Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 39
pólitísk ormagryfja landsbyggð- arinnar. Allir landsbyggðarþing- menn ættu að bregðast harkalega við þessum rangfærslum sem ein- kennast af útúrsnúningi og hnútu- köstum. Sveitarstjórnirnar úti á landi hafa alltof lengi þurft að andmæla öllum rangfærslum sem notaðar eru til að réttlæta flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur undir því yfirskini að öllum for- kólfum landsbyggðarinnar komi það ekkert við. Í nærri þrjá ára- tugi hafa andstæðingar innan- landsflugsins í Reykjavík kosið að eyðileggja allar flugsamgöngurnar sem landsmenn þurfa að treysta á allt árið um kring í stað þess að leysa umferðarteppuna á höf- uðborgarsvæðinu. Skoðanabræður þeirra í Reykjavík, Einar Eiríks- son, Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson, sem vilja allt innanlandsflugið til Keflavíkur í síðasta lagi 2016 ættu frekar að kynna sér þörfina á nýjum Suður- strandarvegi, Sundabraut, tvöföld- un Reykjanesbrautar, Suðurlands- vegar, Vesturlandsvegar og nýjum hliðargöngum undir Hvalfjörð. Fyrir löngu væri það búið ef and- stæðingar innanlandsflugsins hefðu séð sóma sinn í því að láta Reykjavíkurflugvöll í friði sem er og verður alltaf lífæð allra Íslend- inga um ókomin ár. Áfram vilja þeir byggja þúsundir íbúða í Vatnsmýrinni þegar 4 þúsund íbúðir í Reykjavík sem bíða eftir kaupendum standa auðar. Fullyrð- ingar Einars, Gunnars og Arnars um að samgönguráðherra steli fjármunum og tækifærum höf- uðborgarbúa til að byggja nýja flugstöð í Vatnsmýri fyrir tugi milljarða króna eru mannskemm- andi, fjarstæðukenndar og duttl- ungafullar. Þær einkennast af hefnigirni, fáfræði og siðblindu landsbyggðarhatri. Allt tal um að fljótlegra sé að sinna sjúkraflug- inu með hægfleygum þyrlum frá Reykjavík til Vestfjarða, Norður- og Austurlands er fjarstæðukennt og öfgakennt. Án flugvallarins í Vatnsmýri yrði allt sjúkraflugið á landsbyggðinni að fara inn á Akureyrarflugvöll. Höfundur er farandverkamaður. Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Í GREIN minni sem birtist í Morgunblaðinu 10. desember sl. varp- aði ég fram hugmynd að „lifandi lýðræði“. Í framhaldi af henni þyk- ir mér rétt að rökstyðja hana nánar. Grundvallarhug- myndin Grundvall- arhugmyndin felst í að gefa öllum jafnt tækifæri til að bjóða sig fram til þings (og sveitarstjórna eftir atvik- um). Ein af ástæðunum er að margir, sem hafa einlægan áhuga á þjóð- málum og oft vilja og dug til að vinna þeim fylgi og hrinda í framkvæmd, eru einstaklingar sem ekki láta rek- ast með öðru fé. Gjarnan er um hug- sjónafólk að ræða, sem ekki er tilbú- ið til að láta af sinni sannfæringu, né semja um hana. Af því leiðir að hér er oft um heilsteyptar og heiðarlegar manneskjur að ræða, sem leggja góðum málum lið, með þjóðarhag í huga, en ekki flokkshagsmuni og framapot. Spillingin Það er ljóst að hagsmunatengsl myndast í stjórnmálaflokkum og seint verður dregin skýr lína á milli þeirra og spillingar. Ungliðahreyf- ingar innan þeirra eru um leið upp- eldisstöðvar fyrir ungmenni, sem eðli máls samkvæmt eru reynslulítil, en vinna sig upp goggunarröðina innan flokkanna, gjarnan meira af fylgispekt en hæfileikum til að verða leiðtogar. Þetta er fólk, sem á unga aldri stefnir á að verða stjórn- málamenn að ævistarfi og aflar sér menntunar í því skyni. Í skjóli henn- ar komast þau oft til áhrifa áður en þau hafa öðlast næga reynslu, en