Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 66
Íritgerð um argentíska rit-höfundinn Jorge Luis Bor-ges, sem birtist í ritgerða-safninu Gleymskunnar bók, fjallar Magnús Sigurðsson um hugmyndir bókmenntafræðingsins George Steiner um „samfélag þar sem blátt bann er lagt við öllu tali um myndlist, tónlist og bók- menntir. Slíkt bann við „sníkju- textum“ háskólasamfélagsins myndi neyða okkur – lesendur – til að takast á við bókmenntirnar augliti til auglitis, án nokkurrar aðstoðar afleiddra um-texta. „Fyr- ir vikið myndi einu mögulegu rit- skýringar bókmenntatexta ein- vörðungu að finna innan bókmenntanna sjálfra, ekki utan þeirra, sem að sama skapi myndi geta af sér dýpri og gleggri skiln- ing okkar á eiginleikum þeirra.“ Þetta eru forvitnilegar hug- myndir, sem eru meðal þess sem lesendur þessa fína ritgerðaúr- vals Magnúsar fá að kynnast, í um-textum hans. Magnús hefur vakið um- talsverða at- hygli á síðustu árum fyrir skáldskap, þýðingar á ljóðum Ezra Pound og bókmenntafræðileg skrif. Í Gleymskunnar bók eru 11 rit- gerðir – í formála talar höfundur um að viðfangsefnið séu „smáar bókmenntir og höfundar þeirra á öldinni sem leið....“ Joyce og Po- und eru áberandi í ritgerðunum, og óvíst hversu „smá“ verk þeirra eru, en einnig er skrifað um Sand- árbók Gyrðis Elíassonar, skáld- skap Ingibjargar Haraldsdóttur, sagnaþulinn Evu Hjálmarsdóttur, skáldskap Kristjáns Karlssonar, Þorstein frá Hamri, fyrrnefndan Borges, íslensku smásöguna og kínversk myndtákn. Stíll Magnúsar er óvenjulega tær og látlaus af fræðimanni að vera – þar sem hann er sjálfur skáld kynni fyrrnefndur Steiner því að samþykkja þessi um-skrif hans um bókmenntirnar. Grein- arnar eru fróðlegar en vissulega mis-forvitnilegar. Fyrir þennan lesanda er Pound full-fyrirferð- armikill í greinasafninu, enda búið að skrifa svo gríðarmikið um þá Joyce, og skrifin um kínversk tákn sitja illa innan heildarinnar. Hins- vegar eru skrif um íslensku skáld- in mjög áhugaverð. Fyrir utan að kannski var óþarfi að birta hér aftur greinina um Kristján Karls- son, þótt hún sé afar vel unnin, því hún er einnig formáli nýs kvæ- ðaúrvals skáldsins, þá eiga þessi skrif mikið erindi og ætti áhuga- fólk um bókmenntaskrif ekki að láta þau framhjá sér fara. Fræðirit Gleymskunnar bók – og aðrar ritgerðir bbbmn eftir Magnús Sigurðsson. Uppheimar 2009. 169 bls. BÆKUR EINAR FALUR INGÓLFSSON Tekist á við bókmenntirnar Magnús Áhugafólk um bókmenntir ætti að lesa greinar hans. 66 Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Það er ávallt nokkur áfangi ímenningarsögu þjóðar þeg-ar gefin eru út grundvall-arrit. Ég hygg að á því sé ekki nokkur vafi að Ummyndanir Óvíds séu þess háttar rit. Kristján Árnason hefur nú lokið því þrekvirki að þýða verkið í óbundnu máli eins og Íslendinga var jafnan háttur í þýðing- arvinnu sinni á miðöldum þegar þeir komu söguljóðum yfir á íslenskt mál. Sannast sagna er þetta rit hinn eigu- legasti gripur. Hér er andagift nóg, rjóminn af bestu goðsögnum Grikkja, sem spunnar eru úr verkum fremstu höfunda þeirra og arfsögnum, en einnig goðsagnir Latverja og aust- rænna manna. Mörgum hefur þótt grískar goðsagnir sundurlausar en Óvíd tekur sig til og byggir upp goð- sagnabálk í kringum hugmyndina um ummyndanir annars vegar og ástir í ýmsum myndum hins vegar og skap- ar þannig heildstæðan bálk 15 bóka. Þar ummyndast Ekkó í bergmál, Dafne í lárvið og Narkissus í vatna- blóm svo að eitthvað sé