Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 56
56 Minningar MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11, hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Þóra S. Jóns- dóttir prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðþjónusta kl. 12. Bein útsending frá Reykjavík. Þóra S. Jónsdóttir prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boð- ið upp á biblíufræðslu á ensku. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja- nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðþjón- usta kl. 12. Manred Lemke prédikar. AKRANESKIRKJA | Jólasöngvar kl. 14. Hljómur, kór eldri borgara, leiðir sönginn. Englakertið tendrað. ÁSKIRKJA | Jól í gripahúsinu kl. 11. Sunnudagaskólinn fer í heimsókn í Hús- dýragarðinn í Laugardal. Jólaguðspjallið, þjóðsaga og söngur í fjárhúsinu. Messa kl. 14. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blön- dal djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Sjá askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Jólasaga og jólasöngur, org- anisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir, kór kirkjunnar og prestur er sr. Bára Frið- riksdóttir. Fríða og leiðtogaefni úr sunnu- dagaskólanum aðstoða. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Djákni Nína Björg Vil- helmsdóttir, eldri og yngri barnakórar syngja, organisti Julian Isaacs. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11, ein samvera þennan dag. Börn úr Fossvogskóla flytja jólaguðspjallið í helgileik og jólalögin sungin með yngri kórum kirkjunnar undir stjórn Jóhönnu Þór- hallsdóttur. Organisti er Renata Ivan og prestur er Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson og organisti er Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Jólastund fjölskyldunnar kl. 16. DÓMKIRKJAN | Norsk-íslensk messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Skírnir Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjálmari Jónssyni. Bræðrabandið sér um tónlistina og Bjarni Arason syngur. FELLA- og Hólakirkja | Jólasöngvar við kertaljós kl. 11. Prestur sr. Svavar Stef- ánsson og Þórey Dögg Jónsdóttir djákna- nemi tekur þátt í stundinni. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kant- ors. Leikmenn lesa ritningarlestra sem tengjast jólunum og á milli lestranna eru sungnir jólasálmar. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn og barnakórinn syngur. Að- ventustund fyrir alla fjölskylduna. FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl. 14. Umsjón hefur Björg R. Pálsdóttir, lofgjörð, hátíðarsöngvar og -sálmar, saga og leikrit fyrir börn og síðan barnastarf á meðan fullorðnir heyra aðra sögu og hugleiðingu. Í lokin verður síðan boðið til brauðsbrotn- ingar fyrir alla. Að samkomu lokinni verður kaffi og samvera. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Helgistund fyrir alla fjölskylduna kl. 14. Barn borið til skírnar og síðasta aðventuljósið tendrað. Tónlistastjórarnir Anna Sigga og Carl Möll- er leiða tónlistina ásamt kór Fríkirkjunnar. Anna Hulda annast barnastarfið. GLERÁRKIRKJA | Barnastarf og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng, organisti er Val- mar Valjaots og sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason og umsjón hefur Guðrún Lofts- dóttir, undirleikari er Stefán Birkisson. Jólasveinar koma í heimsókn. Borgarholtsskóli Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðrún Karlsdóttir, um- sjón hefur Gunnar Einar Steingrímsson djákni og organisti er Guðlaugur Vikt- orsson. Jólasveinar koma í heimsókn. GRENSÁSKIRKJA | Jólasamvera barnanna kl. 11. 5 ára börn sýna helgileik og jólaskemmtun í safnaðarheimilinu. Kyrrðarstund á þriðjud. kl. 12.10. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgi- stund kl. 11. Jólaball sunnudagaskólans á eftir. Gengið í kringum jólatré, sungið og farið í leiki. Sr. Petrína Mjöll, Árni Þorlákur og Ester Ólafsdóttir sjá um stundina. