Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 49

Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 49
Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ÁSA LINDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Möbelvägen 12, Bollebygd, Svíþjóð, lést á heimili sínu laugardaginn 5. desember. Bálför hefur farið fram í Svíþjóð. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13.00. Ragnar H. Ragnarsson, Guðrún Ragna Pálsdóttir, Arnar Geir Stefánsson, Guðbjörn H. Ragnarsson, Guðný B. Ragnarsdóttir, Björgvin Jens Guðbjörnsson, Gunnar Páll Guðbjörnsson, Rafnar Þór Guðbjörnsson og fjölskyldur. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGEBORG GRIMM JÓNSSON, Þorsteinsgötu 11, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 16. desember. Guðmundur Jónsson, Úlfar Guðmundsson, Joan Andersen, Sverrir, Guðmundur og Kristófer Þór Úlfarssynir, Michael Van Eric, Timothy Manfred, Melinda og Christie. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og systir, GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR JONASSON, Söramsjön 110, Funasdalen, Svíþjóð, lést á sjúkrahúsinu í Östersund, Svíþjóð mánudaginn 23. nóvember. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu. Arne Jonasson, Ingimar Óskarsson Jonasson, Pétur E. Lárusson, Þórunn E. Lárusdóttir og fjölskylda. ✝ Ingibjörg Sigurð-ardóttir fæddist á Hvoli í Saurbæ í Dala- sýslu, 4. mars 1925. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni 6. desember sl. Foreldrar hennar voru Sigurður Lýðs- son, bóndi á Hvoli, f. 5. júní 1889, d. 23. febr- úar 1927, og Anna Halldórsdóttir, hús- móðir, síðar sauma- og verkakona á Ak- ureyri, f. 5. júní 1902, d. 21. maí 1975. Sigurður var sonur Lýðs Jónssonar frá Skriðnesenni í Strandasýslu og Önnu Magnúsdóttur frá Sælingsdalstungu í Dalasýslu en Anna var dóttir Halldórs Stef- ánssonar frá Haganesi í Mývatns- sveit og Ingibjargar Lýðsdóttur frá Skriðnesenni í Strandasýslu. Sig- urður og Anna áttu tvö börn, Ingi- björgu og Sigurð, f. 2. október 1926, d. 26. janúar 1929. Eftir að Sigurður Lýðsson lést fluttist Anna til foreldra geiri Bjarnasyni, alþingismanni og bónda í Ásgarði, f. 6. september 1914, d. 29. desember 2003. Þau áttu ekki börn saman en Ingibjörg gekk sonum Ásgeirs og fyrri konu hans Emmu Benediktsdóttur, f. 29. ágúst 1916, d. 31. júlí 1952, í móðurstað. Þeir eru: a) Bjarni bóndi í Ásgarði, f. 4. júlí 1949, kvæntur Arndísi Erlu Ólafsdóttur, f. 22. janúar 1950. Börn þeirra: 1) Emma Rún kerfisfræð- ingur, f. 10. október 1973, 2) Ásgeir húsasmíðameistari, f. 16. nóvember 1974, kvæntur Guðrúnu Björk Ein- arsdóttur tölvunarfræðingi, f. 26. maí 1979, þeirra börn eru Erla Krist- ín og Einar Bjarni. 3) Ingibjörg nemi í iðjuþjálfun við HA, f. 31. maí 1979, og 4) Eyjólfur Ingvi, í framhalds- námi í Noregi, við háskólann í Ási (UMB), f. 29. mars 1984. b) Benedikt sendiherra í Moskvu, f. 7. febrúar 1951. Ingibjörg var húsfreyja í Ásgarði frá 1954 til dauðadags. Hún stýrði heimilinu í Ásgarði af festu og mynd- arskap. Lengst af var hún heilsu- hraust og eftir lát Ásgeirs bjó hún ein í húsinu sem þau byggðu sér, þar til í september í haust þegar heilsan fór að bila verulega. Útför Ingibjargar fer fram frá Hvammskirkju í dag, laugardaginn 19. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 14. sinna á Akureyri árið 1928. Seinni maður Önnu var Hermann Ingimundarson tré- smiður, f. 29. maí 1893, d. 31. mars 1961. Þeirra börn eru Sig- ríður Halldóra hús- móðir, (f. 1930) og Ing- ólfur Borgar trésmiður, (f. 1940). Uppeldisbræður Ingi- bjargar, synir Her- manns og fyrri konu hans Jónínu Magn- úsdóttur eru Kári hús- gagnasmiður, (f. 1919) og Benedikt húsgagnasmiður, (f. 1924). Ingibjörg gekk í barnaskóla á Ak- ureyri og var einn vetur í kvöldskóla við Iðnskólann á Akureyri. Veturinn 1944-1945 var hún í Húsmæðraskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði, að því loknu lá leiðin til Reykjavíkur að læra fatasaum, veturinn 1948-1949. Veturinn 1953 fór hún sem ráðskona að Ásgarði í Hvammssveit. Ingibjörg giftist 22. apríl 1954, Ás- Það ríkti jafnan mikil eftirvænting á hverju vori þegar leið okkar systk- inanna lá vestur í Dali. Ósköp þótti okkur síðasti spölurinn frá Búðardal inn í Ásgarð langur, en þegar svo bærinn blasti við tókum við gleði okkar á ný. Þar tók á móti okkur yndislegt fólk sem opnaði faðm sinn og fóstraði sumarlangt, hvert sumar langt fram á unglingsár. Þarna lærð- um við að vinna, lærðum að umgang- ast dýr, lásum bókmenntir og kynnt- umst fjölmörgu minnisstæðu fólki. Þarna urðum við að manni. Í Ásgarði réðu ríkjum heiðurs- hjónin Ásgeir Bjarnason alþingis- maður og móðursystir okkar Ingi- björg Sigurðardóttir eða Dídí eins og við kölluðum hana. Ásgeir kvaddi okkur fyrir nokkrum árum en í dag kveðjum við elsku Dídí, einu systur mömmu, sem okkur var svo kær. Líf bóndakonunnar var ekki alltaf dans á rósum. Á stórbýlinu Ásgarði var jafnan margt um manninn árið um kring, margar kynslóðir saman, vinnumenn og vinnukonur, sumar- krakkar, venslafólk, gestir og gang- andi. Aðstæður til heimilishalds voru ekki eins og við þekkjum í dag, ekki voru tæki og tól til að létta vinnuna, heldur allt unnið í höndunum, vinnu- dagurinn jafnan langur og frístundir fáar. En þetta var heimurinn henn- ar. Hér réð Ingibjörg í Ásgarði ríkj- um. Ekki bara í eldhúsinu. Hún fór í fjós, sinnti heyönnum og gekk í öll störf er þurfti. Ekki má gleyma „Símanum“ en símstöð var í Ásgarði um árabil og henni þurfti að sinna. Auk þess gegndi hún trúnaðarstörf- um fyrir kvenfélagið í sveitinni, söng í kirkjukórnum og jafnvel spilaði á orgelið ef mikið lá við. Fyrir nokkrum árum hittust norð- ur á Akureyri afkomendur Önnu Halldórsdóttur og Stefáns Halldórs- sonar. Skemmtilegust af öllu var rútuferðin um Eyrina þar sem þær systur mamma og Dídí kepptust við að segja frá húsum, fólki og lifnaðar- háttum á Akureyri þegar þær áttu heima á Litla-Pól. Þær voru ekki alltaf sammála um „staðreyndir“ og hlógu ógurlega hvor að annarri þannig að það tísti í þeim. Síðustu ár töluðust þær við oft í viku, ræddu um börn og barnabörn, landsins gagn og nauðsynjar og svo um pólitíkina. Þær sáu hlutina ekki alltaf sömu augum, en það var allt í lagi, þær gátu oftast hlegið að öllu saman. Hún var mikill dugnaðarforkur og ósérhlífin hún Dídí. Henni féll aldrei verk úr hendi, en samt hafði hún allt- af tíma fyrir okkur systurbörn sín. Hún var okkur svo óendanlega góð. Hún eignaðist ekki börn sjálf, en fóstursynir hennar, Bjarni og Bene- dikt, voru sem hennar eigin. Barna- börnin hennar, Emma, Ásgeir, Eyj- ólfur og Ingibjörg voru hennar líf og yndi, þau voru hennar ríkidæmi. Þegar Ásgeir og Dídí hættu að búa og Bjarni og Erla kona hans tóku við reistu þau sér lítið hús í landinu þar sem þau undu hag sínum vel. Það er fyrir endalausa hjálpsemi Bjarna og Erlu að Dídí gat verið heima hjá sér fram á nánast síðasta dag, en sjónin var mikið farin að daprast og skrokkurinn að gefa sig. Hún kvaddi eftir stutta sjúkdóms- legu, þá nýkomin á dvalarheimilið í Búðardal. Við erum svo afar þakklát fyrir allar góðu stundirnar í Ásgarði fyrr og síðar, fyrir allt sem þau hjón og þeirra afkomendur