Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Ólafía PálínaMagnúsdóttir fæddist í Hvammsdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 8. maí 1914. Hún lést á heimili sínu, Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi, laugardag- inn 12. desember sl. Hún var næst yngsta barn hjónanna Magn- úsar Guðmundssonar frá Hvammsdal og Ingibjargar Krist- fríðar Björnsdóttur frá Ytra-Felli á Fellsströnd. Systk- ini Ólafíu voru: Hólmfríður, f. 1899, d. 1991, María, f. 1901, d. mundsson, þau eiga 3 börn, 9 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Ingibjörg Magnea, f. 1945, maki Jón Kjartansson, þau eiga 2 börn og hún á 2 börn af fyrra hjóna- bandi og barnabörnin eru 13. El- inborg Alda, f. 1947, maki Helgi Stefánsson, hún á 5 börn og 8 barnabörn. Smári Hlíðar, f. 1950, d. 2006, maki Margrét Hafrún Brynjólfsdóttir, þau eiga 6 börn, og 14 barnabörn. Sigurvin Helgi, f. 1953, d. 1984, maki Hugrún Her- selía Einarsdóttir, þau eiga 2 dæt- ur og 2 barnabörn. Katrín Björk, f. 1959, maki Sæmundur Óskar Ólason, þau eiga 3 börn og 3 barnabörn. Baldvin átti tvo syni af fyrra hjónabandi, Indriða Elberg, f. 1933 og Ragnar Birgi, f. 1937, d. 1977. Indriði ólst upp hjá þeim Ólafíu og Baldvin frá 10 ára aldri til fullorðinsára. Útför Ólafíu verður gerð frá Garpsdalskirkju í Gilsfirði í dag, laugardaginn 19. desember, kl. 14. 1987, Jóakim, f. 1903, d. 1989, Guð- mundur, f. 1906, d. 1935, Hildur, f. 1908, d. 1974, Ólafur, dó tveggja ára, og Lára Þóra, f. 1918. Upp- eldissystir þeirra var Guðný Sigfríður Jónsdóttir, f. 1917, d. 2000. Ólafía lofaðist eig- inmanni sínum Bald- vin Sigurvinssyni 1942 og gengu þau í hjónaband 1955. Baldvin lést 1982. Saman eign- uðust þau 6 börn: Jóna Guðmey, f. 1943, maki Gunnar Helgi Guð- Elskuleg amma mín hefur kvatt mig hinsta sinni. Alla ævi mína hefur þú verið til staðar fyrir mig, en ekki lengur, það er tómarúm eftir. Ég naut þeirra forréttinda að dvelja hjá ykkur afa á Brekku þegar ég var barn. Ég fékk að kynnast því hvernig það er að hafa ekki allt til alls og þurfa að vinna öll verk án nokkurra nútímaþæginda. Þú hafðir ekki rafmagnið til að létta undir með þér eins og við höfum núna. Enga hrærivél til að hræra fyrir þig deigið í allar kökurnar sem þú bakaðir og veittir öllum þeim fjölda gesta sem kom til ykkar afa og rómuðu gestrisni ykkar. Enga alsjálfvirka þvottavél til að þvo fötin ykkar, eða línið af rúm- unum sem þú bauðst næturgestum að þiggja. Ekki bjarta ljósið til að lýsa þér á dimmum vetrarkvöldum þegar þú sast í eldhúsinu með prjónana þína og prjónaðir ótölulegan fjölda sokka og vettlinga sem barnabörnin seldu fyrir þig í þéttbýlinu og þú kenndir mér snemma að prjóna. Við sátum saman við ljósið frá Aladdín-olíulamp- anum og prjónuðum. Þú lofaðir mér líka að kynnast því hvernig smjör var búið til með því að skilja mjólkina í rjóma og undan- rennu, hvernig rjóminn var strokkað- ur þar til hann varð að smjöri og lof- aðir mér að hnoða kökuna þar til hún var hrein og tilbúin til notkunar. Þetta voru forréttindi og ég er ríkari eftir. Þægindin eru ekki alltaf sjálfsögð, það var góður og þroskandi skóli að kynn- ast því. Þegar þú fluttir svo úr sveitinni suð- ur á Akranes gastu notið þægindanna sem allir höfðu, bjarts rafmagnsljóss, rafmagnseldavélar og sjálfvirkrar þvottavélar og