Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ KristmundurHarðarson fæddist í Stykk- ishólmi 21. októ- ber 1964. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Grundarfirði laug- ardaginn 12. des- ember 2009. For- eldrar hans eru Hörður Pálsson frá Hömrum í Eyrarsveit, f. 4. nóvember 1928, og Guðlaug Guð- mundsdóttir frá Berserkja- hrauni í Helgafellssveit, f. 18. júlí 1931. Kristmundur var næstyngstur fimm systkina. Hin eru, Páll Guðfinnur, f. 6. júlí 1954, Hilmar Þór, f. 1. desem- ber 1956, drengur, f. 31. októ- Kristmundur ólst upp á Hömrum. Hann var mjög virk- ur í íþróttum sem barn og ung- lingur og var góður náms- maður. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1984. Eftir sveinspróf vann hann hjá bygg- ingarfyrirtækinu Álftárós fram til ársins 1995, þar undi hann hag sínum vel og eignaðist marga vini. Hann lauk meist- araprófi í rafvirkjun árið 1996 og fluttist sama ár með fjöl- skyldu sinni til Grundarfjarðar, þar sem hann stofnsetti eigið fyrirtæki sem hann starfrækti til dánardags. Kristmundur tók virkan þátt í íþrótta- og fé- lagsstörfum í Grundarfirði. Að- aláhugamál voru fótbolti og síðari árin átti golf hug hans allan. Útför Kristmundar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 19. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Setbergs- kirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar ber 1961, d. 31. október 1961, Hrönn, f. 20. júlí 1963, og Hlynur, f. 21. febrúar 1966. Kona Krist- mundar er Kol- brún Haralds- dóttir, f. 5. ágúst 1960. Foreldrar hennar eru Har- aldur Krist- jánsson, f. 2. nóv- ember 1934, og Birna Björns- dóttir, f. 24. apríl 1937. Börn Kristmundar og Kolbrúnar eru Berglind Ósk, f. 4. nóvember 1986, Birna, f. 19. desember 1988, kærasti Rúnar Sveinsson, f. 26. desember 1987, og Brynjar, f. 19. maí 1992. Elsku Krissi minn, hvernig á ég að geta trúað því að þú sért farinn frá mér. Þakka þér fyrir allt, þakka þér fyrir að gefa mér bestu börn í heimi, þau eru búin að vera ótrúlega dugleg þessa undanförnu erfiðu daga. Ég lofa þér því að passa þau og hjálpa þeim í gegn um sorgina, því þú varst þeim allt og þau þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíldu í friði, ég elska þig. Þín, Kolbrún (Kolla). Elsku besti pabbi okkar. Við trúum því ekki að þú sért farinn frá okkur, þú sem varst alltaf hreystin uppmáluð. Betri pabba er ekki hægt að ímynda sér. Þú gerðir allt fyrir okkur, fylgdist með öllu sem við gerðum og hvattir okkur óspart hvort sem það tengdist skólanum, fótboltanum eða öðru. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur og hik- aðir ekki við að segja það. Við gátum alltaf leitað til þín og þú gast einhvern veginn svarað öllu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Við fjöl- skyldan vorum dugleg að ferðast bæði innan- og utanlands og við erum mikið búin að vera að rifja upp öll ferðalögin okkar síðustu daga. Við áttum góðar stundir saman síðustu helgi sem við munum aldrei gleyma. Elsku pabbi, við vitum ekki hvað við eigum að gera án þín. Það verður ólýs- anlega erfitt að komst yfir þessa sorg og þú skilur eftir tómarúm sem aldrei verður hægt að fylla.Við viljum að þú vitir hvað við vorum ótrúlega stolt af þér og hvað við elskuðum þig mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín að eilífu, Berglind, Birna og Brynjar. Kæri Krissi bróðir. Nú er stórt skarð höggvið í systkinahópinn við frá- fall þitt elsku bróðir okkar. Þegar dauðinn knýr dyra án nokkurs fyrir- vara má mannlegur máttur sín einsk- is. Það eina sem er á okkar valdi er að reyna að sætta sig við orðinn hlut og ylja sér við ljúfar minningar liðinna ára. Já, minningarnar eru margar bæði frá því að við vorum krakkar á Hömrum og eftir að við urðum full- orðin. Þær koma fram í hugann ein af annarri og við brosum út í annað þeg- ar við hugsum um allt sprellið og fjör- ið sem oftast var í kringum þig. Þegar systkinahópurinn var samankominn