hafa fyrir okk- ur gert, fyrir vinskap þeirra og frændsemi. Elsku Dídí hafðu þökk fyrir allt og allt, við sjáumst síðar. Anna Guðný, Hermann Ingi, Ingibjörg og Sigríður Matthildur. Kær frænka mín og nafna, Dídí í Ásgarði er látin. Við vorum systk- inadætur, hún dóttir Nöfnu, systur pabba og bestu vinkonu minnar. Ég var lítil stelpa þegar Dídí flutti í Ás- garð en hún lofaði mér að þegar ég yrði aðeins stærri fengi ég að koma í sveitina og ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að fara til þeirra hjóna Ásgeirs og hennar og vera hjá þeim í tvö sumar. Frá þeim tíma á ég nokkrar af mínum dýrmætustu bernskuminningum sem mig langar að þakka fyrir. Fyrra sumarið var ég í gamla húsinu og seinna sumarið í nýja húsinu. Það var mikið að gera í Ásgarði á þessum árum og fyrir litla stelpu að norðan var þetta eins og ævintýri – þarna var símstöðin, þarna kom rútan með póstinn. Þarna var margt fólk – margar vinnukonur og margir vinnumenn – gestkvæmt var og oft var margt um manninn við matarborðið. Aldrei gleymi ég deg- inum þegar forsetinn kom, þá var ég puntuð og við áttum að vera stillt og prúð. Hjá frænku minni fékk ég að leika mér eins og ég vildi en einnig taka þátt í ýmsum störfum, ég fékk að raka og sækja kýrnar og ég fékk að hjálpa til inni, bæði við heimilis- störfin svo sem að baka, mala kaffið eða skilja mjólkina og einstaka sinn- um fékk ég að hjálpa til við símann – það var skemmtilegast. Svo var það þvotturinn, mér finnst sem það hafi alltaf blakt þvottur á snúru í Ásgarði í hlýrri sumargolunni. En það sem best er í minningunni er væntum- þykjan og öll hlýjan sem ég fékk hjá þeim hjónum, ég segist stundum hafu farið úr einu dekrinu í annað. Hún frænka mín var mér svo und- urgóð, þó að með árunum yrði oft langt á milli þess að við sæjumst, mætti mér alltaf sama væntumþykj- an og síðast áttum við saman skemmtilegan morgun hjá systur hennar hér á Akureyri fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeir bræður Bensi og Bjarni eiga stóran hlut í þessum ljúfu bernsku- minningum frá löngu liðnu sumar- dögum í Ásgarði, þeim sendi ég hlýj- ar samúðarkveðjur. Einnig sendum við Smári okkar bestu kveðjur til Erlu og Bjarna, Emmu, Ásgeirs, Ingibjargar og Eyj- ólfs og fjölskyldunnar allrar og vott- um þeim samúð okkar. Ég kveð Dídí frænku mína með virðingu og þakklæti. Ingibjörg Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við ömmu. Í hug- ann koma minningar um einstaka konu sem átti alltaf til nóg af hlýju og góðum ráðum að gefa. Þú varst að eðlisfari lífsglöð kona og áttir alltaf auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Með því kenndir þú okkur að sjá ljósið í myrkrinu og að ekkert væri óyfirstíganlegt. Það er ómetan- legt að hafa fengið tækifæri til að alast upp með ömmu og afa nálægt sér. Að geta laumast niður stigann og seinna meir út í næsta hús til að láta lesa fyrir sig sögu, taka í spil, fá eitthvert góðgæti og jafnvel að gera tilraunir með eitthvað sem var bann- að hjá foreldrunum. Gaman var að horfa á sjónvarpið með þér, sérstaklega þegar um handbolta var að ræða, einkum þeg- ar íslenska landsliðinu gekk vel. Ein- staka ánægju hafðir þú einnig af því að horfa á bíómyndir og lést það ekki aftra þér í seinni tíð þó sjónin væri farin að daprast. Þér fannst gott ef við horfðum á þær með þér og fyllt- um upp í eyðurnar þegar þú náðir ekki að fylgja textanum. Jólin eru á næsta leiti og þá rifjast upp minn- ingin um konfektgerðina sem þú stóðst alltaf í með okkur systkinun- um fyrir hver jól á meðan við vorum yngri. Þetta var ekki flókin