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11 á Maríusunnudag. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson, organisti og kórstjóri Guð- mundur Sigurðsson og Barbörukórinn syngur. Messunni er útvarpað á Rás 1. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Birgis Ásgeirs- sonar, Magneu Sverrisdóttur djákna og Rósu Árnadóttur, með þátttöku barna út TTT-starfinu. Drengjakór Reykjavíkur í Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og börn úr Allegro/Suzuki- skólanum leika á fiðlu undir stjórn Lilju Hjaltadóttur, organisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón með barnastarfi hafa Sunna Kristrún og Páll Ágúst. Org- anisti er Douglas A Brotchie og prestur Tómas Sveinsson. Veitingar eftir messu. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Jólastund að enskri fyrirmynd þar sem jóla- og aðventulög eru sungin á milli ritningarlestra. Forsöng ann- ast kór Hjallakirkju og Kvennakór við Há- skóla Íslands, stjórnandi kvennakórs Mar- grét Bóasdóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson og prestar kirkjunnar, fólk úr kirkjustarfinu annast ritningarlestra. Sjá hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam- koma kl. 17. Jólin sungin inn. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Jólin sungin inn kl. 20. Umsjón hefur kafteinn Sigurður Hörður Ingimarsson. Anniina Härkönen syngur einsöng, Hanna Gísla- dóttir píanóleikari og Steinar Kristinsson trompetleikari sjá um tónlistina, ásamt Sigurði Ingimars á gítar. HVALSNESSÓKN | Sameiginleg barna- messa Útskálaprestakalls í Útskálakirkju kl. 11. Jólasöngvar, börn úr kirkjuskóla og NTT starfi syngja. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- komur kl. 11. Jólasálmarnir sungnir auk nokkurra laga af jólatónleikum kirkj- unnnar. Guðni Einarsson flytur hugvekju. Alþjóðakirkjan í hliðarsalnum kl. 13. Ræðumaður er Helgi Guðnason, sam- koma á ensku. Vitnisburðasamkoma kl. 16.30. UNG sér um lofgjörðina. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Aðventu- og jólaguðsþjónusta kl. 11 í Norsku kirkj- unni, Kronprinsesse Märthas kirke, Stig- bergsgatan 24 á Södermalm. Einar Svein- björnsson leikur á fiðlu og Brynja Guðmundsdóttir á orgel, prestur er Ágúst Einarsson. Jólasamvera eftir guðsþjón- ustu í umsjón Íslendingafélagsins. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Jólahátíð fjöl- skyldunnar kl. 11. Söngur, helgileikur, hugvekja og gengið í kringum jólatré. Sam- koma kl. 20. Örn Leó Guðmundsson pre- dikar. KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Orð dagsins: Vitnisburður Jóhann- esar. (Jóh. 1) Fella- og Hólakirkja. ✝ Grímur Magn-ússon fæddist í Flögu í Villingaholts- hreppi 8. september 1927. Hann lést á dvalarheimilinu Sól- völlum á Eyrarbakka 12. desember sl. For- eldrar hans voru Magnús Árnason bóndi og hreppstjóri í Flögu, f. að Hurð- arbaki 18. október 1887, d. 23. desem- ber 1973 og Vigdís Stefánsdóttir, f. að Háakoti í Fljótshlíð 13. október 1891, d. 14. mars 1977. Systkini Gríms eru Árni, f. 7. desember 1917, Guðrún, f. 9. ágúst 1919, Stefanía, f. 29. apríl 1921, Brynj- ólfur, f. 15. júlí 1922, d. 19. janúar 1983, Sigríður, f. 1. nóvember 1924, d. 13. júlí 1987, Guðríður, f. 30. júní 1926, Anna, f. 17. apríl 1929, d. 14. janúar 2005, og Unn- ur, f. 28. mars 1930. Uppeld- isbróðir, Stefán Jónsson, f. 5 nóv- að störfum 67 ára að aldri. Þar fyrir utan vann hann tímabundið önnur störf, vann m.a. við hafn- argerðina í Þorlákshöfn og eina vertíð í Hafnarnesi h.f. Um 1970 færir Grímur sig um set í Þor- lákshöfn og bjó eftir það að B- götu 9. Árið 1979 bregður Árni, bróðir Gríms, búi í Flögu og þá fara flest systkinin að nýta jörðina sem frí- stundajörð. Eftir