Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 36

Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ALVEG er búið að eyðileggja það að vera á Alþingi og tala stórt. Hér áður fyrr voru þingmenn heppnir að geta farið í pontu og nefnt tölur í milljónum þegar talað var um fjármál ríkisins, tölur sem voru með sex núll- um. Þeir sem gátu nefnt tölurnar rétt með sex núllum voru mjög flottir enda var á þeim tíma talað um milljónamæringa um þá Íslendinga sem voru ríkir og gátu slegið um sig. Nú er öldin önnur. Nú er eingöngu talað um milljarðamæringa og nú verða þingmenn að geta talað í hundruðum milljarða eða jafnvel hærri tölum, stundum í þúsundum milljarða eða tölum sem innihalda ell- efu til tólf núll. Þessu fylgir mikil virðing. Þessi ofvöxtur í núllunum er lík- lega í takt við hvernig íslensku stjórn- arfari hrakar og hvernig íslenska efnahagskerfið hefur allt hrunið og fallið þrátt fyrir ítarlegt eftirlit Al- þingis og allra þeirra eftirlitsstofn- anna sem Alþingi hefur samþykkt að störfuðu í landinu til að líta eftir öllu saman. Þessi fjölgun á núllum er um 100% aukning á skömmum tíma og virðist vera ágætur mælikvarði á getu ís- lenska stjórnkerfisins til að ráða við að stjórna landinu. Því fleiri núll því minna getur kerfið stjórnað. Þetta er eins og með byggingakranana í bygg- ingabólunni, því fleiri bygg- ingakranar því hraðar rústaði bygg- ingabólan hagkerfinu. Hús voru byggð hratt sem enginn vildi kaupa. Það er því spurning hvort ekki væri heppilegt að hafa nýja og ein- falda viðmiðun eins konar ÞensluHá- spennuStuðul (ÞHS) um ástand sam- félagsins sem væri fjöldi byggingakrana á höfuðborgarsvæð- inu og fjöldi núlla sem stjórn- málamenn þurfa að nota í tali sínu. Því fleiri byggingakranar og því fleiri núll í stóru tölunum þeirra, því meiri hætta á að allt hrynji. Stjórnmálamenn gætu til dæmis margfaldað fjölda núlla í sínum stóru tölum sinnum fjölda byggingakrana og þá kæmi út ÞHS sem gæti leið- beint þeim í framtíðinni. Hér áður fyrr voru núllin á stóru tölunum al- gengt mest sex í stóru tölunum og byggingakranar á höfuðborgarsvæð- inu líklega um 20 þannig að 6 x 20 = 120 ÞHS einingar. Núna í þenslunni voru núllin orðin algengt um tíu til ellefu eftir því hvort menn töluðu um tugi eða hundruðir milljarða og byggingakranar voru nokkur hundruð, segjum 300 á höf- uðborgarsvæðinu þannig að nýi ÞHS stuðullinn er þá 10 x 300 = 3000 ein- ingar sem er um 25 sinnum aukning eða 2500% aukning á ÞHS. Það var sem sagt farið að sjóða á katlinum sem bræddi úr sér. Í dag er enn aukning á núllum stjórnmálamanna þar sem þeir tala nú um þúsundir milljarða svona ann- að slagið en byggingakranar eru nán- ast horfnir. ÞHS er því nánast núll sem er þá líklega orðið hættumerki í hina áttina. Það verða að vera bygg- ingakranar til að eitthvað sé gert í samfélaginu. Til að viðhalda gamla ÞHS upp á ca 120 einingar þá verða nú að vera minnst 10 byggingakranar í notkun á höfuðborgarsvæðinu til að ástandið í ÞHS verði eins og það var. Það eru nokkrir kranar í notkun en það vantar líklega um þrjá til fimm byggingarkrana núna til að ná jafn- vægi. Um leið og stjórnmálamenn- irnir geta hætt að tala um svona stór- ar og háar tölur þá verður óhætt að fjölga byggingakrönum og atvinnu- lífið getur aftur farið að snúast án þess að það hrynji í leiðinni. Frestun IceSave þýðir að þegar sú umræða byrjar aftur þá verða tíu til ellefu núll í umræðunni og þá má bara nota u.