Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Hag-fræði-kenning J.M. Keynes um aukin ríkisútgjöld spratt upp úr Kreppunni miklu á fjórða áratug lið- innar aldar og naut vinsælda um áratugaskeið. Kenningin gengur í stuttu máli út á að til að komast út úr kreppu eigi ríkið að auka útgjöld og þannig neyslu í samfélaginu. Vinsældir kenningar Keynes hafa dvínað á síðustu tveimur til þremur áratugum, meðal annars vegna þess að umsvif hins opinbera hafa – að hluta til vegna kenningarinnar – aukist verulega frá því hún var sett fram. Með kreppunni sem nú geng- ur yfir heimsbyggðina eru þeir til sem horfa aftur til þessarar kenningar og halda að í henni sé lausnina að finna. Kenning Keynes gengur þó óvíða aftur með jafnýktum hætti og í frum- varpi til laga um tekjuöflun ríkisins, sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum. Þar seg- ir: „Ríkisútgjöld sem fjár- mögnuð eru með sköttum hafa, þvert ofan í það sem oft er haldið fram, örvandi áhrif á hagkerfið, einkum þegar það einkennist af skorti á eft- irspurn þótt þau áhrif séu minni en þegar um lántökur er að ræða. Sá misskilningur virð- ist algengur að skattheimta samfara útgjaldaaukningu dragi úr eftirspurn í hagkerf- inu og leiði til samdráttar. Í reynd er því öfugt farið.“ Kenning Keynes byggðist á því að tekin væru lán eða pen- ingar prentaðir til að örva hag- kerfið út úr kreppu, en jafnvel sú kenning er vafasöm, til lengdar að minnsta kosti. Hér er gengið miklu lengra og því haldið fram að skattheimta verki örvandi á efnahagslífið, sem er vissulega djörf hugmynd en að sama skapi óraunsæ. Skattahækkanir fjármálaráðherra batna ekkert þó að hann reyni að gefa þeim fræðilegan blæ. Hyggju- vitið hlýtur að segja mönnum að ríkið getur ekki búið til verðmæti með því að taka pen- inga af almenningi, en vilji menn ekki láta hyggjuvitið nægja má horfa til nýlegra rannsókna. Hinn kunni hagfræðipró- fessor N. Gregory Mankiw rit- aði fyrir rúmri viku grein í The New York Times þar sem hann benti á að reynt hefði verið að hleypa lífi í hagkerfið með út- gjaldaaukningu án þess árang- urs sem vænst hefði verið. Far- sælla væri að beita skatta- lækkunum í þessu sambandi og vísaði hann í ýmsar nýlegar rannsóknir máli sínu til stuðn- ings. Ein þeirra sýndi til að mynda að í gegnum tíðina hefði hver dalur sem skattar hefðu verið lækkaðir um skilað þrem- ur dölum til baka í aukinni landsframleiðslu, sem væri mun meira en áður hefði verið talið. Önnur rannsókn sýndi að þær aðgerðir til að örva efna- hagslífið sem skilað hefðu árangri snerust nær eingöngu um lækkun skatta. Einkenni misheppnuðu tilraunanna væri að þær hefðu að mestu byggst á auknum ríkisútgjöldum. Helstu aðgerðir ríkis- stjórnar Íslands, nú þegar landið gengur í gegnum dýpstu kreppu sem það hefur mátt þola áratugum saman, byggj- ast á stórfelldum skattahækk- unum. Ekki er ofmælt, með hliðsjón af þessum efnahags- rannsóknum, að aðgerðir rík- isstjórnarinnar séu mjög til þess fallnar að auka á krepp- una og framlengja hana. Nýlegar rannsóknir staðfesta að aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar framlengja krepp- una } Kreppan framlengd Umræður hafaorðið um þá hugmynd iðn- aðarráðherra að gera sérstakan samning við fyr- irtæki, sem hér vill fjárfesta um afslátt frá almennum skattareglum til allt að tutt- ugu ára. Þetta er gamaldags hugmynd og ekki góð. Hún var kannski skiljanlegt með- an tekjuskattar á fyrirtæki á Íslandi fóru upp í fimmtíu prósent og skáru sig úr því sem tíðkaðist í samkeppn- islöndum. Tekjuskattur á fyrirtæki kemur ekki til fyrr en þau eru orðin fær um að greiða hann. Ef slíkur skattur er svip- aður og annars staðar eru