upp- skrift, samanstóð af marsípani, núggati, möndludropum til að bragð- bæta og síðan var þessu dýft í súkku- laði og hneta sett ofan á. Tilhugsunin um þennan tíma sem við áttum sam- an fyrir jólin er alltaf svo ánægjuleg og jólaandinn svífur yfir við minn- inguna eina. Einnig var gaman að baka smákökur með þér og engifer- kökurnar sem þú gerðir voru þær bestu í heimi. Það verður án efa erfið tilhugsun að geta ekki lengur komið við hjá þér til að drekka kaffi og spjalla um dag- inn og veginn eða þá gamla tíma. Svo var fastur punktur í lífinu að fá hringingu frá þér þar sem þú spurðir hvernig gengi og hlýddir manni svo yfir hvað betur mætti fara í þjóð- félaginu og hvernig best væri að framkvæma það. Þú fylgist vel með og vildir að allir hlutir væru gerðir fljótt og vel, sérstaklega þegar um gegningar í sveitinni var að ræða. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Með þökk fyrir ánægjulegar stundir og gott veganesti út í lífið. Við tvö yngri systkinin viljum þó sér- staklega þakka þér fyrir stuðninginn í prófunum síðustu tvær vikur, nær- vera þín hjálpaði okkur mikið. Við söknum þín, amma, en vitum að þú er á góðum stað. Biðjum að heilsa afa. Megir þú hvíla í friði. Emma Rún, Ingibjörg, Eyjólfur Ingvi, Ásgeir og fjölskylda. Elsku langamma, okkur systkinin langar til að minnast þín með þess- um ljóðum og um leið þakka þér fyrir samverustundirnar í þessu lífi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Við söknum þín langamma, en vit- um að þú ert á góðum stað, skilaðu kveðju til langafa. Megir þú hvíla í friði. Erla Kristín og Einar Bjarni. Til er ljósmynd af Ingibjörgu í Ásgarði þar sem hún stendur að sumarlagi í dyrunum á gamla hús- inu, glaðleg og kraftmikil, og kallar. Það er auðséð á fasinu og hvernig hún heldur um dyrastafina að kallið á að ná langt niður á tún; sennilega til karla, kvenna og krakka sem eru við heyvinnu og eiga að koma í mat eða kaffi. Eitthvert okkar hefur áreiðanlega verið þar því þegar Ingibjörg kom ung norðan af landi gekk hún ekki bara Bjarna og Bene- dikti sonum Ásgeirs í móðurstað; hún annaðist líka á sumrin – lengur eða skemur – ýmsa aðra krakka af Ásgarðsættinni. Það þótti þessum kvenfork sjálfsagt mál, jafn sjálf- sagt og að sjá um heimilið, hlúa að gömlum konum sem fylgt höfðu því lengi; baka ofaní og brynna gestum og gangandi eða taka á móti hrepps- nefndinni og félögum í Framsókn- arflokknum – flokknum sem sendi eiginmanninn Ásgeir á þing þannig að hann var fjarverandi mestan part vetrar. Ingibjörg ólst upp á Akureyri og lét aldrei alveg af norðlenska fram- burðinum eða kjarnyrtu málfari og rómstyrk, upprunnum við Mývatn. Hún vildi ekki fara sem ráðskona í Dalina, ætlaði sér allt annað. En föð- ur hennar dreymdi draum og þar sem hann þótti draumspakur lét hún sig hafa það að fara, sagðist þó varla hafa vitað hvað sneri aftur og fram á kúm. Við höldum að Ingi- björg hafi aldrei séð eftir ákvörðun sinni, svo góða drengi eignaðist hún og eiginmann. Það lét henni líka vel að stjórna umsvifamiklu Ásgarðs- heimilinu þar sem menn fengust ekki aðeins við búrekstur og pólitísk störf heldur ráku líka lengi spari- sjóð og héldu uppi bensínsölu, póst- og símaþjónustu. Verklagin var Ingibjörg og skipulag allt henni einkar auðvelt. Hún vissi alltaf hvað hún vildi og leiðbeindi börnum og unglingum af hlýju og umhyggju. Og mikið þótti okkur alltaf gaman þegar hún kom í dyrnar og kallaði. Við kveðjum Ingibjörgu í Ásgarði með þakklæti og söknuði. Logi, María, Bergljót, Andrés og Katrín. Ingibjörg Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.