það eyðir Grím- ur flestum sínum frístundum og öllum sumarfríum í Flögu við hey- skap og annað sem til féll af mikl- um áhuga og eljusemi. Eftir að Grímur lætur af störf- um 1994 flytur hann alfarið á æskuslóðirnar og byggir sér íbúð- arhús í Króki, sem er hluti jarð- arinnar Flögu, en þar hafði hann áður komið sér upp sumarað- stöðu. Eftir að heilsunni hrakaði og hann sá sér ekki lengur fært að búa einn flyst hann í byrjun þessa árs á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka og naut þar góðrar aðhlynningar til hinstu stundar. Útför Gríms fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, laugardaginn 19. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar ember 1934. Grímur ólst upp í Flögu og vann að búi foreldra sinna. Upp úr tvítugu réði hann sig til sjós á vertíð- um og réri bæði frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Þá vann hann um tíma við pípulagnir hjá Kaupfélagi Árnes- inga. Á þessum árum aðstoðaði hann við búskapinn í Flögu flest sumur og í sín- um frístundum. Hann flytur alfar- ið til Þorlákshafnar uppúr 1960 og byggir sér hús að B-götu 24 og var sjálfstætt starfandi vörubíl- stjóri um árabil. Eftir að hann hætti rekstri eigin vörubifreiðar gerðist hann vörubílstjóri og vann fleiri störf hjá Meitlinum h.f. í Þorlákshöfn. Að síðustu starfaði Grímur hjá Glettingi h.f. í Þor- lákshöfn við salfisk, síldar- og aðra fiskvinnslu þar til hann lét Okkur langar í nokkrum orðum að minnast Gríms frá Flögu sem borinn er til grafar í dag. Eins langt og minni okkar hjónanna nær til bernskuáranna hefur Grímur í Flögu verið hluti af tilverunni. Föðurbróðir Sigurbergs, heimagangur á æskuheimili hans og mikil og sterk tengsl þeirra bræðra Brynjólfs og Gríms við æskustöðv- arnar í Flögu. Frændi í föðurfjöl- skyldu Kolbrúnar, maður sem hún umgekkst þó nokkuð í æsku í gegn- um frændfólk sitt á Sólvöllunum á Selfossi. Grímur var sterkur karakter, há- vær mjög og fór ekki á milli mála ef hann var á staðnum. Hann var óhræddur við að segja sínar skoð- anir á mönnum og málefnum, en hefur verið okkur góður vinur og frændi. Barngóður var hann og hafði ágætis lag á krökkum, þau sóttu í fang hans og létu sér vel líka trölla- og nautasögur sem oft voru sagðar með heilmiklum hávaða og leiktil- burðum. Sigurbergi eru minnisstæðar margar ferðir þeirra frænda saman austur í Flögu og síðar Krók til að líta eftir búpeningnum sem í gegn- um tíðina hefur verið stór hluti af lífi Gríms. Var þá oft farið á Villys jeppa Gríms og stundum urðu ferð- irnar kaldar og erfiðar í ófærð á vetrum, skepnurnar þurftu að fá sitt, það passaði frændi vel upp á alla tíð. Þegar leið að starfslokum hjá Grími í Þorlákshöfn eftir áratuga streð bæði til sjós og lands, var hans draumur að flytja í sveitina, heim á æskustöðvarnar í Flóanum. Allur hans frítími svo og sumarfrí á síð- ustu árum starfsævinnar fóru í að koma sér upp aðstöðu fyrir sig og búpeninginn í Króki sem er partur úr landi Flögu. Kom sér þá vel að Grímur var hraustur og sterkur, oft varð lítil spítnahrúga og smá slatti af steypumöl upphaf af skemmu eða skúr og var oft undravert hvað hann einsamall gat framkvæmt. Eftir að starfsævinni lauk lét hann smíða fyrir sig hús sem stend- ur í Króki. Þar undi hann sér vel með sínar kindur og hesta, nokkrar hænur og oftast með hund og kött. Þar höfum við fjölskyldan átt marg- ar stundir með honum, krakkarnir hafa notið þess mjög að fá að kynn- ast sauðburði og dýralífinu í sveit- inni. Enginn hefur heimsótt Grím að Króki öðruvísi en að vera boðið upp á góðgerðir og er kakan með bleika kreminu eins og Grímur bauð mjög oft upp á aldrei kölluð annað en Grímskaka hér á heim- ilinu. Að taka í spil þótti Grími gaman og var það áhugamál sem helst varð til þess að hann fór af bæ. Hann lét vetrarveður ekki stoppa sig heima ef