Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 40
40 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
Gangið úr skugga um að undirlag kerta
sé og kertaskreytinga óbrennanlegt
Munið að slökkva
á kertunum
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
METAN til notk-
unar sem eldsneyti á
ökutæki má framleiða
úr öllum lífrænum
efnum, svo sem kjöti,
fiski, gróðri og hús-
dýraáburði.
Á Íslandi falla til
um 1,3 milljón tonn af
allskonar lífrænum
úrgangi á ári, ef allt
er meðtalið. Fræði-
lega væri hægt að framleiða um 35
milljón Nm3 af metani úr því og
það gæti komið í stað um 40 millj-
ón lítrum af bensíni eða um 18% af
heildar innflutningi þess. Í Evrópu
er þess vænst að lífgas (metan
sem ekki er jarðgas) geti komið í
stað 25-35% af jarðefnaeldsneyti
til samgangna á landi árið 2030.
Hér fyrir neðan koma sex rök
fyrir metanvæðingu íslands.
1. Draga úr losun metans út í
andrúmsloftið.
Metan losnar út í andrúmsloftið
eftir ýmsum leiðum og veldur
auknum gróðurhúsaáhrifum í and-
rúmsloftinu. Gróðurhúsaáhrif met-
ans eru um 20 sinnum meiri held-
ur en gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs
(CO2).
Alls staðar þar sem lífræn efni
rotna við loftfyrrtar aðstæður
myndast metan. Það á sér til
dæmis stað í sorphaugum þar sem
lífrænn úrgangur er urðaður og
einnig í haughúsum og rotþróm.
Með því að meðhöndla þetta
hráefni í metanverksmiðju, þar
sem metaninu er safnað saman, er
hægt að draga úr losun metans út
í umhverfið og nýta það þess í stað
sem eldsneyti.
2. Framleiða áburð.
Við framleiðslu á metani úr líf-
rænum úrgangi og mykju myndast
aukaafurð sem inniheldur áburðar-
efni eins og til dæmis köfnunar-
efni, fosfór og kalí. Þetta eru ein-
mitt áburðarefnin sem notuð voru
við framleiðsluna á þeim gróðri
sem lífræni úrgangurinn og mykj-
an stafa frá. Með því að nýta þessi
áburðarefni er þannig hægt að
stuðla að hringrás áburðarefnanna.
Í dag er áburður aðallega unn-
inn úr óafturkræfum auðlindum.
Köfnunarefnisáburður er til dæmis
framleiddur með jarðgasi, og fos-
fór og kalí eru unnin úr námum.
Það er talið að fosfórnámurnar
tæmist eftir um 50 til 100 ár en
kalínámurnar, sem eru gömul upp-
þornuð hafsvæði, munu hinsvegar
endast mun lengur. Það verður
hinsvegar alltaf erfiðara og erf-
iðara að nálgast fosfór og kalí, því
auðveldustu námurnar eru ávallt
tæmdar fyrst.
3. Leysa vandamálið með eyð-
ingu lífræns úrgangs.
Ætlast til þess að dregið verði
úr urðun lífræns úrgangs niður í
35% af því sem urðað var 1995. Til
þess að svo megi verða, þá þarf að
finna annan farveg fyrir lífræna
úrganginn. Framleiðsla metans úr
honum er líklega skynsamlegasta
leiðin til að nýta lífræna úrgang-
inn. Með því er lífræna úrgang-
inum breitt í metan og áburð.
4. Bjóða upp á ódýrara eldsneyti
Metan framleitt úr lífrænum úr-
gangi mun þegar upp er staðið
verða ódýrara heldur en
jarðefna-eldsneyti. Metan unnið úr
ruslahaugum er í dag um helmingi
ódýrara heldur en bensín og við
metanframleiðslu í verksmiðju,
þegar sala á áburðarefnum og
þóknun fyrir eyðingu lífræns úr-
gangs eru tekin með i reikninginn,
er næsta víst að metan verði ódýr-
ari kostur heldur en
jarðefnaeldsneyti
framtíðarinnar.
5. Vernda umhverf-
ið
Með því að nota
metan sem eldsneyti
á ökutæki, hvort sem
það kemur frá jarð-
gasi eða lífrænum úr-
gangi, er hægt að
draga úr losun CO2
út í umhverfið. Við
bruna metans mynd-
ast minna magn CO2
á hverja orkueiningu heldur en við
bruna bensíns eða olíu. Þar að
auki á það CO2 sem myndast við
bruna lífgass uppruna sinn í and-
rúmsloftinu en ekki í iðrum jarðar
og virkar því ekki sem viðbót við
það CO2 sem fyrir er í andrúms-
loftinu.
