Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Guðrún ÁgústaÓskarsdóttir fæddist 5. maí 1929 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 8. desem- ber sl. Foreldrar hennar voru Jóhanna Andr- ea Ágústsdóttir, f. 26.8. 1907, d. 23.8. 1993, og Óskar Sveinn Árnason, f. 8.4. 1904, d. 19.2. 1959. Uppeldisfaðir Baldur Ólafsson, f. 2.8. 1911, d. 27.12. 1998. Systkini Guðrúnar Ágústu eru: Sammæðra 1) Haraldur Bald- ursson, f. 1932. 2) Birna Bald- ursdóttir, f. 1933. 3) Lilja Hanna Baldursdóttir, f. 1944. Samfeðra 1) Tómas Óskarsson, f. 1927, d. 2008. 2) Kitty J. Óskarsdóttir, f. 1931. 3) Guðbjörg J. Óskarsdóttir, f. 1933. 4) Lisa O. Lundberg Óskarsdóttir, f. 1934. 5) Dagmar J. Ósk- arsdóttir, f. 1935. Guðrún Ágústa giftist 5.6. 1954 Hjálmari Eiðssyni, f. 28.12. 1925, d. 29.6. 1992. Börn þeirra eru 1) Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 11.10. 1955, í sambúð með Sigurjóni Þór Guðjónssyni. Börn þeirra eru Guðjón Orri og Franz. 2) Viðar Hjálmarsson, f. 15.6. 1960, kvæntur Jónu Sigríði Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru Hjálmar, Guðrún Ágústa og Bjarni Ólafur. Guðrún Ágústa og Hjálmar byggðu sér heimili í Birkihlíð 16 í Vestmannaeyjum. Guðrún Ágústa starfaði hjá Pósti og síma í Vest- mannaeyjum allan sinn starfs- aldur. Hún var félagi í kirkjukór Landakirkju og starfaði með Kvenfélagi Landakirkju. Útför Guðrúnar Ágústu fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, laugardaginn 19. desember, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku amma okkar, nú er þín bar- átta búin. Síðasta árið hefur verið þér mjög erfitt, en aldrei léstu á því bera. Þú varst ótrúlega sterk og vildir ekki að við vissum hversu veik þú værir. Við eigum eftir að sakna þess að koma ekki lengur til þín á Ásaveginn þar sem við áttum okkar allra bestu stundir með þér. Þú varst alltaf svo fín og vel tilhöfð og allt í kringum þig virtist ljóma. Við vitum líka að þegar þú varst að segja okkur til og leiðrétta þá meintirðu bara vel. Þér var svo annt um að við töluðum rétta íslensku og kynnum mannasiði. Elsku amma takk fyrir allt, við er- um miklu ríkari eftir að hafa átt þig. Góða nótt og guð geymi þig. Hjálmar, Guðrún Ágústa, Bjarni Ólafur, Guðjón Orri og Franz. Í dag verður borin til grafar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum frænka mín Guðrún Ágústa Óskars- dóttir eða Lilla frænka eins og við kölluðum hana. Nú þegar jólahátíðin er að ganga í garð, þá rifjast upp minningarnar. Í áratugi héldu þær systur Lilla og Lilja jól og áramót saman. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Þrátt fyrir að fjölskyldurnar hafi stækkað í gegnum árin höldum við enn áramót saman og hefur Lilla stjórnað „árskiptasálminum“ um hver áramót svo lengi sem ég man, hennar verður sárt saknað um þessi áramót. Þegar allir voru búnir að kyssast og fagna nýju ári og þakka fyrir það gamla var skálað í kampa- víni og lagið „Jeg ringer på fredag“ með Sven Ingvars sett á fóninn, eitt af uppáhaldslögum Lillu, var tónninn fyrir nýársnóttina gefinn. Lilla hafði ákveðnar skoðanir á málum og mönnum. Hún sagði skoð- anir sínar umbúðalaust. Þegar sá gállinn var á henni og hún í ham, þá fuku mörg gullkornin sem ég hafði gaman af. Í kvikindisskap mínum hóf ég oft umræðu um menn eða málefni sem ég vissi að ekki voru að hennar skapi til að fá Lillu á flug, þá var gaman. Nú þegar Lilla hefur kvatt þetta jarðlíf er ég viss um að núna er hún lögð af stað í ferðalag eilífðarinnar með honum Hjálmari sínum, það hafa örugglega verið fagnaðarfundir þegar þau hittust aftur. Ég vil votta Jóhönnu, Viðari, mök- um og börnum mína dýpstu samúð. Ívar Atlason. Það