þ.b. tíu til ellefu byggingakrana til að þjóðfélagið hrynji ekki aftur ef þessi áhugaverða nálgun gengur eftir. Með þessu ÞHS-kerfi er hægt að loka öllum eftirlitsstofnunum rík- isins sem hvort sem er hafa ekki virkað og hafa einn sendisvein til að fara um bæinn og telja bygg- ingakranana. Hægt væri að biðja til dæmis dyravörð alþingis að telja núll- in í umræðunni í þinginu og marg- falda með fjölda byggingakrana sinn- um fjölda núlla sem eru í stærstu tölum alþingismanna og passa að út- koman fari ekki yfir 120 ÞHS ein- ingar. Þannig er unnt að halda öllu samfélaginu í skefjum með mjög ein- földum og ódýrum aðferðum. Hvað á þrjúhundruðþúsund manna þjóð að vera með eftirlitsstofnanir sem gætu þjónað milljónaþjóðum og sem hvort sem er hafa ekki getað litið eftir efnahagskerfi þessarar litlu ey- þjóðar? Nei, taka þetta bara út og setja peningana í eitthvað annað þarf- ara og nota bara ÞHS. Það má einnig árangurstengja allt starf í stjórnsýslunni sem er hálf löm- uð eða ónýt og þarf að endurskoða og skera niður og útiloka ekkert. Ekki útiloka neinn niðurskurð á þeim bæ frekar en í öðru sem ríkið er að eyða peningunum í. Málið er í höndum fólksins sem er jú að kjósa fólk til að starfa í þessari stjórnsýslu. En er það svo? Í dag er mikið talað um að stjórn- málamenn séu enn að ráða vini og vildarmenn inn í stjórnkerfið ná- kvæmlega eins og hrunflokkarnir gerðu sem voru hraktir frá völdum fyrir stuttu eftir langvarandi stjórn- arsetu og stóðu fyrir hruni á sam- félaginu eftir að þeir einkavæddu bankana sem bólgnuðu út í að vera um eða yfir áttfaldur ríkissjóður. Eftirlitskerfi ríkisins var þá ein- göngu mannað af vinum og vild- armönnum æðstu manna og vöruðu ekki við neinu sem tryggði algert hrun. Mikið talað – lítið hugsað? Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson »Um leið og stjórn- málamennirnir hætta að tala í stórum tölum þá verður óhætt að fjölga byggingakrön- um og atvinnulífið getur aftur farið að snúast Höfundur er Cand. Phil. byggingaverkfræðingur. MARGUR þurfti ekki að bíða rað- bókmennta um banka- hrunið til að deila þeirri skoðun að leið Seðla- bankans til að bregðast við lausafjárkrísu bankanna með yfirtöku Glitnis ætti fremur skylt við tilræði en björgun. Og eins og plott í góðri glæpasögu sem fer úr- skeiðis, þá er setning neyðarlaganna sem fylgdi í kjölfarið augljóslega þessu marki brennd, a.m.k. þegar áhrif þeirra á hinn almenna skuldara í landinu er skoðuð. Í skjóli laganna og í skjóli nætur var ætlunin að róa þjóðarskútunni út úr erlendu skuldafeni, en eftir að þóttafullt andlit breska forsætisráð- herrans, Mr. Gordon Brown, birtist eins og vofa við sjóndeildarhringinn, steytti fleyið fljótlega á borgar-Ice- (save)-jaka. Þegar lögin voru samþykkt, í ein- um grænum mótatkvæðalaust, virðist sem þingmenn allir hafi verið með hugann við eigin innistæðureikninga. Þessi vanhugsaði gjörningur kall- aði yfir þjóðina bresk hryðjuverkalög sem hinn drambsama breska vand- lætingarsegg brast kjark til að beita gegn útibúi bandaríska risabankans Lehman Brothers við fall hans skömmu áður. Neyðarlögin fólu í sér að íslenskir innlánseigendur yrðu með allt sitt á þurru en innlánseig- endur útibúa á erlendri grundu skyldu að mestu éta það sem úti frysi. Að mati Breta og Brussel var þetta brot á reglum EES sem Ísland hafði undirgengist. „Þökk“ sé Jóni nokkr- um Baldvin! Ríkisstjórn og Alþingi, ásamt Kastljóss-yfirlýsingaglöðum seðla- bankastjóra sem gaf taktinn, gáfu hér með krataforingjanum