Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 63

Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 63
Dagbók 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Heiðrún Jónsdóttir tekur uppþráðinn í vísum um eltinga- leik sérsveitarinnar sem kölluð var út fyrir misskilning vegna mein- dýraeyðis með vasaljós: Víkingasveitin vösk og kná víst á nú skilið mesta hrós alvopnuð kom með ygglda brá og yfirbugaði vasaljós. Og Sigmundur Benediktsson hef- ur áhyggjur af friðarsúlunni: Svo að við getum haldið í hrósið og hentugri skipan komið að verður að slökkva Viðeyjarljósið svo Víkingasveitin ei skjóti það. Ekki fer á milli mála að Hösk- uldur Jónsson er byrjaður á jóla- undirbúningnum, eins og sést á meðfylgjandi hringhendu: Hús skal svampa hátt og lágt, hangiframpart reykja, kaupa lampalýsið hrátt og ljós með glampa kveikja. Bjargey Arnórsdóttir yrkir jóla- stemningu: Þó að taki vetur völd vonir mun ei buga, jólaföstu kyrrðin köld kveikir ljós í huga. Ingólfur Ómar Ármannsson sendir jólavísu: Jólagleði léttir lund löngum blíðkar hjarta manns, andann hrífur helgistund hátíð ljóss og kærleikans. Vísnahorn pebl@mbl.is Af jólum og víkingum Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Strætisvagnar og bílar MIG langar að koma með tillögu til borgar- stjórnar/stjórnmála- manna sem skipu- leggja strætókerfið á höfðuborgarsvæðinu. Reynið nú um jólin að leggja bílnum „ykkar“ alfarið og takið strætó. Ef þið alls ekki getið lagt bílnum, t.d. sökum þess að þið eruð svo háð honum, farið þá út og standið fyrir utan bílinn „ykkar“ í hálf- tíma eða klukkutíma áður en þið leggið á stað. Á meðan þið bíðið getið þið farið í smá hlut- verkaleik og þóst vera úti á stoppi- stöð (og munið að gott er að vera vel dúðaður). Suma jóladaga gætu þið þurft að bíða allan daginn, vegna þess að þá gengur enginn strætó. Kannski lagast strætisvagnakerfið þegar þið hafið farið í þannig hlut- verkaleik. Borgarbúi. Jólakveðja frá öryrkja Ég óska forsvarsmönnum Gildi líf- eyrissjóðs gleðilegra jóla og góðrar afkomu á komandi árum. Mig langar að segja frá því að flest jól hef ég fengið einhverja jóla- gjöf en það er ekkert aðalatriði fyrir mig. Stundum hef ég ekki fengið neina gjöf og það er líka í lagi mín vegna. Nú fyrir þessi jól kemur hinsvegar í ljós að ég hef verið rænd jólunum og það er slæmt þar sem ég hef ekki á nokkurn hátt til þess unnið að eiga skilið þessa framkomu. Gildi, minn lífeyr- issjóður, sendi mér til- kynningu nú í byrjun jólamánaðar þar sem fram kemur að ör- orkubætur mínar verði framvegis skertar en þær hafa lækkað stöðugt allt þetta ár. Skerðing þessi er nú studd af dómstólum svo að það verð- ur víst ekki mikið um jólagleði á næstunni. Þetta verður því í fyrsta skipti sem ég stend frammi fyrir því að fara í jólaköttinn og það finnst mér verulega slæmt. En ég end- urtek jólakveðjur mínar til ykkar sem að þessum breytingum stóðuð og óska ykkur farsæls komandi árs. Kveðja, Dagrún Sigurðardóttir. Ást er… … að leggja heitan bakstur á kvalið bak. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Gullsmárinn Síðasti spiladagurinn á þessu ári var fimmtudaginn 17. desember. Spilað var á 15 borðum. Úrslit í N/S Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 239 Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsdóttir 203 Ernst Backman - Hermann Guðmss. 201 Örn Einarsson - Unnar A. Guðmss. 198 A/V Guðrún Gestsd. - Bragi V. Björnsson 232 Ármann J.Láruss. - Sævar Magnúss.217 Bent Jónsson - Garðar Sigurðsson 205 Einar Markúss. - Steindór Árnason 201 Spilamennska á nýju ári hefst svo fimmtudaginn 7. janúar. Bridsdeild- in óskar félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Þökkum fyrir frábært samstarf Arnórs Ragnars- sonar og deildarinnar. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 17. des. og urðu úrslit þessi í N/S: Ólafur B. Theodórs - Björn E. Péturss. 267 Sigurður Jóhannss. - Siguróli Jóhannss. 242 Sigurður Pálss. - Ásgrímur Aðalsteinss 235 A-V Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 273 Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímsson 258 Björn Svavarsson - Jóhannes Guðmannss. 221 Afhent voru verðlaun fyrir mánu- dagstvímenning 7. umferðir. Hlut- skarpastir urðu: Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 1325 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 1251 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 1207 Næst verður spilað 4. janúar. Bridsfélag Hreyfils Sl. mánudag var spilaður jólatví- menningur hjá bílstjórunum. Daníel Halldórsson og Ágúst Benediktsson sigruðu með yfirburðum, 68,2% skor. Næstu pör: Skafti Björnsson - Jón Sigtryggss.54,7% Skúli Sigurðss. - Vigdís Sigurjónsd.54,2% Björn Stefánss. - Eyvindur Magnúss.54,2% Þetta var síðasta mót ársins. Keppni hefst á ný 11. janúar. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.