er sárt að kveðja, en við kveðj- um þó með hjartað fullt af þakklæti fyrir að hafa átt þessa góðu konu að og fyrir þær ótal góðu minningar lið- inna ára sem hún skilur eftir. Guðrún Ágústa var móðursystir okkar. Elst fjögurra systkina, gift Hjálmari Eiðs- syni, en hann lést um aldur fram árið 1992. Lilla og Búddi eins og þau voru kölluð bjuggu lengst af í Birkihlíð 16 í Eyjum. Mikil og góð tengsl hafa alla tíð verið milli fjölskyldnanna og frændfólksins í Eyjum og okkar á fastalandinu. Fyrir okkur voru þau hjón órjúf- anlega tengd ævintýraferðum okkar þangað. Fyrst í ungri æsku, tengt heimsóknum til afa og ömmu sem þá bjuggu í Eyjum. Síðar til að heim- sækja þau, Lilju og Atla, systkina- börnin og börn þeirra af ýmsu tilefni. Stundum vegna fjölskylduviðburða, eða íþróttaviðburða, stundum vegna vinnu, oft á þjóðhátíð eða þá bara til að rækta frændgarðinn. Að Birkihlíð hafa því mörg sporin í lífi okkar legið, allt frá barnæsku, til þess að við í dag, nokkru eldri og þungstígari, göngum enn þessar sömu tröppur að Birkihlíð sem nú er heimili Viðars og Jónu Siggu. Lilla var allt í senn, alvörugefin, ákveðin, glaðsinna og hláturmild kona. Hún hafði skemmtilegar og sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Einörð sjálfstæðiskona en gat þó jafnan gert grín að skoðunum sín- um þegar á hana var gengið. Henni var annt um fjölskylduna og sýndi það í verki, var þar foringi og gekk enda oft undir þeim titli í góðlátlegu gríni sem hún hafði ekki síst skemmt- un af sjálf. Það var fyrir um fimm árum að Lilla tók að kenna sér meins sem við greiningu reyndist vera krabbamein. Baráttan við þennan illvíga sjúkdóm var strembin og hörð. Hún tókst á við hann af ótrúlegu þreki og æðruleysi. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hve dugleg og hugrökk hún var og áfram um að hafa sigur. Ekki var síð- ur aðdáunarvert að sjá þann stuðning og hvatningu sem börn hennar og barnabörn veittu henni í þessari hörðu baráttu. Skemmst er að minn- ast þriggja daga ættarmóts fyrir tveimur árum þegar við fjölskyldurn- ar minntumst 100 ára ártíðar ætt- móðurinnar og ömmu okkar, Jó- hönnu Ágústsdóttur. Þar mætti Lilla, þrátt fyrir erfið veikindi, og var hrók- ur alls fagnaðar. Þar var hinn sænski Sven Ingvars ómissandi að hætti hússins, þeir skilja það sem þekkja. Um leið og við kveðjum yndislega móðursystur og frænku vottum við þeim Jóhönnu, Sigga og drengjunum, Guðjóni Orra og Frans, og þeim Við- ari, Jónu Siggu og börnunum, Hjálm- ari, nöfnunni Guðrúnu Ágústu og Bjarna Ólafi okkar innilegustu samúð á sorgarstundu. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Baldur, Nína og Bryndís. Þú komst mér vel fyrir sjónir, er ég kynntist þér fyrst í Vestmannaeyjum árið 1956, þegar ég leit Eyjarnar fyrst augum. Þú varst jú hálfsystir unnustu minnar sem varð eiginkona mín árið eftir. Þú varst svo sannarlega alveg sér- stök kona með ákveðnar hugmyndir um tilveruna og nánast allt, sem henni tilheyrir. Hjá þér fór ekkert á milli mála, lífslínan var bein og klár. Þú hafðir áhuga fyrir nánast öllu og varst alveg ófeimin við að mæla fyrir þinni meiningu og eins að gangrýna það sem þér þótti ekki vera í lagi. Með öðrum orðum virkaðir þú á mig sem mjög afgerandi og sjálfstæð kona. Og ekki skemmdi eiginmaður þinn Hjálmar Eiðsson frá Skálá í Sléttuhlíð fyrir, sem reyndist mér ætíð einstakur öðlingsmaður og átt- um þá eftir að súpa marga fjöruna saman. Aldrei varð okkur sundur- orða, enda höfðum við gleði og gaman af svipuðum hlutum, en létum svipaða hluti fara í taugarnar á okkur. Þú kvaddir okkur að sinni hinn 8 þ.m., svo við höfum verið vinir í rúm- lega hálfa öld. Þú varst