breska, í löð- urmannlegri viðleitni hans til að hysja upp um sig buxurnar gagnvart eigin kjósendum, átyllu til að grípa til nefndra hryðjuverkalaga, sem kné- settu þar með Kaupþing að bragði. Þessi framvinda eyðilagði í einu vet- fangi orðspor Íslands erlendis, geir- negldi fyrir erlendan lánamarkað og of- urfelldi íslensku krón- una. Hinir svokölluðu Ice- Save-samningar, sem verðskulda nafnið „tungukoss dauðans“ og sem stjórnvöld ætluðu að kokgleypa og berja í gegnum þingið, þó þeir fælu í sér efnahagslegt fullveldisafsal, minna á hina illræmdu Versala- samninga sem þröngvað var upp á Þjóðverja eftir fyrri heims- styrjöld og kostuðu nýja heimsstyrj- öld. Með setningu og útfærslu neyð- arlaganna var þegnum þessa lands mismunað herfilega. Ég endurtek: Þegnum þessa lands! Vitaskuld gufuðu allar innistæður upp eins og dögg fyrir sólu við fall bankanna, en með setningu neyð- arlaganna fengu innistæðueigendur allt tryggt í topp sem ella hefðu ekki fengið krónu umfram 3 milljónir úr tryggingasjóðnum. Og allir þeir sem voru búnir að umbreyta krónuinn- istæðum sínum í erlendan gjaldeyri í tæka tíð fengu glæstan happdrætt- isvinning við ofurfall krónunnar, enda líka ríkistryggðir í topp með hinum nýju lögum. Flumbrugjörningar stjórnvalda til að bregðast við mestu efnahags- hamförum heimsins á síðari tímum (sennilega svarandi til tveggja stafa tölu á Richterkvarða) opinberast á heimavelli í því að byrðunum hefur verið varpað á illa setta skuldara á meðan ríkari hluti þjóðarinnar er með sitt á þurru í krafti neyðarlag- anna. Stjórnvöld hafa ekki látið hér við sitja heldur keypt ónýta pappíra pen- ingamarkaðssjóða (líklega þriggja stafa tala í milljörðum). Velta á við hverjum steini segja talsmenn ríkisstjórnarinnar og af- létta bankaleynd að mestu. Með leyfi að spyrja, má vænta þess að hinir löngu, dýru og sívaxandi rannsókn- ararmar Evu Joly (sem haldið er uppi af skattgreiðendum) nái inn á inni- stæðureikninga allra þeirra sem um þessi neyðarlög véluðu? Hverjir græddu mest á lögunum? Hvaðan eiga svo þessar svimandi upphæðir, hundruð ef ekki þúsund milljarða, að koma til að standa undir áfyllingunni á hálftóma reikninga innistæðueigenda? Jú, (rétt til getið!) að stórum hluta frá skattgreiðendum. Þeir sem skulda, hvort sem það eru verðtryggð lán eða gjaldeyrislán, sitja ekki bara uppi með tröllaukna hækkun skulda, heldur er þeim gert í formi aukinnar skattbyrði að borga að stórum hluta útlagðan kostnað rík- issjóðs til innistæðueigenda og eig- enda peningamarkaðsbréfa. Tillögur hafa komið fram á Alþingi um að skil- greina aðstoð við skuldara sem fé- lagslega aðstoð. Ef slíkt yrði gert þá hlýtur sú klásúla í neyðarlögunum sem kveður á um 100% tryggingu innistæðueigenda að rata beint í heimsmetabók Guinness yfir fé- lagslega aðstoð. Það er svo kapítuli út af fyrir sig að eftir „Hrunið“ er litið á tómhenta gjaldþrota hluthafa nánast sem holdsveika, enda ekki einu sinni rætt um aðstoð við þá þó svo að stjórnvöld hafi hvatt allan almenning á sínum tíma til að kaupa hlutabréf í bönkum og hvaðeina og veitt skattaafslátt út á slíka „dyggð“. Sitjandi ríkisstjórn er uppfull af fagurgala um að mismuna ekki þegn- unum við að standa undir byrðunum. Allir verði að standa saman, heitir það. Þetta virðast algjörlega inni- stæðulausir þrasar. Hver kanínan rekur aðra sem rík- isstjórnin dregur upp úr hatti sínum í sjónhverfingaleiknum „að jafna byrð- arnar“. Á móti nýboðuðum lækk- unum höfuðstóla