nefnt. Ritið er rammað inn með upprunasögunni og falli Tróju en uppgangi Rómaríkis og er m.a. ort sjálfum Ágústusi keisara til dýrðar ef skilja má niðurlag rits- ins. Og yfir ritinu vakir trú skáldsins sjálfs á því að orð þess heyrist á með- an Róm ríkir. Styrkur grískrar menningar og síðan hinnar latnesku, sem byggist á þeirri grísku, á rætur að rekja til þeirrar rökhugsunar Grikkja og trú þeirra á það að veruleikinn sé síður háður púkum og djöflum náttúr- unnar en skyn- semi mannsins, Logos. Í riti Óvíds rís mannsmyndin upp í slíkri tign í sköpunarsögunni. Þar sem öll dýr ganga með drúp- andi höfuð gæddi hinn skapandi guð manninn „upp- leitri ásjónu og bauð honum að horfa til himins og beina sjónum upp til stjarna.“ Styrkur þessarar mannssýnar hef- ur verið þannig öldum saman að vest- ræn menning má heita byggð á henni. Í þetta rit Óvíds sóttu ekki ómerkari höfundar en Dante, Shakespeare og Milton. Þetta er menningarleg arf- leifð okkar ekkert síður en Íslend- ingasögur, eddukvæði, fornald- arsögur og riddarasögur. Það er því mikill fengur í þessari útgáfu. Þýðing Kristjáns er hljómfögur á svipmiklu máli og ljóðrænu. Hún hentar óbundnu máli sem í reynd á rætur að rekja til ljóðmáls. Hún er hins vegar laus við að vera hátíðleg úr hófi fram enda er hér oftar en ekki ort um miklar lífsnautnir og Óvíd lífs- nautnaskáld. Bókinni fylgir inn- gangur, efniságrip, athugasemdir og nafnaskrá og hún er skreytt myndum úr franskri þýðingu verksins frá tím- um klassisismans. Hér er því vandað verk í alla staði og mikill sómi af. Þýðing Ummyndanir bbbbb eftir Publius Ovidius Naso, Kristján Árnason islenskaði, Mál og menning. 2009. 515 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR Menningar- sögulegt verk Kristján Árnason „Hefur nú lokið því þrekvirki að þýða verkið í óbundnu máli eins og Íslendinga var jafnan háttur í þýðingarvinnu sinni á miðöldum.“ Undirritaður varð heldurhvumsa þegar hann fékkí hendurnar ritverkiðsem hér er til umfjöll- unar: Bikardraumar. Saga bikar- keppninnar í knattspyrnu í hálfa öld. Bókin er 367 blaðsíður að lengd og þyngdin minnti á sementspokana sem maður afgreiddi í JFE verslun í gamla daga. Sú spurning vaknaði hvernig hægt væri að skrifa 367 blaðsíður um bik- arkeppni KSÍ með góðu móti. Skyldi Skapti vera orð- inn brjálaður? Um leið og haf- ist er handa við að fletta bókinni þá rifjast fljótt upp fyrir manni að saga bikarkeppninnar hér heima er gletti- lega áhugaverð. Eins og höfund- urinn, Skapti Hallgrímsson, kemur inn á í inngangi sínum þá er bik- arkeppni „sveipuð dýrðarljóma“ þó ekki sé ýkja auðvelt að útskýra það í stuttu máli. Skapti bendir á að ástæð- an sé möguleikinn á óvæntum úrslit- um og útsláttarfyrirkomulagið gerir það að verkum að liðin fá ekki annað tækifæri fyrr en að ári liðnu. Bókin er skilmerkilega sett upp eftir ártölum og mun því nýtast sem fyrirtaks uppflettirit. Með slíku fyr- irkomulagi er viss hætta á að útlit og efnistök verði helst til þurr. Skapti hefur hins vegar brugðist við því með tvennum hætti. Annars vegar er stíll- inn þannig að Skapti notar mikið af grípandi fyrirsögnum sem vekja áhuga og forvitni lesendans. Hins vegar er umfjöllunarefnið gjarnan brotið upp með sér dálkum eða „pungum“ eins og þeir eru kallaðir í blaðamennsku, og í þeim má finna skemmtilega vinkla. Líklega hafði undirritaður mest gaman af því að glugga í þessa útúrdúra. Skapti dust- ar þar rykið af mörgum skemmti- legum sögum. Einnig