6. Auka öryggi þjóðarinnar í
eldsneytismálum
Stærsta vandamál heimsbyggð-
arinnar og þar með Íslands er ekki
fjármálakreppan og heldur ekki
yfirvofandi loftslagsbreytingar.
Stærsta vandamál heimsbyggðar-
innar er olíuskortur innan nokkura
ára. Eftirspurnin eftir olíu eykst
stöðugt en framboðið heldur ekki í
við eftirspurnina. Framboðið hefur
nánast staðið í stað frá árinu 2006
og talið er að það komi ekki til
með að aukast að nokkru ráði úr
þessu. Framleiðsla á innlendu
eldsneyti eins og metani er því
mikilvæg til að tryggja áframhald-
andi framboð á eldsneyti fyrir öku-
tæki framtíðarinnar.
Til viðbótar má bæta því við að
með því að framleiða innlent elds-
neyti, eins og metan, dregur úr
þörfinni á innflutningi á eldsneyti
og með því sparast verðmætur
gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið.
Hvernig metanvæðum
við Ísland?
Hugsanlegir söluaðilar að met-
ani eru að bíða eftir því að mark-
aður skapist fyrir metanið, en
hann er augljóslega ekki til staðar
á meðan einungis 200 metanbílar
eru í landinu. Neytendur fjárfesta
hins vegar ekki í metanbílum á
meðan einungis er hægt að kaupa
metan á tveimur stöðum á landinu.
Það er því komin upp pattstaða og
ekkert gerist að ráði.
Ekki er hægt að þvinga neyt-
endur til þess að kaupa metankn-
úna bíla en stjórnvöld geta átt
frumkvæðið að því að skapa um-
hverfi sem ýtir undir fjölgun met-
anstöðva og metanknúinna öku-
tækja. Notast má við jarðgas við
uppbyggingu metanstöðva en jarð-
gas er að mestum hluta metan. Við
það eykst eftirspurnin eftir metani
og þar af leiðandi myndast við-
skiptalegur grundvöllur fyrir
framleiðslu metans úr lífrænu úr-
gangi.
Íslensk stjórnvöld ættu að
styðja þróun eldsneytismála á ís-
landi í átt að umhverfisvænna og
sjálfbærara ökutækjaeldsneyti
eins og metani.
Með því að metan-
væða Ísland er
hægt að slá sex
flugur í einu höggi
Eftir Peik Malmo
Bjarnason
Peik Malmo Bjarnason
» Farið er yfir sex
atriði sem styðja við
það að allur lífrænn
úrgangur á Íslandi verði
tekinn til framleiðslu og
sölu metans sem
eldsneyti á ökutæki.
Höfundur er efnaverkfræðingur
ÞANN 14. desember
sl. birtist grein í Morg-
unblaðinu eftir Brynju
Björgu Halldórsdóttur,
stjórnarmann í Heims-
sýn, undir fyrirsögn-
inni „Unga fólkið og
ESB-aðild“. Þar lýsir
Brynja yfir von-
brigðum með greinina
„ESB fyrir unga fólk-
ið“ sem ég skrifaði með
Semu Erlu Serdar, formanni Ungra
evrópusinna. Okkur þykir afar leitt
að hafa valdið Brynju vonbrigðum
með skrifum okkar. Ég vonast til að
geta bætt henni það upp hér og um
leið leiðrétta misskilning sem mér
fannst gæta í skrifum hennar.
Líklega hefur Brynja verið eitt-
hvað annars hugar þegar hún las
grein okkar því hún virtist skilja
hana sem svo að við teldum helstu
rökin fyrir því að ungir Íslendingar
myndu hagnast af inngöngu í ESB
vera lægri skólagjöld í evrópskum
háskólum. Eflaust telja margir þetta
vera kost en hefði Brynja lesið grein-
ina betur hefði hún séð að megintil-
gangur hennar var að kynna ný-
stofnuð samtök Ungra evrópusinna.