sveitakeppni í bridge, félagsvist eða þessháttar var á döf- inni. Minnast ættingar hans margra stunda við eldhúsborðið í Flögu við að spila kana eða vist við Grím, var þá oft mikill hávaði í húsinu, þessi svokallaði Hurðar- baks hávaði. Það var Grími þungbært þegar líkaminn fór að bila en hugurinn til verka var hinn sami. Fyrir tæpu ári síðan flutti Grímur á dvalar- heimilið Sólvelli á Eyrarbakka, þar sem hann naut góðrar umönnunar, sem hann var ánægður með. Vilj- um við koma á framfæri kærum þökkum og góðum kveðjum til allra heimilismanna og starfsfólks þar. Guð blessi minningu Gríms Magnússonar. Sigurbergur og Kolbrún. Grímur Magnússon Níels Kjeldsen Busk ✝ Níels KjeldsenBusk fæddist á Jótlandi hinn 20. desember árið 1919. Hann lést 5. maí sl. Hann var sonur Maríu Kjeldsen, en faðir hans, Viktor, fór til Ameríku áð- ur en drengurinn fæddist og hafði ekki afskipti af uppeldi hans. María réð sig síðar í vist í Auning og kynntist þar manni að nafni Jens Marius Busk og gengu þau í hjónaband 10. júní 1926. Jens ættleiddi Niels og gekk honum í föðurstað. Níels ólst upp í Auning við mikinn aga og reglusemi og góð og göm- ul gildi. Jens Marius var reiðhjólasmiður og María sá um hús og heimili. Níels gekk í skóla í Auning og fór einnig snemma að vinna almenn bústörf í ná- grenninu. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og taldi ekki eftir sér að hjóla 13 km heiman og heim á æfingar í frjáls- um íþróttum, handbolta og hnefaleikum. Níels veiktist af berklum og dvaldi á berklahæli í Randers, en náði fullri heilsu. Hann fékk mikinn áhuga á garð- yrkju og ræktun og sótti sér menntun til þeirra starfa við garðyrkjuskólann í Be- der á Jótlandi. Hann lærði þar almenn garðyrkjufræði og bætti við sig sérnámi í gróðurhúsaræktun. Öll stríðsárin vann hann við garðyrkju í Herning. Hann tók virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni og komst a.m.k. einu sinni naumlega hjá handtöku. Strax eftir stríðið vildi Níels fara til Kanada, en ákvað að leggja lykkju á leið sína og réðst til starfa við búið á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Hann kom til Íslands í desember 1945. Sumarið 1946 kynntist hann Ragn- heiði Kjartansdóttur og gengu þau í hjónaband 2. janúar 1949. Börn þeirra eru: María, f. 1951, Kjartan Rúnar, f. 1958, og Ragnheiður Elsa, f. 1961. Barna- börnin eru 11 og barnabarnabörnin sex. Í tvö ár leigðu þau gróðrarstöðina Reykja- lund í Grímsnesi. Eftir það fluttu þau sig til Reykjavíkur og var Níels í skamman tíma kokkur til sjós, en réð sig síðan til garðyrkjustarfa í gróðrarstöðinni Alaska, um tíma var hann ásamt öðrum með eig- in rekstur við lóðafrágang og hirðingu. Hann starfaði um langt árabil hjá Reykjavíkurborg og sá þar m.a. um fjöl- farin almenningssvæði á borð við Hall- argarðinn og Austurvöll. Vöktu skreyt- ingar hans og öll umhirða athygli fyrir listrænt, fágað og glæsilegt yfirbragð og vandaða framsetningu. Um áramótin 1961-’62 réðst hann til starfa við Heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði og veitti gróðr- arstöðinni þar forystu í 25 ár, eða til 67 ára aldurs. Hann vann síðan um skeið við bensínafgreiðslu hjá Esso og síðan í átta ár við gróðurhirðingu og gróðurhús Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði. Útför Níelsar fór fram í kyrrþey frá Hveragerðiskirkju hinn 9. maí 2009. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.isMinningar á mbl.is Eggert Ólafsson Höfundar: Logi Björgvinsson og fjölskylda Grímur Magnússon Höfundur: Árni á Skúfslæk Ingibjörg Sigurðardóttir Höfundur: Hjördís Karvelsdóttir Kristmundur Harðarson Höfundur: Tryggvi Leifur Óttarsson Meira: mbl.is/minningar Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsing- ar um foreldra, systkini, maka og börn. num. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.