svo sannar- lega mikilvæg í lífi okkar og varst allt- af fyrst allra til að til að mæta með árnaðaróskir á tyllidögum í fjölskyldu okkar eins og merkisafmælum og samfögnuðum af tilefnum lokinna áfanga í menntun barna okkar Birnu, en flestar ferðirnar útheimtu sjóferð- ir í hvaða veðri sem var milli Heima- eyjar og Þorlákshafnar. Auk þess nutum við fjölda ánægju- legar ferða með ykkur, innanlands sem utan, einkum þá erlendis. Ferða með ýmsu sniði eins og veiðiferða, skoðunar- og innkaupaferða, þótt hæst beri hina frægu Baltika-ferð, en það tók undirritaðan sennilega 10 ár að átta sig á hve stórmerk sú ferð var, þar sem við fengum tækifæri til að heimsækja fjölda merkra sögustaða, svona í einum slurki. Við minnumst sérstaklega höfðing- legra móttaka um árabil í Birkihlíð- inni í Eyjum. Þar áttum við saman margar ánægjulegar stundir, okkur fannst alltaf gaman að eiga samveru- stundir með þér og fjölskyldunni. Við dáðumst að því hvernig þér tókst að lifa með erfiðum sjúkdómi sem kvaddi dyra fyrir um 6 árum. Þú hélst þínu striki og gerðir það sem lífgaði upp tilveruna, þrátt fyrir vá- gestinn og sýndir af þér mikla hörku, sem við sem eftir lifum getum dregið lærdóm af. Við söknum þín sárt, en sendum öllu þínu fólki samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði og megi hið eilífa ljós lýsa þér. Birna og Svavar Davíðsson. Löngu stríði er lokið – stríði, sem stóð í hart nær fimm ár. Það var hart barist og einstaka sigur vannst, en þó urðu vonbrigðin oftar, en þeim tekið með einstöku hugrekki og aldrei gef- ist upp. Ég fluttist til Eyja árið 1961 og urðum við fljótlega nánar vinkonur. Lilla var afar myndug kona, sem hafði ákaflega sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var af- burða myndarleg húsmóðir. Heimili hennar var glæsilegt og smekklegt. Þar var nú ekki óreiðan – hver hlutur á sínum stað og staður fyrir hvern hlut. Eitt vorið tóku þau sig til hjónin og bjuggu til stóra og fallega stein- hæð og plöntuðu blómum og settu niður tré. Ekki liðu mörg ár þar til þau fengu verðlaun fyrir hús og garð. Lilla var mikið jólabarn og var öllum gömlum góðum siðum við haldið í bakstri, matargerð og skreytingum. Eitt verð ég þó að minnast sérstak- lega á, en það var laufabrauðsgerðin fyrir jólin.Við vorum þrjár vinkonur, við Lilla og Olla sem skiftumst á að vera heima hjá hvor annarri og börn- in okkar hjálpuðu til við útskurðinn. Þessi siður hélst í 25 ár. Við Hjálmar sungum saman um margra ára skeið, bæði í Samkór og Kór Landakirkju. Þegar Hjálmar féll skyndilega frá, árið 1992 spurði Lilla mig hvort ég héldi að hún fengi inn- göngu í kirkjukórinn. Hún hafði alltaf haldið sig til hlés, þegar kórfélagarnir voru að syngja og skemmta sér, svo ég hafði varla heyrt í henni, en ég vissi að bæði móðir hennar og móð- ursystir höfðu verið styrkar stoðir kirkjukórsins í þá gömlu góðu daga, svo ég kvatti hana til að reyna. Og auðvitað gat Lilla sungið og var henni vel fagnað af kórstjóra og söngfélög- um, og stóð hún á pallinum í hart nær tíu ár. Við tvær fórum í margar utan- landsferðir saman. Oft var þetta í kring um afmælið hennar í maí, sér- staklega ef um stórafmæli var að ræða. Við fórum m.a. til London, Ten- erife, Tyrklands og svo fékk ég að fljóta með í tvær Dublinarferðir ásamt börnum hennar. Það var heilt ævintýri að fara með henn í „mollin“. Alltaf fann hún flotta kjóla, kápur og dragtir, að ógleymdum höttum, tösk- um og skóm. Hún vissi alltaf ná- kvæmlega hvað hún vildi, þekkti allar tískubúðir og merkjavöru. Allt pass- aði svo vel á hana og fór svo vel. Svo kom ég nokkrum skrefum á eftir með öll mín aukakíló og passaði aldrei í neitt. Þá