Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 337. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «VERÐLAUNAMYNDA- OG KROSSGÁTA HÖFUÐIÐ LAGT Í BLEYTI UM HELGINA ÷ur ÷ó÷i «SUPERTIME VINSÆLT Á YOUTUBE Margir vilja leikstýra næsta myndbandi 6 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is HLUTAFÉ 365 miðla er verðlaust samkvæmt verðmati sem unnið var fyrir þrotabú Fons. Fons var áður í eigu athafnamannsins Pálma Har- aldssonar, en félagið átti 26,12% hlut í Rauðsól ehf., sem keypti fjölmiðla- hluta 365 miðla í nóvember á síðasta ári. Í kjölfar gjaldþrots Fons voru sérfræðingar fengnir til þess að út- búa verðmat á eignarhlut félagsins í Rauðsól. Niðurstaða þess var að eignarhluturinn er einskis virði. Skiptastjóri Fons sagði í samtali við Morgunblaðið að söluverð hlutarins hefði verið þrotabúinu mjög hagstætt miðað við verðmatið á félaginu. Skömmu eftir að Rauðsól keypti eigin bréf af Fons gekk samruni fyrr- nefnda félagsins við 365 endanlega í gegn, en samruninn mun taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þegar Rauðsól keypti fjölmiðlahluta 365 í nóvember 2008 nam kaupverðið 1,5 milljörðum króna, auk þess sem tekin var yfir 4,4 milljarða rekstrarskuld. Eftir að samruni Rauðsólar og 365 tekur gildi mun Rauðsól verða leyst upp og skuldirnar sitja eftir í fjölmiðlafyrir- tækinu. Eftir samrunann munu vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins nema 4,6 milljörðum króna.  Eignarhlutur í 365 | 22 Hlutabréf í 365 einskis virði samkvæmt verðmati Jón Ásgeir Jóhannesson Pálmi Haraldsson Í HNOTSKURN »Verðmat, sem unnið var afsérfræðingum að ósk þrotabús Fons á hlut í Rauðsól ehf., leiddi í ljós að 365 miðlar eru verðlausir. Rauðsól greiddi 1,5 milljarða fyrir fjöl- miðlahluta 365 fyrir ári og tók yfir rekstrarskuldir. »Vaxtaberandi skuldir 365eftir samruna við Rauðsól munu nema 4,6 milljörðum. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BJARNI Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokk- urinn standi á miklum tímamótum um þessar mundir. Valdþreytu hafi verið farið að gæta í flokknum all- löngu fyrir hrun og nú sé hafið mikið starf til þess að endurheimta það traust sem flokkurinn hafi glatað í alþingiskosningunum í vor. Bjarni segir í ítarlegu viðtali við Sunnudagsmoggann að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi glatað trausti fólks vegna þess að grundvöllur tilver- unnar hjá svo mörgum hafi gjör- breyst. Sótt að öryggi heimilanna „Það var sótt að öryggi heim- ilanna í þessari byltu sem við tókum í fyrra og fyrir það var Sjálfstæð- isflokknum refsað. Það tel ég vera skiljanlegt, að vissu marki, en vil þó árétta, að ég tel að ábyrgðin á hruninu liggi mjög víða, en hún lá að sjálfsögðu m.a. hjá stjórnvöld- um,“ segir Bjarni. Bjarni segir að stundum sé sagt að fólk sakni gamla góða Sjálf- stæðisflokksins. „Mitt svar er að byggja Sjálfstæð- isflokkinn upp á grunni hinna gömlu góðu gilda, en flokkurinn verður að breytast í takt við tímann.“ Formaðurinn er afdráttarlaus í af- stöðu sinni til Icesave og segir m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn mun greiða atkvæði gegn Icesave-frumvarpinu og reyna að fella það. Það má ekki samþykkja þetta frumvarp.“ Hann segist aldrei munu samþykkja að krafan um um úrlausn hlutlausra dómstóla í Icesave-málinu sé flótti frá skuldbindingum Íslendinga. Bjarni segir að íslenskum hags- munum sé best borgið utan ESB. Valdþreyta all- löngu fyrir hrun Formaður Sjálfstæðisflokksins vill fella Icesave-frumvarpið og vera utan ESB Bjarni Benediktsson JÓLAVERSLUNIN er nú komin á fullt og vænta má að um helgina verði víða ys og þys þar sem fólk fer og kaupir það sem þarf, svo halda megi hina heilögu hátíð. Á Laugaveginum voru þessar stöllur á ferðinni í gær. Þar mátti sjá ótalmargt lokkandi í búðargluggum hvar ljósin skinu skært í biksvörtu skammdegismyrki, sem strax eftir helgi fer að hörfa. Í JÓLAÖS Á LAUGAVEGI Morgunblaðið/Árni Sæberg  Tveir létust í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Hafnarfjarðar- vegi við Arnarnesbrúna í gærmorg- un. Farþegi í öðrum bílnum er al- varlega slasaður og er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Rannsóknarnefnd umferðarslysa kallar eftir vegriði á þessum stað en formaður nefnd- arinnar, Ágúst Mogensen, telur all- ar líkur á því að vegrið hefði varn- að því að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Jónas Snæ- björnsson, svæðisstjóri hjá Vega- gerðinni, tekur undir með Ágústi. Orsök slyssins er í rannsókn en hálka var í vegköntum þegar bíl- arnir skullu saman. »4 Tveir létust í bílslysi og einn slasaðist alvarlega Morgunblaðið/Júlíus  Ráðgjafi emb- ættis sérstaks saksóknara í rannsókninni á bankahruninu, Eva Joly, segist viss um að starf hans muni bera góðan árangur. Fólk verði að taka á þolinmæð- inni en stutt sé í verulegan árangur. Joly verður að þessu sinni hér á landi í þrjá daga. „Það tók sinn tíma að koma öllu þessu öfluga liði á laggirnar. En nú höfum við þrjá nýja saksóknara sem er mjög mikilvægt, starfsliðið er fínt en fleiri verða ráðnir.“ Hún segist ekki vita enn hve miklar fjárhæðir geti verið um að tefla í brotamálum sem búast má við að komi fyrir dómstóla. En það séu „gríðarlegar fjárhæðir“, segir Joly. kjon@mbl.is »6 Joly bjartsýn á árangur af rannsókn saksóknara Eva Joly Er við g ámahö fnina Kveðja, Skyrgámur *Nánar um skilmála á flytjandi.is PIIPA R \ TBW AA • SÍAA • 9118 81 Faxafeni 5 • S. 588 8477 Opið í dag kl 11-19 Dúnsokkar Kr. 6.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.