Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 54
54 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Sigríður Stef-ánsdóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfasveit þann 14. júlí 1916. Hún lést á hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði þann 10. desember 2009. Foreldrar hennar voru Stefán Þorláks- son f. 14. október 1878, d. 17. janúar 1969 og Ljótunn Pálsdóttir f. 2. maí 1882, d. 21.desember 1955, bændur í Vestri-Miðbæ á Hnappavöllum. Sigríður var ein af 11 börnum þeirra sem voru; a) Páll Arnljótur f. 18.12. 1908, d. 24.7. 1924, b) Þorlákur Ingimund- ur f. 27.4. 1910, d. 20.2. 1911, c) Kristín f. 3.9. 1911, d. 30.4. 2005, d) Guðrún f. 15.10. 1912, d. 24.5. 1996, e) Þóra f. 20.2. 1915, d. 4.4. 1915, f) Páll Sigurður f. 30.5. 1918 d. 17.10. 2005, g) Þóra Ingibjörg f. 31.7. 1919, d. 4.11. 2001, h) Helgi f. 13.11. 1920, d. 1.7. 1978, i) Þor- lákur f. 26.3. 1922, d. 20.7. 2003, j) Þórður f. 17.12. 1923. Sigríður fór í fóstur á fyrsta ári til Guðrúnar ömmu sinnar, Páls afa síns og móðursystkina í Aust- Elíasdóttir, börn þeirra Birkir Freyr og stúlka fædd 10. desem- ber sl. b) Hjalta Sigríður f. 1980, sambýlismaður hennar er Össur Ímsland, dóttir þeirra Ása Mar- grét og c) Guðni Rúnar f. 1989, sambýliskona hans er Erna Rakel Baldvinsdóttir. 5) Stefán Bjarna- son f. 1955, kvæntur Margréti Guðbrandsdóttur f. 1957. Börn þeirra; a) Bjarki Elvar f. 1977, kvæntur Emelíu Bragadóttur, dæt- ur þeirra Sigríður Margrét og Þórdís Unnur. b) Helena Marta f. 1983, sambýlismaður hennar er Teitur Birgisson. c) Svanberg Addi f. 2002. Sigríður var einn vetur í vist hjá Ellingsen-fólkinu í Reykjavík. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og fór tvítug til náms í orgelleik hjá Bjarna á Brekkubæ. Hún var hlé- dræg kona og því voru fáir sem nutu orgelleiks hennar utan heim- ilisins í Kotinu.. Hún var vinnusöm og ósérhlífin, heimakær og stjórn- aði heimilinu af myndarbrag og lagði áherslu á að gestir fengju alltaf mat eða kaffi og með því. Sigríður flutti á hjúkrunarheim- ilið á Höfn árið 2000 þar sem Bjarni dvaldist þá. Hún kom heim að Hofi nokkrum sinnum á ári þar til fyrir um ári er heilsu hennar hafði hrakað. Útför Sigríðar verður gerð frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 19. desember og hefst athöfnin kl. 14. urbænum í Svína- felli. Sigríður giftist þann 14. júlí 1940 Bjarna Sigjónssyni f. 29.9. 1909 d. 30.11. 2001. Fyrstu 6 árin bjuggu þau í Aust- urbænum í Svínafelli en fluttu síðan í Hof- skot á Hofi árið 1943 og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Páll f. 1940, kvæntur Ingi- björgu Ingimundardóttur f. 1956. Börn þeirra: a) Guðrún Bára f. 1974, sambýlismaður hennar er Samúel Hermannsson, dóttir þeirra Sandra Sif. b) Helga Sig- urbjörg f. 1976, sambýlismaður hennar er Árni Pétur Hilmarsson, börn þeirra eru Hilmar Þór, Arn- dís Inga og Áslaug Anna. c) Ingi Björn f. 1982. 2) Sigurjón Arnar f.1944. 3) Unnur f. 1947. Sonur hennar er Bjarni Sigurður Grétarsson f. 1982. 4) Jón Sigurbergur f.1951, kvæntur Áslaugu Þorbjörgu Guð- mundsdóttur f. 1956. Börn þeirra; a) Bjarni Guðmundur f. 1977, sambýliskona hans er Ingibjörg Sigríður, tengdamóðir mín, kvaddi heiminn hljóðlega rétt fyrir miðnætti þann 10. desember síðast- liðinn og kom það á óvart jafnvel þótt maður hafi búist við því í svolít- inn tíma. Ég kom fyrst í Kotið fyrir 33 árum. Mér leið fljótlega eins og heima hjá mér og tók þátt í sveitalíf- inu af fullum krafti. Sigga og Bjarni sáu um mjaltirnar og svo um alla úr- vinnslu mjólkur sem ekki var seld í