Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 62
62 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Sudoku Frumstig 8 7 5 1 6 8 2 6 5 3 8 2 4 7 6 3 6 8 1 3 4 7 3 1 4 6 4 8 1 7 5 6 4 7 8 3 7 1 2 4 1 8 6 1 3 7 4 8 7 5 3 8 5 7 4 3 9 8 6 7 4 2 8 5 9 6 5 8 3 1 2 9 3 8 7 3 4 5 2 7 1 6 9 8 8 1 7 6 4 9 5 3 2 9 2 6 3 8 5 1 7 4 4 5 1 9 3 8 7 2 6 2 3 8 7 5 6 4 1 9 7 6 9 1 2 4 8 5 3 6 9 4 5 1 2 3 8 7 5 8 3 4 9 7 2 6 1 1 7 2 8 6 3 9 4 5 6 7 2 8 4 3 9 1 5 8 1 3 5 9 6 7 2 4 9 5 4 2 7 1 6 3 8 1 9 7 6 3 5 4 8 2 2 3 6 4 8 9 5 7 1 5 4 8 7 1 2 3 9 6 4 8 1 9 5 7 2 6 3 3 6 9 1 2 4 8 5 7 7 2 5 3 6 8 1 4 9 3 1 9 4 5 6 2 8 7 2 7 6 8 9 3 4 5 1 8 4 5 2 1 7 6 9 3 6 3 8 7 4 9 1 2 5 4 5 7 1 2 8 9 3 6 1 9 2 6 3 5 7 4 8 9 8 1 5 6 4 3 7 2 7 2 4 3 8 1 5 6 9 5 6 3 9 7 2 8 1 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 19. desember, 353. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Tilburðir Víkverja til að skreytaheimili fyrir jólin sitt hafa gengið nokkuð á afturfótunum þenn- an desembermánuð og kallað á end- urteknar ferðir í verslanir vegna vandræðanna. Víkverji setti sig fyr- irfram í stellingar hins vonsvikna neytanda og þóttist nokkuð viss um að kvörtunum hans yrði fálega tekið, en annað kom á daginn. Í Blómaval fór Víkverji kvitt- unarlaus með vikugamalt aðventu- ljós sem drepið hafði á sér. Það var ekki vandamál, liðlegur af- greiðslumaður skipti með hraði um þrjár perur og aðventuljósið skein á nýjan leik. Því næst hélt Víkverji í Rúmfatalagerinn þar sem hann hafði fyrir einhvern misskilning greitt fyrir fjóra jólagardínukappa, en aðeins fengið tvo með sér heim. Það var auðvitað engin leið fyrir Víkverja að sanna að hann hefði ver- ið sniðgenginn en verslunarstjórinn sýndi Víkverja fullt traust og útveg- aði honum endurgjaldslaust kapp- ana tvo sem upp á vantaði. Hefði Víkverja verið vísað á dyr hefði hann sennilega ekki lagt leið sína í þessar verslanir framar en þessi þjónustulund gladdi Víkverja og mun hann því með glöðu gleði eiga viðskipti áfram við Blómaval og Rúmfatalagerinn. x x x Víkverji hefur farið nokkrar ferð-ir á Laugaveginn í miklu jóla- skapi að skoða í glugga og njóta mannlífsins. Eftir slíkt rölt um dag- inn tyllti Víkverji sér inn á Súfistann til að hita kroppinn á heitu súkkulaði og greip í leiðinni með sér kilju af handahófi. Þótt Víkverji væri staddur í bóka- búð var það ekki meiningin að kaupa bók þennan dag, en klukkustund síð- ar gekk hann engu að síður alsæll út með þessa sömu kilju í poka. Þetta var Minnisbók Sigurðar Pálssonar sem kom út árið 2007. Endurminningar Sigurðar frá náms- árum sínum í Frakklandi fengu Vík- verja til að skella svo hressilega upp úr að tárin drupu ofan í súkkulaði- bollann og hann sá sig knúinn til að kaupa hana. Sigurði eru hér með færðar þakkir fyrir frábærlega skemmtilega bók. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 mjög veikur, 8 meðvindur, 9 hörku- frosts, 10 aðgæti, 11 munnbiti, 13 rás, 15 nag- dýrs, 18 vinningur, 21 tryllt, 22 sori, 23 ævi- skeiðið, 24 blys. Lóðrétt | 2 viðdvöl, 3 þolna, 4 votir, 5 snúin, 6 ljómi, 7 duft, 12 mán- uður, 14 vafi, 15 stæk, 16 syllu, 17 stillt, 18 hvell, 19 borguðu, 20 streymdi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fölur, 4 skörp, 7 ræfil, 8 aular, 9 arð, 11 aurs, 13 egna, 14 ótukt, 15 hnýt, 17 alda, 20 ata, 22 afinn, 23 rúmar, 24 nagga, 25 auður. Lóðrétt: 1 förla, 2 lofar, 3 rola, 4 spað, 5 öflug, 6 púrra, 10 raust, 12 sót, 13 eta, 15 hjarn, 16 ýring, 18 lamað, 19 akrar, 20 ansa, 21 arða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 O-O 9. Be2 b6 10. O-O Bb7 11. d5 Bxc3 12. Bc4 Bg7 13. e5 Ba6 14. Dd3 Bxc4 15. Dxc4 Rd7 16. He1 a6 17. Dh4 e6 18. Bg5 Dc7 19. d6 Dc6 20. Bh6 f6 21. exf6 Hxf6 22. Rg5 Rf8 23. d7 Bxh6 24. Dxh6 Dxd7 25. Re4 Hf7 26. Hxb6 c4 27. De3 Dd3 28. Dc1 Hd8 29. Hxa6 Dd4 30. Hc6 Da7 31. Dxc4 Hd4 32. Dc2 Ha4 33. He2 Dd4 34. h3 Da1+ 35. Kh2 De5+ 36. Rg3 Df4 37. Hc8 Kg7 38. Dc3+ Kh6 39. f3 g5 Staðan kom upp á hraðskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Osló. Sigurvegari mótsins, bandaríski ofurstórmeistarinn Hikaru Nakamura (2715) hafði hvítt gegn norska kollega sínum Magnusi Carlsen (2801). 40. Hxf8! og svartur gafst upp. Bandaríkjamaðurinn vann Carlsen 3-1 í úrslitaeinvígi mótsins. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Draumamakkerinn. Norður ♠ÁG652 ♥K5432 ♦2 ♣65 Vestur Austur ♠K10743 ♠8 ♥G96 ♥ÁD107 ♦97 ♦10654 ♣ÁG2 ♣10987 Suður ♠D9 ♥8 ♦ÁKDG83 ♣KD43 Suður spilar 3G. „Með sjálfan mig sem makker væri ég ósigrandi,“ er haft eftir Grimma gelti. Þótt Mike Passell sé laus við slíkan hroka hefur hugsunin ef til vill hvarflað að honum eitt andartak. Passell var í vestur. Suður vakti á tígli, Passell sagði 1♠, norður doblaði neikvætt og suður stökk í þrjú grönd. Passell lagði niður ♣Á og uppskar tíuna frá makker, frávísun. Af því dró Passell þá ályktun að rétt væri að skipta yfir í hjarta – og valdi gosann! Spilið er frá sveitakeppni öldunga í San Diego. Sagnhafi lét smátt úr borði og austur missti af tækifæri til að fullkomna vörnina með því að leggja tíuna undir gosann. Hann lét duga að kalla með sjöunni og átti svo næsta slag þvingað á tíuna. Austur reyndi lauf, en þar var ekkert meira að hafa. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Mundu að allt er best í hófi. Næsta helgi verður ánægjuleg. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú verður hugsanlega beðin/n um að taka að þér verkefni sem tengist einhvers konar hönnun eða skreytingu. Hvort sem þú ert ein/n, með vinum eða fyrir framan áhorfendur þá ertu aldrei leiðinleg/ur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þetta er frábær dagur fyrir leiki, veislur, glens og grín með smáfólkinu. Reyndu að týna þér ekki í jólaundirbún- ingnum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Leyndarmál gætu verið afhjúpuð í dag. Þú veist hvað klukkan slær í sam- bandi við unglinginn á heimilinu. Þú hleypur undir bagga með nágranna. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Láttu ekki dagdrauma spilla fyrir árangri þínum í dag. Nýttu þér ferðalög og nám til að uppfylla drauma þína. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Rómantískasta kvöldið sem þú get- ur átt er heima fyrir, ekki úti á lífinu. Gufubað hjálpar til við að leysa upp og sleppa gamalli bræði. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Farðu þér hægt í öllum fjármála- umsvifum og láttu ekki aðra tala þig inn á hluti, sem þú ert innst inni andvíg/ur. Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert í fínu formi þessa dag- ana og átt hiklaust að nota það bæði í leik og starfi. Gagngerra viðgerða er þörf, þá þýðir ekkert hálfkák. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Skoðaðu samskipti þín við yf- irboðara. Góðverk er góð gjöf. Útivera skiptir öllu fyrir þig þessa dagana. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Allt sem þú segir í dag er svo jákvætt og uppbyggilegt að aðrir láta sannfærast. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einhver sem þú treystir segir þér eitthvað sem þú vilt ekki heyra. Þú ert á báðum áttum með atvinnutilboð sem þú fékkst. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki eru allir viðhlæjendur vinir, en það er samt ekki ástæða til þess að vera með hundshaus við hvern þann, sem við þig talar. Að halda aftur af skoðunum sínum getur borgað sig stundum. Stjörnuspá 19. desember 1901 Tólf hús brunnu á Akureyri og meira en fimmtíu manns urðu heimilislausir. „Mestur eldur sem kviknað hefir á Íslandi,“ sagði blaðið Norðurland. 19. desember 1969 Aðild Íslands að Fríversl- unarsamtökum Evrópu (EFTA) var samþykkt á Al- þingi. Hún tók gildi 1. mars 1970. 19. desember 1983 Hjónin Ingibjörg Daðadóttir, 99 ára, og Sigurður Magn- ússon, 103 ára, áttu 75 ára hjú- skaparafmæli, sem er eins- dæmi hér á landi. Sigurður lifði tæplega fimm mánuði fram yfir þetta afmæli en Ingi- björg í rúm fjögur ár. Þau bjuggu í Stykkishólmi. 19. desember 2006 Flutningaskipið Wilson Muuga strandaði í Hvalsnesfjöru á Reykjanesi. Skipverjunum tólf var bjargað í land, en átta menn af danska varðskipinu Triton lentu í sjávarháska við björgunarstörf. Einn lést en þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði hinum. Skipið náðist á flot í apríl. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Gylfi Þór Gísla- son fyrrum landsliðsmaður, íþróttafrömuður, stórsöngvari, leikari, kennari og lífskúnstner, verður sextugur á morgun, 20. desember. Hann mun eyða afmælisdeginum með fjölskyldu sinni en tekur á móti heillaóskum í húsnæði Karlakórs Selfoss á milli kl. 14 og 16. 60 ára Í TILEFNI 60 ára afmælis síns blæs Jón Gunn- laugsson, knattspyrnufrömuður á Akranesi og umdæmisstjóri VÍS á Vesturlandi, til veislu í Safnaskálanum á Görðum á Akranesi klukkan 16:00 í dag. „Ég er í raun frekar lítið afmæl- isbarn,“ segir Jón, sem er kvæntur Elínu Ein- arsdóttur hjúkrunarfræðingi. „Þegar ég var þrí- tugur hélt ég upp á daginn og þá komu einhverjir með Akraborginni í brjáluðu veðri og fóru til baka daginn eftir í enn verra veðri. Nú er ekkert að veðrinu og ekki þarf að sigla. Fjölskyldan hvatti mig til þess að halda upp á daginn og ég sló til.“ Jón segist lítið hafa verið með hugann við afmæli sitt í gegnum tíð- ina. „Í gamla daga fór tíminn í að safna í áramótabrennu og annað tengt jólahátíðinni en nú er törn í vinnunni og því heppilegt að afmæl- ið ber upp á laugardag.“ Annars hefur knattspyrnan átt hug hans all- an en eftir að Jón hætti að spila sjálfur sneri hann sér að félagsmál- unum og er meðal annars stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar karla. Hann er harður stuðningsmaður Manchester United og missir helst ekki af sjónvarpsleik. „Ég næ fyrri hálfleik á móti Fulham,“ segir hann um viðureign dagsins. steinthor@mbl.is Jón Gunnlaugsson sextugur Nær fyrri hálfleik hjá United Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.