Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 57

Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 57
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11, virka daga kl. 18.30. Laugardaga messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta. Prestur sr. Sigfús B. Ingvason, Jón Árni Jóhannsson leikur undir. Syngjum jól- in inn kl. 20. Almennur söngur, prestur sr. Skúli S. Ólafsson, kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Söfnuðurinn syngur með í þekktum jólalögum. KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Ræðu- maður er sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Tónlist, söngur og boðskapur. Kaffi og samvera á eftir. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson settur í embætti sókn- arprests af sr. Gísla Jónassyni, prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéovu, organista. Sunnudagaskóli í umsjón Ingu Harðardóttur og Sigríðar Stef- ánsdóttur. Veitingar á eftir í nýja safn- aðarheimilinu. LANGHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar við kertaljós kl. 11. Allir fá kerti og ljósið verður borið frá altari út í kirkjuna. Á eftir verður farið í safn- aðarheimilið og gengið í kringum jólatréð. Veitingar. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson og organisti er Jón Stefánsson. LAUGARNESKIRKJA | Jólagleði kl. 11. Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson flytja jólalög ásamt Laufeyju Geirlaugs- dóttur söngkonu, Ómar Ragnarsson held- ur hugvekju og Sigurbjörn Þorkelsson leið- ir samveruna. LÁGAFELLSKIRKJA | Bænastund kl. 11. Félagar úr Leikfélagi Mosfellsbæjar sjá um lestur, prestur sr. Skírnir Garðarsson, organisti Jónas Þórir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11. Barn borið til skírnar, brúðu- leikhús og söngur. Guðsþjónusta kl. 14 fellur niður. Kl. 20 er söngdagskráin „Fögnum komu ljóssins,“ aðventu- kvöldvaka með söng og lestri. Lesarar eru Arnar Jónsson leikari og Ástríður Jóns- dóttir æskulýðsfulltrúi, kór Lindakirkju syngur aðventu- og jólasálma undir stjórn Keith Reed. Auk þess koma fram Kvenna- kór Garðabæjar, Landsvirkjunarkórinn, Erla Björg Káradóttir, stúlknasöngsveit og fleiri. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Raddbandafélag Reykjavíkur syngur, félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng, organisti Stein- grímur Þórhallsson og sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjón- ar aðstoða. Söngur, sögur, brúður o.fl. í barnastarfinu. Umsjón hafa Sigurvin, Ari og Andrea. Samfélag og veitingar á Torg- inu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 á Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skólahljómsveit Austurbæjar spilar og kveikt verður á englakertinu. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, barnakór Selja- kirkju og barnakór Langholtskirkju Gra- duale futuri leiða safnaðarsöng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Aðventu- tónleikar Karlakórsins Fóstbræðra eru kl. 17. Þóra Einarsdóttir syngur einsöng, meðleikari er Tómas Guðni Eggertsson og stjórnandi er Árni Harðarson. Aðgangur er ókeypis. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Selkórinn syngur jólasálma undir stjórn Jóns Karls Ein- arssonar, organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Sunnudagaskóli á sama tíma, óvæntur gestur kemur í heimsókn. Prest- ur er sr. Sigurður Grétar Helgason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Sameiginleg stund fyrir prestakallið. Jóla- söngvar, börn úr NTT starfi og kirkjuskóla syngja. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Björg- vin Tryggvason prédikar. Athygli er vakin á því að barnastarfið fellur niður í dag, en opin er aðstaða fyrir foreldra að fara fram með börnunum og hlusta á prédikun í gegnum hátalarkerfi. VÍDALÍNSKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Fjölskylduvæn samvera með þátttöku sunnudagaskólaleiðtoga. Garða- kórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, syng- ur. Stjórnandi og organisti er Jóhann Bald- vinsson, sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina. Molasopi að lokinni athöfn. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Jólaball kl. 11. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir og gefur öllum börnum eitthvað gott. Barna- og unglingakórar Njarðvíkurkirkna syngja undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar og Maríu Rutar Baldursdóttur. Innlent 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009  Guðrún Jónsdóttir uppeldis- og kennslufræðingur varði dokt- orsritgerð sína: „Dubito ergo sum? – Ni jenter møter nat- urfaglig kunnskap, við Háskólann í Bergen 20. október síðastliðinn. Leiðbeinandi Guðrúnar var Stein Dankert Kolstø, prófessor við Háskólann í Bergen. Andmælendur voru prófessor Elisabet Öhrn við Uppeldis- og kennslufræðistofnunina við Há- skólann í Gautaborg og Marianne Ødegaard, dósent við Miðstöð náttúrufræða við Háskólann í Ósló. Doktorsritgerð Guðrúnar bygg- ist á eigindlegri rannsókn á níu 16-17 ára stúlk- um og reynslu þeirra af nátt- úrufræðikennslu í grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stúlkurnar viti ekki hverju þær eiga að þora að trúa þegar þær takast á við lausnaleitarnám í náttúruvísindum sem tengist um- hverfi og eigin heilbrigði. Stúlk- urnar gefa til kynna að kennsla í náttúruvísindum hafi ekki auð- veldað þeim að takast á við þenn- an efa. Þeim hefur skilist að náttúrufræðigreinum skólans sé einkum ætluð þeim sem stefna á frekara raungreinanám. Þessar stúlkur líta ekki bara á nátt- úrufræðigreinar sem leið til starfsferils. I ritgerðinni er þetta túlkað í ljósi mótunarkenningar. Guðrún er fædd 9. mars 1958. Hún útskrifaðist af náttúrufræði- braut Menntaskólans við Sund 1978, og brautskráðist með cand. polit. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskólanum í Ósló árið 1986. Guðrún hefur starfað sem kennari og skólaráð- gjafi í Norður-Noregi og fræðslu- fulltrúi hjá Fræðsluskrifstofu Austurlands. Frá árinu 1992 hefur hún verið lektor í uppeldis- og kennslufræðum við kennaradeild Høgskulen í Sogn og Fjordane og frá árinu 2008 lektor við kenn- aradeild Umhverfis- og landbún- aðarháskólans í Ási í Noregi. Foreldrar Guðrúnar eru þau Hulda Matthíasdóttir húsmóðir og Jón Pétursson, fyrrverandi hér- aðsdýralæknir á Egilsstöðum. Eiginmaður Guðrúnar er Øyvind Mo arkitekt MNAL. Þau eru bú- sett á Tøyen í Ósló. Doktor í uppeldis- og kennslufræðum Guðrún Jónsdóttir Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 40 23 5 Kanarí Beint morgunflug með Icelandair Glæsileg 12 nátta ferð – ótrúlegt sértilboð! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 15. janúar á ótrúlegu tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Fleiri sértilboð einnig í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta. Verð getur hækkað án fyrirvara! Frá kr.129.900 – með „öllu inniföldu“ 2. janúar – UPPSELT 15. janúar – 12 nætur HOTEL DUNAS MIRADOR Ótrúlegt sértilboð! Kr. 129.900 – með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador í 12 nætur með „öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herb. kr. 149.900. Aukalega fyrir einbýli kr. 16.000. Sértilboð 15. janúar. Sértilboðið 2. janúar á Hotel Dunas Mirador seldist upp á augabragði – nú er um að gera að bóka strax!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.