er þar varpað ljósi á nokkrar hetjur og má þar nefna Þórólf Beck, Albert Guð- mundsson, og Ríkharð Jónsson, svo fáeinir snillingar séu nefndir. Hins vegar tók Skapti sérstaklega fyrir bikarkeppnina í karlaflokki í ár sem var sú fimmtugasta í röðinni en keppnin í kvennaflokki er mun yngri, eða 29 ára. Að sögn Skapta var við- leitnin sú að fanga þá stemningu sem fylgir bikarkeppninni og fylgdist hann því grannt með nokkrum leikj- um í sumar og gerir þeim ítarlega skil í bókinni. Afmælisárinu er því gert hátt undir höfði og fyrir það eitt ætti bókin að vera kærkomin fyrir stuðningsmenn Breiðabliks sem brutu ísinn í haust og sigruðu í fyrsta skipti í karlaflokki. Sjálfsagt mun einhverjum þykja talsverðu púðri vera eytt í keppnina í sumar en það skiptir í rauninni ekki máli því það er einfaldlega hrein viðbót og ekki á kostnað annars efnis. Í umfjöllun um úrslitaleikina vitn- ar Skapti gjarnan í blaðamenn sem fjölluðu um leikina. Þar kennir ým- issa grasa en tvær lýsingar eru þó í uppáhaldi hjá undirrituðum. Annars vegar vakti Atli Steinarsson athygli á „skrokkvindu“ Hermanns Gunn- arssonar í Morgunblaðið árið 1965 og hins vegar lýsti Hallur Símonarson Sigurði Jónssyni sem „fallega ljós- hærðum“ í Dagblaðinu-Vísi árið 1982. Fræðirit Bikardraumar - Saga bikarkeppn- innar í knattspyrnu í hálfa öld bbbbn eftir Skapta Hallgrímsson. KSÍ 2009. 367 bls. BÆKUR Dýrðarljómi bikarkeppninnar Skapti Hallgrímsson Dustar rykið af mörgum skemmtilegum sögum. KRISTJÁN JÓNSSON Þessi skemmtilega saga hefstþar sem stúlka situr undirberum himni í júlílok 1874,sumarið þegar Kristján ní- undi heimsótti Íslendinga. Veðrið leikur við hana þar sem hún dillar barni sínu, en skjótt skipast veður í lofti og voðaatburður kippir okkur niður á jörðina. Fljótlega kemur í ljós að við erum að lesa sakamálasögu og það enga venjulega sakamálasögu því hún gerist í Reykjavík undir lok nítjándu aldar, þegar borgin er varla nema húsaþyrping, og aðalpersónur eru margir helstu menn Íslandssög- unnar. Sögumaður er Móritz Hall- dórsson, nemandi í Lærða skólanum þegar atburðir þeir sem lýst er eiga sér stað, og síðar læknir sem endaði sína ævidaga vestur í Kanada, en í inngangi bókarinnar kemur fram að sagan er sögð eftir minniskompum sem Móritz skildi eftir sig. Það þarf mikla þekkingu til að geta látið söguna lifna eins ræki- lega við og Helga tekst í bókinni, því lesandi er fljótlega staddur í þorpinu Reykja- vík og sér þar bregða fyrir ýms- um merk- ismönnum Íslandssögunnar. Morðgátan sjálf verður nánast aukaatriði, svo gaman hefur maður af að fylgjast með lífinu í þessu sveitaþorpi sem Reykjavík var, en hún er leyst í lokin og þó ég vilji ekki spilla skemmtan hugsanlegra les- enda af bókinni, er óhætt að segja það að ég rak upp stór augu þegar raknaði úr fléttunni. Sumum þykir þessi bók kannski löng, nærfellt 400 síður, en ég hefði gjarna viljað hafa hana mun lengri, enda var sögusviðið svo skemmtilegt að ég var fráleitt búinn að fá nóg af því. Það eina sem ég saknaði var að ekki skuli fylgja í bókarlok stutt æviágrip þeirra sem sagt er frá, enda getur nafnafjöldinn ruglað þá sem lítið eða ekkert þekkja til Ís- landssögunnar. Skáldsaga Þegar kóngur kom bbbbm eftir Helga Ingólfsson. Ormstunga 2009. 367 bls. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Höfundurinn Helgi Ingólfsson ritar af þekkingu um Reykjavík 19. aldar. Líf og dauði í þorpinu Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.