að ég tali nú ekki um kæliskápinn og frystinn. Þetta var bylting fyrir þig. Hér fékk ég tækifæri til að reyna að endurgjalda þér allt það sem þú hafðir gert fyrir mig sem barn, gat létt undir með þér og veitt þér félagsskap. Þú kenndir mér að steikja kleinur, hvernig ég ætti að hlusta á feitina og passa mig á pottinum og við steiktum mikið af kleinum saman. Svo fórst þú að hitta handavinnufólkið á Höfða og lærðir að mála á dúka og vöggusett. Ég hef ekki tölu á öllum stykkjunum sem þú gerðir, og alltaf varstu að keppast við, drífa í að klára hvert stykki. Og enn prjónaðir þú vett- lingana og sokkana og gerðir meðan þú gast haldið á prjóni. Dúkarnir þínir prýða borðin okkar og vöggusettin bera afkomendum þínum elsku þína og hlýju til barnanna. Elsku amma mín, þú lifðir ekki við þægindi mestan hluta lífs þíns, en þú varst hlý og góð og gafst allt sem þú gast gefið. Þú kenndir mér að það er sælla að gefa en þiggja. Þín er sárt saknað en ég veit að nú líður þér vel. Hvíl í friði elsku amma mín, minning þín er ljós í lífi okkar sem lifa. Pálína Straumberg Pálsdóttir. Já það er erfitt að hugsa sér dag- legt líf án ömmu Ólu. Ég var alltaf svo heppin að hafa hana mikið í kringum mig. Þegar ég var lítil kom hún í hádeginu til okkar og eldaði grjónagraut fyrir okkur systkinin ef mamma og pabbi voru að vinna. Síðan var ég nær daglegur gestur á Deildartúninu og alltaf var gott að koma til ömmu og spjalla, fá kleinur og ömmuknús. Ósköp fannst mér spennandi að fara til ömmu og baka kleinur með henni í vaskahúsinu en áhöldunum sem ég notaði mátti ég ekki segja neinum lifandi manni frá, við ætluð- um sko ekki að láta það fréttast! Svo hló hún þannig að allur skrokkurinn hristist. Eftir kleinubaksturinn hjálpuðumst við að við að ganga frá og eitthvað fannst ömmu ég brussu- leg við uppvaskið og sagði alltaf við mig: „Ef þú slettir mikið framan á þig verður maðurinn þinn drykk- felldur,“ og ekki vildi ég nú hætta á það og hægði aðeins á mér. Þegar amma flutti á Höfða vorum við þar tíðir gestir og krakkarnir mínir vildu alltaf fara til ömmu Ólu því hjá henni var gott að vera; ná í dótakörfuna, fá mola í munn og hlæja með ömmu að einhverjum sögum eða spakmælum. Þá var nú ekki slæmt að fá smáfar í göngugrindinni og fá að sitja þar eða ýta ömmu í hjólastólnum niður í mat. Þetta fannst ömmu gaman og vildi endilega leyfa krökkunum þetta þótt hún væri alltaf á nálum um að þau myndu slasa sig greyin. Elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir öll yndislegu árin og allt sem þú hefur kennt mér. Ég veit að afi Bald- vin og strákarnir þínir hafa tekið vel á móti þér. Þú ert amman sem allir þrá, alltaf mun ég elska þig og dá. Heppin ég er að eiga þig, lífið þú gerir betra fyrir mig. Kveðja. Þín dótturdóttir, Sigurbjörg Helga Sæmundsdóttir. Nú er Ólafía frænka mín öll. Ég minnist hennar með innilegu þakk- læti fyrir ástúð og umhyggju fyrir öðrum. Mínar fyrstu minningar eru frá Gilsfjarðarbrekku, ég finn ennþá lyktina sem kom þegar Óla kynti undir eldinum eldsnemma á morgn- ana, mér fannst lyktin svo góð. Þau Ólafía og Baldvin voru annáluð fyrir gestrisni og myndarskap. Oft hefur nú verið erfitt að ná endum saman með stóran hóp barna auk alls gesta- gangsins sem var mikill á stundum. Sem dæmi má nefna að eitt sumarið komu um 500 manns í heimsókn á