Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SKULDIR sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu nema samtals um
411 milljörðum króna. Staðan er mis-
jöfn, sum skulda nánast ekki neitt á
meðan önnur glíma við nánast ókleif
skuldafjöll. Í nokkrum tilvikum mun-
ar töluvert um svonefndar skuldbind-
ingar utan efnahagsreiknings en þær
eru ekki tilgreindar sem skuldir í
fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna
og geta því auðveldlega farið framhjá
grunlausum kjósendum.
Álag dugar ekki fyrir leigu
Á Álftanesi nema leiguskuldbind-
ingar sem bæjarfélagið hefur gert
vegna íþróttamannvirkja um þremur
milljörðum. Eftir nýlega, tíma-
bundna, lækkun á leigunni er skuld-
bindingin orðin að um 2,1 milljarði.
Leigugreiðslur lækkuðu þar með í
155 milljónir á ári en það er um 50
milljónum meira en sú fjárhæð sem
bæjarstjórn Álftaness telur að fáist
með að leggja 10% álag á útsvar íbú-
anna og hækka fasteignaskatta.
Þótt leiguskuldbindingarnar séu
utan efnahagsreiknings sveitarfé-
lagsins og ekki flokkaðar sem skuldir
eru áhrifin á greiðslugetu sveitarfé-
lagsins þau sömu; greiðslurnar verð-
ur að inna af hendi, rétt eins og af-
borganir af skuldum.
Álftanes er þó síður en svo eina
sveitarfélagið sem er með skuldbind-
ingar utan efnahags eins og sést á
meðfylgjandi töflum.
Reykjavíkurborg er með lang-
mestu skuldbindingar utan efnahags
eða um 320 milljarða. Af þeirri upp-
hæð eru um 194 milljarðar vegna
ábyrgða fyrir Orkuveitu Reykjavíkur
og önnur borgarfyrirtæki sem til-
heyra B-hluta borgarsjóðs. Ábyrgð-
irnar eru því í raun innifaldar í skuld-
um þeirra og þær koma skýrt fram í
fjárhagsáætlun. Þá er borgin í ábyrgð
fyrir um 110 milljörðum fyrir Lands-
virkjun. Eftir standa um 17 millj-
arðar sem eru skuldbindingar vegna
starfsemi sem að mestu eða öllu leyti
fellur undir hefðbundna borg-
arstarfsemi (A-hluta), s.s. rekstur
íþróttahúsa, og þar er reyndar einnig
að finna skuldbindingu vegna Hörpu,
tónlistar- og ráðstefnuhússins o.fl.
Skuldbindingarnar koma þó ekki
fram sem skuldir í fjárhagsáætlun
eða í ársreikningum. Væru þær
reiknaðar sem skuldir væru skuldir
A-hluta borgarsjóðs 60 milljarðar en
ekki 42,8 milljarðar.
Hér er því alls ekki haldið fram að
sveitarfélög velji meðvitað að stofna
til skuldbindinga utan efnahags frem-
ur en að færa þær sem skuldir. Í
mörgum tilfellum er um að ræða
skuldbindingar sem ekki er hægt að
færa sem skuldir en í öðrum tilvikum
hefði allt eins mátt skuldfæra þær.
Sveitarstjórnarmenn ættu þó að hafa
í huga að íbúar eru fæstir vanir að
lesa út úr ársreikningum og fáum
dettur í hug að kíkja á skýringar með
ársreikningum, en þar er sundurliðun
á skuldbindingum utan efnahags að
finna. Margar slíkar skuldbindingar
eru lítt frábrugðnar raunverulegum
skuldum, t.d. skiptir litlu máli í raun
og veru hvort sveitarfélag tekur lán
fyrir íþróttahúsi eða gerir bindandi
leigusamning.
Menning myndar ekki eign
Gísli Hlíðberg Guðmundsson,
borgarbókari hjá Reykjavíkurborg,
segir að færsla skuldbindinga utan
efnahags hjá borginni sé í samræmi
við reikningsskilareglur. Í sumum til-
fellum sé óeðlilegt að færa skuldbind-
ingar sem skuldir í efnahagsreikn-
ingi. Slíkt gæti t.d. ekki gengið þegar
gerðir væru samningar til nokkurra
ára um styrki til menningarstarfsemi.