var maður nú stundum svekktur! Lilla var fædd árið 1929 og hennar árgangur kallaði sig „sterka stofn- inn“ og voru þau frumkvöðlar að hin- um vinsælu árgangsmótum, sem haldin hafa verið í Eyjum síðustu ára- tugi. Lilla var vakin og sofin yfir þess- um samkomum, sérstaklega, þegar þær voru haldnar í Eyjum. Á ferðum sínum í útlöndum hafði hún alltaf augun opin fyrir einhverjum skemmtilegum hlutum, sem hún gæti notað við slík tækifæri. Auðvitað var Lilla mikil amma og elskaði barnabörnin sín fimm ofar öllu. Börnin hennar og tengdabörnin voru henni afar kær og hugsuðu um hana af mikilli ástúð og kærleika þessa síðustu, erfiðu mánuði, þar til yfir lauk. Elsku Jóhanna, Viðar og fjölskyldur, við Gaui sendum ykkur samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa Lillu vinkonu okkar. Hólmfríður S. Ólafsdóttir. Litlar forsetningar í málinu eru oft erfiðar í notkun. Hvenær á að nota að og hvenær á að nota af. Þetta skildi ég fyrst þegar mér var bent á að kona væri aðlaðandi. Guðrún Ágústa var aðlaðandi kona. Hún var konan hans Hjálmars í bankanum. Þau voru stundum ólík en alltaf samrýnd. Í raun var hún önnur tveggja kvenna, þær hétu reyndar báðar Guðrún, í eigendafélagi Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum. Allt hennar líf tengdist bankanum, fyrst með foreldrum hennar og síðan eiginmanni. Þegar ég hóf störf í Útvegsbankanum tengdist ég þeim hjónum vináttuböndum. Þau hjón áttu fagurt heimili og ég minnist ávallt afmælisins hans Hjálmars milli jóla og nýars. Hjálmar féll frá tæplega sjötugur að aldri er þau hjón voru á ferðalagi í Bandaríkj- unum. Það voru erfiðir tímar fyrir Guðrúnu Ágústu en lífið hélt áfram. Hún ferðaðist um heiminn með börn- um sínum, eins og þau Hjálmar höfðu gert. Mér fannst þau hafa heimsótt flestar eyjar Miðjarðarhafsins og út til Madeira. Bæði voru þau alin upp á eyjum, Hjálmar í Málmey og Guðrún Ágústa í Heimaey. Síðustu ár voru minni kæru vin- konu erfið. Nokkrum sinnum kvödd- umst við hinsta sinni en hún vildi lifa og átti oft góða daga. Nú kveðjum við Guðrúnu Ágústu. Þá er rétt að þakka fyrir einstaka vináttu og minningar um þau hjón, minningar sem ég geymi og ylja mér við. Þökk sé þeim fyrir ágæt kynni og nú eru þau saman á ný. Guð geymi minninguna um Guðrúnu Ágústu og Hjálmar. Vilhjálmur Bjarnason. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir ✝ Bróðir minn, mágur okkar og frændi, BJÖRGVIN OTTÓ GESTSSON frá Reykjahlíð, Reykjavík, Miklubraut 56, lést á Hrafnistu að morgni mánudagsins 7. desember. Jarðsungið var í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki á Hrafnistu, gangi G á 3. hæð, eru færðar þakkir fyrir umönnun síðastliðin ár. Jakobína Björg Gestsdóttir, Ingimar Jörgensson, Svanhildur J. Ingimundardóttir og systkinabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS PÉTUR GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, lést föstudaginn 11. desember. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13.00. Sverrir Kr. Bjarnason, Sóley Björk Ásgrímsdóttir, Gunnar E. Guðmundsson, Lisbeth Glittum, Kristinn K. Guðmundsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Kristín J. Guðmundsdóttir, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Ragnar Sigurðsson og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SÖREN MAGNÚSSON, Brekkugötu 50, Þingeyri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 15. desember. Minningarathöfn fer fram í Áskirkju mánudaginn 21. desember kl. 14.00. Útför verður frá Þingeyrarkirkju mánudaginn 28. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Kristín Gunnarsdóttir, börn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.