þrem mánuðum. Gestrisnin var í há- vegum höfð og aldrei annað að sjá en gnótt væri til hnífs og skeiðar á Gils- fjarðarbrekku þótt geymsla matvæla væri ekki að nútíma hætti, því ekkert var rafmagnið. Ég hef fylgst með búskap þeirra Ólafíu og Baldvins frá því að ég man eftir mér og hef því upplifað hvernig hjónin á Gilsfjarðarbrekku hafa bar- ist gegn veðri og vindum, til dæmis séð töðuna fjúka á haf út og bústofn- inn hrynja. Þau byggðu myndarlegt bú við erfiðar aðstæður úr nánast engu, komu fjölda barna á legg og voru ekki síst gestum og gangandi til ánægju og yndisauka. Ólafía varð fyrir þeirri erfiðu lífs- reynslu að missa fyrst eiginmann sinn og svo tvo syni langt um aldur fram. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti hélt Ólafía áfram að lifa lífinu með sínu einstaka jafnaðargeði og hlýju og hélt áfram að taka á móti vinum sín- um og vandamönnum eftir að hún flutti á Akranes. Lára systir þín, börn hennar og barnabörn þakka þér sam- verustundirnar og svo höfum við allar góðu minningarnar um ókomin ár. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Ólafíu og annarra aðstand- enda. Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu stundum. Jón Þórður Jónsson. Ólafía Pálína Magnúsdóttir • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand erfidrykkjur Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, HANS ALBERT KNUDSEN flugumsjónarmaður, Lúxemborg, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555. Laufey Ármannsdóttir, Henrik Knudsen, Helen Sif Knudsen, Guðmunda Elíasdóttir, Guðbjörg Eyvindsdóttir, Sif Knudsen, Stefán Ásgrímsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN HELGASON, Hólmgarði 53, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Oddný Jónasdóttir, Sigríður Helga Hermannsdóttir, Ian David McAdam, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, Helga Solveig, Davíð Þór og Oddný Sjöfn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GEORGS HERMANNSSONAR frá Ysta-Mói, Fljótum. Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU RUTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Eyri í Svínadal, Kambsvegi 14, Reykjavík, sem lést föstudaginn 6. nóvember. Ólafur Ólafsson, Ragna Rún Þorgeirsdóttir, Erla Dögg Ólafsdóttir, Fannar Geir Ásgeirsson, Ólafur Óli Ólafsson, Sandra Rut Fannarsdóttir, Halla Rún Fannarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS BÁRÐARSONAR, Hátúni 8, Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjallatúns í Vík. Sigríður Kristín Einarsdóttir, Hróbjartur Vigfússon, Guðlaugur Gunnar Einarsson, Inga Gústavsdóttir, Guðfinnur Einarsson, Inga M. Sverrisdóttir, Ástríður Einarsdóttir, Pálmi Sveinsson, Bárður Einarsson, Hulda Finnsdóttir, Jóhann Einarsson, Tanja Schulz, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kær vinur okkar og samferðamaður í lífinu, HRAFN SÆMUNDSSON, lést fimmtudaginn 10. desember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Ester Hulda Tyrfingsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Breiðfjörð Pálsson, Hulda María Hrafnsdóttir, Björn Hersteinn Herbertsson, Berglind Hrönn Hrafnsdóttir, Ólafur Vignir Björnsson, Eva María, Viktor Hrafn, Páll Elvar, Sindri Freyr, Hrafnhildur, Zophanías, Ester Hulda, Fjölnir Þór og Alma Júlía. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.