Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 57
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11, virka daga kl. 18.30. Laugardaga messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta. Prestur sr. Sigfús B. Ingvason, Jón Árni Jóhannsson leikur undir. Syngjum jól- in inn kl. 20. Almennur söngur, prestur sr. Skúli S. Ólafsson, kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Söfnuðurinn syngur með í þekktum jólalögum. KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Ræðu- maður er sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Tónlist, söngur og boðskapur. Kaffi og samvera á eftir. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson settur í embætti sókn- arprests af sr. Gísla Jónassyni, prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéovu, organista. Sunnudagaskóli í umsjón Ingu Harðardóttur og Sigríðar Stef- ánsdóttur. Veitingar á eftir í nýja safn- aðarheimilinu. LANGHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar við kertaljós kl. 11. Allir fá kerti og ljósið verður borið frá altari út í kirkjuna. Á eftir verður farið í safn- aðarheimilið og gengið í kringum jólatréð. Veitingar. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson og organisti er Jón Stefánsson. LAUGARNESKIRKJA | Jólagleði kl. 11. Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson flytja jólalög ásamt Laufeyju Geirlaugs- dóttur söngkonu, Ómar Ragnarsson held- ur hugvekju og Sigurbjörn Þorkelsson leið- ir samveruna. LÁGAFELLSKIRKJA | Bænastund kl. 11. Félagar úr Leikfélagi Mosfellsbæjar sjá um lestur, prestur sr. Skírnir Garðarsson, organisti Jónas Þórir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11. Barn borið til skírnar, brúðu- leikhús og söngur. Guðsþjónusta kl. 14 fellur niður. Kl. 20 er söngdagskráin „Fögnum komu ljóssins,“ aðventu- kvöldvaka með söng og lestri. Lesarar eru Arnar Jónsson leikari og Ástríður Jóns- dóttir æskulýðsfulltrúi, kór Lindakirkju syngur aðventu- og jólasálma undir stjórn Keith Reed. Auk þess koma fram Kvenna- kór Garðabæjar, Landsvirkjunarkórinn, Erla Björg Káradóttir, stúlknasöngsveit og fleiri. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Raddbandafélag Reykjavíkur syngur, félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng, organisti Stein- grímur Þórhallsson og sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjón- ar aðstoða. Söngur, sögur, brúður o.fl. í barnastarfinu. Umsjón hafa Sigurvin, Ari og Andrea. Samfélag og veitingar á Torg- inu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 á Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skólahljómsveit Austurbæjar spilar og kveikt verður á englakertinu. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, barnakór Selja- kirkju og barnakór Langholtskirkju Gra- duale futuri leiða safnaðarsöng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Aðventu- tónleikar Karlakórsins Fóstbræðra eru kl. 17. Þóra Einarsdóttir syngur einsöng, meðleikari er Tómas Guðni Eggertsson og stjórnandi er Árni Harðarson. Aðgangur er ókeypis. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Selkórinn syngur jólasálma undir stjórn Jóns Karls Ein- arssonar, organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Sunnudagaskóli á sama tíma, óvæntur gestur kemur í heimsókn. Prest- ur er sr. Sigurður Grétar Helgason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Sameiginleg stund fyrir prestakallið. Jóla- söngvar, börn úr NTT starfi og kirkjuskóla syngja. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Björg- vin Tryggvason prédikar. Athygli er vakin á því að barnastarfið fellur niður í dag, en opin er aðstaða fyrir foreldra að fara fram með börnunum og hlusta á prédikun í gegnum hátalarkerfi. VÍDALÍNSKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Fjölskylduvæn samvera með þátttöku sunnudagaskólaleiðtoga. Garða- kórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, syng- ur. Stjórnandi og organisti er Jóhann Bald- vinsson, sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina. Molasopi að lokinni athöfn. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Jólaball kl. 11. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir og gefur öllum börnum eitthvað gott. Barna- og unglingakórar Njarðvíkurkirkna syngja undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar og Maríu Rutar Baldursdóttur. Innlent 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009  Guðrún Jónsdóttir uppeldis- og kennslufræðingur varði dokt- orsritgerð sína: „Dubito ergo sum? – Ni jenter møter nat- urfaglig kunnskap, við Háskólann í Bergen 20. október síðastliðinn. Leiðbeinandi Guðrúnar var Stein Dankert Kolstø, prófessor við Háskólann í Bergen. Andmælendur voru prófessor Elisabet Öhrn við Uppeldis- og kennslufræðistofnunina við Há- skólann í Gautaborg og Marianne Ødegaard, dósent við Miðstöð náttúrufræða við Háskólann í Ósló. Doktorsritgerð Guðrúnar bygg- ist á eigindlegri rannsókn á níu 16-17 ára stúlk- um og reynslu þeirra af nátt- úrufræðikennslu í grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stúlkurnar viti ekki hverju þær eiga að þora að trúa þegar þær takast á við lausnaleitarnám í náttúruvísindum sem tengist um- hverfi og eigin heilbrigði. Stúlk- urnar gefa til kynna að kennsla í náttúruvísindum hafi ekki auð- veldað þeim að takast á við þenn- an efa. Þeim hefur skilist að náttúrufræðigreinum skólans sé einkum ætluð þeim sem stefna á frekara raungreinanám. Þessar stúlkur líta ekki bara á nátt- úrufræðigreinar sem leið til starfsferils. I ritgerðinni er þetta túlkað í ljósi mótunarkenningar. Guðrún er fædd 9. mars 1958. Hún útskrifaðist af náttúrufræði- braut Menntaskólans við Sund 1978, og brautskráðist með cand. polit. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskólanum í Ósló árið 1986. Guðrún hefur starfað sem kennari og skólaráð- gjafi í Norður-Noregi og fræðslu- fulltrúi hjá Fræðsluskrifstofu Austurlands. Frá árinu 1992 hefur hún verið lektor í uppeldis- og kennslufræðum við kennaradeild Høgskulen í Sogn og Fjordane og frá árinu 2008 lektor við kenn- aradeild Umhverfis- og landbún- aðarháskólans í Ási í Noregi. Foreldrar Guðrúnar eru þau Hulda Matthíasdóttir húsmóðir og Jón Pétursson, fyrrverandi hér- aðsdýralæknir á Egilsstöðum. Eiginmaður Guðrúnar er Øyvind Mo arkitekt MNAL. Þau eru bú- sett á Tøyen í Ósló. Doktor í uppeldis- og kennslufræðum Guðrún Jónsdóttir Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 40 23 5 Kanarí Beint morgunflug með Icelandair Glæsileg 12 nátta ferð – ótrúlegt sértilboð! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 15. janúar á ótrúlegu tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Fleiri sértilboð einnig í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta. Verð getur hækkað án fyrirvara! Frá kr.129.900 – með „öllu inniföldu“ 2. janúar – UPPSELT 15. janúar – 12 nætur HOTEL DUNAS MIRADOR Ótrúlegt sértilboð! Kr. 129.900 – með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador í 12 nætur með „öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herb. kr. 149.900. Aukalega fyrir einbýli kr. 16.000. Sértilboð 15. janúar. Sértilboðið 2. janúar á Hotel Dunas Mirador seldist upp á augabragði – nú er um að gera að bóka strax!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.