Þeir mynduðu ekki eign þótt þeir
væru væntanlega verðmætir í augum
borgarbúa. Greiðslur vegna leigu-
greiðslna og skuldbindinga utan efna-
hags væru gjaldfærðar í rekstr-
arreikningi á greiðsludegi og kæmu
því fram í fjárhagsáætlun sem rekstr-
argjöld. Gísli Hlíðberg sagði þessi
mál nú í skoðun hjá reikningsskila- og
upplýsinganefnd sveitarfélaga og
ekki ólíklegt að reglur yrðu túlkaðar
þrengra þannig að einhverjar skuld-
bindingar sem eru nú utan efnahags
yrðu færðar inn í efnahagsreikning,
bæði sem skuld og eign.
Skulda ekki bara skuldir
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skulda samtals 411 milljarða Þar af er 251 milljarður vegna
Orkuveitu Reykjavíkur Ofan á fjallháar skuldir bætast stundum skuldbindingar utan efnahags
Skuldastaða sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu er misjöfn.
Sum skulda meira en önnur og
mörg þeirra skulda mun meira en
skuldirnar.
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið sunnudag frá kl. 12-18
laugardaga frá kl. 10-22
virka daga kl. 10-20
Gefðu hlýja gjöf
Yfirhafnir kvenna, frábært úrval
Úlpur • ullarjakkar/kápur • peysur
dúnkápur/úlpur • húfur
Ólafur Nilsson, formaður eftirlits-
nefndar með fjármálum sveitarfé-
laga, vill setja reglur um hversu
mikið sveitarfélög megi skuldsetja
sig. Tiltölulega auðvelt sé að sjá
hvaða möguleika sveitarfélagið
hafi á að greiða skuldir og þegar
þeir útreikningar liggi fyrir sé
hægt að setja skuldaþak. Slíkt
skuldaþak ætti að binda í lög og
reglur.
Þá bendir Ólafur á að verið sé að
gera reglur um skuldbindingar ut-
an efnahags skýrari. Hann sé
þeirrar skoðunar að sveit-
arfélögum sem öðrum beri að fara
með rekstrarleigusamninga til
langs tíma vegna sérhæfðra fast-
eigna líkt og fjármögnunarleigu-
samninga, þ.e. sem eignir og
skuldir í efna-
hagsreikn-
ingum en ekki
sem skuldbind-
ingar utan
efnahags.
Sérstakar
reglur um
þetta efni eru í
gildi fyrir sveit-
arfélög.
Aðspurður
segir Ólafur að eðlilegt hefði verið
að færa leigusamning vegna
íþróttahússins á Álftanesi bæði til
eignar og skuldar, enda sé um að
ræða mjög sérhæft húsnæði sem
eingöngu sé notað fyrir starfsemi
sveitarfélagsins.
Vill setja skuldaþak á sveitarfélög
Samanburður milli sveitarfélaga
Skuldbindingar Skuldir og
Skuldir A- og B-hluta utan efnahags skuldbindingar
Fjárhagsáætlun 2010 Ársreikningar utan efnahags
Milljarðar Milljarðar Milljarðar
Reykjavík 3261) 17,4 343,4
Ábyrgðir A-hluta til þriðja aðila 304,52) 304,52)
Hafnarfjörður 37 1,8 38,8
Kópavogur 33,1 4,2 37,3
Mosfellsbær 5,9 0,3 6,2
Álftanes 4,4 33) 4,4
Seltjarnarnes 0,321 0,321
Garðabær 4,6 1,54) 4,6
Alls 411,3 435,0
(545,05))
5) Að meðtaldri ábyrgð Reykjavíkur-
borgar á hluta af skuldum Landsvirkjunar.
1) Þar af eru skuldir og skuldbindingar
A-hluta borgarsjóðs 42,8 milljarðar en
ríflega 60 milljarðar ef tekið er tilliti
til skuldbindinga utan efnahags sem
falla undir starfsemi A-hluta. Skuldir
B-hlutans nema því 283 milljörðum.
Þar af er hlutur Orkuveitu Reykjavíkur
251 milljarður.
2) Um 188,5 milljarðar eru vegna
ábyrgða við OR og 6 milljarðar vegna
fyrirtækja borgarinnar en þegar er búið
að gera grein fyrir skuldum þeirra í
fjárhagsáætlun, skv. upplýsingum frá
Reykjavíkurborg. Þá er borgin í 110
milljarða ábyrgð vegna Landsvirkjunar.
3) Búið er að semja um tímabundna
lækkun. Ef hún verður varanleg lækkar
skuldbindingin í um 2milljarða.
