Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. 0000 Jólagjöf veiðimannsins www.veidikortid.is 32 vatnasvæði á aðeins kr. 6.000 Fæst hjá N1, veiðivöruverslunum, www.veidikortid.is og víðar Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is FYRIRHUGAÐAR breytingar stjórnvalda á skattkerfinu hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að flækja kerfið með þrepa- skiptingu sem svo leiðir til ýmissa vandkvæða. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd hefði verið býsna einfalt að ná fram þeim tekjujöfnunaráhrifum sem skatta- breytingum er ætlað að kalla fram í núverandi kerfi: Eingöngu hefði þurft að hækka tekjuskattspró- sentuna upp í 43% og hækka per- sónuafsláttinn upp í 65 þúsund krónur. Þessu myndi fylgja umtalsvert hagræði þar sem að ekki þyrfti að laga öll launakerfi í landinu að breyttu skattkerfi. Auk þess kæmi þetta fyrirkomulag í veg fyrir það óhagræði fyrir launþega sem hlýst af eftirágreiðslum á borð við það sem getur komið upp þegar ein- hver er í tveim störfum í þrepa- skiptu skattkerfi. Ekki skiptir litlu að þessi leið gerði auðveldara að breyta kerfinu á ný í samræmi við breyttar aðstæður í hagkerfinu. Skattabreytingar óþarfar Tekjujöfnunar- markmið nást í nú- verandi skattkerfi Tekjuskattur Laun: 200 þ. 400 þ. 600 þ. 800 þ. 1.000þ. 1.200þ. 1.400þ. 1.600þ. 1.800þ. 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Prósenta skv. frumvarpi Breytt prósenta og hærri persónuafsláttur Núverandi prósenta Þetta helst ... ● STYRKUR Invest, sem áður hét BG Capital og átti tæplega 40% hlut í FL Group, var tekinn til gjaldþrotaskipta þann 6. október sl. Innköllun krafna birtist í Lögbirtingablaðinu á mánu- daginn og hafa kröfuhafar tveggja mán- aða frest til að lýsa kröfum sínum í þrotabúið. Styrkur Invest var að fullu í eigu Baugs, en 8. apríl 2008 var FL Group-hlutum Haga, Eignarhaldsfélags- ins ISP og 101 Capital rennt inn í Styrk. ivarpall@mbl.is Styrkur í gjaldþrot ● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi gerst brotlegur við skilyrði sem eftir- litið setti fyrirtækinu og og þannig rask- að með alvarlegum hætti samkeppni frá minni keppinautum. Leggur Sam- keppniseftirlitið 150 milljónir króna sekt á Símann fyrir að láta efni Skjásins fylgja frítt með ADSL-tengingum. Samkeppniseftirlitinu barst kæra frá TSC ehf. þar sem því var haldið fram að Síminn hefði brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnis- ráðs um samruna Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf ár- ið 2005. Síminn sendi frá sér frétta- tilkynningu í kjölfar ákvörðunarinnar, þar sem sagði að fjölmargar sjónvarps- stöðvar hefðu verið án endurgjalds á dreifikerfi Símans. „Það er því nauðsyn- legt fyrir Símann að fara afar vel yfir tæknilegar forsendur þessarar ákvörð- unar. Fjárhæð sektarinnar gefur auk þess tilefni til kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Samkeppniseftirlitið sektar Símann ● EVRÓPSKI seðlabankinn gerir ráð fyrir að bankar á evrusvæðinu þurfi að af- skrifa lán að andvirði 553 milljarða evra vegna fjármálakreppunnar. Þetta kemur fram í nýrri fjármálastöðugleikaspá bankans og hafa sérfræðingar hækkað matið um 65 milljarða evra frá því í síðasta mati. Matið er hækk- að vegna nýrra upplýsinga um þróun eignaverðs í Mið- og Austur-Evrópu. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrsl- unni að dregið hafi verulega úr áhættu í fjármálakerfinu á evru- svæðinu vegna stjórnvaldsaðgerða, ákvarðanna við stjórn peningamála- stefnunnar og aðgerða sjálfra bank- anna til þess að styrkja efnahags- reikning sinn. Tap banka á evrusvæð- inu meira en ætlað var Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is RAUÐSÓL ehf. greiddi ríflegt yf- irverð miðað við verðmat sérfræð- inga þegar félagið keypti eigin bréf af þrotabúi Fons. Fons var áður í eigu athafnamannsins Pálma Har- aldssonar. Þrotabú Fons lét gera verðmat á 26,12% eignarhlut Fons í Rauðsól og niðurstaða matsins var sú að eignarhluturinn væri einskis virði. Hinn 31. október síðastliðinn var gengið frá sölu á hlut Fons í Rauðsól, en eina eign þess félags er fjölmiðlasamsteypan 365 miðlar. Söluverð liggur ekki fyrir, en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst greiddi Rauðsól vel undir 100 millj- ónum fyrir hlutinn. Aðaleigandi Rauðsólar er Jón Ásgeir Jóhann- esson. Þrotabú Fons taldi því afar hag- stætt fyrir kröfuhafa félagsins að ganga að tilboði Rauðsólar. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Fons, segir í samtali við Morgunblaðið að eig- endur Rauðsólar hafi haft frum- kvæði að kaupunum. Ákveðið hafi verið að ganga að tilboði þeirra í ljósi þess hversu hátt verð var boðið fyrir hlutinn, miðað við verðmatið. Fáum dögum eftir að gengið var frá kaup- um Rauðsólar á eigin bréfum af þrotabúi í Fons gekk samruni Rauð- sólar við 365 miðla endanlega í gegn, en samruninn tekur gildi 1. janúar næstkomandi. Í nóvember 2008 keypti Rauðsól fjölmiðlahluta 365 á einn og hálfan milljarð króna, og með í kaupunum fylgdi 4,4 milljarða rekstrarskuld 365. Samkvæmt því mátu eigendur Rauðsólar fjölmiðlahluta 365 á 5,9 milljarða króna. Eignarhlutur í 365 metinn einskis virði  Skiptastjóri Fons segir söluna á þrotabúinu afar hagstæða Í HNOTSKURN »Samkvæmt verðmati semþrotabú Fons lét útbúa á eignarhlut félagsins í 365 er fjölmiðlasamsteypan verðlaus. »Stuttu eftir að kaup Rauð-sólar á 26,12% hlut í sjálfu sér gekk samruni við 365 miðla endanlega í gegn. »Rauðsól borgaði 1,5 millj-arða fyrir 365 og tók yfir 4,4 milljarða skuldir. Fjölmiðlar 365 er metið verðlaust. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is RÍKIÐ má aldrei komast upp með að hagnast á ranglega álögðum sköttum, segir Ásmundur G. Vil- hjálmsson lögmaður í athugasemd- um Skattvís slf. við frumvarp rík- isstjórnarinnar til laga um tekju- öflun ríkisins. Í frumvarpinu er heimild skattaðila til að beiðast end- urákvörðunar á sköttum takmörkuð við sex ár aftur í tímann. Mikilsverður réttur „Hingað til hafa skattaðilar […] get- að beiðst endurákvörðunar skatta sinna óendanlega langt aftur í tím- ann. Þótt sjaldgæft sé að á þetta reyni í framkvæmd er um mikils- verðan rétt að ræða. Ég myndi því gjalda varhuga við þessari tillögu. Ríkið má enda aldrei komast upp með að hagnast á ranglega álögðum sköttum,“ segir Ásmundur í at- hugasemdum sínum sem hann sendi til efnahags- og skattanefndar al- þingis. Endurskoðunarstofan KPMG gerir athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins, m.a. þá 25., þar sem lagt er til að tekinn verði upp tímabundinn skattur á eignir manna yfir ákveðnum mörkum, en talsmenn stjórnvalda kalla hann „auðlegðarskatt“. Lagt sé til að við útreikning skattstofnsins verði vikið frá þeirri almennu reglu tekju- skattslaga að hlutabréf skuli talin fram á nafnverði. Raunvirði skuli miðast við mark- aðsvirði ef bréfin eru skráð, en ann- ars skuli það miðast við hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé félags- ins. Eigi félagið hluti í öðrum fé- lögum þurfi með sama hætti að reikna raunvirði þeirra eignarhluta, og þannig koll af kolli. „Sú keðja get- ur orðið æði löng og teygt sig út fyr- ir landsteina,“ segir í athugasemd- unum. „Hugtakið „skattalegt bókfært eigið fé“ er grundvallarhugtak í þeirri aðferðafræði sem lögð er til. Það hugtak er þó hvergi skilgreint, hvorki í frumvarpinu né í gildandi lögum, og alls ekki er ljóst hvað við er átt með hugtakinu,“ segir KPMG í athugasemd sinni. Óframkvæmanlegt ákvæði Lögum samkvæmt skulu menn telja fram til skatts á fyrri hluta árs og fé- lög á seinni hluta árs. „Á þeim tíma þegar menn koma til með að þurfa að leiða eignarskattsstofn sinn fram með framangreindum hætti liggja því ekki fyrir forsendur til að reikna skattalegt bókfært eigið fé félaga, hvað sem í því hugtaki kann að fel- ast. Sýnilegt er að mönnum verður alls ómögulegt að telja fram með þeim hætti sem lagður er til í ákvæð- inu. Það styrkir ekki skatt- framkvæmd að leiða í lög ákvæði sem er óframkvæmanlegt,“ segir að lokum í athugasemd KPMG. Morgunblaðið/Árni Sæberg Endur- ákvörðun takmörkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.