á Hömrum með öll börnin, þá varst þú ávallt hrókur alls fagnaðar. Þú sást alltaf spaugilegu hliðina á hlut- unum og hafðir einstaklega skemmti- lega frásagnargáfu. Þú varst skírður Kristmundur eftir Kristínu og Guðmundi móðurforeldr- um okkar. Við elstu bræðurnir mun- um vel harða lífsbaráttu þína fyrstu mánuði ævinnar við svokallaða „spít- alabólu“. Við vissum alltaf, þótt ungir værum, að í þeirri baráttu hefðir þú sigur. Það gekk eftir og síðan minn- umst við ekki að þér yrði misdægurt, þar til lokakallið kom. Já, við höfðum mikla trú á þér allt frá fyrstu tíð og ávallt stóðst þú undir miklum vænt- ingum. Mikið þol og kraftur voru þér eðlislæg. Þegar við vorum að rifja upp feril þinn í íþróttum sem unglingur að breytast í fullorðinn mann kom upp eitt minnisstætt atvik. Í Grundarfirði var hlaupið langhlaup á hverju ári, „Grundarhlaupið“, ekki munum við nú hversu oft þú vannst en það voru mörg ár í röð. Eitt árið var komið að því að þú ætlaðir að hætta ósigraður og frekar að spila fótboltaleik sem var „þín íþrótt“. Ekki munum við heldur mikið frá leiknum en eftir hann tókst einu okkar að læða því inn hjá þér að rétt væri nú að taka „Grundarhlaup- ið“ í beinu framhaldi. Þú tókst áskor- uninni og bættir einum sigri við en þegar komið var í mark, þá var Krist- mundur Harðarson þreyttur, það munum við. Þú hafðir gefið allt sem þú áttir í hlaupið eins og annað sem þú tókst þér fyrir hendur á lífshlaup- inu sem varð því miður sorglega stutt. Þú áttir því láni að fagna að kynn- ast ungur henni Kollu þinni og áttuð þið þrjú yndisleg börn saman. Við systkinin sáum vel hvað þau skipuðu stóran sess í þínu lífi. Það sást vel á því hversu duglegur þú varst að styðja við þau og vera hluti af þeirra lífi. Já okkur er minnisstætt hversu barngóð- ur eða kannske frekar hversu mikill félagi barnanna þinna þú varst. Þegar þú varst að hjálpa þeim og búa þau undir lífið varstu eins og spegilsléttur fjörðurinn okkar á logndegi, ekkert raskaði ró þinni. Aftur á móti þegar þér þótti óréttlæti á ferðinni hvessti hressilega af suðri en það stóð stutt og eftir „sunnanhvell“ er eins og loftið sé bæði hreinna og tærara en áður. Við gætum haldið endalaust áfram að minnast góðs drengs, af nógu er að taka. Minningarnar um þig elsku bróðir eru sá fjársjóður sem þú eft- irlætur okkur. Þær minningar munum við ávallt geyma í brjóstum okkar bæði hvert og eitt út af fyrir sig og svo öll saman. Hugur okkar er hjá Kollu og krökk- unum á þessum erfiðu tímum, megi Guð styrkja þau í sorg sinni. Blessuð sé minning þín. Systkinin Hömrum, Páll, Hilmar, Hrönn og Hlynur Harðarbörn. Elsku besti bróðir minn. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá okk- ur. Það er óskiljanlegt að þú sért horf- inn á braut. Burt frá konu og þremur yndislegum börnum. Sorgin er svo þungbær. Ég vildi óska að ég hefði faðmað þig oftar og að ég hefði sagt þér hversu mikið mér þótti til þín koma. Þú varst sterkur persónuleiki, dulur og flíkaðir ekki tilfinningum þín- um. Í góðra vina hópi varstu hrókur alls fagnaðar. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til allra skemmtilegu frásagnanna þinna og ef vel lá á þér gastu hermt eftir hinum ýmsu persónum svo að við veltumst um af hlátri. Þegar ég hugsa um þig kemur orðið jaxl fyrst upp í hugann, þú varst svo harður af þér og sterkur. Þegar við vorum krakkar varst það alltaf þú sem syntir lengst af okkur, klifraðir hæst og hljópst hraðast. Þú varst góður íþróttamaður bæði í frjáls- um og fótbolta. Þú hafðir alla tíð svo mikinn áhuga á fótbolta og síðustu ár- in hefur golfið átt huga þinn allan. Það var frábært að þú fékkst hana Kollu þína með þér í golfið, það varstu svo ánægur með. Þú komst okkur í fjöl- skyldunni verulega á óvart þegar þú tókst upp á því að syngja opinberlega á skemmtunum í Grundarfirði. Við vissum ekki að þú gætir sungið! Þú réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og tókst Elvis með stæl. Ég er svo þakklát fyrir að þið náðuð að heimsækja okkur Kidda og Grétar til Danmerkur og þar áttum við góðan tíma saman. Síðasta skipti sem ég hitti þig var á Góðri stundu í Grundarfirði, þá vorum við boðin í ykkar árlegu grillveislu. Við enduðum svo á því að sjá þig troða upp með fleira góðu fólki, þar sem þú varst ber að ofan og tókst lag med Village People. Það er ekki hægt annað en að minn- ast á hversu barngóður þú varst. