Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 35

Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Inn til lendingar Dúfurnar flugu að þaki Tjarnarskóla og það var engu líkara en þær byggju sig til lendingar líkt og flugvélarnar skammt handan við Tjörnina. Árni Sæberg SÍÐUSTU daga hef- ur sá sem þetta ritar enn og aftur mátt búa við það að í umfjöllun fjölmiðla eru hafðar uppi miklar rangfærslur um tildrög þess að hann seldi hlutabréf sín í Landsbanka Íslands um miðjan september 2008. Vera má að það sé fyr- irfram vonlaust að ætla sér að leiðrétta slíkt, en lái mér hver sem vill, þótt ég reyni það. Ég ætla að nefna tvennt: 1.) Fullyrt er í fréttum að á fundi í Seðlabanka Íslands 31. júlí 2008 hafi verið rædd alvarleg staða bankanna og að ég hafi látið bóka að það gæti orðið banabiti bankanna ef upplýs- ingar um stöðu þeirra yrðu á allra vitorði. Því næst hafi ég gengið í að selja hlutabréf mín í Landsbank- anum. Hið rétta er að á þessum tíma hafði um langt skeið legið fyrir op- inberlega að lánshæfismatsfyrirtæki og alþjóðastofnanir hefðu áhyggjur af því að íslensku bankarnir stæðu frammi fyrir miklum vanda varðandi endurfjármögnun, bæði vegna mikils vaxtar árin á undan og vegna ástandsins á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Það var almenn vitneskja að bankarnir hefðu m.a. brugðist við sínum endurfjármögn- unarvanda með aukinni innlána- söfnun erlendis. Hins vegar höfðu farið af stað opinberar umræður, ekki síst í Bretlandi, þar sem sjónum var beint að því að það væri inn- stæðutryggingakerfi heimaríkisins sem stæði á bak við innstæðutryggingar í erlendum útibúum. Hafði hin opinbera umræða ekki síst snú- ist um Icesave- reikninga Lands- bankans í Bretlandi sem voru í útibúi og hafði í því sambandi m.a. verið vakin at- hygli á litlum burðum hins íslenska trygg- ingasjóðs innstæðu- eigenda. Var frá því greint opinberlega að nokkurt út- streymi hefði orðið af Icesave- reikningunum í framhaldinu. Málið var m.a. rætt í breskri þingnefnd í júlí 2008 og frá því greint op- inberlega. Nokkurt hlé varð síðan á þessari opinberu umfjöllun. Um svipað leyti hófust viðræður milli Landsbankans og breska fjármála- eftirlitsins um flutning Icesave- reikninganna úr útibúi yfir í dótt- urfélag. Fundurinn hinn 31. júlí 2008 var ekki fundur sem Seðlabankinn stóð fyrir, heldur fundur í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. Þar var greint frá stöðunni í viðræðum Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins sem voru þá enn á frumstigi og nokkur áherslumunur uppi milli aðila. Í fundargerð þessa fundar samráðs- hópsins kemur fram að ég hafi sagt að ég teldi að það gæti orðið banabiti fyrir bankana ef umræðan færi af stað um veikleika Tryggingasjóðs- ins. Þar var ég að sjálfsögðu að vísa til þeirrar opinberu umfjöllunar sem átt hafði sér stað í Bretlandi nokkru áður og hafði þá leitt til nokkurs út- flæðis af innlánsreikningum Lands- bankans. Var augljóst að það hefði getað valdið áhlaupi breskra inn- stæðueigenda ef endurnýjuð og auk- in umræða hefði farið af stað um að mikill vafi léki á því að hægt yrði að standa undir innstæðutryggingum. Slíka ályktun gat hver heilvita mað- ur dregið og þurfti ekki innherja- upplýsingar til. Fjárhagsstaða bank- anna, afkoma og álagsþol voru hins vegar talin í góðu lagi á þessum tíma, og raunar alveg fram að falli bank- anna í byrjun október 2008. En þvert á það sem nú er fullyrt