það er reynslan sem er dýrmætust þeim sem vilja leiða þjóðfélag til farsæld- ar. Það er ekki að ástæðulausu sem þingdeildir í mörgum löndum eru nefndar öldungadeildir. Í öðru sam- hengi má nefna að sumir hafa rakið yfirstandandi hörmungar Íslendinga til þess að „vel menntaðir, en reynslulausir“ menn og konur völd- ust í áhrifastöður innan banka og stjórnkerfis. Sem mótsögn má rifja upp sögu af Ás- geiri heitnum Ásgeirs- syni, fyrrverandi for- seta lýðveldisins á framboðsfundi á Vest- fjörðum, þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á stjórn- málabrautinni. Þar svaraði hann mótfram- bjóðanda sínum, sem hafði klifað á hve hann væri ungur, með þess- ari frægu athugasemd að: „Það myndi lagast með aldr- inum“. En það hafa ekki allir unglið- ar hæfileikana, sem Ásgeir Ásgeirs- son bjó yfir. Þrátt fyrir nýtt og skýrt dæmi um sjálfstæði þingmanna, þeirra Ög- mundar Jónassonar og Lilju Móses- dóttur á Alþingi fyrir skömmu, var augljóst af þeirri atkvæðagreiðslu að þau eru miklu fleiri sem stjórnast af innanflokkshagsmunum og þjónkun við þá. Þess vegna er það bráðnauð- synlegt að opna leið til að fjölga frjálsum og óháðum þingmönnum á kostnað þeirra flokksbundnu. Félagið Í almennri uppbyggingu félaga gildir lögmál um vald. Aðalfundur er æðsta vald í félagi. Félagsfundur kemur þar á eftir. Félagsfundir (þ. m.t. aðalfundur) framselja vald sitt til stjórnar félagsins á milli félags- funda. Stjórn framselur vald sitt til framkvæmdastjóra (ef honum til að dreifa) milli stjórnarfunda. Sama ætti að gilda um þjóðfélag. Það er ótækt að stjórnvöld geti mis- notað vald sitt í skjóli fylgis í kosn- ingum á 4ra ára fresti, auk þess sem umboð ríkisstjórnar er gjarnan mjög veikt í ljósi þess að um sam- steypustjórnir er að ræða. Við mynd- un þeirra fara fram hrossakaup, sem leiða til stjórnarsáttmála, sem er ávallt moðsuða úr stefnuskrá við- komandi flokka, moðsuða sem eng- inn kaus. Þess vegna verður að efla vægi þess að farið sé að vilja þjóðarinnar í öllum mikilvægum ákvörðunum um þjóðarhagsmuni, t.d. með þjóðar- atkvæði. Það dugir ekki að vilji þjóð- arinnar sé kannaður á 4ra ára fresti, en öllum ljóst að ríkjandi ríkis- stjórnir taka allar óvinsælar ákvarð- anir á fyrri hluta kjörtímabils og geyma þær vinsælu þangað til að líð- ur að kosningum, treystandi á gull- fiskaminni kjósenda. Um þessar mundir er ríkisstjórnin að keyra ábyrgðina á Icesave í gegn um þingið í trássi við vilja 70% þjóð- arinnar (ef marka má skoðanakann- anir), í skjóli þess að hafa náð að mynda sjálfa sig í kjölfar síðustu kosninga. Svipað er ástatt um aðild- arviðræðurnar að ESB. Það gengur náttúrulega ekki. Ríkisstjórnin er í raun umboðslaus í þessum málum. Meiri hluti félagsins vill þetta ekki. Niðurstaða Ef meirihluti þjóðarinnar vill marka ákveðna stefnu í tilteknum málum ber ríkisstjórn og þingi að fara að þeim vilja á hverjum tíma. Það er skýlaus krafa þeirra sem vilja að lýðræðið sé lifandi. Ég skora á þá sem vilja tjá sig um þetta efni að fara á Snjáldurskinnu/ Granagás/Fésbók; „Lifandi lýðræði“ „Lifandi lýðræði“ gegn spillingu Eftir Magnús Axelsson »Ef meirihluti þjóðar- innar vill marka ákveðna stefnu í til- teknum málum ber ríkisstjórn og þingi að fara að þeim vilja á hverjum tíma. Það er skýlaus krafa þeirra sem vilja að lýðræðið sé lifandi. Magnús Axelsson Höfundur er fasteignasali og matsmaður. Stórfréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.