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla og náðir krökkunum með smáglettni og stríðni. Ég man að þegar þínir krakk- ar voru litlir og voru að læra að hjóla, þá varstu búinn að eignast marga litla vini sem þú hljópst með um hverfið í sama tilgangi. Það kom fyrir að það var hringt á bjölluna og spurt hvort Krissi gæti komið út að leika. Bókina góðu, sem þú gafst mér um lífsspeki Tolkana, held ég mikið upp á. Hún er alltaf á náttborðinu mínu og ég hugsa til þín þegar ég les hana. Elsku bróðir, minningin um góðan dreng lifir og við sem eftir sitjum verð- um að læra að lifa með þeirri stað- reynd að hitta þig ekki í bráð. Ég kveð með uppáhaldsbæninni minni: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Þín systir, Hrönn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra :,:veki þig með sól að morgni:,: Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. :,:Þú vekur hann með sól að morgni.:,: Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta :,:vekja hann með sól að morgni:,: Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. :,:Svo vaknar hann með sól að morgni:,: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. :,:svo vöknum við með sól að morgni:,: (Bubbi Morthens.) Hvíl þú í friði, elsku Krissi minn, Þínir tengdaforeldrar, Haraldur og Birna. Ég man alltaf eftir því þegar ég hitti Kristmund í fyrsta skipti; hann sat í eldhúsinu á Tjarnarstígnum þegar ég var að koma af fótboltaæfingu, kynnt- ur sem kærastinn hennar Kollu syst- ur. Þetta er fyrir næstum 25 árum og hefði ég verið spurður í síðustu viku hefði ég haldið að hann ætti önnur 25 góð ár eftir með fjölskyldunni sem hann unni svo heitt. Þær eru margar góðar minningarn- ar sem koma upp í hugann frá því Krissi og Kolla fóru að búa saman í Reykjavík, fyrst í Stífluseli og Fjarð- arásnum, síðar Ásvallagötu og Jörfa- bakka. Á fyrstu sex árunum þeirra í Reykjavík eignuðust þau þrjú yndis- leg börn sem Kristmundur elskaði svo heitt og var svo stoltur af. Fyrst var Berglind, þá Birna og yngstur Brynj- ar en þau passaði ég oft þegar þau voru lítil og bjuggu enn í Reykjavík. Fjölskyldan flutti svo til Grundar- fjarðar þar sem Krissi ólst upp og þar var hann á heimavelli, hafði nóg fyrir stafni og var alltaf hress og kátur. Það var gaman að fylgjast með hve Krissi var barngóður og lagði sig fram við að kynnast og gleðja börnin okkar í hinum ótal heimsóknum og gistinótt- um okkar á Hrannarstígnum. Börnin okkar hafa alltaf mikið sótt í að fara í „Grundó“ eða „Kollusveit“ eins og þau kalla það stundum en þar hafa þau fengið ómælda athygli frá Kollu, krökkunum og ekki síst Krissa sem þeim þótti svo skemmtilegur. Kristmundur átti alltaf sérstakan sess hjá Aroni Gauta og voru þeir miklir vinir og Krissi alltaf í uppáhaldi. Í sumar fór Aron Gauti vestur með Krissa og gisti í nokkrar vikur eins og hann hefur gert mörg síðustu sumur. Á miðri leið vestur fer gírkassinn í vinnubílnum hans Krissa og þeir sitja uppi með óökufæran bíl í hlaðinu á ein- hverjum bænum. Í stað þess að blóta öllu og verða kolvitlaus tekur Krissi út golfsettið sitt og hannar golfvöll í túninu svo þeir geti stytt sér stundir þar til þeir verða sóttir. Þetta kunni Aron vel að meta og fannst merkilegt hve Krissi var rólegur yfir þessu öllu. Það er erfitt að kveðja mann á besta aldri sem átti lífið framundan. Það verður öðruvísi að koma vestur á „góða stund í Grundarfirði“ síðustu helgina í júlí og hafa ekki Krissa sem var allt í öllu þá helgina