seldi ég ekki hlutabréf mín í Landsbankanum á þessum tímapunkti, einmitt vegna þess að ég taldi ekki rétt að gera það við þessar aðstæður. Myndin breytt- ist síðan. Um miðjan september 2008 var staðan sú að skýrsla bresku þing- nefndarinnar um innstæðutrygg- ingar erlendra banka í Bretlandi sem vitað hafði verið að væri í vinnslu var komin út og hafði ekki valdið neinum óróleika, útflæði af Icesave- reikningum hafði stöðvast, skriður var kominn á viðræður um flutning Icesave-reikninga Landsbankans úr útibúi yfir í dótturfélag sem var þá um leið til þess fallinn að létta af óvissu um stöðu Tryggingasjóðs inn- stæðueigenda og ekki var annað vit- að en að bankarnir væru búnir að leysa sín endurfjármögnunarmál til næstu framtíðar. Það var þegar þetta lá fyrir sem ég lét verða af því að selja hlutabréf mín í Landsbank- anum. Þetta hef ég rakið áður, bæði í blaðagrein sem birtist í lok janúar 2009 og enn ítarlegar í bréfum og fylgigögnum til Fjármálaeftirlitsins þegar málið var þar til athugunar. 2.) Fullyrt hefur verið að þar sem fyrir liggi að ég hafi ásamt fleirum átt fund með bankastjórum Lands- bankans hinn 13. ágúst 2008 hafi ég sagt ósatt um það í bréfi til Fjár- málaeftirlitsins að ég hefði aldrei átt nein samskipti við stjórnendur Landsbankans. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Það var í því samhengi sem ég nefndi efnislega að ég hefði aldrei prívat og persónulega átt nein sam- skipti við stjórnendur Landsbankans eða annarra fjármálafyrirtækja og ekki sótt neina hluthafafundi hjá þeim. Hluthafafundir eru eins og nafnið bendir til fundir hluthafa. Með þessu var ég að koma því til skila að hlutabréfaeign mín í Lands- bankanum hefði ekki leitt til neinna samskipta af minni hálfu við stjórn- endur Landsbankans eða annarra fjármálafyrirtækja. Þótt málefni bankanna eða fjár- málamarkaðarins hafi á þessum tíma ekki heyrt undir fjármálaráðuneytið kom það stöku sinnum fyrir í áranna rás – og var ekkert leyndarmál – að fulltrúar ráðuneytisins – og þar með talið sá sem hér heldur á penna – tækju þátt í fundum með stjórn- endum bankanna, yfirleitt með fulltrúum annarra ráðuneyta. Í um- ræddu bréfi til Fjármálaeftirlitsins var ég að sjálfsögðu ekki að reyna að sverja af mér slíka fundi, hvorki fundinn með bankastjórum Lands- bankans 13. ágúst 2008 né aðra fundi með fjármálafyrirtækjum, enda eng- in ástæða til. Má nefna í því sam- bandi að umrædds fundar með bankastjórum Landsbankans var samkvæmt minni ábendingu getið í svari fjármálaráðuneytisins til Rannsóknarnefndar Alþingis sem sent var meðan Fjármálaeftirlitið hafði umrædd hlutabréfaviðskipti til skoðunar, en rannsóknarnefndin hafði m.a. spurst fyrir um fundi sem fulltrúar ráðuneytisins kynnu að hafa átt vegna inneigna á erlendum innlánsreikningum í íslensku bönk- unum, flutnings þeirra í erlend dótt- urfélög eða ábyrgðar á innlánunum. Tekið skal fram að upplýsingar og gögn sem fram komu á fundinum með bankastjórum Landsbankans hinn 13. ágúst 2008 voru allt saman upplýsingar og gögn sem rækilega hafði verið gerð grein fyrir á vett- vangi samráðshóps þriggja ráðu- neyta, Fjármálaeftirlits og Seðla- banka og bókað um í fundargerðum samráðshópsins sem Fjármálaeft- irlitið átti í sínum fórum og þekkti til, eins og fyrrverandi forstjóri Fjár- málaeftirlitsins hefur nú staðfest í fjölmiðlum. Eftir Baldur Guðlaugsson » Fjármálaeftirlitið spurðist aldrei fyrir um það hvort ég hefði tekið þátt