mjólkurbúið. Sigga var umhverfis- væn og í raun langt á undan sinni samtíð í flokkun á sorpi. Hún safnaði matarafgöngum sem hundurinn og hænurnar fengu ekki en það var svo urðað og brennanlegu var safnað sér. Í Öræfunum var hrein og klár verkaskipting, konurnar sáu um inniverkin og karlarnir um útistörf- in. Svo kom ég, hálfgerð rauðsokka sem hafði alist upp vestur í Dölum og unnið jafnt inniverk og útiverk í sveitinni og vön að keyra dráttarvél. Ég man að tengdamóður minni þótti nóg um þau uppátæki hjá mér að taka þátt í karlastörfunum eins og þegar ég vildi fara með út í Höfða þegar átti að síga eftir eggjum eða að smala í Breiðamerkurfjalli. Við vorum ekki alltaf sammála og lét hún skoðanir sínar óspart í ljós og vildi halda fast í sína siði. Sigga var gestrisin og passaði alltaf að eiga eitthvað gott með kaffinu ef gesti bæri að garði. Hún lagði mikið upp úr því að allir gestir kæmu inn í eldhús og þæðu góðgerð- ir. Þegar hún fór að fá ellilífeyri voru það fyrstu aurarnir sem hún fékk í hendurnar og gat ráðstafað eftir sínu höfði. Þá fannst henni ekki nauðsynlegt að kaupa neitt handa sjálfri sér en var sífellt að gauka aurum að barnabörnunum. Sigga talaði hreina skaftfellsku og fannst mér ýmis orð sem hún notaði svolítið sérkennileg. Hún sagði alltaf seyt- ján, skjóla og notaði ýmis orð sem ég þekkti ekki að vestan. Ég vil þakka Siggu fyrir hvað henni var alltaf umhugað um börnin mín og alltaf til í að hafa þau í lengri eða skemmri tíma. Hún var hógvær, vinnusöm og frændrækin og lagði sig fram við öll sín verk. Hún var skyldurækin og lagði mikið upp úr því að einhver frá heimilinu færi í kirkju þegar messað var en vegna hlédrægni fannst henni betra að það væri einhver annar en hún. Blessuð sé minning hennar. Með þökk fyrir allt og allt. Margrét Guðbrandsdóttir. Elsku amma. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Nú ertu búin að fá þína hvíld og við vit- um að þú hefur það gott hjá Bjarna afa. Eftir lifir minningin um góða konu sem við munum varðveita vel. Okkur langar að þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Það var gott að koma til þín og afa í sveitina og við fundum að við vorum ávallt velkomin og nutum stundanna. Það er gaman að rifja upp dagana þegar við barnabörnin vorum öll samankomin í Kotinu, þá var líf og fjör í bænum. Þú varst allt- af vöknuð og búin að útbúa veislu- borð, með aðstoð Unnar, áður en við opnuðum augun á morgnana. Þér var mjög umhugað um að okkur liði vel og lagðir áherslu á að við værum bæði södd og sæl í vistinni. Oft lá leið okkar barnanna niður eftir, eða oneftir eins og þú kallaðir það gjarnan, til að spila fótbolta með hinum börnunum á bæjunum og þá fylgdust þið afi gjarnan með í glugg- anum. Þegar heim var komið var oft ansi mikill svefngalsi í okkur börn- unum og var gjarnan glatt á hjalla meðan kvöldhressingunni voru gerð góð skil. Þetta eru ógleymanlegar stundir sem við geymum með okkur úr sveitinni okkar góðu. Þessar minningar ásamt mörgum fleirum geymum við í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þín barnabörn, Guðrún Bára, Helga Sigurbjörg og Ingi Björn. Í dag er til hvíldar borin Sigríður Stefánsdóttir, húsfreyja í Hofskoti, Hofi í Öræfum. Sigga kom úr stórum systkina- hópi frá Miðbæ á Hnappavöllum. Mjög ung var Sigga tekin í fóstur af móðursystur sinni Helgu Páls- dóttur í Austurbænum í Svínafelli. Þar ólst hún upp við gott atlæti en sárt var það bæði foreldrum og systkinum að þurfa að skiljast að. Sigga giftist ung Bjarna Sigjóns- syni frá Hofskoti á Hofi og bjuggu þau fyrstu hjúskaparár sín