þar sem hann fór á kostum við grillið og sá til þess að öllum liði vel. Helgin endaði svo alltaf á því að við pabbi, Ási bróðir og Krissi spiluðum 18 holur í Opna Soffa-mótinu sem var orðin hefð hjá okkur. Elsku Kolla, Berglind, Birna, Brynjar, Lauga, Hörður og aðrir ætt- ingjar og vinir; Guð blessi ykkur öll og megi góðar minningar lifa lengi í hjört- um okkar allra. Með innilegri samúðarkveðju, Kristján, Guðfinna, Aron Gauti, Ástrós og Björn Henry. Þegar síminn hringir um miðja nótt á maður aldrei von á góðu. Aðfaranótt sunnudags var bróðir minn í því hlut- verki að tilkynna mér að Kristmundur væri dáinn. Það er enn erfitt að trúa þessu. Þetta er svo óraunverulegt. En svona er lífið víst. Kristmundur hefur verið hluti af okkar fjölskuldu í næst- um 25 ár en mig minnir að Kolla hafi komið með kappann á Tjarnarstíginn vorið eða sumarið 1985. Ég var þá bara 10 ára gamall og ætli það hafi ekki verið mitt fyrsta verkefni að draga Krissa og Kollu út á Gróttuvöll að horfa á 5. flokk spila einhvern stór- leikinn. Ég man bara hvað ég var montinn af Krissa. Hann var svaka töff á bláum sportbíl sem bar bílnúm- erið P-737 og ekki skemmdi það að hann spilaði fótbolta með Grundar- firði, sem voru reyndar í 4. deild en það skipti mig engu máli! Þau bjuggu í bænum og áttu fyrst heima í Stíflusel- inu í Breiðholti. Krissi var rafvirki að mennt og að sjálfsögðu gerðist hann fjölskyldurafvirkinn. Allt í einu var mamma farin að setja upp ljós og dim- mera út um allt hús og alltaf var Krissi klár til að hjálpa. Í seinni tíð lagði hann oftar en ekki land undir fót til að skipta um peru eða innstungur fyrir okkur í fjölskyldunni. Krissi var líka mjög duglegur í sinni vinnu en náði að stilla vel af vinnu og fjölskyldu. Það er margt sem mann langar til að segja við Krissa fengi maður tækifæri til. Ætli maður verði ekki að bíða með það þar til maður hittir hann aftur þegar mað- ur hverfur sjálfur yfir móðuna miklu. En þangað til langar mig til að segja þetta í þeirri von að það skili sér til hans. Krissi, ég vil þakka þér fyrir að vera þú sjálfur. Það eru ekki margir sem hafa styrk og þor til að vera þeir sjálf- ir. Þakka þér fyrir að gefa svona mikið af þér, hvort sem það var að segja ein- hverja brandara eða standa við grillið. Þakka þér fyrir að taka svona vel á móti mér og mínum börnum í hvert einasta skipti sem við komum vestur. Þakka þér fyrir að bjóða okkur bræðr- unum og pabba í golfmótið sem við tökum þátt í á hverju ári. Ekki oft sem við fáum tækifæri til að spila golf allir saman. Þakka þér fyrir að leyfa Kollu og börnunum að vera þau sjálf og sinna þeim eins vel og þú gerðir. Það verður erfitt hjá þeim án þín en ég lofa þér að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim í gegn- um þetta og vera þeim innan handar svo lengi sem ég lifi. Á stuttri lífsleið Krissa snerti hann mörg hjörtun og mörg þeirra mjög djúpt. Þar á meðal mitt. Ég ætla því ekki að láta staðar numið nú heldur halda áfram hans verkum í hans anda. Vera jákvæður, hjálpsamur og traust- ur. Vera skemmtilegur og gefa af mér í leik og starfi. Veita börnunum mínum þá athygli og stuðning sem þau þurfa. En umfram allt ætla ég mér að hafa gaman af lífinu og því sem það hefur að bjóða. Það myndi hann gera. Í bláum galla með bláa fötu. Megi minningin um góðan mann lifa áfram í hjörtum þeirra sem hann hef- ur snert. Elsku Kolla, Berglind, Birna og Brynjar; elsku Lauga, Hörður og börn; þið eruð í huga mér og hjarta. Ásmundur. Kristmundur Harðarson HINSTA KVEÐJA Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Elsku hjartans Krissi okkar. Við söknum þín svo mikið. Allar minningar um þig geymum við í hjarta okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja Kollu, Berglindi, Birnu og Brynjar í sorginni, ásamt fjölskyldu og vinum. Við elskum þig, Mamma og pabbi.  Fleiri minningargreinar um Krist- mund Harðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.