und- anþágur fráleitar og skiptir þá engu máli hver á í hlut. Ríkisvaldið á að stuðla að því að erlendum fjárfestum þyki fýsilegt að festa fé sitt hér á landi. Við þurfum mjög á því að halda um þessar mundir. Það gera yfirvöldin best með því að forðast þær öfgar í skattheimtu sem nú er stefnt að. Þau geta ekki leyft sér að kyrkja íslensk fyrirtæki með skattaálögum og bjóða aðkomumönnum allt önnur og betri kjör. Úreltar hugmyndir um stuðning við er- lenda fjárfesta } Iðnaðarráðherra á röngu róli P abbi, mér finnst að þú eigir að biðja um ný föt í jólagjöf. Þú ert alltaf í þeim sömu, sagði elsta dóttir mín á dögunum. Sú í miðjunni hafði orð á þessu skömmu áður. Það skal játað að mér brá álíka mikið og þegar ég las í haust að Geri Halliwell, einn gullbarkanna úr Spice Girls, hefði mætt til góðgerðar- samkomu í Lundúnum í sama kjól og hún klæddist við Óskarsverðlaunaafhendinguna sjö árum áður. Aumingja konan, hugsaði ég með mér, í til- felli Halliwell. Líklega hart í ári hjá henni. Aumingja stúlkan, hugsaði ég með mér, eft- ir athugasemdir dætranna. Skyldi kvenpen- ingurinn allur verða eins með aldrinum? Konum ber að vera snyrtilegar, helst fínar, en slíkt skiptir minna máli í okkar tilfellum. Sá grunur læddist að mér að móðir dætra minna hefði loks látið verða af því að læra búktal og leyndist á bak við næsta stól en svo var ekki. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem málið ber á góma á heimilinu. Þáverandi unnusta mín, núverandi eig- inkona, kunni aldrei að meta víðu smekkbuxurnar úr gallaefninu sem ég átti á unglingsárunum og hafði keypt mér í ferðinni til London. Henni féll heldur ekki sérlega vel sjöttubekkjarúlpan mín frá því í menntaskóla. Ég gæti nefnt köflóttu skyrturnar, brúnu peysurnar, axlaböndin og rúllukragabolina. Nú á ég ekki lengur nema einn bandamann í fjölskyld- unni varðandi fatasmekk. Yngsta dóttirin er enn nógu ung – en hver veit hve lengi? „Elskan mín, ég á tvennar buxur og er aldr- ei nema viku í einu í hvorum. Í mesta lagi hálf- an mánuð. Og það sést aldrei blettur í þessum skyrtum. Ekki nema ég fari úr peysunni.“ Báðar hristu höfuðið. Og hafa vonandi kíkt umsvifalaust í bókatíðindin. Ég man í svipinn eftir einni flík sem ég ákvað sjálfur að kaupa mér og konan mín var sérlega hrifin af. Þetta var sumarið eftir að ég gerðist laun- þegi fyrir alvöru. Gekk þá inn í fínustu herra- fataverslunina í miðborginni, benti án nokk- urra málalenginga á ljósbrúnan frakka úr kasmírull og sagði: „Ég ætla að fá einn svona.“ Verslunareigandinn, þekktur smekkmaður, leit undr- andi á piltinn og spurði: „Veistu hvað hann kostar?“ „Já.“ Það var svona um það bil jafnmikið og ég hafði í laun á mánuði. En við brostum bæði út að eyrum, unnustan og ég, þegar ég spígsporaði um í nýja frakkanum. Hún vildi, og vill enn, hafa kallinn snyrtilegan. Það fylgdi fréttinni um Halliwell að kjóllinn færi henni öllu betur í haust en á Óskarshátíðinni um árið. Hún fyllti betur út í hann núna. Ég held að frakkinn sé niðri í geymslu. Kannski ég pakki honum inn og merki mér, með innilegum jólakveðj- um, frá eiginkonu og dætrum. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Frá eiginkonu og dætrum? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þjófnaður í Ausch- witz vekur óhug FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ jófnaður á skiltinu með áletruninni Arbeit macht frei úr gereyðing- arbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi hef- ur vakið hörð viðbrögð. Ekkert er enn vitað hvað þjófunum gekk til þótt pólska lögreglan hafi leitt get- um að því að einkasafnari eða hópur einstaklinga kunni að hafa pantað skiltið, en verknaðurinn hefur verið fordæmdur harkalega. Arbeit macht frei stóð yfir inn- gangi í fangabúðirnar og merkir að vinnan geri menn frjálsa eins og til að gefa til kynna að um vinnubúðir væri að ræða. Inntak þessara orða er í hrópandi mótsögn við þann hrylling, sem fór fram í búðunum. Talið er að þar hafi 1,1 milljón manna verið myrt og ein milljón þeirra hafi verið gyðingar frá Pól- landi og öðrum löndum á valdi nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Lang- flestir létu lífið í gasklefum fangabúðanna. „Alþjóðlegu tákni fyrir kaldrana- legan hugsunarhátt böðla Hitlers og píslarvætti fórnarlamba þeirra hefur verið stolið,“ sagði Lech Kaczynski, forseti Póllands, í gær. Shimon Peres, forseti Ísraels, sagði að verknaðurinn væri alvarlegt áfall fyrir borgara Ísraels og sam- félag gyðinga um allan heim. „Skiltið hefur djúpa, sögulega merkingu fyr- ir gyðinga og aðra sem tákn fyrir þá rúmlega milljón manna, sem létu líf- ið í Auschwitz,“ var haft eftir Peres. Vilja eyðileggja söguna „Með því að taka þetta sögulega tákn vildu sökudólgarnir eyðileggja söguna,“ sagði Raphael Esrail, for- seti samtaka einstaklinga, sem voru fluttir til Auschwitz, í Frakklandi. „Þeir frömdu þennan afbrigðilega verknað til að endurlífga nas- ismann.“ Avner Shalev, stjórnandi Yad Vashem-helfararminnisvarðans í Ísrael, sagði að stuldurinn væri „stríðsyfirlýsing“. Minningin vanhelguð Jerzy Buzek, forseti Evrópu- þingsins og fyrrverandi þingmaður á pólska þinginu, sagði að minning fórnarlamba Auschwitz hefði verið vanhelguð: „Auschwitz var vett- vangur ólýsanlegs glæps. Hryllilegri mannlegri þjáningu var valdið þar. Þess vegna ætti að virða frið þessa staðar með mjög sérstökum hætti.“ Pólska lögreglan telur að þjóf- arnir hafi að minnsta kosti verið þrír og þeir hafi látið til skarar skríða snemma í gærmorgun. Talsmaður safnsins í Auschwitz sagði að þjóf- arnir hefðu verið vel undirbúnir, hefðu vitað hvernig komast ætti inn á svæðið og fjarlægja skiltið. Lögregla notaði hunda til að rekja slóð þjófanna og komst að því að þeir hefðu komist í gegnum gat á girð- ingu og þar hefði væntanlega sendi- bíll beðið þeirra. Mikið á að leggja upp úr að end- urheimta skiltið. Fé hefur verið lagt til höfuðs þjófunum og lögregla stendur víða vakt í nágrenninu og fylgist með umferð. Í Auschwitz hefur verið safn frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Þetta er í fyrsta skipti sem framinn hefur verið þjófnaður í safninu. Reuters Þjófnaður Skiltinu með áletruninni Arbeit macht frei í Auschwitz var stolið í gærmorgun. Eftirlíking af stolna skiltinu var strax sett upp. Yfirskriftin Arbeit macht frei yfir gereyðingarbúðunum í Ausch- witz bar vitni lítilsvirðingu nas- ista fyrir fórnarlömbum sínum og kaldranalegum hugsunar- hætti. Skiltinu var stolið í gær. YFIRSKRIFTINA Arbeit macht frei var að finna í mörgum fanga- búðum nasista þótt hún sé yf- irleitt tengd við Auschwitz. Pólskir fangar í Auschwitz voru látnir smíða skiltið úr málmi og sagt er að þeir hafi komið dul- búnum mótmælum á framfæri með því að láta bókstafinn B snúa öfugt. Orðin eru úr titli skáld- sögu rithöfundarins og málvís- indamannsins Lorenz Diefen- bachs frá 1873. Þar kemur agi vinnunnar svikara á beinu braut- ina á ný. Fyrirskipun var gefin um að reisa fangabúðir í bænum Oswiecim í apríl 1940 og tveimur mánuðum síðar komu fyrstu fangarnir til Auschwitz. Eftir Wannsee-ráðstefnuna í janúar 1942 þar sem nasistar tóku ákvörðun um „lokalausnina“ – helför gyðinga – varð Auschwitz að miðstöð fjöldamorðanna. Í jan- úar 1945 frelsaði rússneski her- inn síðustu fangana þar. MANNKYN ÁMINNT ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.