í Aust- urbænum og þar fæddist frum- burðurinn. Þegar aðstæður breytast á bernskuheimili Bjarna taka þau við jörð og búi i Hofskoti. Á heimilinu voru fyrir öldruð móðir Bjarna og bróðir hans sem var heilsuveill. Sigga ávann sér strax traust og virðingu nágranna sinna fyrir góða umönnun þeirra mæðginanna. Sigga var hlédræg að eðlisfari og tranaði sér ekki fram. Hún lærði að spila á orgel hjá Bjarna á Brekku- bæ í Nesjum og spilaði stundum á sínum yngri árum undir kirkju- söng og á ungmennafélagsskemmt- unum þar sem mikið var sungið. Sigga átti orgel og spilaði fyrir börnin sín á sunnudögum og á há- tíðum. Sigga og Bjarni bjuggu myndar- búi alla tíð og endurnýjuðu bæði húsa- og tækjakost á jörðinni með aðstoð barna sinna. Þau voru sér- lega barngóð og bera afkomendur þeirra því glöggt vitni. Til þeirra komu mörg kaupstaðarbörn á sumrin sem hafa haldið tryggð við heimilið. Á Hofi er Fundarhúsið, kirkjan og skólinn og þar var því æði gestkvæmt á öllum bæjum áð- ur fyrr og aðkomufólk þurfti oft viðurgjörning og húsaskjól. Sigga var einstaklega gestrisin og góð heim að sækja en á hennar blóma- skeiði var ekkert keypt tilbúið og því í nógu að snúast á stóru heimili. Á ferðalögum okkar austur var og er gott að heimsækja frændfólk- ið í Hofskoti enda hefur alltaf verið kært á milli heimilanna. Sigga bar fram með ljúfu viðmóti dýrindis nýbakað bakkelsi og allir settust að veisluborði í rúmgóðu eldhúsinu og sögðu nýjustu fréttir af mönnum og málefnum. Síðan brást ekki við brottför að Sigga laumaði í vasa barnanna sælgætisglaðningi sem hún átti alltaf til. Við þökkum Siggu góða viðkynn- ingu og eigum um hana bjartar og góðar minningar. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Sigrún Bergsdóttir og börn Þóru Stefánsdóttur frá Hnappavöllum. Sigríður Stefánsdóttir✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, ANDRESAR KRISTINSSONAR, Þórólfsgötu 21, Borgarnesi. Ásta Kristjana Ragnarsdóttir, Ragnar Ingimar Andresson, Magnea Kristín Jakobsdóttir, Sigríður Andresdóttir, Ingólfur Friðjón Magnússon, Kristinn Grétar Andresson, Gréta Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku- legu BRYNJU JÓNÍNU PÁLSDÓTTUR frá Héðinshöfða, Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 19. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Seljahlíð og á deild A6 á Landspítalanum. Guð blessi ykkur. Heiðar Marteinsson, Marteinn Heiðarsson, Sæunn Heiða Marteinsdóttir, Þórhildur Marteinsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR hæstaréttarlögmanns, Hagamel 44, Reykjavík, sem lést föstudaginn 20. nóvember. Sigríður Níelsdóttir, Pétur Guðmundarson, Erla Jóhannsdóttir, Níels Guðmundsson, Jónanna Björnsdóttir, Snorri Guðmundsson, Bolette Steen Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát elskulegs sonar okkar, bróður, frænda og mágs, GUÐMUNDAR SÆMUNDSSONAR, Gúmba, Barmahlíð 39, Reykjavík. Stuðningur ykkar er okkur mikill styrkur. Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt komandi ár. Málfríður Anna Guðmundsdóttir, Sæmundur Kjartansson, Ingunn, Sigurbjörg, Guðrún og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, TRYGGVU MARGRÉTAR EGGERTSDÓTTUR, Garðavegi 14, Hvammstanga, sem lést miðvikudaginn 25. nóvember. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar Hvammstanga fyrir sérlega hlýja og góða umönnun. Erna Snorradóttir, Marteinn Reimarsson, Jóhannes Snorrason, Valdís Valbergsdóttir, Elín Snorradóttir, Högni Jónsson, Eggert Snorrason, Guðfinna Jónsdóttir, Hulda Snorradóttir, Ragnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.