4) Einkum vegna 1. áfanga Sjálandsskóla
Skuldbindingar Reykjavíkur utan efnahags 2009
Starfsemi sem
tilheyrir B-hluta
Starfsemi sem fella
mætti undir A-hluta
Rekstrar- og þjónustusamningar Milljónir Milljónir
Styrkir á vegum borgarráðs 124,4
Styrkir vegna menningarmála 2.159
Styrkir vegna ÍTR 275
Stykir og þjónustusamningar vegna velferðarmála 442
Húsaleigu- og rekstrarleigusamningar 53
Leigusamningur vegna Aðalstrætis 2 128,6
Rekstrarleigusamningur vegna Landsnámsskála 331,2
Rekstrarleigusamningur vegna Íþrótta- og sýningarhallar 2.116
Rekstrarleigusamningur vegna yfirbyggðs knattspyrnuvallar 2.544
Tónlistar- og ráðstefnuhús 5.187
ÍBR vegna reksturs og viðhalds Skautahallar 62,5
KSÍ vegna reksturs og viðhalds Laugardalsvallar 3,3
Verksamningar hjá Eignasjóði 2.807
Rekstrarleigusamnignar Eignasjóðs. 32,7
Skuldbindingar bílastæðasjóðs 800
Samt: 17.066
Ábyrgðir til þriðja aðila
Vegna kirkjubygginga 334,5
Landsvirkjun 110.164
Félagsbústaðir 2.583
Skuldbindingar
Faxaflóahafnir 1.275
Orkuveita Reykjavíkur 188.517
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins 7,7
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 904,6
Sorpa 323,4
Strætó 805
Samtals 17.400 304.580 Ólafur
Nilsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fallist á varakröfu Fjárfest-
ingarfélagsins Gaums um að úr-
skurður yfirskattanefndar verði að
hluta felldur úr gildi og að í stað
tæplega 670 milljóna króna tekna
vegna sölu á eignarhluta í Bónus ár-
ið 1998 skuli Gaumur tekjufæra 175
milljónir.
Gaumur krafðist þess aðallega að
tekjufærslan yrði felld niður. Þá
krafðist Gaumur þess einnig að
tekjuviðbót á árinu 2001 að fjárhæð
rúmlega 1,2 milljarðar króna vegna
sölu á hlutabréfum í breska félaginu
Arcadia yrði felld niður eða lækkuð
en á það var ekki fallist.
Málið var höfðað vegna úrskurðar
ríkisskattstjóra árið 2004, sem end-
urákvarðaði opinber gjöld Gaums
fyrir árin 1999 til 2003 á grundvelli
rannsóknar skattrannsóknarstjóra
ríkisins. Gaumur kærði úrskurð rík-
isskattstjóra til yfirskattanefndar,
sem staðfesti hann árið 2007. Gaum-
ur höfðaði þá mál vegna tveggja liða.
Annað þeirra varðaði verðmat á
25% eignarhluta í Bónus, sem látinn
var í skiptum ásamt hlutum í öðrum
félögum og greiðslu í peningum
vegna kaupa á 25% hlutafé í Hag-
kaupum árið 1998. Héraðsdómur
féllst á það sjónarmið Gaums, að
ekki væri réttmætt að miða verðmat
25% eignarhluta í Bónus við dag-
setninguna 3. eða 19. júní 1998 held-
ur yrði að miða mat á eðlilegu verði
við mun eldri dagsetningu þar sem
tekið væri tillit til aðstæðna og að-
draganda samningsins.
Hitt varðaði viðskipti með hluta-
bréf í Arcadia Group PLC á árunum
2000 og 2001 og skattlagningu sölu-
hagnaðar þegar hlutabréfin voru
lögð inn í A Holding S.A. og skipt á
bréfum í því félagi og hlutbréfum í
Baugi. Fram kemur í dómnum, að A
Holding hafi verið stofnað um eign-
arhald í hlutum í Arcadia Group. Fé-
lagið var stofnað í Lúxemborg í jan-
úar 2001 af tveimur félögum
skráðum til heimilis í pósthólfum á
Bresku jómfrúaeyjum en stjórnað af
starfsmanni Kaupþings í Lúxem-
borg.
Gaumur hélt því fram að dóttur-
félag þess, Gaumur Holding AS,
hefði í raun verið eigandi hlutabréf-
anna í Arcadia þegar þau voru lögð
inn í A Holding. Héraðsdómur segir
hins vegar að gögn málsins sýni með
fullnægjandi hætti að Gaumur hafi
verið kaupandi hlutabréfanna í Ar-
cadia en að hugmyndir hafi komið
fram þegar liðið var á árið 2001 að
það yrði skattalega hagstæðara að
Gaumur Holding væri talinn eiga
hlutabréfin þannig að ekki kæmi til
skattgreiðslna á Íslandi þegar þau
yrðu lögð inn í A Holding.
Gaumur átti sjálfur
bréfin í Arcadia
Morgunblaðið/Golli