Þar var einnig tekið fram að Ungir
evrópusinnar myndu á næstu miss-
erum standa fyrir fræðslustarfi til að
gera ungu fólki auðveldara að kynna
sér kosti og galla hugsanlegrar að-
ildar að Evrópusambandinu enda
ógerningur að gera það í stuttri
blaðagrein. Af skrifum Brynju að
dæma er ekki vanþörf á slíku
fræðslustarfi.
Ef Brynja tæki þátt í fræðslustarfi
Ungra evrópusinna gætum við t.d.
leiðrétt misskilning sem hún virðist
vera haldin varðandi sjávarútveginn.
Brynja heldur því fram
að tíu eða tuttugu árum
eftir hugsanlega inn-
göngu væri fiskurinn í
sjónum ekki lengur
okkar Íslendinga held-
ur „í eigu sjómanna í
Bretlandi, Portúgal,
Spáni og víðar“. Hér
virðist hún hafa gleypt
við margendurteknum
hræðsluáróðri and-
stæðinga aðildar. Sann-
leikurinn er hins vegar
sá að vegna reglunnar
um hlutfallslegan stöðugleika ættu
önnur ríki engan rétt á fiskveiðikvóta
innan íslenskrar lögsögu. Einnig
mætti benda á að við niðurfellingu
tolla til okkar helstu viðskiptalanda
myndu tækifæri til að fullvinna ís-
lenskan fisk hér á landi aukast.
Þannig gæti skapast atvinna í fisk-
vinnslu á landsbyggðinni og verð-
mæti útfluttra sjávarafurða aukist.
Brynja heldur því fram að ef svo
færi að Ísland gerðist aðildarríki
ESB yrðu „engir bændur á Íslandi
lengur“. Í fræðslustarfi Ungra evr-
ópusinna gæti Brynja kynnt sér
landbúnaðarskýrslu sem utanrík-
isráðuneytið birti í sumar. Þar kem-
ur fram að ef eitthvað er myndu
sauðfjárbændur hafa það betra ef við
göngum í ESB en þeir gera nú.
Vissulega yrði róður kjúklinga-
bænda og e.t.v. svínabænda erfiður
en á móti kemur að hagur neytenda
myndi stórbatna með lægra mat-
vælaverði. Samkvæmt skýrslu sem
unnin var fyrir Neytendasamtökin
myndi matvælaverð lækka um allt að
25% við inngöngu. Líklega myndu
margir þakka fyrir þann pening sem
sparaðist þar. Brynja virðist einkum
áhugasöm um kjúklingabringur en
þær myndu lækka enn meira, um allt
að 70%.
Fleiri ranghugmyndir koma fram í
grein Brynju sem auðvelt væri að
eyða með upplýsandi umræðu. Sem
dæmi má nefna að hún óttast að við
munum þurfa að fórna umráðum yfir
auðlindum okkar við inngöngu í ESB
en yfirráð yfir auðlindum eru ávallt í
höndum aðildarríkjanna sjálfra. Hún
óttast einnig að smáþjóð eins og Ís-
land gæti ekki náð góðum aðild-
arsamningi en þá mætti benda henni
á að kynna sér samninga Möltu og
Eistlands sem þykja hagstæðir og
mikil ánægja er með meðal íbúa
þeirra landa. Reyndar mætti benda
henni á að mun fleiri íbúar ESB-
ríkja telja að aðild heimalands síns
að ESB hafi verið til góðs – 55% á
móti 32%. Hjá fólki á milli 15 og 24
ára er munurinn meiri – 65% á móti
22%.
Það kemur á óvart hversu mikil fá-
fræðin um ESB er hjá stjórnarmanni
í Heimssýn, helstu samtökum and-
stæðinga ESB á Íslandi. Fáfræði er
eina skýringin sem mér dettur í hug
því ekki myndu þau samtök dreifa
ranghugmyndum um Evrópusam-
bandið viljandi. Ég bendi því Brynju
á að fræðslustarf Ungra evrópusinna
er öllum opið og hún er sérstaklega
velkomin á alla okkar viðburði, hvort
sem hún upplifir sig sem nítján ára
eða níræða.
Vonbrigði Brynju
Eftir Ingvar
Sigurjónsson »Eflaust telja margir
þetta vera kost en
hefði Brynja lesið grein-
ina betur hefði hún séð
að megintilgangur
hennar var að kynna ný-
stofnuð samtök.
Ingvar Sigurjónsson
Höfundur er stærðfræðingur og vara-
formaður Ungra evrópusinna