ragnheiður Jónsdóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Þórunn Jónsdóttir, Steinn Þór Karlsson, Elísabet Vilborg Jónsdóttir, Steinar Þór Jónasson, Pálína Jónsdóttir, Björgúlfur Þorvarðsson, Margrét Fjeldsted, Jóna Borg Jónsdóttir, Ludvig Guðmundsson og afkomendur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.