í einhverjum fundum með stjórn- endum Landsbankans. Í bréfi til Fjármálaeftir- litsins dags. 18. nóv- ember 2008 gerði ég grein fyrir hlutabréfa- eign minni í Landsbank- anum og tildrögum þess að ég seldi. Baldur Guðlaugsson Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Rangfærslur enn og aftur ÞESSI ögrandi spurning var þema dagsins á ársfundi Umhverfis- stofnunar og náttúruverndarnefnda. Reyndar var spurningin heldur lengri og hnitmiðaðri eða „hvernig getur verndun og aukin þekking á náttúru Íslands ýtt undir nýsköpun og aukið atvinnu á landsbyggðinni“? Það eitt og sér að Umhverfis- stofnun setur fram þessa spurningu er áhugavert og gefur tóninn í nýrri hugsun. Ef til vill er spurningin sett fram til að gera náttúruvernd fýsi- legri kost í augum landeiganda og sveitarfélaga en náttúruvernd hefur stundum verið hamlandi fyrir þessa aðila og dregið úr möguleikum þeirra til að nýta landið til eigin ábata og lífsviðurværis. Hver sem tilgangurinn er hjá Umhverfis- stofnun þá hefur hún nú gefið spilin og það er ljóst að þessi hugsunar- háttur getur leitt til mikilvægra framfara- skrefa sem styðja okkur sem þjóð til að lifa í sátt við landið og náttúruna. Sú hugmynd að nýsköp- un og náttúruvernd geti átt samleið var greini- lega ögrandi og ný fyrir marga fyrirlesarana og átti það líka við und- irritaða. Hjá flestum kom fram sterkur vilji til að finna leiðir til að tvinna saman náttúruvernd og nýsköpun þannig að náttúran, atvinnulíf og mannlíf megi blómstra. Ýmsir settu fram skilgreiningar á verndun með tilliti til einhvers konar stýrðrar nýtingar. Einnig kom fram að það þurfi að vera afar skýrt hvað verið er að vernda á hverju vernd- unarsvæði fyrir sig þannig að árangurinn verði sem mestur. Um leið verður líka ljóst hvað megi nýta og það er skyn- samlegt að ýta undir nýtinguna og atvinnu- uppbyggingu í tengslum við hana. Fyrirlesarar komu með ýmis for- vitnileg dæmi og hugmyndir um hvað væri hægt að gera á mismun- andi svæðum. Meðal annars voru ræddar spennandi hugmyndir um sjálfbæra ferðaþjónustu, til dæmis ferðaþjónustu fyrir fuglaskoðara og þá sem hefðu áhuga á kynlífi fiska og nýtingu virkra efna í jarð- argróðri. Á ársfundi Umhverf- isstofnunar voru margir lykilmenn á þessu sviði svo sem fulltrúar um- hverfis- og náttúruverndarnefnda sveitafélaganna og ýmissa þekking- arstofa víðs vegar um land og það var áhugavert og spennandi að hlusta á skoðanir þeirra, þar á með- al Háskólasetursins í Hornafirði og Landgræðslunnar. Undirrituð sótti fundinn sem fyrirlesari og formaður umhverfisnefndar Álftaness. Mér hefur oft verið hugsað til málshátt- arins „heilbrigð sál í hraustum lík- ama“ þegar kemur að náttúruvernd og langar mig að snúa honum upp á þjóðina og landið og segja: „sterk þjóð í hreinu landi“. Það er mikið gleðiefni að sjónir manna beinist nú í auknum mæli að tækifærunum sem felast í náttúruvernd. Nýsköp- un, atvinnuuppbygging og nátt- úruvernd eiga samleið með ýmsum hætti. Íslenska þjóðin er í einstakri stöðu til að sýna fram á það með mikilli sérþekkingu, hugviti, nýjum gildum og nýsköpunarmenningu í verkfærakistunni. Eiga náttúruvernd og nýsköpun samleið? Eftir Höllu Jónsdóttur » Það er mikið gleði- efni að sjónir manna beinist nú í auknum mæli að tækifærunum sem felast í náttúru- vernd. Höfundur vinnur á Nýsköpunar- miðstöð Íslands og er formaður Umhverfisnefndar Álftaness. Halla Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.