íbúðalána koma stórfelldar vaxtahækkanir og allt í þeim dúr. Tungukoss dauðans Eftir Daníel Sigurðsson » ... eftir að þóttafullt andlit breska for- sætisráðherrans birtist eins og vofa við sjón- deildarhringinn, steytti fleyið fljótlega á borgar- Ice-(save)-jaka. Daníel Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka að- sendra greina SÚ VAR tíðin að Haraldur hárfagri of- bauð mönnum með sköttum að sagt var. Fóru þá margir til Ís- lands í skattaskjólið þar. Þótt enn sé reynt að telja okkur hér í átt- hagafjötrunum trú um að við séum enn með lægri skatta en frænd- ur vorir þá blöskrar mér rangfærslurnar. Ég fór fyrst til Noregs fyrir tæpum 50 árum og taldist mér til að laun hér væru þrem sinnum hærri en þar. Í dag hefur þetta snúist við og er furðu- legt þar sem munurinn á þjóð- artekjum á mann er bara 20%. En skattarnir? Fróðlegt er að bera þetta lauslega saman í dag. Þá kemur greinilega í ljós að Haraldur skatta- kóngur hinn hárfagri virðist heldur betur afturgenginn á landi hér. Ég ber saman sömu tekjur í báðum löndum í íslenskum krónum (reikna 22 ISK í einni norskri) og ber saman tvo einhleypinga í báðum löndunum árið 2009: Noregur Ísland Atvinnutekjur 1.933.580 1.933.580 Líteyrissjóðstekj. 3.302.048 3.302.048 Laun alls 5.235.625 5.235.625 Þetta kunna að virðast há laun hér á landi, en norsku launin gefa há- marks frádrátt, sem er reiknaður 36% af atvinnutekjum og 26% af lífeyri eftir ákveðnum reglum. Frádráttur því 1.547.700 0 Persónufrádrátur 897.600 506.450 Lífeyrisgreiðslur 249.876 77.342 (4%) En Norðmenn eiga kost á meiri afslætti en hér er tekinn með. Hins vegar þurfa þeir að greiða 7,8% heildar- atvinnutekna í Lífeyrissjóð lands- manna og 3% í sama sjóð af heildarlíf- eyri, en þetta gerir samtals 249.876 og en hér er lágmark 4% og frádrátt- arbært. Ekki eru lífeyrisgreiðslur í Noregi frádráttarbærar. Skattaprósenta 28% 37,02% Skattar 781.209 1.403.146 (úr töflu) (að frádr. persafsl.) Hér eru skattarnir mun hærri (80%!) Enginn hátekjuskattur er á svona lágum tekjum í Noregi en hann er annars fyrst 9% og hækkar í 12% með tekjum.. Séu nú skatta- og lifeyrisútgjöld einstaklinganna lögð saman fæst: 1.031.085 1.480.486 (19,7% tekna) (28,2% tekna) Ráðstöfunartekjur: 4.207.279 3.755.137 Það er því tekið frá þeim íslenska um 44% meira en af niðjum Haraldar hárfagra. En ráðamenn okkar reyna að telja okkur trú um að þetta sé bæði best og lægst hér þrátt fyrir allt. Þetta minnir óneitanlega á áróðurs- aðferð Hitlers sáluga: Endurtaka bara lygina svo oft að henni verði trú- að! Bæði er lífeyriskerfi Norðmanna betra en hér (enda borga þeir meira í það en við í okkar) og skattar þar miklu lægri þótt maður tali ekki um tímakaupið. Almannatryggingar frænda vorra eru miðaðar við að greiða 60-70% síðustu launa eftir 40 ár, en hér er það smám saman að leggja upp laupana. Þá eru þar í landi líka lífeyrissjóðir fyrirtækja og þarf ekki nema 30 ár til að ná því sem þarf til að fara á 100% ellilífeyrislaun og stundum án þess að þurfa að greiða í þá, því atvinnurekandinn gerir það. Lífeyrisjóðir stéttarfélaga hér á landi voru nú víst einu sinni hugsaðir á sama hátt til að bæta upp almanna- tryggingarnar. Besta lífeyris- og skattakerfi Norðurlandanna eða hvað? Eftir Pálma Stefánsson » Samanburður á sköttum einstak- lings hér og í Noregi með sömu árstekjur í desember 2009 sem sýn- ir að skattbyrðin er meira en tvöfalt hærri hér. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.